Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELIAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHÖLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif ©ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuðí 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Sporslur ríkisstarfsmanna Starfsmenn ríkisins eru lagnir viö að finna sér matar- holur til þess aö bæta kjör sín. Þetta á einkum viö um yf- irmenn í stofnunum og ráðuneytum, þá sem sitja við kjötkatlana. Þeir eru ósáttir með grunnlaun sín og beita ýmsum ráðum við að hækka töluna í launaumslaginu. Margþættar upplýsingar má sjá um þetta í endurskoðuð- um ríkisreikningi ársins 1994 sem Ríkisendurskoðun hefur sent frá sér. Það kemur fram í athugasemdum Ríkisendurskoðunar að umtalsverð yfirvinna er unnin í ráðuneytunum og oft réttlætanleg. Þó er ljóst, segir í skýrslu stofnunarinnar, að nokkur hluti af greiðslum fyrir yfir- og aukavinnu er vegna vinnuframlags sem unnið er í dagvinnutíma. Sama gildir um launagreiðslur frá öðrum. Dæmi um þetta eru fastar yfirvinnugreiðslur án þess að tryggt sé að aukið vinnuframlag sem þeim nemur komi á móti. Þá er og greitt fyrir ýmis aukastörf sem líta má á að felist í aðalstarfi viðkomandi starfsmanns. Jafnvel þótt svo sé ekki eru aukastörfm oftar en ekki unnin á þeim tíma sem starfsmanninum ber að sinna aðalstarfinu. Með þessu móti er vinnustundin tvigreidd. Yfirskoðunarmenn ríkisreiknings geta einnig um aðra aðferð til kjarabótar. Á reikningsárinu, sem skoðað var, má ætla að ríkissjóður hafi greitt tæpar 600 milljónir króna vegna bifreiðanotkunar starfsmanna ríkisins. Þar kemur fram að aksturssamningar hafi í nokkrum mæli beinlínis verið notaðir til þess að bæta laun þeirra sem slíkra akstursgreiðslna njóta en ekki eingöngu til þess að bæta þeim útlagðan kostnað vegna starfa í þágu ríkisins. Þó er bent á og því fagnað að nú eru gerðar strangari kröfur en áður um akstursgreiðslur, aksturssamninga, mat á akstursþörf, færslur akstursbóka og aksturs- skýrslna og eftirlit með því að reglum í þessum efnum sé fyigt. Ríkisendurskoðun sýnir fram á ótrúlega ferðagleði ráðuneytismanna. Ferðakostnaður ráðuneytanna árið 1994 nam 211 milljónum króna og er nánast eingöngu vegna ferðalaga til útlanda. Þetta er næsthæsti kostnað- arliður ráðuneytanna á eftir launum. Kostnaður við ut- anlandsferðir nam rúmlega 11 prósentum af heildarút- gjöldum ráðuneytanna. Ferðakostnaður ráðuneyta og ýmissa stofnana gefur Ríkisendurskoðun tilefni til að leggja til breytingu á fyr- irkomulagi greiðslu. Sjónum er þar beint að dagpeninga- kerflnu. Greiðslur dagpeninga þýða að ekki þarf að skila kostnaðarreikningum. Ferðalög geta því skilað beinum fjárhagslegum ávinningi til þess starfsmanns sem ferðast á vegum ríkisins. Sumir fá jafnvel bæði greidda dagpen- inga og útlagðan kostnað samkvæmt reikningi. Dagpen- ingarnir eru þannig enn ein launauppbótin. Það versta er þó að kerfið hvetur hugsanlega til ónauðsynlegra ferðalaga. Það ber því að taka undir með Ríkisendurskoðun þeg- ar lagt er til að greiðsla ferðakostnaðar fari fram eftir reikningi. Aldrei sé þó greiddur útlagður ferðakostnaður nema að ákveðnu hámarki. Þetta ætti að leiða til spam- aðar fyrir ríkissjóð og koma í veg fyrir ferðalög til þess eins að ná sér í peninga. Þetta er afar mikilvægt vegna þess að telja verður að yfirmenn hafi meira að segja um utanlandsferðir en þeir sem undir þá eru settir. í ríkisreiknmgnum kemur nefni- lega sú undarlega staðreynd í ljós að hlutfall yfirmanna í flestum ráðuneytunum er mn og yfir helmingur starfs- manna. Það þætti skrýtið hlutfall í öðrum rekstri. Jónas Haraldsson Ótímabært og óeðlilegt að hefja kapphlaup um hlutabréfakaup í Búnaðarbankanum, segir m.a. í grein Sivjar. Framtíð Búnað- arbankans Á undanfömum dögum hafa komið fram skiptar skoðanir um framtíð Búnaðarbankans. Hafa heyrst þær raddir að selja eigi bankann bráðlega til fárra útval- inna fyrirtækja jafnvel á of lágu verði. Nefnd hafa verið fyrirtæki og félagasamtök i þessu sambandi, s.s. Sjóvá, VÍS, ESSO, Nóatúnsbúð- imar, bændasamtökin og kaupfé- lögin. Upplýsandi 'umræðu Að mínu mati er algerlega ótímabært og óeðlilegt að hefja kapphlaup um hlutabréfakaup í bankanum áður en búið er að breyta honum í