Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 18. MARS 1996 15 Svo skal böl bæta Illa byrjar 100 ára afmælisveisla Leikfélags Reykjavíkur. Það er engu líkara en grasrótar- lýðræði félagsins sé orðið elliært. Félagsstjórnin geysist fram í nafni lýðræðis, en virðist þó ekki kunna skil á undirstöðuformum þess stjórnarfars. Formaðurinn gefur opinberlega þá yflrlýsingu að þrír fulltrúar L.R. í leikhúsráði hafi komið þar á fund með línu frá stjórninni. Einn þessara fulltrúa játar að hafa greitt atkvæði gegn sannfæringu sinni til að þóknast niðurstöðum félagsfundar L.R. Ömurleg örlög Leikhúsráð á samkvæmt skil- greiningu að vera hlutlaus úr- skurðaraðili gagnvart leikhús- Kjallarinn Þorgeir Þorgeirson rithöfundur „Mér virðist því einsætt að brottrekstur Viðars Eggertssonar frá Borgarleikhúsinu sé ómerkur gerningur, ef miðað er við lágmarkskröfur nútíma lýðræðis.“ stjóra og starfsmönnum. Sjálfstæði hvers einasta meðlims í ráðinu er nauðsynleg forsenda þess að ráðið gegni lýðræðislegu eftirlitshlut- verki sínu. Sé einhver ráðsmanna bundinn af öðru sjónarmiði ber honum að víkja sæti. Að öðru kosti telst ráðið ekki ályktunar- hæft. Þannig eru reglur nútíma lýð- ræðis. Mér virðist því einsætt að brott- rekstur Viðars Eggertssonar frá Borgarleikhúsinu sé ómerkur gerningur, ef miðað er við lág- markskröfur nútíma lýðræðis. Og það eru ömurleg örlög fyrir þetta gamla félag, sem lagði upp með óvenjulega lýðræðislega skipan á sínum tíma, að það skuli nú beita þessum sovétaðferðum til að losa sig við einhvern hæfasta einstak- ling sem það hefur nokkurn tíma til sín ráðið. Fáir kostir Úr því sem komið er virðast fáir kostir í boði. En þó gætum við sett það á okk- ur, að hér er orðið einkar skýrt dæmi um það, að lýðræðislegir starfshættir hefðu skilað Borgar- leikhúsinu hæfum stjórnanda til a.m.k. íjögurra ára, en nú situr gerræðisklíkan hnípin yfir því verkefni að finna annan í hans stað. Og skilmálar nýja leikhússtjór- ans virðast þeir, að hann verði óhæfur til annars en að hlýða klíkunni í einu og öllu. Svo skal böl bæta að bíða annað meira. Þorgeir Þorgeirson Viðar Eggertsson, fyrrv. leikhússtjóri L.R. - „Nú situr gerræðisklíkan hnípin yfir því verkefni að finna annan í hans stað,“ segjr Þorgeir. Verkalýðsbaráttan: Vofa Brezhnevs á Alþingi Það eru heldur nöturlegar kveðjurnar sem launafólk í land- inu faer frá ráðherrum í ríkis- stjórn íslands og heldur þykja mér þær kaldari fyrir þær sakir að þær koma frá félagsmálaráðherra, sem lætur siga sér gegn varnarlausum smælingjunum. Hann vill setja alls konar boð og bönn á hvers kyns launþegasam- tök líkt og þau séu eins konar glæpaklíkur, og er ekki annað að sjá að vofa Leoníds Brezhnevs ríði húsum á hinu háa Alþingi. Óhugnanlegt Þeir sem það vilja muna eftir því hvernig Sovétríkin sálugu voru fordæmd fyrir slíkt háttalag og talið glæpur gegn verkamönn- um, hér á íslandi sem og öðrum Vesturlöndum með réttu, glæpur- inn getúr ekki verið minni annars staðar þegar stjórnvöld reyna að ganga milli bols og höfuðs á verka- lýðshreyfingunni sem liggur því miður vel við höggi þessa stund- ina. Það er óhugnanlegt þegar þeir aðilar sem eiga að gæta hagsmuna hinna verst settu í þjóðfélaginu og bæta hag þeirra ryðja ekki þeim réttindum braut sem yfirlýst var í samningi þeim sem ríki EES und- irrituðu í Strasborg. Þau ganga í flestum atriðum á annan veg en hugmyndir ríkisstjómarinnar og Höllustaðabóndans, og má telja Kjallarinn Guðmundur R. Guðbjarnarson verkamaður með ólíkindum að hvorki ríkis- vald né verkalýðshreyflngin hafi fundið hvöt hjá sér að kynna þau réttindi sem verkafólki eru ætluð né gert ráð fyrir að það þyrfti að taka tillit til kröfu EES um 48 stunda hámarks vinnuviku. Það er augljóst að stjórnvöld telja sig engum skyldum hafa að gegna gagnvart þegnum sínum og hafa jafnvel svipt stóra þjóðfélags- hópa réttindum sem þóttu og þykja enn á Vesturlöndum sjálf- sögð mannréttindi. Samkvæmt yfirlýsingu sem EES- ríkin undirrituðu í Strasborg eru grundvallarsjónarmiðin