Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Blaðsíða 28
40
MÁNUDAGUR 18. MARS 1996
Menning
Leyndardomar
litbrigöanna
- Beatriz Ezban í Hafnarborg
Áhrif impressjónismans nafa
verið langvinn í myndlistinni. Þau
hafa kristallast í gegnum marga
stíla og stefnur um meira en aldar-
skeið. í dag, þegar síðmódernísk
ívitnanastefna leitast við að gera
sköpunarferlið sjálft fjarlægt og
kalt, er þrátt fyrir allt að finna
dæmi um tæra framsetningu skyn-
hrifa í anda impressjónismans.
Verk mexíkósku listakonunnar
Beatriz Ezban, sem á láugardag
opnaði sýningu í Hafnarborg, eru
lifandi vitnisburður um að enn má
líta á málverkið sem vettvang per-
sónulegra skynhrifa. Beatriz hélt
sýningu í Portinu i Hafnarfirði
fyrir tæpum tveimur árum og
sýndi þá verk undir áhrifum frá
íslenskri náttúru þar sem greini-
legat var að hraun og mosaþemb-
ur landsins höfðu haft áhrif á
listakonuna.
Frummálverk
Að þessu sinni eru verkin
mexíkóskari í sér og ber eitt
þeirra titUinn Mexíkó í hörundinu
(9) og annað er nefnt eftir rústum
fornrar Mayaborgar, Tikal. Þetta
síðarnefnda verk hefur, ásamt
verki nr. 7, Ágúst, til að bera
sterkan samhljóm litatóna er miða
að þvi að kveikja líf á myndfletin-
um. Þar á sér stað „stanslaus end-
urfæðing óstöðvandi hefðar“, eins
og Jorge Juanes segir í sýningar-
skrá. Þar kemur og fram það við-
horf að listakonan sé „ekki að end-
urtaka þá sértæku reynslu sem
Myndlist
Úlafur J. Engilbertsson
skóp verk þeirra málara er veittu
henni innblástur (s.s. Monet. Hún
taki) þátt í málverkinu sjálfu, (fari
ekki útúr þvi, geri) þar af leiðandi
frummálverk." Sjálf kveðst Beat-
riz „marka sér fjarlægð og taka
upprunaleikann úr samhengi (og
opna þannig) möguleika á. nýju
verki“.
Eintóna og margradda
Verkin á sýningu Beatriz Ezban
skiptast í tólf olíumálverk í stærri
kantinum og þrettán verk gerð
með blandaðri tækni á pappír. 01-
íuverkin eru heit og grípandi og
eru gulir og grænir litatónar mest
áberandi. Verkunum er haganlega
fyrir komið og stærri salurinn hef-
ur sterkt og heildrænt yfirbragð
þar sem rýmið vinnur vel með
hinum stóru flötum. Verk nr. 12,
Aðeins dvöl þín, stendur að mínu
mati upp úr sem stakt verk, vegna
margræðra forma og litatóna sem
gefa í skyn dýpt, en flest önnur
verk falla vel inn í heildina með
eintóna yfirbragði úr fjarlægð sem
breytist í margradda kór í nánd.
Innri myrkviðir
og ævintýraljómi
Pappírsverkin njóta sín ekki
sem skyldi í krómuðum álrömm-
um með gleri sem þar fyrir utan
eru of stórir í mörgum tilvikum.
Hins vegar er þar víða að finna at-
hyglisverða hluti, einkum þar sem
blandað er saman akrýl og blýanti
í blæbrigðum er vísa ýmist til
innri myrkviða og hellamálverka
(nr. 22) eða bernsks ævintýraljóma
(nr. 13-17). Tvö pappírsverkanna
skera sig nokkuð úr fyrir það að
vera unnin á Amate, handgerðan
Aztekapappír. Þar eru einfaldir og
sterkir drættir í fyrirrúmi hjá
listakonunni í anda Mayanna, er
þróuðu sérstætt og leyndardóms-
fullt myndletur. Víst er að lit-
brigði búa ekki síður yfir mörgum
leyndardómum og það sést vel á
þessari eftirtektarverðu sýningu
Beatriz Ezban í Hafnarborg sem
stendur til 1. apríl.