hlutafélag og hvað þá að Alþingi hafi ákveðið að selja hlut ríkisins í bankanum. Slíkt kapphlaup er vísasta leiðin til að skaða eðlilega þróun málsins sem og hagsmuni bankans. Fram undan er mikil umræða um einkavæðingu ríkisfyrirtækja, en áætlun um verkefni á sviði einkavæðingar verður unnin á kjörtímabilinu. Þar sem umræða um einkavæðingu rikisfyrirtækja er viðkvæm er brýnt að hún fari fram á sem mest upplýsandi hátt og valdi ekki óþarfa ugg þess starfsfólks sem í fyrirtækjunum starfar. Hlutabréf á mann í stefnuyfirlýsingu ríkisstjóm- arinnar, sem miðstjórn Framsókn- arflokksins samþykkti einum rómi í tengslum við síðustu ríkis- stjómarmyndun, segir að breyta eigi rekstrarformi ríkisviðskipta- banka. Það er því almennur vilji forystu Framsóknarflokksins að ríkisbönkunum verði breytt í Kjallarinn Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins hlutaféiög. Hins vegar hefur enn ekki farið fram umræða né ákvarðanataka í stofnunum flokksins um hvort ríkið skuli selja sinn hlut í bönkunum, öðrum þeirra eða báðum að undangeng- inni hlutafélagavæðingu. Afstaða manna til sölu á ríkis- banka hlýtur að sjálfsögðu að ráð- ast að miklu leyti af því hvemig að slikri sölu verður staðið. Við sölu ríkisfyrirtækja þarf að tryggja hagsmuni eigenda, það er almennings. Ein leið til þess er t.d. að af- henda öllum íslendingum jafn- verömæt hlutabréf á mann. Sú að- ferð hefur verið notuð t.d. í Rúm- eníu, Tékklandi og Kanada. Kost- urinn við þessa aðferð er að hún tryggir öllum almenningi jafnan hlut sem hver og einn getur síðan ráðstafað að vild. Gallinn við þessa aðferð er hins vegar sá að ríkissjóður missir af sölutekjum. Dreifða eignaraðild Önnur fær leið er að selja t.d. 20% hréfanna á ári í 5 ár. Settar yrðu strangar reglur um hve háa upphæð einstaklingur, fyrirtæki, eða fyrirtækjasamsteypa mætti kaupa fyrir. Þannig mætti tryggja dreifða eignaraðild. Fyrirtækið tæki hægfara breytingum, en viss stöðugleiki er nauðsynlegur til að sú góða tiltrú sem hankinn hefur haldist. Fleiri leiðir sem tryggja dreiföa eignaraðild em vafalaust færar. Breyting á fyrirkomulagi banka- starfsemi er stórmál sem snertir alla íslendinga. Það er því brýnt að málið sé skoðað af yfirvegun og með hagsmuni allrar þjóðarinnar í huga. Siv Friðleifsdóttir „Við sölu ríkisfyrirtækja þarf að tryggja hagsmuni eigenda, það er almennings. Ein leið til þess er t.d. að afhenda öllum ís- lendingum jafnverðmæt hlutabréf á mann.“ Skoðanir annarra Vinnuaflsskortur? „Það eru aum atvinnufyrirtæki sem laða til sin starfsfólk með villandi upplýsingum um kjör og að- búnað og hirða til sín rýrar launatekjur þess meö okri á húsaleigu og mat í mötuneyti... . Þessa ættu þeir að gæta sem breiða það út að fólk gangi um at- vinnulaust af leti einni saman þegar næga vinnu sé að fá. Þeir ættu að prófa að fá handtak hjá Boges- enum nútímans." Úr forystugrein Tímans. 11. jan. Reglugerðarþjóðfélag „Það er ekki á færi nema fárra útvalinna að fylgj- ast með því flóði laga og reglugerða sem flæða um allt þjóðfélagið. . . . í krafti vafasamra gjöminga af þessu tagi em embættismenn gerðir út í vafasamar sendiferðir til að trufla venjulegt fólk við daglega vinnu sína með skelfilegum afleiðingum.Allt er bannaö sem ekki er sérstaklega leyft“, virðist vera það viðhorf sem ræður ríkjum í íslensku þjóðfélagi. Þannig er búið að hafa endaskipti á hlutunum því auðvitað er eðlilegt í siðaðra manna samfélagi að allt sé leyft sem er ekki sérstaklega bannað. Við ættum að strengja þess heit í byrjun nýs árs að setja færri reglugerðir og lög á næsta ári.“ Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 10. jan. Órituð spillingarsaga „Spillingarsögu íslenska bankakerfisins á enn eft- ir að rita. Það er tímanna tákn að eftir hmn SÍS vill forysta Framsóknar nú breyta rekstri bankanna og helst einkavæða þá. Viðskiptaráðherra hefur jafnvel gerst svo djarfur að vilja erlent hlutafé í banka- rekstri hér á landi. Þessu ber að fagna, enda er rekst- ur íslensks bankakerfis með ólíkindum. Sjóðakerfi atvinnulífsins og bankakerfiö ber tvímælalaust að stokka upp á róttækan hátt. Fimmtíu milljarðar króna i tapað fé á síðustu áram segja sína sögu.“ Úr forystugrein Alþbl. 11. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.