Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 18. MARS 1996 Útlönd Breska þjóðin minntist myrtu barnanna frá Dunblane í gær: Drottning veitti fjöl- skyldunum huggun Elísabet Englandsdrottning heilsar upp á íbúa í Dunblane á Skotlandi skömmu eftir að hún heimsótti dómkirkju bæj- arins þar sem minningarathöfn um myrtu börnin sextán og kennara þeirra var haldin í gær. Drottning og Anna prinsessa voru í Dunblane til að veita bæjarbúum huggun. Símamynd Reute Öll starfsemi lagðist niður um stundarsakir á Bretlandi í gær- morgun þegar þjóðin minntist sext- án ungra barna og kennara þeirra sem voru myrt með köldu blóði af hefndarþyrstum utangarðsmanni í bænum Dunblane á Skotlandi í síð- ustu viku. Elísabet Englandsdrottning og Anna prinsessa, dóttir hennar, komu til Dunblane í gær til að sýna bæjarbúum samstöðu og til að hugga fjölskyldurnar sem eiga um sárt að binda og til að leggja blómsveiga. Útvarps- og sjónvarpsstöðvar þögnuðu, viðskiptavinir stöldruðu við í verslunum og umferð um stærstu járnbrautarstöðvar lands- ins stöðvaðist klukkan 9.30, ná- kvæmlega fjórum dögum eftir að Thomas Hamilton, 43 ára gamall fyrrverandi skátaforingi, réðst inn í leikfimisal barnaskólans í Dunbla- ne vopnaður fjórum byssum og hóf skothríðina. í Dunblane teygðist úr þögninni í fimm mínútur. Gangandi vegfarend- ur námu staðar og foreldrar þrýstu börnum sínum þétt upp að sér þeg- ar klukkan í turni 13. aldar dóm- kirkjunnar sló hálfa tímann. Syrgjendur troðfylltu dómkirkj- una þar sem minningarathöfn fyrir fórnarlömb Hamiltons og fjölskyld- ur þeirra var haldin. „Eina huggun okkar felst í því að vita að það var ekki guðs vilji að börnin okkar skyldu deyja, að á þessum hræðilegu augnablikum í leikfimisal skólans var hjarta guðs fyrst allra til að bresta," sagði séra Colin Mclntosh við kirkjugesti sem voru um eitt þúsund. Þeir héldust í hendur og féllust í faðma þegar nöfn fórnarlambanna voru lesin upp. Við hóp barna úr skólanum þar sem morðin voru framin, sagði prest- urinn: „Jafnvel fullorðna fólkið skil- ur ekki hvers vegna þetta gerðist." Drottningin og Anna prinsessa komu síðar til dómkirkjunnar þar sem þær hittu að máli ráðamenn staðarins og harmi slegnar fjöl- skyldurnar. Talsmaður Bucking- hamhallar lýsti fundinum sem „per- sónulegum og innilegum“ og sagði að drottningin hefði rætt um „sam- eiginlegan harm og mikinn samhug í þeirra garð um land allt.“ „Hún sagðist biðja þess í bænum sínum að fólkið fyndi kjark til þess að bera angist sína með hugprýði og horfast í augu við framtíðina með ást og stuðningi fjölskyldunnar, vina og allra íbúa Dunblane," sagði talsmaður drottningar. Hinar konunglegu mæðgur hittu einnig að máli sjúkraflutninga- mennina tvo sem fyrstir komu að blóðbaðinu í leikfimisalnum. Les Haire sagði drottningu að^þegar hann hefði fengið boðin hefði hann vonað að þetta væri plat. Þessu næst fóru mæðgurnar til nágrannabæjarins Stirling þar sem nokkur særðu barnanna og tveir særðir kennarar liggja á sjúkrahúsi. Dagblöð á Bretlandi hafa verið uppfull af alls kyns smáatriðum um fortíð morðingjans og „afhjúpunum" um hvernig lögreglan hefði átt að vita af morðtilhneigingum manns- ins. Háttsettur skoskur dómari hef- ur verið skipaður til að rannsaka bakgrunn harmleiksins. Reuter Forsætisráöherra Kína um Taívandeilu: Varar Bandaríkjamenn við að sýna mátt sinn Li Peng, forsætisráðherra Kína, varaði bandarísk stjórnvöld við því í gær að senda flota sinn inn á Taívansund þar sem slíkt hefði að- eins vandræði í för með sér. „Ef einhver sýnir mátt sinn á Taívansundi mun það ekki hjálpa upp á sakirnar, heldur flækja stöð- una til muna,“ sagði Li við frétta- menn þegar hann var spurður hvernig Kínverjar mundu bregð- ast við ef bandarísk herskip færu inn á mjótt sundið sem skilur að Taívan 6g meginland Kína. Bandaríkjamenn hafa sent tvö flugvélamóðurskip og fylgdarskip þeirra til að fylgjast með heræf- ingum Kínverja undan Taívan- ströndum. Æfingunum er ætlað að hræða Taívanbúa frá því að lýsa yfir sjálfstæði eyjarinnar en Kínverjar líta á hana sem hérað í Kína. Forsetakosningar verða haldnar á eyjunni þann 23. mars. Flugvélamóðurskipið Independence og fylgdarskip hafa verið við eftirlit um 200 mílur undan austurströnd Taívans. Annar hópur, með flugvélamóður- skipið Nimitz í broddi fylkingar, er væntanlegur á svæðið í þessari viku. Lee Teng-hui, forseti Taívans, fordæmdi heræfingar Kínverja harðlega í gær og kallaði þær hryðjuverk. Æfingarnar verða haldnar fram yflr forsetakosning- amar. Reuter Madonna laumaðist frá Argentínu Bandaríska poppsöngkonan Madonna laumaðist burt frá Argent- ínu um helgina eftir sjö vikna dvöl þar sem hún var að leika aðalhlut- verkið í kvikmynd um Evu Peron, fyrrum forsetafrú í Argentínu og þjóðardýrling. Madonna fór til Búdapest í Ungverjalandi þar sem kvikmyndatökum verður fram hald- ið. Miklar deilur spunnust í kjölfar þess að Madonna var valin til að leika Evu Peron og sögðu peronist- ar af gamla skólanum að valið væri móðgun í þeirra garð. Madonna hafði hægt um sig á meðan á kvik- myndatökunum stóð og svo fór að lokum að henni tókst að vinna einn helsta fjandmann sinn, Carlos Menem Argentlnuforseta, á sitt band, þegar hann heimilaði kvik- myndatökumönnum afnot af svöl- um forsetahallarinnar til að taka upp nokkur atriði. Kvikmyndin, sem Alan Parker leikstýrir, er byggð á Evitu, söng- leik Andrews Lloyds Webbers. Reuter Göran Persson, væntanlegur forsætisráðherra Svíþjóðar: Atvinnuleysi skorið niður um helming Göran Persson, væntanlegur for- sætisráðherra Svíþjóðar, sló botn- inn í aukaþing sænska jafnaðar- mannaflokksins þar sem stefna flokksins til aldamóta var mörkuð með heitstrengingum um að minnka atvinnuleysi úr átta pró- sentum í fjögur. „Við settum málið á stefnuskrána og það mun hafa algjöran forgang," sagði Persson við fréttamenn að lo- knu þriggja daga þinginu i gær. Persson var kjörinn leiðtogi flokks- ins í stað Ingvars Carlssonar. Persson skýrði ekki í smáatriðum hvernig hann ætlaði að minnka at- vinnuleysi í landinu um helming en sagði að umræður f Evrópu og Sví- þjóð mundu fæða af sér fjölmargar hugmyndir um hvernig það yrði gert. Á flokksþinginu kom berlega í ljós ágreiningur