Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1995, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 13 Áherslubrengl Fyrir nokkru vakti skólastjóri Stýrimannaskólans, Guðjón Ár- mann Eyjólfsson, athygli á því að framlög til skólans væru óeðlilega lág miðað við aðra starfsemi á veg- um ríkisins sem ekki mun tíund- uð hér. Rökin í málinu voru þau að við byggðum afkomu okkar öðru fremur á sjómennsku og ætt- um að láta fjárveitingar endur- spegla þessa staðreynd. Þetta dæmi er lýsandi um það sem kalla má „áherslubrengl“, það er áhersl- ur, til dæmis í formi fjárveitinga, sem eru ekki í neinu eðlilegu sam- ræmi við mikilvægi. í mörgum ritum stjórnunar- fræðanna sem rísa undir nafni er jafnan mikið lagt upp úr því að út- lista þýðingu vitrænnar forgangs- röðunar og áherslna. Fjölmargar aðferðir hafa verið þróaðar til að Kjallarinn Jón Erlendsson yfirverkfræðingur Upplýsinga- þjónustu Háskólans „Þegar vakin er athygli fólks á því hve miklum tíma og fé það eyðir í hvers kyns leikaraskap miðað við það hve mikill tími fer í að tryggja eigin afkomu þá má oft heyra fullyrðingar um að enginn tími gef- ist . . . öðlast innsýn í það hvað er míkil- vægt og hvað ekki. Fá mistök stjómenda eru alvarlegri en þau að láta smámuni hafa forgang gagnvart því sem er mikUvægt. Það sama á við um einstaklinga. Vanrækt heilsa Ef ákoöað er hvað skiptir mestu í lífi hvers einstaklings þá verður fljótt ljóst að eitt af því þýðingar- mesta er góð heilsa. Þegar á hinn bóginn er athugað hve miklum tíma og fé fólk ver til þess að tryggja sér góða heUsu þá kemur strax upp að margir sinna henni lítið sem ekkert. Þetta gildir oftast aUt þar til að áfoll verða og heils- an glatast að verulegu leyti. Eftir það er oft fátt annað sem kemst að. Þá er á hinn bóginn of seint að grípa til aðgerða. Á sama tíma og meginatriði í lífi hvers og eins er vanrækt meö' þessum hætti er gjarnan miklúm tíma og fé varið í hvers kyns létt- vægan hégóma. Áherslubrenglið er algert. Áherslubrengl í rekstri Áherslubrengl í rekstri fyrir- tækja kemur til dæmis fram í því að hlutfallslega miklu púðri er eytt í að framleiða vörut sem lítið gefa af sér. Algeng ástæða fyrir þessu er iðulega sú að upplýsinga- kerfi eru það léleg að þau sýna ekki greinUega hvað borgar sig og hvað ekki. í rekstri opinberra stofnana birtist sama fyrirbæri í því að létt- væg þjónusta eða verkefni fær fé og forgang fram yfir það sem miklu skiptir. EUegar að ekki er hugað að því hvað hlutirnir kosta. Dýrar glæsihaUir eru reistar í stað ódýrra bygginga sem eru fuUboð- legar en láta lítið yfir sér svo að dæmi sé tekið. Lifibrauðið eða leikurinn Þegar vakin er athygli fólks á því hve miklum tíma og fé það eyðir í hvers kyns leikaraskap miðað við það hve mikiU tími fer í að tryggja eigin afkomu þá má oft heyra fullyrðingar um að enginn tími gefist til þess síðasttalda. Þeg- ar bent er á ósamræmið sem í þessu felst þá eru svörin gjarnan þau að „fólk verði jú að leika sér“. Þegar viðkomandi einstaklingar vakna síðan upp við vondan draum, það er verkefnaskort og samdrátt í tekjum eða eftir at- vinnumissi, þá er of seint að gera eitthvað í málunum. Þá fyrst eru margir tU með að ljá máls á því að eitthvað hefði nú kannski þurft að gera! Það sem þurfti að gera var bara ekki gert. Því fór sem fór. Áherslubrengl er meinsemd sem dylst oft árum saman vegna þess að tiltölulega fátítt er að fólk sé að velta málum fyrir sér frá þessu sjónarhorni. Alltof fáir gefa sér tíma