Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 Utlönd Stuttar fréttir i>v Varnarmálaráðherra Frakklands gerir játningu: Serbarnir börðu flugmennina tvo Villta vestrið snýr aftur I Texas Villta vestrið heldur aftur inn- reið sína í Texas á nýársdag þeg- ar ný lög, sem heimila íbúum fylkisins að bera vopn innan- klæða, ganga í gildi. Slíkur vopnaburður hefur ekki verið leyfður í 125 ár. Andstæðingar óttast að lögin muni leiða til aukins ofbeldis á götum úti en stuðningsmenn segja þau gera saklausum borg- urum kleift að verja hendur sín- ar ef á þá verður ráðist. Reuter Charles Millon, varnarmálaráð- herra Frakklands, viðurkenndi í gær að tveir franskir flugmenn hefðu sætt misþyrmingum og sál- rænunm þrýstingi af hálfu Bosníu- Serba, sem héldu þeim föngnum í 104 daga. „Við vitum núna að þeir voru barðir á meðan þeir voru í gíslingu. Þeir máttu einnig þola umtalsvert sálrænt harðræði og þrýsting," sagði Millon við fréttamenn í Alpa- borginni Briancon í suðausturhluta Frakklands. Myndbandsupptaka af orðum hans var sýnd í franska sjónvarp- inu. Flugmennirnir tveir, José Souvig- net og Frédéric Chiffot, voru látnir lausir 12. desember en lausn þeirra greiddi fyrir því að friðarsamning- arnir um Bosníu voru undirritaðir í París tveimur dögum síðar. Háðsblaðið Le Canard Enchainé, eða Hlekkjaða öndin, skýrði frá því á þriðjudag að franskur hershöfð- ingi hefði fyrirskipað flugmönnun- um að segja að fram hefði verið komið við þá í samræmi við Genfar- Lögreglumaður í Moskvu, sem vann að rannsókn fjárglæpa, hefur verið handtekinn vegna fjárkúgun- ar og gruns um rán. Handtakan hef- ur vakið mikla athygli í rússnesk- um fjölmiðlum þar sem lögreglu- maðurinn, sem er 23 ára, er sonur eins af æðstu lögreglustjórum Moskvu. Sonurinn var staðinn að verki þegar hann reyndi ásamt starfsfé- lögum sínum að kúga fé út úr at- vinnurekanda. Sonurinn er einnig grunaður um rán. „Ef sonur minn verður dæmdur sáttmálann um meðferð stríðsfanga, þó svo að þeir hefðu sætt barsmíð- um, fengið ónógan mat og þeim hefði verið stillt upp fyrir sýndaraf- töku. Bandarískir hermenn, sém gættu þyrlu yfirmanns gæsluliðs NATO sem þurfti að nauðlenda á jóladag, hafa aðra sögu að segja af Serbum í Bosníu. Hermennirnir sáu fram á illa vist í hríðarbyl uppi á fjalli þeg- ar serbneskir bændur komu þeim til aðstoðar. „Þessi náungi er hetja,“ sagði Bill Burleson kapteinn og benti á bónd- ann Vladimír Usorac sem stóð þar hjá. „Við vorum búnir undir kalda vist en hann bauð okkur í hlöðuna sína.“ Sveitir NATO hafa nú séð um friðargæslu í Bosníu í eina viku og hefur allt gengið að óskum. Bill Clinton Bandaríkjaforseti aflétti í gær viðskiptabanni á Serbíu í þakk- lætisskyni fyrir samstarfsvilja stjórnvalda í Belgrad. Reuter er það ekki bara hneisa fyrir fjöl- skylduna heldur einnig lögregluna,“ sagði Alexander Kulikov lögreglu- stjóri skömmustulegur á fundi með fréttamönnum í gær. Hann vísaði á bug öllum vangaveltum um að hann hefði reynt að hlífa syni sínum. „Ef hann er sekur lofa ég að afhenda strax innanríkisráðuneytinu upp- sagnarbréf mitt.“ Sonurinn neitar sakargiftum. Spilling er algeng innan rússnesku lögreglunnar en það kemur sjaldan fyrir að lögreglumenn séu leiddir fyrir rétt. TT Valdabarátta ógnar Valdabarátta stjórnmála- manna í Tyrklandi virðist ógna áætlunum um að koma í veg fyr- ir að múslímar komist til valda. Ánægjulegar viðræður Utanríkisráðherrar átta arabalanda eru ánægðir með andrúmsloftið i friðarviðræðum ísraela og Sýrlendinga í Mary land í Bandaríkjunum. Samkomulag í augsýn Newt Gingrich, forseti full- trúadeildar Bandaríkja- þings, er vongóður um að repúblikan- ar og Bill Clinton Bandaríkjafor- seti komist að samkomulagi um fjárlögin innan nokkurra daga. írakar Kerða eftirlit írakar hafa hert eftirlit með samgöngum við Jórdaníu í kjöl- far aðgerða jórdanskra yfirvalda gegn stjórn Saddams Husseins. Eldflaugaárásir á Kabúl Að minnsta kosti fjórir létu lífið og átta særðust í eldflauga- árásum Talaban skæruliða á Kabúl í Afganistan í nótt og í morgun. Spáir efnahagsbata Viktor Tjernomyr- din, forsæt- isráðherra Rússlands, lofaði í gær áframhald- andi umbót- um þrátt fyr- ir stórsigur kommúnista í kosn- ingunum. Spáir forsætisráð- herrann efnahagsbata en varaði jafnframt við að forsetakosning- arnar á næsta ári yrðu afger- andi fyrir örlög Rússlands. 