milli hefðbundinna vinstrimanna sem vilja standa vörð um víðtækt velferöarkerfí Svíþjóðar og umbótasinna sem segja að landið hafi ekki efni á velferðarkerfinu eins og það er nú. Persson sagði þó í lokaræðu sinni að tekist hefði að jafna allan ágrein- ing innan flokksins. „Við vildum vera sammála. Við vildum binda enda á tímabil klofn- ings og innanflokksdeilna sem við höfum gert. Við munum nú stefna Göran Persson segir sættir í sænska jafnaðarmannaflokknum. Símamynd Reuter fram á veginn," sagði Persson. Hann tekur ekki formlega viö embætti forsætisráðherra fyrr en síðar í vikunni, að aflokinni at- kvæðagreiðslu í þinginu. Jafnaðarmannaflokkurinn nýtur nú stuðnings 38,5 prósenta kjós- enda, samkvæmt könnun í blaðinu Expressen í gær, en hafði aðeins 32,8 prósent með sér í síðasta mán- uði. Reuter Stuttar fréttir dv Endurnýjun Sovétsins Gennadí Zjúganov, leiðtogi rússneskra kommúnista, sem býður sig fram til forseta í vor, sagði að upprisa Sovétríkjanna sálugu væri ofarlega á stefnu- skránni. Páfi þreytulegur Jóhannes Páll páfi var heldur grár og gugginn þegar hann kom fyrir al- mennings sjónir í Pét- urskirkjunni í gær í fyrsta sinn í eina viku en hans heilag- leiki hefur verið með hita að undanförnu. Fimm í rannsókn ítalska lögreglan rannsakar nú fimm manns í tengslum við fangelsisflótta Palestínumanns sem rændi farþegaskipinu Achille Lauro árið 1985. NATO tekur fanga Gæsluliðar NATO í Bosníu handtóku á annan tug manna sem grunaðir eru um að hafa kveikt í húsum og ruplað og rænt í einu af serbnesku út- hverfum Sarajevo. Powell með Dole Colin Powell hers- höfðingi verður að öll- um líkindum beðinn um að vera vara- forsetaefni Bobs Doles í forsetakosn- ingunum í haust og að sögn Newts Gingrich þingforseta mun hann þekkjast boðið. Annar byssumaður? Lögfræðingur mannsins sem hefur játað á sig morðið á Itzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, sagði í gær að annar maður hefði hugsanlega skotið Rabin. Kjarnorku burt Sænski jafnaðarmannaflokk- urinn samþykkti í gær að hefja lokun kjarnorkuvera fyrir kosn- ingarnar 1998 en þing landsins hefur ákveðið að búið verði að loka öllum kjarnorkuverum í síðasta lagi árið 2010. israelar safna fé ísraelsmenn sögðust ætla að safna fé fyrir Palestínumenn sem eru einangraðir á Gaza- svæðinu til að koma í veg fyrir hungur. Mugabe sigrar Robert Mugabe sigraði í for- setakosningunum í Simbabve um helgina þar sem hann var eini frambjóðandinn. Sá fjórði I haldi Lögregla í Kaupmannahöfn hefur handtekið fjóröa Vítis- engilinn í tengslum við morðið á liðsmanni mótorhjólagengis- ins Bandidos um síðustu helgi. Rosemary áfrýjar Rosemary West, sem var dænid í lífstíðarfang- elsi í nóvem- ber fyrir morð á tíu ungum kon- um og stúlk- um, þar á meðal eigin dóttur, ætlar að biðja dómstól á Bret- landi i dag um leyfi til að áfrýja dóminum. Vatnsskortur Vatnsskortur í sumum heims- hlutum kann að verða svo alvar- legur árið 2010 að af leiði átök og styrjaldir ef ekkert verður gert til aö nýta þessa mikilvægu auðlind betur. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.