til slíks. Á tímum mikilla breytinga eins og þeim sem við upplifum nú er ærin ástæða til að gefa þessu sjónarhorni verulegan gaum. Jón Erlendsson „Ef skoðað er hvað skiptir mestu í lífi hvers einstaklings þá verður Ijóst að eitt af því þýðingarmesta er góð heilsa." Ég hugsa ekki - þess vegna er ég - á Alþingi í „landkynningarför“ minni til Dublin hér um árið gaf ég breskri blaðakonu þá lýsingu á okkur klakabúum að það mætti skipta okkur í þrjá hópa: Við værum númer eitt vinnusjúklingar, núm- er tvö drykkjusjúklingar og núm- er þrjú hvortveggja. Ég er farinn að halda að mér hafi þarna ratast satt á munn, þó það hafi eflaust ekki verið ætlunin, - enda fátt eins óheppilegt og sannleikurinn þegar íslensk landkynning er ann- arsvegar. í þessum skrifuðu orðum heyri ég í fréttunum að Reykjavík verði menningarborg Evrópu árið 2000. Að Reykjavík yrði einhverntíma menningarborg hvarflaði aldrei að mér. En breytingarnar munu semsé eiga sér stað eftir 5 ár og það er ánægjulegt að heyra. Sovét ísland, öskulandið Vínmenning okkar er einsog guð: Það er ekki hægt að sanna til- vist hennar. Hvernig ætti svosem vínmenning að geta blómstrað í vanþróuðu kommúnistaríki þarsem sér ekki til sólar fyrir boð- um og bönnum? Það eitt að bjór- inn skyldi hafa verið bannaður hér í öll þessi ár er svo makalaus vitnisburöur um ríkisuppeldi og ómælisheimsku að annað þarf ekki að kalla í vitnastúkuna næstu 1000 árin. „Verndarstefnan“ Lífsmynstur okkar er einhvern- veginn á þennan veg: Þrælað 25 tíma á sólarhring 8 daga vikunn- ar, nema hvað hætt er í fyrra falli á fóstudögum svo allir geti örugg- lega komist í ríkið, og þangað er brotist í svitakófi í gegnum alla „umferðarmenninguna“ og svo er farið á grenjandi helgarfyllerí með tilheyrandi eilífðarhandaböndum, Kjallarinn Sverrir Stormsker tónlistarmaður og rithöfundur gubbustrókum, slagsmálum og pulsujapli. Ef hinsvegar einhver sést drekka bjór eða léttvín með mat í hádeginu á virkum degi þá er hann samstundis stimplaður róni. Ég vil meina að þessi „vínmenn- ing“ okkar sé að stórum hluta for- sjárhyggju ríkisvaldsins að kenna. Það var t.d. ekki fyrr en uppúr 1960 að menn gátu fengið eitthvað sterkara en vatn á veitingahúsum. Fólk þurfti að staupa sig á rakspíra í hettuúlpum bakvið gardínur einsog eftirlýstir hryðju- verkamenn. „Verndarstefna" í þessum dúr getur ekki fætt af sér annað en villimennsku, - íslenska vínmenningu. Valdimars guðspjall Valdimar Jóhannesson frkvstj. bjartsýnissamtakanna „Stöðvum unglingadrykkju“ slagorðaði steinaldahugsun ríkisins nýlega í sjónvarpsþætti: „Það eina sem gengur í þessu eru boð og bönn.“ Amen. Um fyrirhugaðar breyting- ar til bóta á áfengislöggjöfinni sagði þessi sami heimspekingur algerlega orðrétt (engu sleppt), og takið nú vel eftir: „Við teljum að það stríði gegn almennum, al- mennri stefnu í þessum málum að reyna að minnka aðgengi að áfengi til þess að reyna að draga úr ágengi, og það er, aðgengi að, reyna drykk, minnka áfengis- drykkju almennt með því að minnka aðgengi að því. Það er hin almenna stefna sem að íslenska hérna ríkið hefur hefur hefur fylgt sér, hér.