Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 Fréttir_______________________________________________pv Aöalheiöi Jónsdóttur dæmdar tæpar 2 milljónir vegna stöðvunar á heimabakstri: Kleinubann Heilbrigðis- eftirlits dæmt ólöglegt - yfirvöld brutu grundvallarreglur stjórnsýsluréttar meö lokun án aðvörunar Hjónin Pétur Pétursson og Aðalheiður Jónsdóttir gleðjast yfir sigrinum á heilbrigðisyfirvöldum. Tjónið og röskunin á högum þeirra hefur hins vegar orðið svo mikið að þau telja nánast óhugsandi að hefja framleiðslu og sölu á Stjörnukleinunum vinsælu á ný. DV-mynd BG Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur greip til ólögmætra aðgerða þegar það lagði sölubann á Stjörnukleinur Aðalheiðar Jónsdóttur árið 1992 en hún hafði þá selt Bónus vörur sínar um nokkurra ára skeið. Borgarsjóð- ur, fyrir hönd heilbrigðiseftirlitsins, hefur því verið dæmdur til að greiða Aðalheiði og Pétri Péturs- syni, eiginmanni hennar, tæpar tvær milljónir króna í skaðabætur með vöxtum og 230 þúsund krónur í málskostnað sem rennur til ríkis- sjóðs. Ríkissjóður er hins vegar dæmdur til að bera 560 þúsund króna gjafsóknarkostnað. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðustöðu að Heilbrigðis- eftirlit Reykjavíkur hefði brotið grundvallarreglur stjórnsýslunnar með því að leggja sölubann á klein- urnar á sínum tíma - bannið hefði haft víðtækar fjárhagslegar og per- sónulegar afleiðingar fyrir Aðal- heiði og Pétur. Aðalheiður bakaði og seldi klein- ur í smáum stíl frá árinu 1980. Árið 1988 fór Bónus að kaupa kleinurnar sem nefndust þá Stjörnukleinur. Bakstrinum óx fiskur um hrygg með ári hverju og voru gjaldfærðar tekjur hjónanna af bakstrinum árið 1991 rúm 1,5 milljónir króna. Hjónin fluttu þá í einbýlishús og innrétt- uðu þar snyrtilega aðstöðu til heimabaksturs - að hluta til sam- kvæmt ábendingum heilbrigðisyfir- valda. Hjónin sóttu ekki um leyfi vegna heimabakstursins og lagði Heilbrigð- iseftirlit Reykjavíkur síðan blátt „Það er mikil gleði sem fylgir þessari dómsniðurstöðu. Við urðum hins vegar að selja húsið okkar og það er mikið búið að hryggja mann á þeim árum sem liðin eru. Auðvit- að er rosalegt að Heilbrigðiseftirlit- ið skuli hafa getað framkvæmt þá hluti sem raun bar vitni,“ sagði Að- alheiður Jónsdóttir, konan sem heil- brigðisyfirvöld stöðvuðu, er hún framleiddi heimabakaðar kleinur, með skyndiaðgerð árið 1992. „Það skelfilega er hvað einstök- um embættismönnum er veitt mik- ið vald,“ sagði Pétur Pétursson, eig- inmaður Aðalheiðar, þegar blaða- maður DV hitti hjónin á heimili þeirra til að fá viðbrögð þeirra við nýgengnum dómi. Pétur sá um kleinureksturinn, m.a. að því leyti að hann ók vörunum til kaupenda og útbjó reikninga og annað tengt bann við sölu Stjörnukleina með bréfi dagsettu 9. mars 1992. Sölu- bannið var lagt á í Bónusverslunun- viðskiptunum. „Ég hef fengið staðfestingu á því að ég var aldrei að brjóta af mér eins og heilbrigðisyfirvöld vildu meina,“ sagði Aðalheiður. „Það var mikið áfall á sínum tíma að vera stimplaður lögbrjótur sem við töld- um okkur alls ekki vera. Ég greiddi alla mína skatta og skyldur og skuldaði engum neitt. Það var ekk- ert upp á mig að klaga - nema að ég var að baka kleinur. Heilbrigðiseft- irlitið kom tvisvar sinnum og hafði ekki út á neitt að setja en það var að því fundið að leyfi vantaði og bakst- urinn mætti ekki fara fram annars staðar en í iönaðarhúsnæði," sagði Aðalheiður. Urðu að selja húsið Hjónin bjuggu í einbýlishúsi með tvöfóldum bUskúr sem var skipt í um en án þess þó að haft væri sam- band við hjónin áður. Eftir þetta tók við langur mála- tvennt. í öðrum hluta hans var inn- réttað eldhús fyrir bakstur Stjörnu- kleinanna - eldhús sem taldist mjög hreint og snyrtilegt og hentaði vel fyrir kleinubaksturinn. Heilbrigðisyfirvöld stöðvuðu sölu kleinanna með því að gefa fyrir- mæli til kaupandans, Bónuss, um að ekki mætti framleiða kleinurnar. Starfseminni var því hætt. „Þetta hafði slæmar