Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 37 Kaffe Fassett sýnir verk sín í Hafnarborg. Flókin prjóna- verk í Hafnarborg í Hafnarfirði stendur nú yfir sýning á verk- um textíilistamannsins Kaffe Fassett, en hann er einn fremsti listamaður heims á sínu sviði. Fassett er fæddur í San Francisco árið 1937. Hann nam við Listasafnskólann í Boston en settist að í London um miðja sjöunda áratuginn og hefur búið þar síðan. Fássett lærði að prjóna þegar hann heimsótti prjónaverkstæði í Skotlandi 1968 og hefur síðan skapað hvert listaverkið á fætur öðru með prjónunum og eru verk hans í dag orðin eftirsótt af söfhum um allan heim. Prjónaverk hans eru oft á tíð- um flókin og hann hefur til að Sýningar mynda notaö allt að hundrað liti í eina flík. En það er einmitt næmi hans fyrir litasamsetning- um og mynstri sem gerir verk hans svo sérstök. Sýningin í Hafnarborg stendur til 19. febrú- ar, hún hefur farið víða og ver- ið vel tekiö og slegið aðsóknar- met. Ólafía Hrönn á Café Óperu Ólafía Hrönn ásamt tríói skemmtir í kvöld á Café Óperu. Fyrirlestur um jarðeðlisfræfli Sigurjón Jónsson heldur fyr- irlestur í dag kl. 16.15 í stofu 157 í VR II, Hjarðarhaga 2-6. Yfir- skriftin er: Jarðskorpuhreyfing- ar og aflögun yfir eystra gosbelt- ið á Suðurlandi 1967-1994. Danssmiðja kynnir í Kringlunni Danssmiðja Hermanns Ragn- ars verður með kynningu í Kringlunni kl. 17.00 í dag. Boðið verður upp á danskennslu. Samkomur Félag eldri borgara Félagsvist í Risinu kl. 14.00 í dag. Guðmundur stjórnar. Göngu- Hrólfar fara í létta göngu um bæinn kl. 10.00 í fyrramálið. Kos á Kaffi Reykjavík Dansveitin Kos skemmtir ásamt Evu Ásrúnu á Kaffi Reykjavík í kvöid. Twist og Bast á Gauknum Ný hljómsveit, Twist og Bast, leikur á Gauki á Stöng í kvöld. -leikur að Lera! Vinningstölur 11. janúar 1996 1*5*8*14-23-29 30 Eldrí úrslit á sfmsvara 568 1511 Skemmtanir Lipstikk í Rosenberg: Hopp-og-skopp Eftir langt og gott jólafrí þar sem matur og leti voru i fyrirrúmi þurfa Lipstikkmenn að fara að huga að línunum (sérstaklega Bjarki, segja félagar hans í hljómsveitinni). Þeir ætla því að efna til Hopp-og-skopp kvölds í Rosenberg í kvöld og annað kvöld. Takmarkið er að hver sá sem mætir missi að minnsta kosti fimm kíló. Þeir sem mætt hafa á tónleika sveitarinnar undanfarin ár vita að ekkert er slegið af og því ættu fimm kílóin ekki að vera mikið mál. Lipstikk er að undirbúa aðra tónleikaferð erlendis sem verður á komandi sumri og er stefnan tekin að þessu sinni á fjögur lönd, Noreg, Danmörku, Finnland og Þýskaland. Vegna þessa verður sveitin ekki mikið að spila fram að sumri vegna undirbúnings. Meðlimir Lipstikks eru: Bjarki Kaikumo, söngur (68 kg), Anton Már, gítar (76 kg), Ragnar Ingi, trommur (78 kg), Sævar Þór, bassi (73 kg), Árni Gústafs, gítar (62 kg). Lipstikk spilar í Rosenberg í kvöld og annað kvöld. Á myndinni eru þrír af fimm meðlimum hijómsveitarinnar. Víða veruleg hálka Allir helstu þjóðvegir landsins eru færir en eru þó misgóðir yfir- ferðar. Á Vestfjörðum er hafinn mokstur á veginum um Klettsháls og Hrafnseyrarheiði. Veruleg hálka Færð á vegum er víða um land en þó síst á Suð- austurlandi. Snjór er á nokkrum leiðum og einstaka leiðir, sem liggja hátt, eru ófærar, má t.d. nefna Vopnafjarðarheiði, Lágheiði, Öxar- fjarðarheiði, Hellisheiði eystri og Mjóafjarðarheiði. Vert er að taka fram að vissara er að þeir sem ætla að leggja í akstur á heiðar um helg- ina séu vel útbúnir til slíks. Ástand vega O O E) B ? 