50 þúsund á flótta Yfir 50 þúsund manns flýðu heimili sín í suðurhluta Filipps- eyja eftir að hitabeltislægð gekk yfir. Öngþveiti í Noregi Öngþveiti ríkir í Kristi- ansund og Álesund í Noregi eft- ir vikulanga snjókomu. Ákveðið hefur verið að leigja tæki frá öðrum sveitarfélögum til þess að ryðja götur. Átök á landamærum Heryfirvöld í Perú hafa sakaö hermenn í Ekvador um skotárásir á landamærum land- anna og fyrir að rjúfa lofthelgi. Dini segir af sér Forsætis- ráðherra Ítalíu, Lamberto Dini, mun afhenda Scalfaro for- seta afsögn sína á morg- un, að því er einn leiðtoga þing- flokkanna hefur greint frétta- mönnum frá. Sjómenn taldir af Llk eins af skipverjunum níu sem leitað hefur verið við Norð- ur-Noreg fannst í gær skammt frá landi. Skipverjarnir átta, sem enn er saknað, eru taldir af. Drepa flóttamenn Eþíópía sakar Súdan um að misþyrma og drepa eþíópíska flóttamenn og biður Sameinuðu þjóðimar um að vernda þá. Jeltsín til vinnu Jeltsín Rússlandsforseti snýr aftur til vinnu sinnar í Kreml í dag, aö því er Itar-Tass frétta- stofan greindi frá í morgun. Jeltsín er sagður ætia að flytja nýársávarp í sjónvarpi til þjóö- arinnar. Reuter, NTB K I N G A Hfl Imwíw Vinningstölur 27.12.1995 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING 0 6 af 6 2 19.190.000 m 5 af 6 +bónus 0 794.478 a 5 af 6 3 66.490 a 4 af 6 179 1.770 a 3 af 6 +bónus 657 200 BÓNUSTÖLUR (23) (27) (28) Heildarupphaeð þessa viku 39.822.178 Á ísl.: 1.442.178 [Jjwnningur fór til Noregs og Svíþjóöar UPPLYSINGAR, SlMSVARl S1- 68 1S 11 LUKKUUNA 89 10 «0 - TEXTAVARP 451 eiRT MEO FVBIRVABA UM PRCNTVIUUB Vinningar í Happdrætti Sjálfsbjargar Útdráttur 24. desember 1995 Bifreið VW Golf 1800 station kr. 1.720.000 29375 51699 Ferð með Úrval/Útsýn kr. 120.000 360 19411 27724 36525 5754 20519 27747 39651 7680 21002 29418 41510 12900 23316 32227 43987 52275 56653 63419 52876 57097 69438 53979 59484 72029 56114 62149 74526 Vöruúttekt í Kringlunni fyrir kr. 30.000 569 6321 12620 21378 25365 32719 39643 45683 53782 64071 707 6506 13046 21654 25697 34037 39756 46991 54223 64495 U40 6955 13280 22159 25855 34486 39997 47432 55807 66093 I244 7088 17122 23226 26740 34902 40475 49493 56007 67501 2090 7614 17216 23409 26763 35516 41073 49814 56153 69568 2152 7762 17926 23454 26834 35829 41631 50187 56396 70942 2273 7965 19590 23922 28000 37872 41792 51117 56516 72181 2666 9100 19634 24196 28874 38410 43528 51577 58727 72359 3272 9734 20120 24235 29302 38540 43750 52302 61403 72808 4313 10284 20283 24242 30052 39175 44946 52641 62029 73139 6075 11376 20828 24693 31300 39411 4513$ 53202 62434 74315 75426 Auglýsendur, athugið! Smáauglýsingadeild //////////////////////////// Opið: Föstudaginn 29. desember kl. 9-22 ATH. Smáauglýsing í helgarblað verður að ber- ast fyrir kl. 17 á föstudag. Mánudaginn 1. janúar 1996, nýársdag, kl. 16-22 Lokað: Laugardaginn 30. desember og sunnudaginn 31. desember, gamlársdag Síðasta blað fyrir áramót kemur út laugardaginn 30. desember. Fyrsta blað eftir áramót kemur út eldsnemma að morgni þriðjudagsins 2. janúar 1996 Gleðilegt nýár! f Litlir bátar ferja fólk yfir Sava-ána á landamærum Króatíu og Bosníu. í bak- sýn má sjá pramma með farartæki á vegum bandaríska herliðsins sem kom- ið er til gæslustarfa í Bosníu. Umferð um ána hefur gengið illa síðustu daga vegna mikilla flóða í Króatíu. Símamynd Reuter Mafíulögga gripin vegna fjárkúgunar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.