Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Síða 40
14
fMnlist
LAU G ARDAGUR 23. DESEMBER 1995 T>V
Topplag
Emilíana Torrini er að gera
það gott á íslenska listanum
þessar vikurnar. Hún á topplag
listans, Crazy Love sem er aðra
vikuna í röð í fyrsta sætinu. Em-
iliana á einnig lagið í íjórða sæti,
. „1“ sem hefur aðeins verið tvær
vikur á listanum. Það lag virð-
ist einna líklegast til að velta lag-
inu í fyrsta sæti úr sessi.
. Hástökkið
Aggi Slæ & Tamla sveitin
hafa fengið góða dóma plötu-
gagnrýnenda fyrir samnefnda
plötu þeirra félaga og einnig fyr-
ir plötuna Þrek og tár. Það er
því vel við hæfi að þeir félagam-
ir eigi hástökk vikunnar, en þeir
stökkva upp í 15. sætið úr því
37.
Hæsta nýja
lagið
Gömlu rokkrisamir í Queen
... eiga hæsta nýja lag listans, en
það kemur beint inn í 18. sætið
á sinni fyrstu viku. Lagið A
Winter’s Tale er af nýrri plötu
þeirra, Made in Heaven.
Sjúkir
popparar
Mikii veikmdi herja nú á
breska poppara og hefur sjald-
an eðaaldrei þurft að aflýsa eins
mörgum tónleikum og að und-
anförnu. Aðallega er það ill-
ræmd flensa sem leggst á popp-
arana en ofþreyta og ýmis ann-
ar krankleiki bætir ekki úr
skák. Meðal þeirra sem hafa
neyðst til að endurskipuleggja
tónleikahald að undanförnu
vegna veikinda era PJ Harvey,
Pulp, Meansweðr, Black Grape
og East 17. Þá er enn allt á huldu
um meint veikindi Morrisseys
og hefur bresku popppressunni
ekki tekist að hafa upp á honum
og þaðan af síður er vitað hvað
hrjáir hann.
Dýr óreiða
Nick Harris, gítarleikari
bresku hljómsveitarinnar
Napalm Death, er lítt hirðusam-
ur maður um pappíra sína og
hefur það kostaö hann og hljóm-
sveitina ómæld fjárútlát. Harr-
is, sem er bandarískur ríkis-
borgari, þarf stöðugt að hafa öli
leyfi á hreinu til að mega starfa
í Bretlandi en gengur erfiðlega
aö muna eftir því. I fyrra þegar
hann koma til Bretlands frá
Bandaríkjunum var honum
snúið við á Heathrow þar sem
hann var ekki með réttu papp-
írana og leyfln til að mega koma
til landsins. Og nú á dögunum
var hann aftur sendur heim frá
Heathrow þegar í ljós kom að
landvistarleyfi hans hafði nmn-
ið út á meðan flugvélin var á leið
yflr hafið!
íboði
á Bylgjunni á laugardag kl. 16.00
" “* "INSKI LISTl NN NR. 3 49
v ikima 23 L13. '95 9.1. ' 9 G
ÞESSI VIKA SÍÐASTA VIKA FYRIR 2 VIKUM VIKUR Á USTANUM to; 1»] ^ 4®
1 1 2 6 ••■2. VIKANR. 1~ CRAZY LOVE EMILIANA TORRINI
2 2 3 4 MO BETTER BLUES SÆLGÆTISGERÐIN
CD 4 20 4 ANYWHERE IS ENYA
CD 8 - 2 I EMILIANA TORRINI
5 3 9 6 WHERE THE WILD ROSES GROW NICK CAVE 8< KYLIE MINOGUE
6 5 4 7 MY FRIEND RED HOT CHILI PEPPERS
7 6 7 9 IT'S OH SO QUIET BJÖRK
G) 11 22 3 ANYONE WHO HAD A HEART PÁLL ÓSKAR
9 9 5 4 FREE AS A BIRD THE BEATLES
10 10 19 6 (YOU MAKE ME FEEL) LIKE A NATURAL WOMAN CELINE DION
11 7 1 14 GANGSTA'S PARADISE COOLIO
(5) 13 - 2 TOO HOT COOLIO
(5D 29 - 2 Ó BORG MÍN BORG BUBBI
® 19 - 2 JESUSTO ACHILD GEORGE MICHAEL
(ÍD 37 2 - HÁSTÖKK VIKUNNAR... KEEP ON RUNNING AGGI SLÆ 8< TAMLA SVEITIN
16 16 - 2 ROCK STEADY BONNIE RAITT & BRYAN ADAMS
17 14 8 5 LIKE A ROLLING STONES ROLLING STONES
(2> 19 1 ••• NÝTTÁ USTA - A WINTER'S TALE QUEEN
NÝTT
15 11 8 REMEMBERING THE FIRST TIME SIMPLY RED
®> 21 38 3 LIE TO ME BON JOVI
m NÝTT lL EARTH SONG MICHAEL JACKSON
(5) 31 32 3 EYES OFBLUE PAUL CARRACK
NÝTT [T UM SIÐGÆÐI K.K.