0 m J . 'mt*; y ■ _ o o *§$« °Q o ° O m CD J Hálka og snjór 0 Vegavinna-aðgát @ Öxulþungatakmarkanir Q) LokaörSt°ÖU ® ÞunSfært (E) Fært fiallabílum Dóttir Aldísar og Dimítrí Litla myndarlega stúlkan ‘á myndinni fæddist á fæðingardeild Landspítalans 31. desember kl. Barndagsins > 14.42. Hún var við fæðingu 3025 grömm og 50 sentímetra löng. For- eldrar hennar eru Aldís Razumen- ko og Dimitrí N. Razumenko og er hún fyrsta barn þeirra. Jim Carrey í hlutverki hins maka- lausa spæjara, Ace Ventura. Þegar náttúran kallar Sam-bíóin hafa sýnt við mikla aðsókn síðan á nýársdag nýjustu kvikmynd Jims Carreys, Ace Ventura: When Nature Calls. Er þetta önnur kvikmyndin um leynilögguna Ace Ventura sem hefur að sérsviði að hafa upp á dýrum. Jim Carrey skaust upp á stjörnuhimininn eftir að hafa leikið í Ace Ventura: The Pet Detective og hafa vinsældir hans stanslaust verið að aukast. Jim Carrey er einn þeirra gaman- leikara sem best er að gefa laus- an tauminn og í þessari nýju kvikmynd hans sleppir hann svo sannarlega fram af sér beislinu. Sem fyrr ber Ace Ventura ekki Kvikmyndir virðingu fyrir nokkrum manni en samt sem áður er hann góð- mennskan uppmáluð. En hann fer bara slnar leiðir í hjálpsemi sinni við annað fólk, leiðir sem ekki allir skilja. í When the Nat- ure Calls gerir hann usla í Afr- iku eftir smástopp í Himalaja- fjöllum. Nýjar myndir Háskólabíó: Ameríski forsetinn Lauýarásbíó: Agnes Saga-bíó: Algjör jólasveinn Bíóhöllin: Pocahontas Bíóborgin: Ace Ventura Regnboginn: Borg týndu barn- anna Stjörnubíó: Vandræða- gemlingar Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 9 12. janúar 1996 kl. 9,15 Eininq Kaup Sala Tollgenai Dollar 65,380 65,720 65,260 Pund 100,910 101,420 101,500 Kan. dollar 47,960 48,260 48,060 Dönsk kr. 11,7200 11,7830 11,7700 Norsk kr. 10,3080 10,3640 10,3250 Sænsk kr. 9,9130 9,9680 9,8030 Fi. mark 14,9760 15,0650 14,0963 Fra. franki 13,2070 13,2830 13,3270 Belg. franki 2,2034 2,2166 2,2179 Sviss. franki 56,2300 56,5400 56,6000 Holl. gyllini 40,4600 40,7000 40,7000 Þýskt mark 45,3300 45,5600 45,5500 ít. líra 0,04144 0,04170 0,04122 Aust. sch. 6,4420 6,4820 6,4770 Port. escudo 0,4363 0,4391 0,4362 Spá. peseti 0,5388 0,5422 0,5385 Jap. yen 0,62120 0,62490 0,63580 írskt pund 104,290 104,940 104,790 SDR 96,41000 96,99000 97,14000 ECU 84,1600 84,6700 83,6100 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270 Krossgátan r~ T~ r~ T~ n v- T~ s tr lo JT n « w~ I pi> ir- i 18 zr vr~ & il J Lárétt: 1 bolur, 6 þræll, 8 virki, 9 for, 10 ellegar, 12 áflog, 14 hrósaðir, 16 virðir, 18 venja, 19 veiðarfæri, 21 keyrði, 22 króka. Lóðrétt: 1 breitt, 2 veðrátta, 3 einnig, 4 skvap, 5 þvingun, 6 rausir, 7 bogi, 11 lokaorð, 13 rissa, 15 fyrirhöfn, 17 málmur, 18 vigtaði, 20 fæddi. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 þvöl, 5 ást, 8 víf, 9 örva, 10 æð, 11 ungar, 12 Ragnar, 14 erta, 15 las, 17 gil, 19 fitu, 21 gróna, 22 óð. Lóðrétt: 1 þvær, 2 viðri, 3 öfugt, 4 lön, 5 árgali, 6 svara, 7 tarf, 13 nafn, 14 egg, 16 suð, 18 ló, 20 tó.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.