Fréttir
Gremja í Búðardal:
Veitingastað neitað um
fullt vínveitingaleyfi
- er í samkeppni við sveitarfélagið um vínveitingar
Talsverður hiti er í íbúum í Búð-
ardal vegna áfengismála. Opnað var
gistihús í byggðarlaginu fyrir jól
með veitingastað sem hefur opið öll
Fermingar
Höfum sali
til leigu
fyrir
fermingar
HÓTELÍ^nND
5687111
kvöld vikunnar. Þar er þó ekki
hægt að kaupa sterka áfenga drykki
heldur bara léttvín og bjór. Segjast
íbúarnir þurfa að fara á bari i Borg-
arnesi og Stykkishólmi vilji þeir
bragða á einhverju sterkara því
ekki sé opið í félagsheimilinu Dala-
búð nema tvisvar tfl þrisvar í mán-
uði. íbúum þykir einnig óréttlátt að
veitingastaðurinn á gistiheimilinu
skuli ekki fá leyfi til að selja sterka
drykki eins og félagsheimilið.
Sveitarfélagið
rekur félagsheimilið
Það er sveitarféíagið sem rekur
félagsheimUið og það var hrepps-
nefndin sem veitti umsögnina sem
sýslumaðurinn, Ólafur Stefán Sig-
urðsson, byggði á er hann veitti
Aukavinningar
í „Happ í Hendi"
I
Vinningshafar gefa vitjað vinninga sinna hjá Happdrætfi Háskóla islands.
Tjarnargðtu 4,101 Reykjavík, og verða þeir sendir til viðkomandi.
Aukavinningar sem
dregnir voru út
í sjónvarpsþættinum
„Happ I Hendi"
sfðastliðið föstudags-
kvöld komu í hlut
eftirtalinna aðila:
Guðrún Ottósdóttir Mjallargötu 6, 400 ísafjörður Ásdís Kristjánsdóttir Austurgerði 1,108 Reykjavík
Hannes Jóhannesson Tunguseli 10,109 Reykjavik Erla Jónsdóttir Víðigrund 2, 550 Sauðárkrókur
Anna Sigurjónsdóttir Hulda Þorbjörnsdóttir
Bleiksárhlíð 17, 735 Eskifjörður Brekkustígi 17, 260 Njarðvík
Arnfinnur Jónsson Ingigerður Jónsdóttir
Jörfabakka 4, 109 Reykjavík Mímisvegi 5, 620 Dalvík .. . —...'
Margrét Jónasdóttir Ingunn Sigurðardóttir
Vallargötu 6, 245 Sandgerði Safamýri 44,108 Reykjavík
BiO m«A fyrirvar* um pmntvUlur.
Vinningshafi - Lokaspurning Skaftáreldar
Ingibjörg L. Kristinsdóttir Fífumóum 5 a, 260 Njarðvík
Skafðu fyrst og horfðu svo!
rekstraraðila gistihússins vínveit-
ingaleyfið til reynslu tfl eins árs.
Marteinn Valdimarsson sveitar-
stjóri segir vínveitingaleyfið hafa
verið veitt tO reynslu vegna efa-
semda um að reksturinn gæti geng-
ið vegna aðstæðna. „Þetta hús, þar
sem reksturinn á sér stað, er á mOli
tveggja íbúðarhúsa. Umsögn áfengi-
svarnanefndar var ekki jákvæð en
hún sagðist geta fellt sig við létt-
vínsleyfi. Það hafa borist kvartanir
frá íbúum en að visu ekki bréfleg-
ar,“ segir sveitarstjórinn.
Þeir sem vilja sölu sterkra
drykkja á nýja veitingastaðnum
hafa safnað undirskriftum 150
manns frá 18 ára aldri með áskorun
til hreppsnefndar að veita veitinga-
staðnum fullt vínveitingaleyfi.
