Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Side 32
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í
síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er
notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn.
550 5555
MUNIfi NÝTT SÍMANÚMER
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
Frjalst,6háÖ dagblaÖ
FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996
Columbia Aluminum:
Greiö upplýs-
ingaöflun
~ íslandi til
tekna
„Venesúela-menn hafa ekki
brugðist eins hratt við beiðnum
okkai um upplýsingar og íslending-
ar. Við höfum fengið allar upplýs-
ingar sem okkur vantar frá íslandi
og nú bíðum við bara eftir Venesú-
ela. Líkurnar á því hvorn kostinn
við tökum hafa lítið breyst en vissu-
lega telst það íslandi til tekna
hversu vel hefur gengið að fá þaðan
upplýsingar,“ sagði James Hensel,
yfirmaður nýrra verkefna hjá Col-
umbia Aluminum, í samtali við DV
í gærkvöldi.
Að sögn Hensels gæti svo farið að
' ákvörðun fyrirtækisins tefðist enn
frekar vegna seinagangsins í Venes-
úela. Það mun þó líklega liggja fyrir
um næstu mánaðamót hvort álver
Columbia rís á íslandi eða í
Venesúla. -bjb
Sama
„kroppið"
a á loðnumið-
unum
DV, Akureyri:
„Þetta er sama kroppið og verið
hefur,“ sagði Geir Garðarsson, skip-
stjóri á loðnuskipinu Þorsteini frá
Akureyri, í morgun, en hann var þá
að koma inn til löndunar á Norð-
firði með 900 tonn eftir 5 daga á
miðununm. Einhver loðnuveiði var
í gær en sáralítil í nótt.
Geir segir að loðnan, sem er aust-
ur og suðaustur af Reyðarfjarðar-
dýpi, hagi sér eins og að undan-
förnu, sé dreifð og ekki veiðanleg
nema í flottroll.
Þeim fjölgar nú bátunum sem
halda á miðin með flottroll í stað
loðnunóta. Beitir NK, Börkur NK,
Þorsteinn EA og Hólmaborg SU
hafa verið í nokkurn tíma með
flottroll á miðunum og nú hafa bæst
við fjórir Eyjabátar, Bergur, Sig-
hvatur, Heimaey og Huginn. -gk
Tveir á slysadeild
Ekið var á tvo pilta, 16 og 17 ára,
á mótum Langholtsvegar og Laugar-
ásvegar á ellefta tímanum í gær-
kvöldi. Voru þeir að fara yfir gatna-
mótin þegar bíll kom aðvífandi.
Hlaut annar piltanna meiðsli á
baki en hinn á mjöðm og voru báð-
ir fluttir á slysadeld. Meiðsli þeirra
, _3ínunu þó ekki alvarleg. Ökumaður-
inn er grunaður um ölvun við akst-
ur.
-GK
Árangurslítil „hreinsun“ lögreglu í tveimur eiturlyfjabælum:
Talin markaöir fyrir
sterk eiturlyf og þýfi
- húsin hafa verið brotin upp og lögreglunni stundum mætt með hnífum
fjölmenn samkvæmi í þessum hús-
um og dæmi um að allt að hund-
rað manns hafa verið í húsinu við
Tangarhöfða. Flestir, sem þessa
staði sækja, muni vera gamlir
kunningjar lögreglunnar og marg-
ir hafa neytt eiturlyfja árum sam-
an.
Þótt reglulega sé „hreinsað til“ í
þessum eiturlyfjabælum fer allt í
sama far og áður á skömmum
tíma. Jafnvel líður ekki meira en
vika á milli rassía eins og réynsl-
an úr Mjölnisholtinu nú í byrjun
árs sýnir.
