Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Page 35
JjV LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 39 , Reynslusaga jólasveins í New York regluþjónn og skipaði honum að • færa sig og staðhæfði að hann væri að trufla umferðina. Ekki voru allir í svona vondu gkapi sem betur fer. Jólasveinninn hitti Luis Martinez sem var að selja ristaðar hnetur. Luis varð svo glað- ur að sjá jólasveininn að hann gaf börnum, sem leið áttu hjá, að smakka á varningnum. „Þegar ég sá jólasveininn fór ég að hugsa heim til Chile,“ sagði Martinez sem er 37 ára gamall. „Mamma sagði okkur systkinunum oft sögur um jóla- sveininn sem býr í fjöllunum langt, langt í burtu.“ Craig Samuel, 24 ára skrifstofu- maður, varð angurvær þegar hann hitti jólasveininn. „Ég man að við höfðum engan skorstein í íbúðinni okkar. Þess vegna var alveg sama hversu kalt var, ég sofnaði ekki nema ég vissi að mamma hefði skil- ið gluggann eftir opinn svo að jóla- sveinninn kæmist inn.“ Saxófónleikari, sem jólasveinn- inn hitti, var ánægður að sjá hann. „Þú gerir fólk hamingjusamt, jóla- sveinn, og það fær það til að versla meira. Umrenningur sem varð á vegi jólasveinsins varð innilega glaður að sjá hann. „Þú ert sjálfur jólasveinninn. Mér líður miklu bet- ur. Þú hefur bjargað deginum fyrir mér.“ Luis Martinez varð svo glaður að sjá jólasveininn að hann gaf ristuðu hneturnar sem hann ætlaði að selja. hans sem hefur reynt þetta á sjálf- um sér. Hann fór í jólasveinabúning nokkru fyrir jól og gekk um götur New Yorg borgar til að kanna við- brögð vegfarenda. Flestir brostu þegar hann arkaði um göturnar og hrópaði hó, hó, hó og bílstjórar vinkuðu til hans. Sumir stönsuðu og tóku myndir af honum. En Adam var ekki lengi i Paradis. Ung, geðvonskuleg kona, sem var að bíða eftir leigubíl, öskraði að vesal- ings jólasveininum: „Farðu frá, jól- in kom ekki nærri strax." Þegar sveinki stansaði á gatna- mótum og var að ræða við mann á mótorhjóli í mesta sakleysi kom lög- Ódýrar jóla- gjafir á síðustu stundu Það er kannski fullseint að tala um hvernig á að snúa sér í jóla- gjafainnkaupum en hér koma nokkrar uppástungur um hvernig hægt er að gefa frumlegar og um fram allt ódýrar gjafir. Sumar þeirra er meira að segja hægt að hafa til á síðustu stundu. 1. Fyllið fallega körfu af tepokum, kryddjurtum eða ósoðnu pasta sem til er á heimilinu. 2. Setjið nokkrar tegundir af smá- kökum í box og pakkið inn. 3. Takið afleggjara af einhverju stofublóminu og setjið í fallegan pott. 4. Þeim sem skrifar mikið af bréf- um er upplagt að gefa póstnúmera- skrá og nokkur frímerki. 5. Fyllið glæra krukku af sápuperlum eða litlum sápum. 6. Börnum er upplagt að gefa litla, glæra krukku fulla af smáaurum. 7. Eldri börnum má gefa lykla- kippu eða hengilás. 8. Setjið nokkrar myndir í lítið albúm og pakkið inn. 9. Kíkið í matarskápana. Þar leynist oft eitthvað óupptekið sem upplagt er að pakka inn í jólapappír og gefa sem jólagjöf. r „Það er betra að gæta að sér ef j-; maður leikur jólasvein í New York.“ Þetta er álit Mikes Hanra- Þegar þetta óvanalega gælu- dýr vill fara í göngutúr þýðir ekkert fyrir þessa litlu stúlku að segja nei. Hún er aðeins fjögurra ára gömul og á heima í stóru húsi úti í sveit í Englandi en hann er sjö ára afrískur krókódíll og er gæludýr ijölskyldu hennar. Stúlkan leiðir krókódílinn eins og hund í bandi en foreldr- ar hennar þora ekki annað en gæta þess að hann komi ekki of nálægt henni. Honum ér víst ekki alveg treyst og skyldi engan undra. Sem betur fer eru engir ná- grannar nógu nálægt til að kvarta undan þessu óvanalega gæludýri. ► Sameining Lífeyrissjóðs k verkstjóra ► via Sameinaóa lífeyrissjóðinn eS vísan til fyrrnefndra reglugerSa sjóSanna tekur SameinaSi lífeyrissjóSurinn viS allri starfsemi LífeyrissjóSs verkstjóra, réttindum og skyldum, fró og meS 1. janúar 1996, svo og eignum og skuldum. Endanleg sameining sjóSanna fer fram 1. apríl 1996 ó grundvelli tryggingafræSilegrar úttektar ó stöSu sjóSanna m.v. 31. desember 1995. jjsamræmi viS ofanritaS verSur skrif- stofu LífeyrissjóSs verkstjóra aS Skipholti 50 C, lokaS fró og meS 1. janúar 1996. Skrifstofa Sameinaóa lífeyrissjóbsins er ab Suburlandsbraut 30, IV. hæb, 108 Reykjavik, simi 568 6555. SuSurlandsbraut 30, 108 Reykjavík Sími 568 6555, Myndsendir 581 3208 Grænt númer 800 6865 ér meS tilkynnist öllum þeim, er telja til eignar eSa skuldar hjó LífeyrissjóSi verkstjóra kt. 430269-1869, aS ókveSiS hefur veriS aS sameina sjóSinn SameinaSa lífeyrissjóSnum kt. 620492-2809, fró og meS 1. janúar 1996. lÉft reytingar þar aS lútandi hafa veriS ókveSnar ó reglugerSum fyrrnefndra sjóSa og hafa þær veriS staSfestar af fjórmólaróSuneytinu í samræmi viS 2. gr. laga nr. 55/1980. Sameinaði lífeyrissjóðurinn Græddur er geymdur lífeyrir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.