Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 18. MARS 1996 Fréttir 5 Ráðstefna landfræðinga um byggðaþróun: Konur flytja frekar frá strjálbýlinu - þjónustustörf halda lífi í strjálbýlum byggðum Viðskipta- og tölvuskólinn býður 6 vikna kvöldnámskeið fyrir aðeins kr. 21.600 'UJ CL | j Windows ,J Word j Excel j internet 1 Hringdu og fáðu nánari upplýsingar í síma 569 7640 Vertuskrefiáundan með okkur! VIÐSKIPTA- OG TÖLVUSKÓLINN Ánanaustum 15 101 Reykjavík Sími 569 7640 Símbréf 552 8583 NÝHERJI s"“"g skoli@nyherii.is „Flutningamynstur karla og kvenna er mismunandi. Konur á aldrinum 20 til 25 ára flytja meir en karlar á sama aldri þó þeir flytji einnig mikið. En eftir þann aldur flytja karlarnir meir,“ segir Guðrún Ólafsdóttir landfræðingur sem flutti erindi undir heitinu Fólksflutning- ar og kynferði á ráðstefnu Félags landfræðinga um byggðaþróun. „Yfirleitt flytja fleiri konur frá strjálbýlinu en karlar og þær halda sig meira á höfuðborgarsvæðinu en karlar. Það eru fleiri atvinnutæki- færi fyrir konur í þéttbýli og þar sem þjónustustörfin eru mest. Kost- irnir, sem ’ hinar strjálu byggðir bjóða upp á, höfða meira til karl- manna. Hlutfallið verður óhagstæð- ara eftir því sem staðirnir verða minni og atvinnulifið fábreyttara. Byggðirnar strjálast og verða karla- byggðir en það þýðir að þær geta lagst í eyði þegar til lengdar lætur. Það er erfitt fyrir karlana að ná sér í konur. Aldursskiptingin þar getur einnig orðið óhagstæð þegar það vantar konur á barneignaaldri.“ Guðrún vekur athygli á að með uppbyggingu velferðarkerfisins hafi þó skapast kvennastörf. Byggðir, sem búist var við fyrir 20 til 30 árum að færu í eyði vegna brott- flutnings fólks, hafi haldist á lífí, meðal annars vegna kvennastarf- anna. „Þjónustan hefur batnað, henni hefur verið dreift um landið. Þá hef- ur til dæmis gamalt fólk möguleika á að búa þar lengur. Þar sem þjón- usta er verða meiri tekjumöguleik- ar fyrir fjölskyldur því konur fá þá vinnu við umönnun og slíkt. Það gefur eirinig ungum og óháðum kon- Gjöld vegna hundahalds: Nám- skeið veitir helmings- afslátt Heilbrigðiseftirlit Reykjavík- ur hefur gefið út gjaldskrá fyrir árið 1996. Árlegt eftirlitsgjald af leyfðum hundum verður 7.400 krónur á hund. Hafi leyfishafi lokið grunn- námskeiði -í hundauppeldi við- urkenndu af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur er heilbrigðisnefnd heimilt að lækka gjöld um allt að helming. Heimilt er að fella niður gjöld af leiðsöguhundum blindra, leitar- eða björgunar- hundum. Ber að sækja um slíka lækkun eða niðurfellingu gjalda til heilbrigðisnefndar. Við afhendingu handsamaðs hunds verða innheimtar 12.000 krónur við fyrstu afhendingu en 6.000 krónur við fyrstu afhend- ingu hunds með leyfi og ef eftir- litsgjald og vottorð er í skilum við handsömun. Gjald vegna annarrar aíhendingar er 18.000 krónur. Auð auki skai greiða þann kostnað sem leggst á vegna dvalar eöa geymslu við- komandi hunds. Gjöld má innheimta með lög- taki. um möguleika á að sjá sér far- borða.“ -IBS , . ... i i 5JWJ7Eirp33p]íll: kjfjfl nú h'jri-i ú jyjnTút'r injnúbnn'J í ipljúniý: Þú •shztúinin íi sjún'j-írjjsijlLi! Jn?byggt bnging! Fjarstýríng til að skipta um sjónuarpsrásir og lög í geisladrifinu Skipbolti 21 • Sírni 511 5111 Heimasíðan: bttp://www. apple. is ¥mmpér, hann hefar- Örgj'örvi: Pov/erPC 603 RISC « ' Tiftíðní: 75 megaríð Vinnsiumínni: 8 Mb Skjáminni: 1 Mb DRAM Harðdiskun 800 Mb Geisladrif: Apple CD600Í (fjórhraða) Hátaiarar: Innbyggðirtvíóma hátaiarar Skjár: Sambyggður Apple 15" MultiScan Diskadrif: 3.5" les Mac og Pc -diska Hnappaborð: Apple Design Keyboard Stýrikerfi: System 7.5.1 sem að sjálfsögðu eraílt |i a íslensku Stereor hátala rii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.