Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Side 42
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 I>'V
útlönd
stutt um fólk
Skipti hjá ESB
Jacques Delors hætti sem
framkvæmdastjóri Evrópusam-
bandsins. Við tók Jacques Sant-
er.
Nýr forseti Frakka
Jacques Chirac var kosinn
forseti Frakklands í júní.
Nýr sáttasemjari
Carl Bildt, fyrrum forsætisráð-
herra Svía, tók við sem sátta-
semjari SÞ í fyrrum Júgóslavíu.
Ákærðir fyrir þjóðarmorð
Stríðs-
5 glæpadóm-
stóll í Haag
— ákærir Raod-
van Karadic
og Ratko Mla-
dic, leiðtoga
Bosníu-Serba,
|: fvrir þjóðar-
morð.
Rabin myrtur
Yitshak Rabin, forsætisráðerra
ísrales, var myrtur.
Sýknaður
O.J. Simpson, sem ákærður
var fyrir að hafa banað fyrrum
eiginkonu og elskhuga hennar,
var sýknaður í Los Angeles.
Fékk nóbelinn
írski rithöfundurinn Seamus
Heaney fékk bókmenntaverð-
laun Nóbels í október.
Hætti vegna hneykslis
Willy Claes
hætti sem
framkvæmda-
stjóri NATO
vegna
hneykslismáls
í ráðherratíð
hans i Belgíu.
Drykkja og hjartveiki
Boris Jeltsín, forseti Rússlands,
var tvisvar lagður inn á sjúkra-
hús vegna hjartveiki. Þá þótti
hann drekka ótæpilega og vera
sér og þjóð sinni til skammar.
Felldi Walesa
Fyrrum kommúnisti, Aleksand-
er Kwasinewsky, sigraði Lech
Walesa í forsetakosningunum i
Póllandi í nóvember.
Misnotaði krítarkort
Mona Sahlin hætti við að bjóða
sig fram til formanns sænskra
jafnaðarmanna vegna misnotk-
unar á krítarkortum ríkisins.
Hampaði óskarnum aftur
Tom Hanks hampaði óskars-
verðlaunum annaö árið í röð fyr-
ir leik sinn í Forrest Gump.
í hættu
Reynt var að ráða Mubarak Eg-
yptalandsforseta af dögum á
ferð hans til Eþíópíu.
Látin laus
Aung San Suu Kyi, leiðtogi
stjórnarandstöðu í Burma, var
látin laus eftir sex ára stofu-
fangelsi.
Dæmd fyrir fjöldamorð
Enska móð-
irín Rosemary
West • var
dæmd í tífalt
lífstiðar-
fangsli fyrir
að hafa myrt
tíu ungar
stúlkur og
konur.
Nýr stjóri NATO
Javier Solana var ráðinn nýr
framkvæmdastjóri NATO.
Brúðkaup ársins
Jóakim prins gekk að eiga
Alexöndru Manley frá Hong
Kong. Reuter/NTB
friðarvona
Ein eftirminnilegasta mynd ársins sýnir Borís Jeltsín, forseta Rússlands,
hálffullan klípa ritara sinn í bakið á blaðamannafundi 19. október.
Símamyndir Reuter
Vonir um frið í nokkrum lang-
vinnum erjum settu mjög svip sinn
á árið sem senn er á enda. Samið
var um frið í Bosníu og tugþúsund-
ir hermanna á vegum NATO eru
komnar þangað að gæta hans.
Byssugeltið þagnaði að mestu á
Norður-írlandi og Haítí. Þrátt fyrir
morðið á Itzhak Rabin, forsætisráð-
herra fsraels, í nóvember héldu
menn sínu striki í friðarumleitun-
um fyrir botni Miðjarðarhafs. En á
sama tíma hélt ógnaröldin áfram í
mörgum ríkjum og er enn hart
barist í Tsjetsjeníu, Afganistan og á
Sri Lanka.
Hér á eftir munum við tæpa á
nokkrum atburðum sem þykja hafa
sett svip sinn á þetta ár.
Mannskæðir jarðskjálftar
Náttúruhamfarir settu strax svip
sinn á árið. í janúar varð mikill
mannskaði í öflugum jarðskjálfta í
Kobe í Japan þar sem um 5.200
manns fórust og þúsundir misstu
heimili sín. Þá flæddu ár yfir bakka
sína í Þýskalandi, Hollandi og
Frakklandi þar sem hátt í 30 manns
létust. Um 25 þúsund manns voru
fluttar frá heimilum sínum í Holl-
andi. -Einnig urðu gríðarleg flóð í
Noregi í vor.
