Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 Spurningin Lesendur Hvernig bækur lestu helst? Guðrún Katrín Jóhannsdóttir nemi: Skólabækur. Þórdís Linda Þórarinsdóttir nemi: Ég les skólabækur og alls kyns afþreyingarbókmenntir. Sólveig Gísladóttir nemi: Eg les helst seríubækur. Gissur Snorrason nemi: Spennu- bækur og ævisögur. Þórunn Jóhannsdóttir, í fæðingar- orlofi: Skáldsögur. Eyjólfur Gunnlaugsson bygginga- meistari: Allt sem að kjafti kemur. Flugumferðarstjórar hverfandi nauðsyn Við flugumferðarstjórn. „Það eru nefnilega ekki við íslendingar sem borgum brúsann," segir m.a. í bréfinu. Gunnar Gunnarsson skrifar: 111 tíðindi eru sífellt að berast landsmönnum úr flugmálastarfsem- inni. Undanfarið hafa það helst ver- ið flugmenn, flugfreyjur og flug- virkjar á jörðu niðri eða þá af- greiðslufólk á flugvöllunum sem hafa verið að boða til verkfalla, mis- munandi langra og með mismun- andi tíðni eftir starfsstéttum. Nú eru það flugumferðarstjórar sem eru í sviðsljósinu. Þeir láta sér ekki nægja að boða til vinnustöðvunar heldur segja einfaldlega upp störf- um. Það hafa flugmenn og flugfreyj- ur hins vegar ekki lagt í, líklega vegna þeirra góðu kjara sem þessar stéttir sannanlega hafa þrátt fyrir allt. Nú er það almælt að flugumferð- arstjórar hafa líka verulega góð laun miðað við það sem gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði. En þeir eins og aðrir vilja miða sig og störf sín við hliðstæð störf, svo sem flugmenn - eða jafnvel starfs- bræður sína erlendis. Afar ósann- gjarnt á meðan allur almenningur hér hefur ekki stuðning forystu- manna í sínum stéttarfélögum til verulegra áhrifa í þá átt að setja markið við hliðstæð laun erlendis. Hvað sem um deilur flugumferð- arstjóra má segja er óhætt að full- yrða að störf flugumferðarstjóra munu hverfa smám saman eftir því sem tækninni fleygir fram og innan svo sem tíu ára, jafnvel á skemmri tíma, verður flugumferðarstjórn ekki með þeim hætti sem nú gerist. Eftirlitð mun færast aftur meira til flugmannanna sjálfra. Svo lengi sem þeir svo verða við lýði sem sjálfstæð starfsstétt. Samgönguráðherra og utanríkis- ráðherra hafa nú sent lausnarbréf til rúmlega 80 flugumferðarstjóra sem sögðu upp störfum sínum. Það stefnir því ekki í neitt annað en óefni á næstu mánuðum á meðan verið er að endurhæfa nýja menn til starfa í flugumferðarstjórn. Og svo er alveg eftir að sjá hvort aðrar þjóðir sem hér hafa notið þjónustu þessarra manna vilji yfirleitt taka áhættuna á því að hér þurfi að setja upp eitthvert neyðarkerfi sem á að teljast fullgilt. Það eru nefnilega ekki við íslendingar sem borgum brúsann, það eru utanaðkomandi ríki. Við erum því að leika okkur að annarra þjóða fé. Það er bæði illt til afspurnar og löðurmannlegt í hæsta máta. Afréttari fjárlagahalla - eða sýndarmennska grátkóra Hildur skrifar: Vel samhæfður kór borgarfull- trúa sjálfstæðismanna hóf upp raust sína og hneyklaðist ofboðslega þeg- ar meirihluti borgarstjórnar lagði á borgarbúa holræsagjaldið margum- talaða. Þeir grétu i fjölmiðlum yfir örlögum aldraðra vegna þessa skatts. Jafnvel forsætisráðherra, þeirra maður, lét ljós sitt skína og lýsti mikilli hneykslan á gjörð þess- ari. Hvað er sami forsætisráðherra að gera öldruðum ,á gegnum frægan bandorm ríkisstjómar? Hann legg- ur á aldraða, eina sér, fjár- magnstekjuskatt, aftengir þá við launastéttir til lækkunar, hann tel- ur ekkert sjálfsagt að þeir njóti sjálf- virkt desemberuppbóta eða annarra bóta sem launahópar gera samning um og eykur kostnað þeirra í lyfja- kaupum og ýmislegt annað til kjara- rýrnunar. Hann skapar þeim það ástand að geðþótti stjórnmála- manna skammtar þeim úr hnefa. Auglýst er nú eftir grátkór borg- arfulltrúa sjálfstæðismanna vegna árása þessara og þeirrar meðferðar sem aldraðir fá hjá forsætisráð- herra. íslandi allt og fólk í fyrir- rúmi. Þetta hljómar fallega og fyrir því féll fólk í kosningum en það eru verkin sem tala og aldraðir, sem hafa til margra ára verið eyrna- merktir D- eða B- lista, láta ekki endalaust draga sig á asnaeyrum á flokksbásinn. Þetta láta þeir ekki hljóðalaust yfir sig ganga því þeim er orðið ljóst hvar „Davíð kaupir ölið“. Afréttari fjárlagahallans er kreystur