Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 Neytendur Flugeldar: Leiðbeiningar um notkun Nú, þegar áramótin eru rétt handan við hornið, fara menn að birgja sig upp af flugeldum tO þess að kveðja gamla árið með stæl og fagna því nýja á viðeig- andi hátt. Hjálparsveit skáta í Reykjavik gaf út Flugeldablað og þar er að finna leiðbeiningar um notkun skotelda. Rétt er fyr- ir fólk að taka mark á leiðbein- ingunum því fjöldi slysa verður um hver áramót vegna þess að menn hafa farið óvarlega með þessa hluti. Gos Notið aðeins utandyra. Látið standa á sléttum fleti. Berið eld að kveiknum og víkið strax frá. Flugeldar Skjótið flugeldinum utandyra úr stöðugri undirstöðu. Berið eld að kveiknum með útréttri hendi og víkið strax frá. Handblys Notið aðeins utandyra. Haldið um handfangið og beinið frá lík- amanum. -sv Útsölutíminn fer í hönd: Skilið vörum fyrir áramót - segir formaður Neytendasamtakanna „Það er ekkert til í lögum sem kveður á um skilarétt á ógölluðum vörum og þess vegna er verslunum því stætt á því að taka hana inn á því verði sem hún er seld á i það og það skiptið. Þess vegna ráðleggjum við fólki að skila vörum fyrir ára- mót ætli það sér að gera það á ann- að borð. I fjölmörgum verslunum byrja útsölurnar strax eftir áramót- in og þá fæst vitaníega minna verð fyrir hlutinn," segir Jóhannes Gunnarsson, hjá Neytendasamtök- unum, í samtali við DV. Jóhannes sagði að varðandi skil á gallaðri vöru væri annað uppi á teningnum því þá bæri versluninni að endur- greiða hana á fullu verði. „Þetta á ekki síst við um fata- verslanirnar en varðandi bækurnar gildir það að verslanir geta krafist kassakvittunar. Þá fæst það verð sem þar er upp gefið. Bækur voru seldar á ólíku verði eftir verslunum fyrir jólin og hér er það undir hverri og einni komið hvernig skila- málum er háttað,“ sagði Jóhannes. DV leitaði til þriggja stórra bók- arverslana á höfuðborgarsvæðinu og spurði hvaða reglur giltu varð- andi skil á bókum þar sem þær gátu verið á ólíku verði milli verslana. Hjá Pennanum, Máli og menningu og Eymundsson fæst bókum skilað þótt viðkomandi viðskiptavinur hafi ekki kassakvittun undir hönd- um. Verð bókarinnar miðast siðan við það sem hún kostar í hverri búð. -sv Mikil áfengissala í desember íslendingar innbyrða mikið magn af áfengi í desember og samkvæmt upplýsingum DV er salan í þeim mánuði tvöföld á við það sem hún er í venjulegum nóvembermánuði. „Við höfum engar heildartölur fyrir árið eða mánuðinn og ekki heldur samantekt á seldu magni allra tegunda. Síðustu vikuna fyrir jól seldum við um níu þúsund ein- ingar (kippur) af bjór, mest af þriggja lítra kippum og um 8.500 flöskur af rauðvíni. Rauðvínið er alltaf vinsælast fyrir jólin,“ segir Einar Jónatansson, verslunarstjóri hjá ÁTVR í Kringlunni. Einar sagði alltaf vera brjálað að gera á milli jóla og nýárs en að salan færi þó ró- legar af stað en í fyrra. Hann sagði söluna dreifast yfir desembermán- uðinn þegar góð færð væri eins og verið hefði framan af mánuðinum. Verslanir ÁTVR á höfuðborgar- svæðinu verða opnar til 19 í kvöld en á milli 10 og 12 á morgun, laugar- dag. -sv Flugeldar: Leiðbeiningar um notkun Þegar eldur hefur veriö bor- inn að kveikjuþræði skotelds, sem af einhverjum ástæðum tekur ekki við sér, má ekki snerta hann í langan tíma. Jafn- vel þótt enginn eldur sjáist get- ur glóð leynst lengi og skoteld- urinn brunnið upp þegar minnst varir. í ábendingu frá lögreglunni segir að skotelda megi ekki selja yngri en 16 ára og að blys og aðra skrautelda megi ekki selja börnum yngri en 12 ára. Sala á flugeldum sem eru