Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1995, Blaðsíða 24
36 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 Ekki eru allir ánægðir með þá sem eru í kjöri sem eftirmenn Guðmundar J. Treysti Mikka mús betur „Þeir menn sem eiga að taka við af honum eru ekki fýsilegur kostur, formannsefni á leið á eft- irlaun og afgangurinn sauðtrygg- ir meðreiðarsveinar...nei frekar treysti ég Mikka mús til að leysa vandann." Friðrik Ragnarsson, i Morgunblaðinu. Ummæli Hlýtur að vera ofsa- lega kúgaður „Elsku Sverrir (Stormsker). Mikið óskaplega finn ég til með þér, þú hlýtur að hafa verið ofsa- lega kúgaður af konum í gegnum tíðina. Sigrún Ólafsdóttir, í DV. Skrímslið Baugur „Ég er hræddur um að inn- kauparisinn Baugur (innkaupa- félag Bónuss og Hagkaups) sé orðinn að þvílíku skrímsli að hann gangi fyrr eða síðar af ís- lenskum matvælaiðnaði dauð- um.“ Heimir L. Fjeldsted, í DV. Búinn eftir fimm ár „Ég verð búinn eftir fimm ár. Ég vil ekki halda áfram að leika þegar enginn kann að meta mig, heldur vil ég hætta þegar fólk saknar mín.“ George Weah, besti knattspyrnumaður heims, í viðtali Frá Sognfirði þar sem mesta fjar- lægð er á millj háspennulína. Lengsta haf milli mastra Mesta fjarlægð milli mastra í háspennulínu er 4888 m yfir Sognfjörðinn í Noregi, milli Rabnaberg og Fatlaberg, og er Blessuð veröldin þyngd víranna 12 tonn. Línan er hluti af háspennulínu frá Refs- dalsorkuverinu í Vík í Noregi. Árið 1967 var bætt við tveimur 4878 m löngum línum úr stáli og áli sem hafa mikið togþol og vega 33,5 tonn. Lengstu op sterk- ustu stálvirarnir Lengstu stálvírar í heimi eru fjórir 24.000 m langir vírar, fram- leiddir fyrir bresku rafmagns- veituna, til notkunar við lagn- ingu 2000 MW háspennulínu yfir Ermarsund. Gildasti stálvír, sem sögur fara af, er 28,2 cm gildur og spunninn úr 2392 vírþáttum. Á hann að geta borið allt að 3000 tonn. Þess má svo geta að burð- arstrengirnir í Seto-brúnni í Jap- an eru 104 cm í þvermál. Léttskýjað víðast hvar Yfir landinu er hæðarhryggur sem hreyfist lítið. Langt suðsuðvest- ur í hafi er víðáttumikil 960 millí- bara lægðarsvæði sem þokast norð- ur. í dag verður fremur hæg breyti- leg átt og léttskýjað víðast hvar. Frost verður á bilinu 0 til 18 stig, Veðrið í dag mildast við suðurströndina en kald- ast í innsveitum norðaustanlands. Á höfuðborgarsvæðinu er hæg aust- læg átt og yflrleitt léttskýjað. Frost 4 til 9 stig. Sólarlag í Reykjavík: 15.38. Sólarupprás á morgun: 11.21. Síðdegisflóð í'Reykjavík: 00.58, Árdegisflóð á morgun: 00.58. Heimild: Almanak Háskóians. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri heiúskírt -7 Akurnes léttskýjaö -8 Bergsstaöir léttskýjað -11 Bolungarvik heiðskírt -9 Egilsstaöir heiðskírt -14 Keflavíkurflugv. léttskýjaö -7 Kirkjubœjarkl. léttskýjaö -4 Raufarhöfn alskýjað -8 Reykjavík léttskýjaö -8 Stórhöfði ■ léttskýjaö -2 Bergen slydda 3 Helsinki lágþokubl. -15 Kaupmannah. þokumóöa -6 Ósló þokumóða -13 Stokkhólmur skýjað -9 Þórshöfn skýjað 2 Amsterdam heiöskírt -9 Barcelona heiðskírt 6 Chicago léttskýjaö -8 Feneyjar alskýjaö 1 Frankfurt hálfskýjað -10 Glasgow þokuruðn. -20 Hamborg súld -5 London léttskýjaó -3 Los Angeles alskýjaö .14 Lúxemborg heiöskírt -8 Madríd alskýjað 8 Malaga. skýjaö 12 Mallorca léttskýjað 4 New York heióskírt -1 Nice súld 6 Nuuk alskýjað -3 Orlando alskýjaö 7 París léttskýjaö -7 Róm skýjaó 6 Valencia heiðskírt 11 Vín léttskýjaö -11 Winnipeg heiðskírt -17 Pétur Jóhannsson skipstjóri: Eftir því sem við förum betur með fiskinn því hærra verð fáum við DV, Suðurnesjum: „Það hefur verið mokfiskirí hjá okkur og fiskurinn hefur verið mjög góður. Kröfurnar eru orðnar mikiar, enda erum við hættir að setja lausan fisk í stíur. Hann er allur settur í kör og fáum við miklu meira verð fyrir hann svo- leiðis," sagði Pétur Jóhannsson, skipstjóri á Skarfi GK 666 í Grinda- vík, sem hefur fengið glæsilegar viðurkenningar frá Fiskmarkaði Suðurnesja fyrir að koma með úr- vals hráefni til löndunar. „Við Maður dagsins reynum ávallt að gera okkar besta. Eftir því sem við förum betur með fiskinn því hærra verð fáum við fyrir hann. Þá höfum við stytt túrana og erum núna í 3-5 daga en vorum áður 8-10 daga í hverjum túr.