Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Side 6
6
FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996
Neytendur
Verðkönnun hjá 10 líkamsræktarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu:
Allt að helmingsmunur
á 3 mánaða kortum
ekkert tillit tekið til þess hvað boðið er upp á
Mjög mismunandi er hvað fólk þarf að borga fyrir mánaðar og þriggja mánaða kort í líkamsrækt. Munurinn getur
verið allt að ríflega 90%. DV-mynd ÞÖK
Eins og jafnan á þessum árstíma
fyllast allar líkamsræktarstöðvar af
fólki sem fullt er af fögrum fyrir-
heitum og ætlar sér að breyta um
líferni og létta sig og styrkja. Til
þess að gera fólki auðveldara með
að átta sig á því hvað heilsubótin
kostar brá Neytendasíðan á það ráð
að hafa samband við 10 stærstu lík-
amsræktarstöðvarnar og kanna
verð á mánaðarkortum og þriggja
mánaða kortum.
Staðirnir sem taka þátt í könnun-
inni eru World Class, Stúdíó Ágústu
og Hrafns, Máttur, Ræktin, Gym 80,
Júdó Gym, Jazzballetskóli Báru,
Líkamrækt Callie, Hress og Aerobic
sport.
Fólk meti hvað
það vill kaupa
Eins og fólk er eflaust farið að
gera sér grein fyrir eru staöirnir
eins ólíkir og þeir eru margir og það
eina sem þeir eiga kannski sameig-
inlegt er að þeir gefa fólki kost á að
hreyfa sig, með eða án kennslu,
sumir i tækjum, einhverjir í
þolfimi, enn aðrir með hvort
tveggja. Sumir staðir eru eflaust
vinsælli en aðrir, bjóða fjölbreytt-
ara prógramm eða meira af tækjum
og geta því verðlagt sig eftir því. Á
það verður ekkert mat lagt hér. Fólk
verður sjálft að reyna að gera sér
grein fyrir hvað það vill, hugsan-
lega hvað það vill láta duga, og sið-
an hvað það vill borga fyrir það.
Geysilegur
verðmunur
Ef litið er kalt á hvað mánaðar-
kort og þriggja mánaða kort kosta
er munurinn sláandi. Munurinn á
hæsta og lægsta verði á mánað-
arkortum er rúmlega 77% og liðlega
92% munur er_á þriggja mánaða
kortunum. Enn skal það ítrekað að
hér er ekkert mat lagt á það sem
boðið er upp á hjá hverjum og ejn-
um.
Hver staður
World Class: Tæki, jóga, jass,
dans, teygjur, vaxtarmótun o.fl.
fylgir hér í verði. Skólafólk fær
mánaðarkortið á 4.500 kr.
Aerobic sport: Tæki, leikfimi og
tae kwondo. Skólafólk fær 10% afsl.
af mán. og þriggja mán. kortum.
12% afsl. er gefmn af 5, 6 og 12 mán.
kortum.
Gym 80: Tækjasalur og frá og
með febrúar þolfimi. Morgunkort
standa til boða á 3.000 kr. mán. og
9.000 þriggja mán. kort.
Máttur: Verðið í grafinu er með-
alverð. Mánaðarkort kosta frá 4.500-
5.200 og þriggja mán. kort kosta frá
10.950-12.950. Öll leikfimi og tæki.
Aðildarfélagar fá 10% afsl.
Stúdló Ágústu og Hrafns: Bón-
usklúbbur býður greiðslukortsaf-
borganir í 6 mán., 3.990 kr. á mán.,
og í 12 mán., 3.390 kr. á mán. Öll
þolfimi og tæki. Skólafólk fær 25%
afsl. af 3 mán. kortum og 10% af
mánaðarkortum.
Ræktin: Stærsti tækjasalur
landsins og þolfimi. 10% afsl. af
mánáðarkortum til skólafólks. Stúd-
entakortin gefa 10% afsl. af mánað-
arkortum og 18% af þriggja mán.
kortum.
Júdó Gym: Bara tæki en ef fólk
vill júdó, tae kwondo og jiu-jitsu
auk tækjanna þá kostar 3 mán. kort
11.950 kr.
Jazzballettskóli Báru: Alhliða
leikfimi. Stundum afsl. fyrir há-
skólastúdenta.
Hress: Verð í grafi miðast við
kort sem hægt er að leggja inn. Ef
ekki er hægt að leggja inn þá kostar
mánaðarkort 4.590 kr. Á tilboði í
Sparihefti heimilanna síðast (gildir
til næstu mánaðamóta) kostar 3
mán. kort 7.693 kr. Unglingar, 17 ára
og yngri, fá sérstakan afslátt og
borga þeir 3.900 kr. fyrir mánaðar-
kort. Ahliða þolfimi.
Líkamsrækt Callie: Alhliða
þolfimi og þessa dagana er verið að
koma fyrir tækjum. -sv
6000 kr.
5000
4000
3000
2000
1000
Mánaðarkort
Þriggja mánaða kort
M&M aðeins í fríhöfninni:
Ríkið bannar það
en selur samt
- líklega leyft á næstunni
14000 kr.
