Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1995, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 Fréttir 7 Keramikverksmiðjan Glit í Ólafsfirði: Sölumálin ganga illa og framkvæmdastjórinn hættur DV, Akureyri: „Það er ekki hægt að segja að sölumálin séu í kaldakoli en hitt er rétt að sú markaðssetning sem unn- ið hefur verið að hefur farið illa. Samningsdrögin eru enn fyrir hendi en hefur ekki verið fylgt eftir,“ seg- ir Hálfdán Kristjánsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði, um stöðuna hjá keram- ikverksmiðjunni Gliti sem keypt var til bæjarins á síðasta ári. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins hefur látið af störfum og ljóst virð- ist að þróunin í rekstri fyrirtækis- ins hefur ekki verið sú sem eigend- ur þess vonuðust eftir, en Ólafs- fjarðarbær er aðaleigandi Glits. „Það reyndist dýrara að koma fyrir- tækinu á fót en reiknað hafði verið með, húsnæðiskostnaður varð hærri og fjárstreymi til fyrirtækis- ins hefur ekki verið eins og við ætl- uðum. Það átti að véra meginverkefni framkvæmdastjórans að ganga frá þessum hlutum og einnig kom í ljós að samningar um sölumái voru ekki á því stigi sem við æfluðum. Ég vil ekki segja að sölumálin séu í lausu lofti, en ég neita því ekki að vissu- lega hefur verið framleitt mikið á lager. Við horfum fyrst og fremst til þriggja markaða með framleiðslu fyrirtækisins, Skandinavíu, Banda- ríkjanna og Vestur-Evrópu. Sumt af þessu lofar góðu, en það vantar enn nokkuö á að umbúöir vörunnar séu tilbúnar. í dag erum við með sölusamning við Sviþjóð en annað er ekki orðið að veruleika," segir Hálf- dán. -gk Norðurland eystra: Engin eining um stað- setningu skólamálastofu DV, Akureyri: „Því er ekki að leyna að afstaða Eyþings kemur þvert á þær vænt- ingar sem við í utanverðum Eyja- firði höfum haft í þessu máli,“ segir Hálfdán Kristjánsson, bæjarstjóri á Ólafsfirði, um þá ákvörðun Ey- þings, samtaka sveitarfélaga á Norð- urlandi eystra, að aðsetur skóla- málaskrifstofu landshlutans verði á Akureyri og útibú á Húsavík. „Við lögðum í það vinnu að móta okkar hugmyndir og þær tillögur sem nú liggja fyrir taka ekkert tillit til þeirra. Við höfum gert ráð fyrir að miðstöðin verði á Akureyri eins og nú er en ef við horfum til þess fyrirkomulags sem nú er sjáum við að fræðsluskrifstofan hefur haft tak- markaða þurði til að sinna svæðinu í heild. Við viljum sjá ákveðna þjón- ustu við skólana við utanverðan Eyjafjörð og horfum ekki á þetta sömu augum og Eyþing," segir Hálf- dán. „Mér er kunnugt um óánægju Ól- afsfirðinga og skil þeirra sjónar- mið,“ segir Einar Njálsson, bæjar- stjóri á Húsavík og formaður Ey- þings. „Mér finnst eðlilegt að eins fljótt og hægt verður verði það skoð- að að koma á fót útstöð við utan- verðan Eyjafjörð," segir Einar Njálsson. -gk Landspítalinn og röntgentæknar: Svartsýnn á lausn „Ég er svartsýnn á að lausn finn- ist á þessari deilu. Spitalarnir hafa boðist til að skila okkur þessum 15 yfirvinnutímum sem voru teknir ííéghþví að tekið verði upp vakta- fyrjrkomulag. Það myndi þýða um 15 prósent kjaraskerðingu. Við erum ekki tilbúnir að skrifa undir slíka óútfyllta víxla,“ segir Helgi Hálfdanarson fulltrúi röntgen- tækna. Tæpur mánuður er nú liðinn frá því 15 röntgentæknar hættu vinnu á Landspítalanum. Einungis fjórir röntgentæknar eru enn til vinnu en þeir ráðgera að hætta störfum 1. fe- brúar. Neyðarástand er að skapast vegna fjarveru röntgentæknanna og er búist við að ástandið versni enn- frekar dragist deilan á langinn. Að sögn Helga hittust fulltrúar röntgentækna og ríkisins skömmu fyrir jól en þar hefði ekkert nýtt komið fram. Þá hefðu fulltrúar rík- isins óskað eftir nýjum fundi í dag '29. desember. -kaa BÆNDUR! NOTAÐAR BÚVÉLAR OG TÆKI Á SÉRKJÖRUM FRAM TIL ÁRAMÓTA TRAKTORSGRÖFUR MF 60 HX ÁRG. ‘93. EK. 1800 KLST. 4IN 1. FRAMS/SKOTBÓMA/SERVO MF 60 HX ÁRG. ‘91. EK. S700 KLST. 4IN 1. FRAMS/SKOTBÓMA MF 50 HX ÁRG. 90. EK. 3600 KLST. 4IN 1 FRAMS/SKOTBÓMA MF 50 HX ÁRG. ‘89. EK. 4000 KLST. 4IN 1 FRAMS/SKOTBÓMA MF 50 HX ÁRG. ‘90. EK. 3000 KLST. 4IN 1 FRAMS/SKOTBÓMA MF 50 HX ÁRG. ‘89. EK. 4000 KLST. 4lN 1 FRAMS/SKOTBÓMA ÍC 3 P ÁRG. ‘84, EK. 45000 KLST. 4IN 1 FRAMS/SKOTBÓMA ATHUGIÐ! Tvöfóld flýtifyming efkeypt er fyrir áramót Ingvar s s^- = Helgason hf. ~=/ Sævarhöfða 2 -- véladeild sími 525 8070 Misstu ekki afþessu! Besta tilboð 8500 Power Macintosh 8500/120 2 gigabceta harðdiskur 16 megabœta vinnsluminni Fjórhraða geisladrif Apple Vision 1710 (nýr 17' litaskjár með Trintron-myndlampa) Hnappaborð og mús Listaverð 629.400 Tílboðsverð 476.000 stgr. eða 381526 STGR. Á N VSK Power Macintosh 7500/100 1 gigabætis harðdiskur 16 megabœta vinnsluminni Fjórhraða geisladrif Apple Vision 1710 (nýr 17' litaskjár með Trintron-myndlampá) Hnappaborð og mús 7500 Listaverð 483.400 Tilboðsverð 346.750 stgr. eða 278.514 STGR. Á N VSK _____ . -'yjy.-• *- Skipbolti 21 • Sími 511 5111 Heimasíðan: bttp://uiww. apple. is Mundu tvöfalda afskrift af flárfestingum ársins 1995! Opið 30. desemberfrá 10 til 18 Gamlársdag frálOtill2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.