eldri en tveggja ára er alveg bönnuð. Þyrla Notið aðeins utandyra. Leggið þyrluna á þurran flöt á opnu svæði. Berið eld að kveiknum og víkið strax frá áður en þyrlan flýgur upp í loftið. Kyndlar Notið aðeins utandyra. Haldið úm handfangið og beinið frá lík- amanum svo heitt vax leki ekki á hendur. Innibomba Látið innibombuna standa upprétta á diski. Berið eld að kveiknum og víkið strax frá. Skotkaka Notið aðeins utandyra. Skýtur eldkúlum og neistaregni. Látið standa á þurrum og sléttum fleti á opnu svæði. Berið eld að kveiknum með útréttri hendi og víkið strax frá. Notið aðeins utandyra. Festið ekki á eldfimt efni. Berið eld að kveiknum og víkið strax frá. Tíðir brunar í heimahúsum: Standblys Notið aðeins utandyra. Stingið þessum enda i jörðu. Kveikið á kveiknum og víkið strax frá. Aðvorun Sé þessi aðvörunarmiði á skot- eldinum er óráðlegt að börn eða unglingar undir 16 ára aldri meðhöndli hann. -sv Sjónvörp og seríur „Það er alþekkt að sjónvörp með fjarstýringum geta verið hættuleg ef straumurinn er aðeins rofinn með fjarstýringunni. Sjónvarpstæki safna í sig miklu magni af ryki og í því getur kviknað sé straumurinn ekki rofinn af tækinu sjálfu," segir Þráinn. Hann segir að nauðsynlegt sé að hreinsa gömul tæki og draga þar með verulega úr íkveikjuhættu. Aðspurður hvort ástæða væri til að taka seríur úr sambandi á meðan fólk væri í vinnu t.d. segist Þráinn ekki hafa vanið sig á það fyrr en hann hafi heyrt fréttir af því að ser- íur gætu kveikt í jólatrjám. Hann segist þó telja hættuna af því hverf- andi, svo fremi reyndar að allt sé í lagi með seríuna. „íkveikjuhætta er mikil á gamlárskvöld og ég mæli eindregið með því við fólk að það loki hjá sér gluggum þegar líða fer að miðnætti. Flugeldur sem flýgur inn um opinn glugga getur hæglega kveikt í. Ég ráðlegg fólki að fara með gát því einn vanhugsaður verknaður getur haft alvarlegar afleiöingar," segir Þráinn Tryggvason, varðstjóri Slökkviliðsins í Reykjavík. Auðvelt að hreinsa Samkvæmt upplýsingum frá Heimilistækjum hf. er afskaplega auðvelt að hreinsa sjónvarpstæki. Hér vinnur Slökkviliðið í Reykjavík að því að slökkva eld sem kviknaði í húsi að Laugavegi 24b í október síðastliðnum. Logandi kerti kveikja of oft í skreytingum og gömul sjónvörp geta verið varasöm séu þau ekki hreinsuð. DV-mynd S Slökkvið á tækinu og takið það úr sambandi. Skrúfið síðan bakið úr því og hreinsið með málning- arpensli og ryksugu. Varist að reka stútinn harkalega í því auðvelt er að taka hluti úr sambandi og skemma þar méð tækið. Sé tækið hreinsað á verkstæði hjá Heimilis- tækjum kostar það 1.500-2.000 kr., allt eftir því hvort huga þarf að lóðningum og slíku í leiðinni. -sv Kerti kveikja of oft 1 skreytingum - segir Þráinn Tryggvason, varðstjóri Slökkviliðsins í Reykjavík „í nokkrum tflvikum hefur verið hægt að koma í veg fyrir mikinn skaða en það er allt of algengt að logandi kerti kveiki í skreytingum og valdi stórbruna. Það er erfitt að ráðleggja eitthvað í þessu sambandi því fólk þarf einfaldlega að hafa var- ann á og gleyma ekki logandi kerti ef það fer út úr húsi, að ég tali nú ekki um að sofna út frá því,“ segir Þráinn Tryggvason, varðstjóri Slökkviliðsins í Reykjavík. DV sló á þráðinn til hans til að kanna hvort hægt væri að gefa fólki einhver al- menn ráð í sambandi við bruna- vai'nir. Þráinn segist stundum verða vitni að því að fólk fari með eld á afar kæruleysislegan hátt, t.d. þegar það væri með stór útikerti, svoköll- uð friðarkerti, inni í íbúðum hjá sér. Það næði ekki nokkurri átt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.