Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1995, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 37 Þór Elís Pálsson sýnir í Galleríi Sævars Karls. Straumar Um þessar mundir er Þór Elís Pálsson með sýningu í Galleríi Sævars Karls. Sýningin er „inn- setning" (video-instalation) sem nefnist Straumar, unnin með blandaðri tækni þar sem skjálist er meginuppistaða verksins. Verkið er hugleiðing um um- hverfi okkar, tímann og fram- vindu hans. Hvernig við upplif- um tilveruna og umhverfi okkar sem sjáifsagöa staðreynd sem jafnframt reynist afstæð og óá- reiðanleg við minnstu breyting- ar. Þór Elís lauk námi við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1978 og var við framhaldsnám í Hollandi. Hann starfar nú við Sýningar sjónvarps- og kvikmyndagerð. Helstu viðfangsefni hans eru heimildarmyndir og efni menn- ingarlegs eðlis, aðallega tengt myndlist. Hann starfaði hjá Sjónvarpinu til 1992 en þá fór hann út í eigin kvikmyndafram- leiðslu og gerði stuttmyndina Nifl. Þór Elís starfar nú hjá Myndlista- og handíðaskóla ís- lands með- yfirumsjón yfir mynd- og tölvuveri. Misskilningur á misskilning ofan er þemað í verki Darios Fos. Við borgum ekki, við borg- um ekki Leikfélag Reykjavíkur hefur tekið upp því að vera með sama fyrirkomulag og kvikmyndahús- in en það er að borga fyrir einn miða og fá tvo. Þetta á eingöngu við um farsann Við borgum ekki, við borgum ekki eftir Dario Fo en hann er íslenskum leikhúsgestum aö góðu kunnur en farsar hans og ærslaleikir hafa notið ómældra vinsælda meðal íslenskra leikhúsgesta siðan Leikfélag Reykjavíkur Leikhús kynnti verk hans fyrst á ís- lensku í Iðnó 1963 en þá var sýnt við miklar vinsældir leikritið Þjófar, lík og falar konur. Leikstjóri verksins er Þröstur Leó Gunnarsson en með hlut- verk fer valinkunnið lið þekktra gamanleikara með Magnús Ólafsson og Eggert Þorleifsson í broddi fylkingar. -leikur að lara! Vinningstölur 28. desember 1995 4*10 11*18*23 27 28 Eldri úrslit á símsvara 568 1511 Næturgalinn: Fánar og Rúnar Júlíusson Skemmtistaðurinn Næturgalinn, sem er til húsa á Smiðjuvegi 14 í Kópavogi, býður ávallt um helgar upp á dansleik og er ekki brugðið út af venjunni þessa helgi. í kvöld og annað kvöld mun hljómsveitin Fánar leika fyrir gesti staðarins en hljómsveit þessi hefur einbeitt sér að léttri og fjörugri danssveiflu og leikur oft á Næturgalanum. í henni eru þrautreyndir spilarar. Skemmtanir Á gamlárskvöld er það svo stór- stjarnan Rúnar Júlíusson sem tek- ur við á Næturgalanum og hefur leik ásamt hljómsveit sinni á ára- mótadansleik sem hefst þegar þjóð- in hefur lokið við að skjóta upp fiugeldum eða kl. 00.30. Það er ekki að efa að Rúnar sýnir á sér betri hliðina og heldur fólki við efnið langt fram eftir nýársnótt. Rúnar Júlíusson heldur uppi fjörinu á Næturgalanum á nýársnótt. Víða er nokk- ur hálka Allir helstu þjóðvegir landsins eru færir. Víða er þó hálka. Á veg- um sem liggja hátt er yfirleitt snjór. Á leiðinni Akureyri-Reykjavík er snjór á Holtavörðuheiði, Brú- Færð á vegum Hvammstangi, Hvammstangi- Blönduós og Öxnadalsheiði. Á leið- inni Reykjavík-Höfn er snjór á veg- um alveg frá Þjórsá-Hvolsvelli og