„Mönnum hér fmnst þetta mjög
óréttlátt og til að sýna samstöðu
sína flykktust tugir manna á nýja
staðinn þegar skemmtikvöld var í
félagsheimOinu. Þangað mættu bara
6 manns,“ segir Grettir Guðmunds-
son, einn íbúa í Búðardal. -IBS
Tilkynningar
Handbók um
laganám erlendis
Úlfljótur, tímarit laganema, hefur
gefið út handbók um laganám er-
lendis, en þetta er í fyrsta skipti
sem slíkt rit kemur út. í handbók-
inni er fjahað um laganám í öOum
löndum V-Evrópu, í Bandaríkj-
unum, Kanada og Japan. Höfundur
bókarinnar er Kristín Haraldsdóttir
lögfræðingur en Kristín Heimisdótt-
ir sá um útgáfuna f.h. Úlfljóts.
Leikhús
LEIKFÉLAG
REYKIAVÍKUR
SÍMI 568-8000
STÓRA SVlö KL. 20.00:
HIÐ UÓSA MAN
eftir íslandsklukku Halldórs
Laxness í leikgerð Bríetar
Héðinsdóttur
4. sýn. fid. 21/3, blá kort gilda, fáein
sæti laus, 5. sýn. sud. 24/3, gul kort
gllda, örfá sæti laus.
ÍSLENSKA MAFÍAN
eftir Einar Kárason og Kjartan
Ragnarsson
Föd. 23/3, föd. 29/3. Sýningum fer
fækkandi.
LÍNA LANGSOKKUR
eftlr Astrid Lindgren
Sud. 24/3.
STÓRA SVIA KL. 20:
VIÐ BORGUM EKKI,
VIÐ BORGUM EKKI
eftir Dario Fo
Föst. 22/3, fáein sæti laus, sunnud.
31/3
Þú kaupir einn miða, færð tvo!
Samstarfsverkefni
við Leikfélag Reykjavíkur:
Leikhópurinn Bandamenn sýna á litla
sviði kl. 20.30:
AMLÓÐA SAGA
eftir Svein Einarsson og leikhópinn.
Leikstjóri Sveinn Einarsson
Tónlist Guðni Franzson
Búningar Elín Edda Árnadóttir
Lýsing David Walters
Hreyfingar Nanna Ólafsdóttir
Sýningarstj. Ólafur Örn Thoroddsen
Leikarar: Borgar Garðarsson, Felix
Bergsson, Jakob Þór Einarsson,
Ragnheiður Elfa Arnardóttir, Stefán
Sturla Sigurjónsson og Þórunn
Magnea Magnúsdóttir.
3. sýn. fid. 21/3.
Alheimsleikhúsið sýnir á
Litla sviði kl. 20.00:
KONUR SKELFA
toilet-drama eftir Hlín
Agnarsdóttur.
Mid. 20/3, uppselt, föd. 22/3, uppselt,
laud. 23/3, uppselt., sunnud. 24/3, örfá
sæti laus, miðv. 27/3, fáein sæti laus.
föst. 29/3 uppselt.
Barflugurnar sýna á
Leynibarnum kl. 20.30:
BAR PAR
eftir Jim Cartwright
Föd. 22/3, örfá sæti laus, laud. 23/3 kl.
23.00 fáein sæti laus, föst. 29/3 kl.
23.00 fáein sæti laus, sunnud. 31/3
fáein sæti laus.
Tónleikaröð LR
Á STÓRA SVIÐI KL. 20.30.
Þrd. 19/3, Schumania flytur Að nóttu -
sviðsettir dúettar Roberts Schumanns
í flutningi Jóhönnu Þórhallsdóttur,
Sigurðar Skagfjörð Steingrímssonar,
Jóhannesar Andreasen og Guðna
Franzsonar ásamt leikurunum Margréti
Vilhjálmsdóttur og Hilmi Snæ
Guðnasyni. Umsjón: Hlín Agnarsdóttir.
Miðaverð kr. 1.200.
Fyrir börnin: Línu-boiir og
Lmupúsluspil.
Miðasalan er opin alla daga frá
kl. 13-20, nema mánudaga frá
kl. 13-17, auk þess er tekið á
móti miðapöntunum í síma
568-8000 alla virka daga frá
kl. 10-12.