upp úr léttum pyngjum þeirra og öryrkja. Eru bankar fyrir kaupmenn eina? Fyrst og fremst fyrir kaupmenn? Jón Ólafsson skrifar: Nú loka bankar tvo heila daga vikunnar og hvergi hægt að gera bankaviðskipti nema í hraðbönk- um. Útlendingar hafa hvergi aðgang að banka til að skipta fé sínu frá fostudagseftirmiðdegi til mánudags- morguns. Látum það nú vera því að útlendingar sem ferðamenn hér eru hvort eð er réttlausir með öllu. Þeim má úthýsa af matsölustöðum á jólum og I þá má ljúga hverju sem til fellur. Það er hins vegar verra með okk- ur, innfædda, aðalinn sjálfan, ef á að fara að „sortéra" úr einhverja vildarvini bankanna, eins og gerðist á Þorláksmessu. En það var einmitt það kvöld sem íslenskir bankar ákváðu (í blóra við hið margrómaða starfsfólk þeirra; þið vitið: þá sem „vinna verkin“) að hafa opið frá kl. 20-24 að kvöldinu. Gott og vel, hugsaði ég, nú fer ég í bankann og tek út það sem mig vantar fyrir síðustu jólagjöfunum. En hér var sagt stopp. Þetta var ekki alhliða þjónusta. Aðeins fyrir kaupmenn; innlegg og peninga- skipti, hvað sem það nú þýddi! Það var í raun einungis opið fyrir kaup- menn sem ekki áttu aðgang að bankahólfi. Almenningur? Kom honum ekki við. Hann á að nota maskínurnar sem „hraðhreinsa" inn og út með kortunum. - Já, þjón- usta íslenskra opinberra og hálfop- inberra stofnana er með ólíkindum. DV Ólík viðhorf í skattamálum Hjörtur skrifar: Það er kannski ekki skrýtið þótt íslendinga sem búa í Dan- mörku setji hljóða þegar þeir hugsa heim þar sem allt önnur og ólík viðhorf eru í skattamál- um. Hér heima eru allir að reyna að plata ríkið til að greiða sem minnst til sameiginlegra þarfa. í Danmörku eru þeir menn ekki litnir réttu auga sem taldir eru reyna skattsvik í einhverju formi. Fasteignaskattar og eigna- skattar lifa báðir góðu lífi hér á landi. Erlendis er annaðhvort eignaskattur eða fasteignaskatt- ur. Ekki báðir. Og hér er allt lát- ið gott heita, líka af stjórnmála- mönnum. í Danmörku eru t.d. þingmenn á fullu við að leiðrétta sem mest þeir mega hverja skekkju sem talin er hindra launamanninn í að eðlilegri framfærslu. Agnúi við hlutabréfa- kaupin Lúðvíg hringdi: Það er aðeins einn hængur á hlutabréfasölunni, og hann um- talsverður, að þurfa að eiga bréf- in í þrjú ár og mega ekki kaupa fleiri bréf árlega svo að skattaaf- slátturinn fari ekki fyrir bí. Þetta þarf að leiðrétta og jafn- framt að framlengja sölu bréf- anna fram í miðjan janúar. Fer Ólafur Ragnar fram? Kristján Sigurðsson skrifar: Maður les í Tímanum að Ólaf- ur Ragnar Grímsson alþingis- maður hyggi á forsetaframboð. Búið sé að fá honum kosninga- stjóra úr hópi sjálfstæðismanna. Sé þetta rétt kann hér að vara um smellið og slóttugt bragð að ræða af hálfu forsætisráðherra. Ekki þarf nema einn eða tvo aðra þekkta menn á vinstri vængnum til að þeir vinstri menn reyti fylgi hver af öðrum og eftir standi Davíð Oddsson uppi sem sigurvegari. Ólafúr fái svo sín laun í formi sendiherra- embættis eða annarrar stöðu sem samið hefur verið um áður. Engar veitingar á ölkrá Elsa skrifar: Ég brá mér með kunningjum á ölkrá eina í borginni. Þar vild- um við fá okkur smurt brauð eft- ir að hafa kneyfað nokkrar koll- ur af bjór sem allir voru þó ekki jafn ásáttir með. En hvað með það, við vildum panta smurt brauð. Það var litið á okkur eins og Marsbúa eða annað furðu- legra. Ekkert smurt brauð að hafa og ekki nóg með það; engar aðrar veitingar en bjór. Gjörið svo vel! - Er þetta hægt á einu veitingahúsi, jafnvel þótt ölkrá sé? Fálkaorðan til Smyril-Line S.M.H. skrifar: Mér finnst eðlilegt og sjálfsagt að veita forstjóra Smyril-Line, hinu færeyska skipafélagi, fálka- oröuna eins og forsetinn gerði nýlega fyrir störf að ferðaþjón- ustu á íslandi. Ekki er hægt að veita íslenskum skipaflutninga- fyrirtækjum orðuna því við eig- um ekkert farþegaskip lengur, nema Herjólf sem Vegagerðin er nú nýlega búin að taka yfir. Ég hefði nú haldið að skynsamlegra hefði verið að koma Herjólfí í gagnið með siglingum í kringum landið heldur en að láta ríkið kosta Vestmannaeyjaferjuna og þar með alla landsmenn. Sigling kringum landið væri þó hægt að réttlæta fyrir landsmönnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.