“ - Það er nefnilega það. Ef bindindismennska hefur þessi áhrif á rökhugsunina, þá er ég farinn á fyllerí. Þetta er víst einn af snillingunum sem vill hafa vit fyrir þjóðinni í áfengismálum. Manni verður illt: Bindindispost- ular eiga það sameiginlegt með áfenginu að þeir geta verið hættu- legir heilsu manna 11ta boðorðið Það er búið að færa gegndar- lausa gnótt raka fyrir því að nú- verandi áfengislöggjöf sé jafnvel ennþá vitlausari en stuðnings- menn hennar, en það dugar ekki til. Fyrir þeim er hún einsog llta boðorðið, hreint og klárt trúar- bragðaatriði: „Þú skalt gifta þig, verða fjárráða, verða fullorðinn, eignast krakka og bilpróf, borga skatta, fá kosningarétt og alle græer, en þú skalt ekki fá að kaupa þér áfengi eins og aðrar tví- fættar ófiðraðar verur í siðmennt- uðum löndum fyrr en þú verður tvítugur, og þegiðu svo.“ Haftastefnan er eina stefnan í áfengismálum sem mömmur okk- ar á Alþingi hafa haft í gegnum tíðina. Þetta nýja frumvarp nær örugglega ekki fram að ganga ólaskað. Ástæðan: Auðveldara er úlfalda að komast í gegnum nálar- auga en skynsamlegu frumvarpi að komast í gegnum Alþingi. Sverrir Stormsker „Þaö eitt aö bjórinn skyldi hafa verið bannaður hér í öll þessi ár er svo maka- laus vitnisburöur um ríkisuppeldi og ómælisheimsku að annað þarf ekki að kalla i vitnastúkuna næstu 1000 árin.“ Með og á móti Flugeldaskot um áramót Skemmtun fyrir börn og fullorðna „Það er markaður fyr- ir flugelda og við teljum best að hagnaði af þeim sé varið til líknarmála. Við verðum að byggja fjáröfl- un okkar á einhveju Sér- ™aður Landsbjarg- stöku eins og flugeldunum. Hinir almennu viðskiptaaðilar sinntu á sínum tíma ekki sölu á þeim og þá kom- um við til sögunnar. Börn og fullorðnir hafa gaman af flugeldum eins og reynslan sýnir og þessi sérstaki máti okk- ar íslendinga að halda upp á ára- mótin hefur vakið athygli í út- löndum þannig að nú eru erlend- ir ferðamenn farnir að koma og sjá herlegheitin. Ef það á að breyta þessari hefð þá er það spurning um að banna flugeldana. Ég held að það fari betur á að veita fræðslu um notkunina og halda henni innan skynsamlegra marka. Þörfin fyr- ir flugeldana er fyrir hendi og henni verður að sinna. Ég skil vanda hundaeigenda ef hundar þeirra hræðast flug- eldana. Þeir verða þá að loka þá inni þessa stuttu stund sem það tekur að koma flugeldunum á loft. Þetta varir bara í um það bil eina klukkustund. Slys, sem hafa orðið við notk- un flugelda, stafa í langflestum tilvikum af því að drukkið fólk fer með þá. Flugeldarnir sjálfir eru ekki vandamálið heldur að fólk er ekki allsgáð við að senda þá upp.“ Guðrún R Guðjohnsen, for- maður Hundarækt- arfélagsins. Komið út í vitleysu „Flugeldarn- ir skapa vissu- lega ákveðna stemningu um áramótin en þeim fylgir líka hætta og slys. Það væri líka hægt að gera mikið fyr- ir þá peninga sem brennt er með flugeldun- um og það væri líka æskilegt að fólk tæki meira tillit til hunda- eigenda. Það eru sérstaklega þessar ei- lifu sprengingar í bænum milli jóla og nýárs sem valda hunda- eigendum vanda. Um áramótin leysum við hundaeigendur málið með því að hafa hundana inni og vera hjá þeim meðan mestu læt- in ganga yfir. Sumir hafa líka reynt að gefa þeim róandi en það sýnir hvað vandinn er mikill. Verst er þó hvaö óhóíið er mikið við kaup á flugeldunum. Þetta er komið út í vitleysu og það væri vel hægt að styöja hjálparsveitirnar, sem mestar tekjur hafa af flugeldunum, með öðrum hætti og án þess að brenna upp miklum fjármunum í leiöinni. Það verður ákveðin sefjun í sambandi við flugeldakaupin og jafnvel kapphlaup sem m.a. veld- ur því að börnin fara að leika sér með stórhættulegar sprengjur. Fólk ætti að gæta meira hófs í flugeldakaupum og það er sorg- legt að hugsa til allra fjármun- anna sem er sóað í þá.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.