Greiðslukortaþjónusta.
Gjafakortin okkar
- frábær tækifærisgjöf.
Leikfélag Reykjavíkur -
Borgarleikhús
Faxnúmer 568-0383.
Félagsvist
í Þinghóli, Hamraborg 11, mánudag
18. mars kl. 20.30.
Slysavarnakonur
í Reykjavík, Hafnarfirði og á Sel-
tjarnarnesi. Þátttaka í Parísarferð-
ina tilkynnist fyrir miðvikudags-
kvöld í síma 562-6601, Guðrún, og
567-9794, Hrafnhildur.
ÞJÓÐLEIKHÚSID
STÓRA SVIðlö KL. 20.00:
TRÖLLAKIRKJA
eftir Ólaf Gunnarsson í leikgerð
Þórunnar Sigurðardóttur.
6. sýn. Id. 23/3, örfá sæti laus, 7. sýn.
fid. 28/3, örfá sæti laus, 8. sýn. sud.
31/3, kl. 20.00.
ÞREK OG TÁR
eftir Ólaf Hauk Símonarson
Fid. 21/3, nokkur sæti laus, föd. 22/3
uppselt, föd. 29/3, uppselt, 50. sýn. Id.
30/3 uppselt.
KARDEMOMMUBÆRINN
eftir Thorbjörn Egner
Ld. 23/3 kl. 14.00, örfá sæti laus, sud.
24/3 kl. 14.00, uppselt, sud. 24/3 ki.
17.00, nokkur sæti laus, Id. 30/3, kl.
14.00, örfá sæti laus, sud. 31/3 kl.
14.00, örfá sæti laus. 50. sýning.
LISTDANSSKÓLIÍSLANDS
Nemendasýning þrd. 19/3 kl. 20.00.
LITLA SVIÐIÐ KL. 20.30.
KIRKJUGARÐSKLÚBBURINN
eftir ívan Menchell
Ld. 23/3, örfá sæti laus, sud. 24/3, laus
sæti, fid. 28/3, uppselt, sud. 31/3,
uppselt.
SMÍóAVERKSTÆðlö KL. 20.00:
LEIGJANDINN
eftir Simon Burke
Ld. 23/3, fid. 28/3, sud. 31/3. Fáar
sýningar eftir.
Sýningin er ekki við hæfi barna.
Ekki er hægt að hleypa gestum inn í
salinn eftir að sýning hefst.
Listklúbbur
Leikhúskjallarans
mád. 18/3 kl. 20.30 Matthías
Jochumsson sálmaskáldið, Ijóðskáldið
og þýðandinn.
Gjafakort í leikhús -
sígila og skemmtileg gjöfi
Miðasalan er opin alla daga nema
mánudaga frá ki. 13.00-18.00 og
fram að sýningu sýningardaga.
Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00
virka daga.
Greiðslukortaþjónusta.
Fax: 561 1200
SÍMI MIAASÖLU: 551 1200
SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204
VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ!
Rabb um rannsóknir
í kvennafræðum
Þriðjudaginn 19. mars verður Mar-
grét Guðmundsdóttir sagnffæðing-
ur gestur á rabbfundi Rannsóknar-
stofu í kvennafræðum. Rabbið fer
fram í stofu 202 í Odda kl. 12-13 og
er öllum opið.
Slysavarnadeild kvenna
t Reykjavík
verður með opið hús að Sigtúni 9 í
kvöld kl. 20. Hafþór frá Almanna-
vörnum ríkisins verður með fyrir-
lestur um viðbrögð við jarðskjálfta.
Allir velkomnir.
Öskubökkum
safnað
í apótekunum!
Reyklausi dagurinn verður 20.
mars. Nú efnir Tóbaksvarnanefnd í
samvinnu við apótekin í landinu og
íslenska útvarpsfélagið til átaks.
Öskubakkasöfnunin er fólgin í því
að fólk er hvatt til þess að koma
með öskubakka sína og láta þá af
hendi en skrá sig jafnframt á sér-
staka nafnalista sem liggja þar
frammi. Verður síðan dregið til
verðlauna.