þau að fólk skuli eiga rétt á atvinnu og réttlátum launum. Er aukið atvinnuleysi spor í rétta átt? Eru laun undir hungur- mörkum réttlát? - Báðum þessum spurningum svara ég neitandi. Hafa lífskjör og atvinnukjör far- ið batnandi? Svarið er nei. I öllum þessum atriðum sýnist mér stjórnvöld stefna í allt aðra átt, og vera á góðri leið með að gera að engu. Þegar samningurinn um Evr- ópska efnahagssvæðið var undir- ritaður máttu menn gera sér grein fyrir því að þar var full alvara á ferðinni og ætlast væri til þess af þeim aðilum sem hann undirrit- uðu að þeir sýndu meiri ábyrgð en þeir menn sem fylla út innstæðu- lausan tékka í nafni annarra. Réttindi launafólks Það hefur þótt sjálfsagt að ganga í sjóði EES. En telja má með ólík- indum að hvorki ríkisvald né verkalýðshreyfingin hafi fundið hvöt hjá sér að kynna þau réttindi sem verkafólki eru ætluð, svo sem styrki til þróunar verkefna, alls konar menningarsamstarf og af- nám tollamúra, allt góðra gjalda vert, en þegar á að gera upp við verkafólk í þess réttindum þá er eins og enginn vilji eiga krógann og reynt að ganga af honum dauð- um. Ég skora á þá þingmenn og ráð- herra sem láta sig hag launafólks einhverju skipta að ryðja þeim réttindum launafólks þá braut sem þarf til þess að þau nái fram að ganga, ég skora á ríkisstjómina að láta af öllum árásum á launþega- hreyfinguna. Guðmundur R. Guðbjamarson „Það er augljóst að stjórnvöld telja sig engum skyldum hafa að gegna gagnvart þegnum sínum og hafa jafnvel svipt stóra þjóðfélagshópa réttindum sem þóttu og þykja enn á Vesturlöndum sjálfsögð mannréttindi.“ Með og á móti Á að segja séra Flóka Kristinssyni upp störfum? Ekki hægt að vinna með séra Flóka „Sá sem vill fá aö stjórna verður að taka tillit til sinna samstarfs- manna. Það er þetta sem séra Flóka hefur ekki tekist. Séra Flóki kemur vel fyr- ir á köflum en þeir sem þurfa að vinna með honum kvarta all- ir undan honum. Flestir stjórn- endur bera gæfú tfl að vinna með sínu fólki en það virðist ekki eiga við um sóknarprestinn í Langholtssöfnuði. Það er lýðræðisleg aðferð að safna undirskriftum til að sýna hver er vilji fólksins. Við höfum beðið með slíka söfnun lengi aö beiðni sóknarnefndarinnar sem aftur hefur beðið að beiðni bisk- ups. Núna viljum við létta undir með sóknarnefndinni sem er orðin mjög þreytt eftir það sem á undan er gengið. Við sem að undirskriftarsöfnuninni stönd- um gerum það á eigin spýtur þótt það sé að sjálfsögðu til stuðnings meirihluta sóknar- nefndar. Séra Flóka er allt betur gefið en að vinna með öörum og ef á að vera vinnufriður í safnaðar- starfinu í Langholtskirkju þá verður hann að víkja. Hann vinnur ekkert fyrir söfnuðinn og þar er allt safnaðarstarf að drabbast. niður. Fólkið er hætt að koma í kirkjuna og leitar til annarra presta með embættis- verk.“ III Öfl að verki „Ég vil að séra Flóki sinni sínum störfum áfram af því að hann er mikill trú- maður og kennimaður og hans verður minnst síðar sem eins merkasta kennimanns ar Langholtsklrkju. kirkjunnar. Við sóknarbörnin erum aö úpplifa hátign og helgi kirkjunnar. Bænalífið hefur eflst eftir að hann kom til starfa og séra Flóki er mikill predikari. Það er blásið upp að hann eigi sök á samstarfsörðugleikum. Hann hefur vissulega falliö illa í kramið hjá þeim sem voru hér fyrir og það fólk skrifar allt sem miður fer á hans reikning. Þarna eru ill öfl að verki. Undirskriftarsöfnunin er ekk- ert annað en bolabrögð af hálfu fólks sem aldrei kemur í kirkj- una. Það er gott að hafa virkt sönglíf í kirkjunni en það má ekki yfirskyggja allt annað starf og þeir listamenn sem þar starfa verða að temja sér lítillæti og auðmýkt í stað hroka og sjálfsá- lits. í Langholtskirkju er gott sam- félag í trúnni og við viljum að séra Flóki haldi áfram ef hann vill halda áfram eftir það sem á undan er gengið. Séra Flóki er í sérflokki og hann er sinni kenn- ingu trúr.“ dóttlr, prestur á Skjóli og í minni- hluta sóknarnefnd- \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.