austur. Á Austfiörðum og Vestfiörð- um er sama ástand, vegir eru vel færir, en varast ber snjó og hálku. Vert er að brýna fyrir vegfarendum, sem eru á ferð á þjóðvegum lands- ins, að hafa bílana vel útbúna. O Hálka og snjór @ Vegavinna-aögót @ Öxulþungatakmarkanir Fært fjallabílum Ástand vega Dóttir Sólrúnar og Jóns Litla stúlkan á myndinni, sem lætur vita af sér, fæddist á fæðing- ardeild Landspítalans 18. desember Barn dagsins kl. 15.10. Hún var við fæðingu 4.430 grömm og 55 sentímetra löng. For- eldrar hennar eru Sólrún Bryndís Aradóttir og Jón Gísli Jónsson. Hún á eina systur, Hafdísi Björk, sem er níu ára. Ron Perlman og Judith Vittet í hlutverkum sínum. Borg týndu barnanna I Borg týndu barnanna, sem Regnboginn frumsýndi á annan dag jóla, eru Frakkarnir Jeunet og Caro jafnfrumlegir og í hinni rómuðu mynd þeirra, Delicates- sen, umgjörðin er sérstök og sag- an óvenjuleg. Sá sem hannar búninga í myndinni er hinn frægi tískuhönnuður Jean Paul Gaultier. Borg týndu barnanna gerist að stórum hluta á hafi úti þar sem Krank býr í sérbyggðri flotborg ásamt móður sinni, Miss Bis- muth, Irvin, sem er heili sem flýtur um i grænleitum vökva, talar í gegnum grammófónhorn og sér í gegnum gamla ljós- myndalinsu og hópi einstaklinga sem komnir eru af einu foreldri Kvikmyndir við kynlausa æxlun og hafa allir sömu arfgerð. Krank eldist hrað- ar en aðrir og kennir hann því um að njóta ekki drauma í svefni. Hann tekur því til sinna ráða og rænir litlum börnum í næstu hafnarborg og hyggst dreyma í gegnum þau. Nýjar myndir Háskólabíó: GoldenEye Háskólabíó: Carrington Laugarásbíó: Agnes Saga-bíó: Algjör jólasveinn Bíóhöllin: Pocahontas Bíóborgin: Assassins Regnboginn: Borg týndu barn- anna Stjörnubíó: Indíáninn í skápnum Gengið Almenn gengisskráning Ll nr. 305. 29. desember 1995 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 65,130 65,470 65,260 Pund 100.870 101.390 101,280 Kan. dollar 47,810 48,110 48,220 Donsk kr 11,7160 11,7780 11,7440 Norsk kr 10,2660 10,3220 10,3220 Sænsk kr. 9,7640 9,8180 9,9670 Fi. mark 14,9130 15,0010 15,2950 Fra. franki 13.2720 13,3470 13,2300 Belg. franki 2,2062 2,2194 2,2115 Sviss. franki 56,5300 56,8400 56,4100 Holl. gyllini 40,4800 40,7200 40,5800 Þýskt mark 45,3200 45,5500 45,4200 It líra 0,04105 0,04131 0,0408: Aust. sch. 6,4380 6,4780 6,4570 Port. escudo 0,4340 0,4366 0,4357 Spá. peseti 0,5351 0,5385 0,5338 Jap. yen 0,63270 0,63650 0,6426i írskt pund 104,070 104,720 104,620 SDR 96,68000 97.26000 97,18001 ECU 83,2900 83.7900 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270. Krossgátan Lárétt: 1 nýjan, 7 aur, 8 rödd, 10 fargi, 11 seinkunar, 13 kyrrð, 14 reið, 16 titfil, 18 aðsjálli, 20 umdæmisstafir, 21 ofsa- kæti. ' Lóðrétt: 1 himinhvel, 2 styrkja, 3 fitla, 4 " kölski, 5 karlfuglar, 6 fæðir, 9 hemji, 12 svif, 15 draup, 17 hismi, 19 skóli. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 regla, 6 óm, 8 einatt, 9 kró, 10 gats, 12 fati, 13 bak, 14 rotna, 16 gá, 17 kengur, 19 markaöi. Lóðrétt: 1 rek, 2 eira, 3 gnótt, 4 laginn, 5 ata, 6 ótta, 7 má, 11 skári, 12 fróm, 13 baga, 15 oka, 16 guð, 18 er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.