„Við gerðum athugasemdir við
þetta á sínum tíma og vitaskuld
skiljum við það að mönnum sviði að
þeim sé bannað að selja þessa vöru
en síðan selji ríkið hana í miklu
magni í fríhöfninni í Leifsstöð," seg-
ir Magnús Guðmundsson hjá Heil-
brigðiseftirliti Suðurnesja. M%M
hefur verið bannað i verslunum í
nokkur ár en fólk, sem kemur til
landsins, hefur getað borið það inn
í landið með því að kaupa það í frí-
höfninni. Hann segir að í nokkum
tima hafi verið beðið eftir nýjum
reglum um efni sem eru á bannlista
og reiknað hafi verið með að sælgæ-
tið yrði tekið af þeim lista. Magnús
segist af þeim sökum hafa haldið að
sér höndum í málinu þvi allt eins
megi búast við því að sælgætið
verði leyft á næstunni.
„Hugsanlegt er að íslendingar séu
með strangari reglur en staðlar EES
gera ráð fyrir og því þurfi að slaka
á í einhverjum tilvikum hér á
landi,“ segir Magnús.
Sem kunnugt er á ákveðið litar-
efni að geta valdið ofnæmi hjá ein-
hverjum einstaklingum og þess
vegna var það bannað.
„Við hættum að selja M&M í
u.þ.b. ár en síðan bar fólk þetta í
kílóa- eða tonnavís inn í landið.
Okkur fannst ósanngjarnt að öll sal-
an færi fram erlendis og ákváðum
því að hefja sölu á þessu aftur,“
sagði Guðmundur Karl Jónsson, frí-
hafnarstjóri í Leifstöð. Hann sagði
söluna á M&M vera 7-8% af heildar-
sælgætissölunni í fríhöfninni, kæmi
næst á eftir Quaiity Street Mackin-
tosh. -sv
DV
Ný ósýrð mjólk:
Sælumjólk
meö
AB gerlum
Fyrsta sameiginlega fram-
leiðsla mjólkursamlaganna á
Norðurlandi hefur nú litið dags-
ins ljós. Um er að ræða ósýrða
fituskerta mjólk með AB gerl-
um, svokallaða Sælumjólk.
Sælumjólk er notuð eins og önn-
ur mjólk, þú drekkur hana, not-
ar út á morgunkornið eða setur
hana út í kaffið. Það sem gerir
sælumjólkina sérstaka eru AB
gerlarnir sem eiga þátt í að við-
halda eðlilegri gerlaflóru melt-
ingarfæranna og hindra vöxt
óæskilegra sveppa og gerla.
Sælumjólkin er sögð bragðast
eins og léttmjólk og hún hefur
aðeins 1% fituinnihald. Létt-
mjólkin hefur 1,5% fituinnihald.
Allir ættu
að geta
opnað
Sælumjólkin er aðeins í eins
lítra umbúðum og þær eru þess
eðlis að allir ættu að geta opnað
þær og hellt úr þeim án þess að
sulla út um allt. Mjólkursamsal-
an í Reykjavík sér, ásamt fram-
leiðendum, um að dreifa mjólk-
inni um allt land.
\
Bauð smá-
kökudeig
fyrir áratug
DV, Vestmannaeyjum:
„Við buðum upp á þrjár teg-
undir í hverjum pakka, mósai-
kökur, súkkulaðitoppa og
kókosrósir. Þessu dreifðum við
um allt land og voru viðtökum-
ar ágætar en okkur vantaði fjár-
magn til þess að fylgja þessu eft-
ir. Við erum ákveðnir að taka
upp þráðinn að nýju næsta
haust,“ segir Bergur Sigmunds-
son, bakarameistari í Vilberg-
kökuhúsi í Vestmannaeyjum, en
hann bauð upp á ' frosið
smákökudeig árið 1985 og 1986.
Hann segir það því ekki rétt
sem fram komi í bæklingi frá
Hagkaupi að verslunin hafi ver-
ið að bjóða þessa vöru fyrst allra
á íslandi. Bergur vonast til að í
stað þess að flagga amerískri
vöru muni Hagkaup fást til þess
að selja sína vöru að ári. -ÓG
Tilboð frá
Nóatúni
Þar sem tilboð frá Nóatúni
bárust blaðinu of seint fyrir tii-
boðssíðuna I gær birtast tilboð
þeirra hér. Rétt er að ítreka að
stórmarkaðirnir sendi blaðinu
tilboðin eigi síðar en á þriðju-
dagskvöld.
Á tilboði Nóatúns er K.B.
skinka á 799 kr. kg, unghænur á
99 kr. stk., folaldagúllass af
nýslátruðu á 695 kr. kg, folalda-
snitsel af nýslátruðu á 795 kr.
kg, S.R. tómatsósa, 794 g, á 98
kr., þurrkryddaður lambahrygg-
ur á 599 kr. kg, jarðarberja-
grautur, 1 1, á 169 kr. og Ora
fiskibollur, heildós, á 209 kr. -sv