Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1995, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1995, Blaðsíða 20
32 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 Þær bestu í bænum! /VYaRUD Ny'r umboðsmaður Maarud er RydenskaFFi hF. sími 568 7510 - Fax 568 0939 Sviðsljós DV Madonna ljóstrar upp leyndarmálum sínum: Dreymir um barn- eignir með Sean Madonna þykist búin að finna draumabarnsföðurinn en óvíst er hvort hann vill. Madonna er loksins búin að finna mann til að búa til barn með, engan annan en Sean Penn, fyrrum eigin- mann sinn. Nú er bara að vita hvort karlinn er sama sinnis. „Ég læt mig ekkert dreyma að við Sean tökum saman að nýju, það gengur allt of mikið á þegar við erum nálægt hvort öðru. Það eina sem ég vil er að hann geti með mér tvö börn eða svo. Það er ekki til mikils ætlast af manni sem segist elska mig,“ sagði Madonna við kunningja sína um daginn. Söngkonan, sem er orðin 39 ára gömul, er farin að óttast að missa af barnalestinni vegna aldursins. Af þeirri ástæðu lýsti hún því yfir í sjónvarpsviðtali fyrir skömmu að hún ætlaði að auglýsa eftir barns- föður í blöðunum. Að sögn náins vinar Madonnu, áttaði hún sig hins vegar á því yfir matardiskunum að Sean Penn væri kjörinn barnsfaðir. Stúlkan var ekki tilbúin að eignast barn á með- an þau voru gift en nú þráir hún ekkert heitar. Hermt er að Madonna hafi sagt eftirfarandi við hinn 35 ára gamla Sean: „Þú þarft ekkert að sjá barn- inu okkar farborða. Þú þarft ekki einu sinni að gangast við því. Ég vil bara að þú verðir pabbinn. Við get- um gert það á venjulegan hátt eða þá að við förum á sjúkrahús þar sem þú frjóvgar eggin úr mér.“ „Madonnu finnst hún vera að falla á tíma,“ segir vinur hennar sem vill ekki láta nafns síns getið. „En hún vill ekki að neinn af körlunum sem hún hefur átt í ástar- samböndum við undanfarin sex ár verði faðir barna sinna." Madonna lýsti því einhverju sinni yfir að Sean Penn væri eini maðurinn sem hún hefði virkilega elskað. Sean Penn á tvö börn með fyrrum kærustu sinni og er því vel hæfur til starfans. Frank Sinatra enn vinsælasti söngvarinn Bláskjár gamli, Frank Sinatra, átt- ræður öld- ungurinn, skýtur ung- viðinu svo sannarlega ref fyrir rass í nýrri könnun í Bandaríkj- unum. í ljós hefur komið að karl er vinsælasti söngvarinn vestra. Annars eru sveitasöngvarar fjöl- mennir á listanum og næstir á eftir FrcUik koma þeir Statler- bræður. Þar á eftir er söngkon- an Reba McEntire. Aðrir meðal tíu vinsælustu eru Garth Brooks, Barbra Streisand, Mic- hael Jackson og sjálfir Bítlamir. Platónskar ást- ir njóta vin- sælda vestra Uma Thurman, Matt Dillon og Timothy Hutton eru meðal leik- ara í vænt- anlegri kvikmynd, Sætum stelpum, þar sem áherslan er lögð á hina platónsku hlið ástar- innar. Sjónvarpsþættir í þá ver- una hafa notið mikilla vinsælda vestanhafs að undanfórnu. Sæt- ar stelpur eru frábrugðnar öðr- um svona ástarmyndum að því leytinu að persónurnar eru úr verkamannastétt en ekki há- skólakrakkar. Vo-F(i SMðrnmten. DV Landsbjargar Nú bregöum við á leik meö lesendum DV í skemmtilegum áramótaleik fyrir alla fjölskylduna Hringdu í síma Svaraðu þremur spurningum Lestu inn og Þar meö ertu kominn í vinningspottinn. Föstudagskvöldið 29. desember verða 10 nöfn dregin úr pottinum og hinir heppnu eiga litrík áramót í vændum því hver þeirra fær fjölskyldupakka jjá -í ug DU slíuiíi ijyuJjiufiu frá Landsbjörg. Verðmæti hvers vinnings er kr. 7.500. Nöfn vinningshafa verða birt í DV laugardaginn 30. desember. i stma Vinningshafar á höfuöborgarsvæöinu geta sótt vinninga sína til Landsbjargar, Stangarhyl 1. Haft veröur samband viö vinningshafa á landsbyggöinni og þeim vísaö á næsta sölustao Landsbjargar. Hafiö persónuskilríki meöferöis þegar vinningar eru sóttir. Vinnmgshafar yngri en 16 ára sæki vinninga sína í fylgd ábyrgöarmanns. Díana prinsessa hefur tekið gleði sína á ný eftir heldur einmanaleg jól heima í kuldanum í London. Nú buslar hún í volgum sjónum í Karíbahafinu og læt- ur sólina verma álfakroppinn mjóa, fjarri leiðinlegri tengdafjölskyldu sinni. Símamynd Reuter Kærasta OJ. hrædd um líf sitt Paula Barbieri, fyrrum kærasta O.J. Simpsons, er sögð óttast um líf sitt eftir hótanir sem hún fékk í kjölfar vitnisburðar um O.J. sem þótti heldur vondur fyrir hetjuna. Paula bar vitni í einkamáli sem ætt- ingjar fyrrum eiginkonu O.J. og kærasta hennar höfðuðu gegn ruðn- ingshetjunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.