Til þessa hefur ekki sannast að
eiturlyf séu seld í þessum húsum
og aldrei hefur þar verið tekið um-
talsvert magn eiturlyfja. Aðgerðir
lögreglu munu og einkum beinast
að því að halda starfseminni í
skefjum. Hún verði hins vegar
vart upprætt meðan einhver hefur
áhuga á aö kaupa eiturlyf. -GK
Fíkniefnalögreglan í Reykjvík hefur undanfarið hreinsað regiulega til í
tveimur svokölluðum eiturlyfjabælum í Reykjavík, við Mjölnisholt og
Tangarhöfða. Á myndinni sést húsið við Mjöinisholt. DV-mynd Sveinn
Fikniefnalögreglan í Reykjvík
hefur á undanfornum mánuðum
hreinsað reglulega til í tveimur
svokölluðum eiturlyfjabælum í
Reykjavík.
Nú síðast var farið í hús við
Mjölnisholt í fyrradag og þar var
fólk handtekið og hald lagt á 15
grömm af amfetamíni og nokkuð
af hassi.
Skömmu eftir áramótin var
einnig gerð rassia í húsinu við
Mjölnisholt og hinu sem er við
Tangarhöfða. Þá voru 23 hand-
teknir og hald lagt á fikniefni og
tæki tU fíkniefháneyslu. Við ferðir
lögreglu í hús þessi hefur stund-
um þurft að brjóta upp hurðir og
þess eru dæmi að lögreglunni hafi
verið mætt með hnífum. Enginn
hefur þó hlotið skaða af.
I húsum þessum hafast við
leiguliðar sem lifa af eiturlyfjasölu
og sölu á þýfi. Heimildarmaöur
blaðsins segir að þarna sé „skipti-
markaður fyrir sterk eiturlyf og
þýfi“. Eiturlyfjaneytendur komi á
staðina tU að fá eiturlyf og borgi
oft með þýfi.
Um helgar hafa oft verið haldin
Segulómsjáin í Domus Medica. Hún kostaði um eitt hundrað milljónir með uppsetningu og húsnæði og er rekin af
Læknisfræðilegri myndgreiningu sem nokkrir sérfræðingar standa að. Tryggingastofnun ríkisins greiðir fyrir þjón-
ustuna en hefur sagt samningnum upp. Hann rennur út um næstu áramót. Mun fljótlegra og auðveldara er að greina
ýmsa sjúkdóma með þessu tæki en öðrum aðferðum. Byrjað var að nota segulómsjána 8. janúar. DV-mynd S
Þorsteinn Pálsson:
Afstaða Rússa
jákvætt framlag
„Ef ég skil þessar fréttir rétt þá
er hér um að ræða afstöðu hags-
munaaðila í Rússlandi. Við vitum
ekki nákvæmlega hver verður af-
staða rússneskra stjómvalda. Mér
finnst þétta hins vegar vera mjög já-
kvætt framlag af hálfu þeirra sem
þarna eiga hlut að máli og það
skiptir máli að hagsmunaaðilar
skuli taka afstöðu eins og þessa,"
sagði Þorsteinn Pálsson sjávarút-
vegsráðherra í samtali við DV í
morgun um yfirlýsingu Rússa um
að þeir hafni ákvörðun Norðmanna
um skiptingu síldarkvótans.
Það hefur komið fram í fréttum
að Norðmenn hafa hótað Færeying-
um því að þeir missi öll leyfi til fisk-
veiða í Barentshafi standi þeir ekki
með Norðmönnum í þessu máli.
Þorsteinn var spurður hvort hann
hefði heyrt þetta frá færeyskum
stjórnvöldum þegar hann var í Fær-
eyjum í síðustu viku. Hann sagði að
það hefði ekki borið á góma en þeir
hefðu gert grein fyrir samningum
og samskiptum sínum við Norð-
menn án þess að nefna þetta. Hann
sagðist ekki hafa neitt undir hönd-
um sem staðfesti þennan orðróm.
-S.dór
ÞETTA VIRÐIST HALF-
GERÐ ÞURRHREINSUN
HJÁ LÖGGUNNI!
Veðrið á morgun:
Skúrir
sunnan-
lands
Á morgun verður fremur
hæg suðaustlæg átt. Skúrir
verða sunnan- og austanlands
en annars að mestu þurrt.
Hiti verður á bilinu 0 til 5
stig.
Veðrið í dag
er á bls. 36
bnother
Litla
merkivélin
Loksins
meö Þ og Ð
Nýbýlavegi 28 -sími 554-4443