afleiðingar í för með sér fyrir okkur,“ sagði Aðal- heiður. „Við vorum nýbúin að kaupa einbýlishúsið sem við gerð- um með það fyrir augum að við gæt- um útbúið séraðstöðu fyrir kleinu- baksturinn. Þegar rekstrinum var skyndilega lokað lentum við í fjár- hagsvandræðum. Við vorum látin bíða á meðan hin og þessi nefndin fjallaði um málið og höfðum engar tekjur á meðan. Þegar loksins eitt- rekstur, m.a. hjá Hollustuvernd rík- isins og Úrskurðarnefnd en heil- brigðisyfirvöldum var að lokum hvað fór að gerast í málunum, nokkrum misserum síðar, var allt orðið um seinan,“ sagði Aðalheiður. Get ekki hafið rekstur á ný - Hyggstu hefja kleinubakstur á ný? „Á sínum tíma þegar það lá fyrir að við fengjum leyfi og ætluðum af stað með vöruna, treystu verslanir sér ekki til að taka hana inn vegna þeirra ummæla sem Oddur Rúnar Hjartarson hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur viðhafði um að klein- urnar og heimabakstur gæti verið stórhættuleg vara. Þó að ég fái þess- ar skaðabætur dæmdar nú er ekki framkvæmanlegt að hefja kleinu- baksturinn á ný. Við erum búin að fara með svo miklu meiri fjármuni í að skipta um húsnæði og annað sem þessum óþægindum hefur fylgt.“-Ótt stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavík- ur. Dómstóllinn hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að heilbrigðisyfir- völd hafi haft heimildir til að knýja á um að ákvæðum laga og heilbrigð- isreglugerðar sé framfylgt. Hins veg- ar segir dómurinn að það hafi varð- að hjónin miklu til hvaða aðgerða stjómvöld gripu þar sem miklir fjár- hagslegir hagsmunir voru í húfi fyr- ir þá - því bæri að gæta stjórnsýslu- reglna við ákvarðanatöku yfirvalda - að veita fyrst áminningu, gefa síðan tilhlýðilegan frest til úrbóta með áminningu eða í þriðja lagi að stöðva viðkomandi starfsemi. í máli hjónanna beitti Heil- brigðiseftirlitið afdrifaríkasta úr- ræðinu - sölubanni. I dóminum seg- ir síðan eftirfarandi: „Hér var um íþyngjandi ákvörðun að ræða sem augljóslega varðaði stefnendur miklu fjárhagslega. Því bar stjórnvaldinu að hafa í heiðri þá grundvallarreglu stjórnsýsluréttar- ins að gæta hófs í ákvörðun sinni og velja það úrræði sem vægast var.“ Dómurinn sagði jafnfram að Heil- brigðiseftirlitinu hefði borið að gefa hjónunum kost á að tjá sig áður en ákvörðun var tekin. Að þessu virtu taldist Heil- brigðiseftirlit Reykjavíkur hafa brot- ið gegn meðalhófsreglu stjórnsýslu- réttar og var borgarsjóður því dæmdur til að greiða hjónunum skaðabætur, 1,1 milljón króna, 100 þúsund krónur í miskabætur að við- bættum vöxtum - samtals tæpar 2 milljónir króna. -Ótt Föttil Bosníu Rauði kross íslands sendir um sjö tonn af vetrarfatnaði fyrir böm til Bosníu-Hersegóvinu milli jóla og nýárs. Fatasendingin er liður í þeirri aðstoð sem Rauði kross íslands veitir til fyrrum Júgóslavíu í kjölfar landssöfnunarinnar Kon- ur og börn í neyð sem félagið efndi til í byrjun september sl. Söfnunarféð nam 30 milljónum. Miklar vetrarhörkur eru á þessu svæði núna og margir búa við óviðunandi aðstæður, hafast við i skýlum, undir segldúkum, í farartækjum og kofum án upp- hitunar. Þrír sendifulltrúar á vegum Rauða krossins eru í fyrrum Júgóslavíu. -ÞK Sjúkrahús Suðurnesja: Loforð um lækni DV; Suðurnesjum: Eftir umræðufund, sem stjórn Sambands sveitarfélaga átti með ráðuneytisstjórum heilbrigðis- og fjármálaráðuneytis um frest- un framkvæmda við D-álmu við Sjúkrahúss Suðurnesja, voru að- ilar sammála um að fram fari sérstök athugun á rekstrarfjár- veitingum sjúkrahússins. Þeim ljúki ekki síðar en 1. október 1996. Jafnframt liggur fyrir lof- orð um nýja stöðu heilsugæslu- læknis til viðbótar á næsta ári við heilsugæslustöðina. -ÆMK Aöalheiður Jónsdóttir og Pétur Pétursson, eiginmaður hennar: Mikil gleði sem fylg- ir niðurstöðunni - skelfilegt hvað embættismönnum er falið mikið vald Bílheimar eru fluttir að Sœvarhöfða 2a við hlið Ingvars Helgasonar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.