Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1995, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað I DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö t hverri viku greiðast 7.000. Fu'llrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER 5000 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER Frjálstf6háð dagblað FOSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 Karl Alvarsson: Ekkert við að segja „Við því er ekkert að segja þó Varnarliðið sjái um sitt flug. Ég á hins vegar ekki von á því að þeir gangi í okkar störf og sinni farþega- flugi,“ segir Karl Alvarsson, tals- maður flugumferðarstjóra. Fulltrúar flugumferðarstjóra og ríkisins hittust hjá Ríkissátta- semjara í gærkvöldi en upp úr viðræðunum slitnaði í nótt. Stefnt er að því að taka upp viðræður á nýjan leik síðdegis í dag. Karl vfldi ekki tjá sig um stöðuna í morgun en útilokar ekki þann möguleika að samningar náist. -kaa Teknir með 27 alsælutöflur Þrír menn voru handteknir í Þingholtunum í nótt og reyndust hafa í fórum sínum 27 alsælutöflur og eitthvað af hassi og amfetamini. Voru mennirnir á ferð í bíl sem þótti grunsamlegur. Þremenningarnir gistu fanga- geymslur í nótt og verða yfirheyrð- ir í dag vegna málsins. -GK Kjaradeila flugumferðarstjóra og ríkisins í hnút: Varnarliðið er í viðbragðsstoðu - tilbúið að taka við allri flugumferðarstjórn frá Keflavík DV, Suðurnesjum: Bandaríska varnarliðið á Kefla- víkurflugvelli er í viðbragðsstöðu vegna kjaradeilu flugumferðar- stjóra og íslenska ríkisins. Heimildarmaður DV, sem er kunnugur öllum málum flugum- ferðarstjóra og bandaríska varnar- liðsins, segir að ef flugumferðar- stjórar, sem eiga að mæta tO starfa 1. janúar, koma ekki muni bandaríska vamarliðiö taka við allri flugumferðarstjórn til og frá KeflavíkurflugveOi ásamt fjórum íslenskum flugumferðarstjórum sem ekki hafa sagt upp störfum. Þar með er talið allt farþegaflug til og frá KeflavíkurflugveUi. Vamar- liðið hafl öO tilskOin leyfi eins og samningar mOli ríkjanna segja til um. Varnarliðið er með viðbótará- ætlun á sínum snærum. Hún felur í sér að það mun sinna þjónustu, sem hefur alfarið verið í höndum íslenskra flugumferðarstjóra, frá flugturninum á Keflavíkurflug- velli fyrir herflugvélar til og frá flugvellinum. Viðbúnaður þessi og áætiun varnarliðsins gOdir eingöngu á friðartímum ef eðlileg þjónusta fellur niður af hálfu íslenskra flug- umferðarstjóra sem starfa við flugturninn á Keflavíkurflugvelli. Isienskir flugumferðarstjórar að störfum. DV-mynd BG 82 flugumferðarstjórar hafa sagt upp störfum og kemur uppsögn tO framkvæmda um áramótin. Upp- sagnir 30 þeirra hafa verið fram- lengdar um 3 mánuði en óvissa er um hvort þeir mæta tO starfa. í flugtuminum á Keflavíkur- flugvelli starfa 24 Ðugumferðar- stjórar en frá 1. janúar er gert ráð fyrir að þeir verði 12 og tveir nem- ar sem em að ijúka námi til fyrstu réttinda. Bandarikjamenn starfa í flugturninum og sjá þeir einungis um ratsjárþjónustu fyrir herflug- vélar sínar en aflt annað er í hönd- um íslendinga. Aðflugsstjórnar- svið flugturnsins er 60 kílómetrar kringum Keflavíkurflugvöfl og er öflum flugvélum, sem koma og fara frá flugvellinum, stjórnað þaðan. Á hverju ári eru 60 þúsund hreyfingar - lendingar og flugtök frá flugvellinum. -ÆMK Símaklefi sprakk í loft upp á Hólmavík: Sprengjumaðurinn bjargaði sér á hlaupum - rúða brotnaði í bíl „Það nötraði aflt og skalf og síma- klefinn er allur skakkur og skældur. Það var mikil heppni að ekki hlaust slys af þessu uppátæki,“ segir Matt- hías Lýðsson, lögreglumaður á Hólmavík, en seint í gærkveldi sprengdu unglingar eina símaklef- ann á staðnum í loft upp. Sprengingin var það öflug að rúða brotnaði í bíl sem átti leið hjá í sama mund og sprengjan sprakk. Var bíllinn þá um 20 metra frá klef- anum. Matthías sagði að sprengju- maðurinn hefði bjargað sér á hlaup- um en sprengjan sprakk áður en hann hafði komist í skjól. Mátti litlu í 20 metra fjarlægð muna að hann yrði fyrir brotum úr klefanum en þau þeyttust um víðan völl. Sá sem kveikti í sprengjunni er 18 ára gamall og gaf hann sig fram við lögreglu eftir sprenginguna. Hönn- uður sprengjunnar var einnig yfir- heyrður og þeim báðum veitt tiltal. Talið er að fleiri hafi verið í vitorði með þeim félögum. Sprengjan var búin til með púðri úr handblysum. Reyndist hún öfl- ugri en til var ætlast. Fólk í nálæg- um húsum varð illilega vart við hvellinn sem heyrðist nálega um allt þorpið. -GK Hlutabréf fyrir 350 milljónir í gær Flugeldar og skrauteldar eiga hug margra þessa dagana enda stutt í áramótin. Talið er að landsmenn verji minnst 300 milljónum króna í púðrið. Ef vel viðrar verður tilkomumikið að horfa til himins að kvöldi gamlársdags þegar eld- ur verður borinn að kveikiþráðunum. Það er hins vegar ekki hættulaust að handfjatla flug- né skrautelda. Til að fyr- irbyggja slys ættu því allir að lesa meðfylgjandi leiðbeiningar vel og vandlega. DV-mynd GS Hlutabréfaviðskiptin í gær námu alls um 350 miOjónum króna, sam- kvæmt upplýsingum frá Verðbréfa- þingi íslands sem teknar voru sam- an síðdegis í gær. Reikna má með hærri viðskiptum þar sem verð- bréfafyrirtækin höfðu opið fram á kvöld. í dag er síðasta tækifærið fyr- ir fjárfesta að nýta sér skattaafslátt vegna hlutafjárkaupa. Af þessum 350 milljónum voru 206 í útboðum hlutafjársjóða og 50 millj- ónir í útboði Haraldar Böðvarsson- ar hf. á Akranesi, sem lauk í gær eftir að hluthafar höfðu nýtt sér all- an forkaupsrétt. Viðskipti með hlutabréf á Verðbréfaþingi og Opna tflboðsmarkaðnum námu 82 milljón- um. -bjb - sjá nánar bls. 31 ÞARF EKKI VARNAR- l\Ð\Ð FREKAR AÐ FASSA ] SÍMAKLEFA STRANDA- MANNA? Veðriö á morgun: Víöa létt- skýjað A morgun verður fremur hæg breytileg átt og víða létt- skýjað. Frost verður á bflinu 0 til 15 stig. Veðrið í dag er á bls. 36 AMSUN insásvegi 11 Sími:5 886 886 Fox: 5 886 888 Grcent númer: 800 6 886

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.