Og ósköpin héldu áfram en nú af
manna völdum. í mars létu 11
manns lífið og yfir 5000 manns urðu
fyrir eituráhrifum þegar eiturga-
sárás var gerð á jarðlestakerfi
Tokyoborgar. Síðar kom í ljós að
sértrúarsöfnuðurinn Æðsti sann-
leikur bar ábyrgð á tilræðinu og
voru leiðtogar hans sóttir til saka.
19. apríl gereyðilagðist stjórn-
sýslubygging Oklahomaborgar í
mikilli sprengingu. 167 létust, þar af
19 börn. Tveir menn, sem andsnún-
ir eru stjórnvöldum, voru ákærðir
fyrir tilræðið.
í maílok létust yfir 2000 í jarð-
skjálfta á Sakhalíneyju úti fyrir
austurströnd Rússlands og í júni lét-
ust 400 manns þegar verslunarhús í
Seoul í Suður-Kóreu féll saman.
Miklir hitar gengu yfir Bandarík-
in í sumar og létust 650 af völdum
þeirra. Fréttir af ebólaveirunni bár-
ust frá Saír þar sem 244 féllu í val-
inn af völdum hennar. í desember
geisuðu verstu vetrarveður í manna
minnum í nokkrum fylkjum Banda-
ríkjanna.
Koss ársins: Jóakim kyssir sfna
heittelskuðu, Alexöndru frá Hong
Kong, í lok brúðarvalsins.
Samið um Bosníu og Vest-
urbakkann
í Bosníu hófst árið með vopna-
hléssamkomulagi sem brátt varð að
engu í afar hörðum bardögum. í
kjölfarið fylgdu síðan fjöldamorð og
þjóðflutningar eftir að Serbar höfðu
hertekið Srebrenica og Zepa. Síðan
hörfuðu Serbar og með samninga-
viðræðum eygðu menn möguleika á
friði eftir þriggja ára styrjaldará-
stand. Eftir þriggja vikna viðræðuf-
í Dayton í Ohio í Bandaríkjunum
náðist samkomulag um að enda
stríðið. í kjölfarið fluttust tugþús-
undir hermanna NATO til Bosníu.
Þetta er stærsta verkefni NATO en
þar á bæ höfðu menn einnig hugann
við annað. Willy Claes varð að segja
af sér vegna gamals spillingarmáls
heima í Belgíu og við tók Spánverj-
inn Javier Solana, eftir að Uffe
Ellemann-Jensen, fyrrum utanríkis-
ráðherra Dana, hafði sýnt starfinu
áhuga.
Útlit var fyrir löngu þráða friðar-
samninga fyrir botni Miðjarðarhafs
þótt enn sé langt í land varðandi
samninga ísraela og Sýrlendinga.
Komið var á viðskipta- og stjórn-
málatengslum á svæðinu sem þóttu
óhugsandi fyrir nokkrum árum.
ísraelar og PLO skrifuðu undir sam-
komulag um sjálfsstjórn Palestínu-
manna á Vesturbakkanum. Margir
óttuðust að allt væri unnið fyrir gýg
þegar Itzhak Rabin var myrtur en
friðarumleitanir halda áfram.
Tilræðið á Rabin var ekki það
eina en reynt var að ráða Mubarak
Egyptalandsforseta af dögum í Eþí-
ópíu og Edward Shevardnadze slapp
naumlega frá tilræði í Georgíu.
Saddam Hussein er enn viö völd í
írak, fjórum árum eftir að Flóabar-
daga lauk, en hann varð fyrir áfalli
þegar báðir tengdasynir hans flúðu
land ásamt fjölskyldum sínum.
Stríðslokahátíð
og kjarnorkutilraunir
Þess var minnst víða í Evrópu að
50 ár voru liðin frá lokum seinni
heimsstyrjaldarinnar. Þess var
einnig minnst að 50 ár voru frá því
fyrstu kjarnorkusprengjunum var
varpað á Hiroshima og Nagasaki.