(S> 25 - 2 ITCHYCOO PARK M PEOPLE
25 18 18 5 HAND IN MY POCKET ALANIS MORISETTE
(23) NÝTT 1 FATHER AND SON BOYZONE
27 27 . 2 ÞÚ OG ÉG OG JÓLIN SVALA BJÖRGVINSDÓTTIR
28 12 6 5 THE GIRL FROM MARS ASH
(29) 30 40 3 YOU'LL SEE MADONNA
(m> 38 - 2 EFÉGNENNI HELGI BJÖRNSSON
31 17 13 4 GRAND HOTEL K.K
32 20 10 9 TIL I HEAR IT FROM YOU GIN BLOSSOMS
dD NÝTT 1 BIKINIJÓL SÓLSTRANDAGÆJARNIR
dD 36 2 POWER OF LOVE/LOVE POWER LUTHER VANDROSS
dD 36 NÝTT 1 GOOD INTENTION TOAD THE WET SPROCKET
22 12 5 | UNIVERSAL BLUR
dz) NÝTT 1 I BEAUTIFUL LIFE ACE OF BASE
38 26 16 6 | GOLDENEYE TINA TURNER
-(39) NÝTT VONT EN það venst súkkat
NÝTT ÖDDI HVEITI FJALLKONAN
Hættur eða
rekinn?
Robbie Williams, sem var dáð-
ur liðsmaður bresku táninga-
sveitarinnar Take That til
skamms tíma, hefur höfðað mál
á hendu útgáfufyrirtækinu BMG
Records til að losa sig undan
samningi við fyrirtækið. Málið
snýst fyrst og fremst um það
hvort Williams hafi verið rekinn
úr Take That eða hvort hann hafi
hætt. Williams skrifaði undir
samning við BMG sem liðsmað-
ur Take That og telur að þar sem
fyrirtækið hafi ákveðið að hann
hætti í hljómsveitinni hljóti hann
að vera laus allra mála við BMG.
Þar á bæ segja menn hins vegar
að Wiiliams hafi hætt og sé því
enn samningsbundinn BMG.
Lítið er ungs
manns gaman
Nýjar poppstjörnur í Bretlandi
era ekki fyrr orðnar frægar en
þær fara að haga sér eins og versti
skrfli á hótelherbergjum víða um
heim og virðast líta á það sem
ákveðna manndómsvígslu í heim
stórpopparanna að rústa
nokkrum herbergjum eða svo.
Þannig urðu tveir liðsmenn nýju
sveitarinnar Cast að dúsa í fang-
elsi í Frakklandi í 15 klukkutíma
fyrir nokkru eftir að hafa gjör-
eyðilagt hótelherbergi í Nantes.
Þeir voru að sjálfsögðu útúr-
drukknir og segjast ekki muna
eitt né neitt en dvölin í fangels-
inu varð til þess aö Cast varð að
aflýsa tónleikahaldi sínu með
Pulp í Nantes.
Grateful Dead
hætt
Nú er ljóst að andlát Jerry
Garcia, forsprakka Grateful
Dead, bindur enda á feril þessar-
ar lífseigu og vinsælu hljómsveit-
ar. Eftirlifandi liðsmenn sveitar-
innar voru lengi vel á þeim bux-
unum að halda áfram en hafa ný-
verið sent frá sér yfirlýsingu um
að Grateful Dead sé öil.
Jam í réttar-
salnum
Þeir Bruce Foxton og Rick
Buckler, fyrrum félagar Pauls
Wellers í Jam á sínum tíma, hafa
höfðað mál á hendur Weller óg
segja hann skulda sér milljónir
króna í höfundargjöld. Weller
hefur neitað að tjá sig um málið
enn sem komiö er en það þarf
ekki að taka fram að þeir Foxton
og Buckler hafa ekki átt miklum
vinsældum að fagna síðan Jam
lagði upp laupana 1982.
-SþS-
Kynnir: Jón Axel Ólafsson
Islenski listinn er samvinnuverkefni Bylgjunnar, DV og Coca-Cola á Islandi. Listinn er niðurstada skoöanakönnunar sem er framkvæmd af markaösdeild DV i hverri viku.
Fjöldi svarenda er á bilinu 300 til 400, á aldrinum 14 til 35 ára af öllu landinu. Jafnframt er tekið mið afsplluh þeirra á islenskum útvarpsstöðvum. Islenski listinn birtist
á hverjum laugardegi i DV og er frumfluttur á Bylgjunni kl. 14.00 a sunnudögum í sumar. Listinn er birtur, að hluta, i textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski
listinn tekur þátt i vali "World Chart" sem framleiddur er af Radio Express i Los Angeles. Einnig héfur hann áhrifá Evrópulistann sem birtur er í tónlistarblaðinu Music
& Media sem er rekið af bandariska tónlistarblaðinu Billboard.
Yfirumsjón með skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó - Handrit: Sigurður Helgi
Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og Ivar Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backman
og Jóhann Garðar Ólafsson - Yfirumsjón með framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel Ólafsson