“ Pétur fór á sjóinn þegar hann var 16 ára og var fyrst á fragtskip- um og fór síðan á síðutogara. Hann ætlaði samt ekki að vera sjómaður Pétur Jóhannsson. til framtíðar. „Ég ætlaði fyrst að læra til málara og síðan var ég á leiðinni í leiklistarskóla en hætti við á síðustu stundu. Sjórinn tog- aði alltaf mikið í mig og ég gaf eft- ir og fór á sjóinn. Eftir að hafa ver- iö lengi á sjónum kemur oft sú hugsun upp þegar maður fer að eldast að það er ýmislegt sem ég hef misst af í lífinu, maður er eins og gestur í öllu, bæði heima hjá sér og í öllum félagsmálum." Pétur verður 50 ára á næsta ári og segist ætla að vera á sjó á með- an heilsan leyfir. Skarfur fer út 2. janúar. Áhugamál Péturs eru úti- vera og ferðalög innanlands. Einnig hefur hann farið stutta túra til útlanda og segir sér líka það mjög vel. Pétur hefur mikinn áhuga á knattspyrnu og stundaði hana sínum yngri árum en þurfti að hætta þegar hann fór á sjóinn. Pétur segist vera einlægur aðdá- andi Keflavíkurliðsins og segir að Grindavík sé númer tvö hjá sér í uppáhaldi. Pétur býr nú í Keflavík en hefur átt heima víða. Hann er fæddur Reykvíkingur en fluttist síðan til Sandgerðis ásamt foreldrum sín- um. Þaðan fluttist hann til Patreks- fjarðar þaðan sem kona hans, Harpa Hansen hárgreiðslumeist- ari, er ættuð. Árið 1974 fluttu þau til Grindavíkur og síðan fljótlega til Keflavíkur og segir Pétur mjög gott að búa þar. Pétur og Harpa eiga fjögur börn, Ólaf Inga, 26 ára, Halldóru Sigríði, 25 ára, Önnu Katrínu, 21 árs, og Andrés, 18 ára. -ÆMK Myndgátan Töluverð Myndgátan hér að ofan lýsir athöfn. Pressuleikur í handbolta í kvöld kl. 20.00 fer fram í íþróttahúsinu . í Grafarvogi pressuleikur í handbolta. Þor- björn Jensson landsliðsþjálfari og fulltrúar fjölmiðla hafa valið íslenskt úrvalslið sem mætir liði sem verður að mestu leyti skipað þeim útlendingum sem leika hér á landi en íslenskir leikmenn verða valdir í þær stöður sem íþróttir vantar. Lið útlendinganna verð- ur örugglega mjög sterkt, enda góðir erlendir leikmenn í ís- lenskum liðum. Liðsstjóri út- lendingahersveitarinnar er Al- freð Gíslason, þjálfari KA. í kvöld fer einnig fram þriðja viðureign íslendinga og Eistlend- inga í körfubolta. Fara leikirnir fram á Akranesi og hefst fyrri leikurinn kl. 20.00. Skák Enski stórmeistarinn Tony Miles hafði hvítt og átti leik í þessari stöðu gegn Welling á opnu móti á eyjunni Mön fyrir skömmu. Hvern- ig tókst Miles að knýja fram sigur í fáum leikjum? 1. HÍ5! Rxf5 2. exf5+ Kh6 Ef 2. - Kxf5 3. Hfl+ Kg6 4. Hf7 og vinnur. 3. f6! og nú gafst svartur upp. Ef 3. - Dxf6 4. Hfl Dg6 5. Be4 Dg7 6. HÍ7! Dxf7 7. Dxg5 mát. Jón L. Árnason Bridge Suður sýndi skemmtilega takta í úr- spilinu í slæmri tromplegu. Samning- urinn var 4 spaðar eftir þessar sagnir, suður gjafari: * D976 M Á43 * P * AKDG3 * ÁK103 V G865 * 5 * 10865 4 G854 V K92 * Á10762 * 9 ■ Suður Vestur Norður Austur pass pass 1* 1+ pass pass Dobl pass pass 1* pass pass 14 pass 44 p/h . Vestur ákvað aö segja frekar eitt hjarta, heldur en redobl, sem hefði verið flótti í aðra liti en tígul. Hann taldi sig vera í góðum málum í fjórum spöðum en varð fyrir vonbrigðum ipeð uppskeruna. Útspilið var tígulfimma og suður drap kóng vesturs á ás. Næst kom lauf á ásinn og spaði á gosa sem vestur drap á kóng. Vestur spilaði hjarta sem suður drap heima og síðan kom spaði á sjöuna. Nú kom þrír hæstu í laufi, hjarta og tveimur tíglum hent heima og síðan var hjarta tromp- að heim. Staöan var þessi: * V D9 ♦ Á * — * -- - - ♦ 10 * G98 ♦ -- V 8 ♦ -- * 1076 ♦ 3 Á10 ♦ G8 ♦ -- Suður gat fengið 10 slagi með þvi að spila spaða að drottningunni, en valdi fallegri leið með því að trompa tígul, trompa, hjartaásinn með spaðaáttunni og spila tigli sem tryggði slag á spaðadrottningu „en passant". ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.