Þrátt fyrir þessi hálfrar aldar af-
mæli stendur mannkyninu enn ógn
af kjarnorkuvopnum. Frakkar ollu
öldu mótmæla um allan heim þegar
þeir hófu umdeildar tilraunaspreng-
ingar við Mururoa-eyjaklasann í
Kyrrahafi. Chirac sagði að Frakkar
mundu ljúka tilraununum áður en
algert bann viö kjarnorkutilraunum
tæki gildi á næsta ári. Kínverjar
sprengdu neðanjarðar.
í garði Clintons og Jeltsíns
f Bandaríkjunum krafsaði Clint-
on til sín aukið fylgi og treysti slaka
ímynd sína í utanríkismálum en
Bandaríkin voru í lykilhlutverki
við friðarsamninga í Bosníu, fyrir
botni Miðjarðarhafs og á Norður-ír-
landi. Heimafyrir átti Clinton í
deilu við repúblikana um fjárlögin
en skortur á samkomulagi leiddi
tvisvar til lokunar fjölda ríkisstofn-
ana.
í Rússlandi krafðist fólk meiri
stöðugleika þótt veikt efnahagskerfi
sýndi smábata og veitti kommúnist-
um gríðarlegt fylgi í þingkosningun-
um í desember. Kosningarnar voru
taldar áfall fyrir Jeltsín sem ekki
var sterkur fyrir, hefur verið á
heilsuhæli eftir hjartveiki og óhóf-
sama drykkju. Rússum tókst að
berja niöur uppreisn í Tsjetsjeníu
en í lok ársins hófust bardagar þar
að nýju.
í Póllandi lauk löngu leiðtoga-
tímabili Lechs Walesa, þjóðhetjunn-
ar í baráttunni við kommúnismann
forðum, en hann tapaði í forseta-
kosningum fyrir Aleksander Kwasi-
enewsky, fyrrum kommúnista.
Ríki Mið- og Austur-Evrópu
héldu efnahagsumbótum sinum
áfram og vonuðust til að fá aðild að
Evrópusambandinu og NATO.
í vesturhluta Evrópu náðu leið-
togar ESB saman um aö stefna á
eina Evrópumynt árið 1999 en kraft-
urinn virtist ekki sá sami þegar
kom að nánara stjórnmála- og efna-
hagssamstarfi. í Frakklandi áræddu
stjórnvöld að skera niður velferðar-
kerfið í viöleitni til að uppfylla skil-
yrði um aðild að Evrópumynt. En
víðtæk verkföll í kjölfarið lömuðu
samgöngur í á þriðju viku og sköp-
uðu efasemdir um vilja ESB-borg-
ara til að færa fórnir á altari Evr-
ópumyntarinnar.
Mannréttindabrot héldu áfram í
Kína þar sem andófsmaðurinn Wei
Jongsheng var dæmdur í 14 ára
fangelsi og í Nígeríu voru níu and-
ófsmenn hengdir þrátt fyrir hávær
mótmæli heimsbyggðarinnar. í Suð-
ur- Kóreu voru tveir fyrrum forsæt-
isráðherrar dregnir fyrir rétt sakað-
ir um spillingu.
Sýkn og sekt, ást og hatur
Réttarhöldum aldarinnar lauk í
Bandaríkjunum þegar ruðning-
skappinn O.J. Sipmson var sýknað-
ur fyrir að hafa orðið fyrrum eigin-
konu sinni og ástmanni hennar að
bana. En Rosemary West hlaut enga
miskunn, var dæmd í tífalt lífstíðar-
fangelsi í einu hrottalegasta morð-
máli Bretlands.
Leikarinn Hugh Grant komst í
heimsfréttirnar þegar hann var
gripinn með vændiskonunni Divine
Brown í aftursæti bíls síns í Los
Angeles þar sem hún veitti honum
munngælur. Samband Hughs við
fyrirsætuna Liz Hurley stóðst þenn-
an fjölmiðlastórsjó og Dvinie
græddi á öllu saman.
Hjónaband Karls Bretaprins og
Díönu virðist loks heyra sögunni til
en Elísabet drottning hefur krafist
lögskilnaðar þeirra. En það er meiri
hamingja hinum megin Norðursjáv-
arins. I Danmörku gekk Jóakim
prins að eiga Alexöndru frá Hong
Kong í brúðkaupi aldarinnar þar í
landi.
Par ársins: Samviskan kvaldi Hugh Grant en hóran Divine græddi á öllu Verslunarhús í Seúl í Suður-Kóreu hrundi til grunna í lok júní. Um 80 manns
saman. létust og hundruð slösuðust.