Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 18. MARS 1996
Eru leikarar LR ósnertanlegir?
Hinir ósnert-
anlegu
Það virðist ákveðinn hópur
leikara vera ósnertanlegur."
Viðar Eggertsson, í Helgarpóstinum.
Með frethólk um
sig miðjan
„Steininn tekur úr þegar lög-
maður biskups kastar af sér lög-
mannsskikkjunni og reynist þá
eftir allt saman vera dulbúinn
Roy Rogers með frethólk um sig
miðjan."
Pjetur Hafstein Lárusson, í Tímanum.
Ummæli
Niður en ekki upp
„Fjölmiðlar hérna heima gera
það að verkum að þú vinnur þig
ekki upp heldur niður.“
Jón Óskar myndlistarmaður,
í Helgarpóstinum.
Leiðangur á milli
landsfunda
„Ég ætlaði mér aldrei að verða
ellidauður í þessu embætti og ég
lít í raun ekki á þetta sem emb-
ætti heldur leiðangur á milli
landsfunda.“
Einar Karl Haraldsson, í DV.
Þetta er hið verðmæta úr sem smíðað
var fyrir bílaframleiðandann Packard
árið 1922.
Verðmætt úr
Þegar frá eru talin gimsteinum
sett úr er dýrasta vasaúr gripur sá
sem kallaður hefur verið Heaven at
hand en sérfróðir menn nefndu
Packard. Úr þetta smiðaði Patek
Philippe 1922 fyrir bandaríska bíla-
framleiðandann James Packard. Úr
þetta er sérstæðasta dæmið um
„flókið" vasaúr og keypti Patek Phil-
Blessuð veröldin
ippe það aftur i september 1988 fyrir
750.000 pund. Packard hafði ýmsar
óvenjulegar óskir fram að færa og
meðal annars mótaði Patek Philippe
gljábrennt stjörnukort á úrið og bjó
um það í gullumgjörð. Kortið sýndi
stjörnuhimininn eins og hann leit út
yfir heimabæ Packards, Warren í
Ohio í Bandaríkjunum, nákvæmlega
eins og hann blasti við honum úr
svefnherbergisglugga hans.
Nákvæmasti
tímamælirinn
Nákvæmasti tímamælir veraldar
er vetnismeysir sem er í rannsókn-
arstofu bandaríska ílotans í Was-
hington. Hann byggist á tíðni raf-
eindasveiflna í vetnisfrumeindum,
1.420.450.751.694 rið, og skeikar í
DV
Kólnandi veður
Veðurstofan gerir ráð fyrir norð-
lægri eða breytilegri átt og víða létt-
skýjuðu á landinu í dag. Heldur
Veðrið í dag
verður vaxandi norðan- og norð-
austanátt samkvæmt spánni og
kólnandi veður síðdegis eða í kvöld
síðdegis
og fyrst mun kólna á landinu norð-
anverðu.
Hitinn verður frá einu stigi upp í
sjö stig.
Sólarlag í Reykjavík: 19.39.
Sólarupprás á morgun: 7.31.
Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.56.
Árdegisflóð á morgun: 6.16.
Heimild: Almanak Háskólans.
Veðrió kl. 12 í gœr:
Akureyri léttskýjað 5
Akurnes alskýjaó 5
Bergsstaðir léttskýjaó 2
Bolungarvik alskýjað 1
Egilsstaðir rigning og súld 2
Keflavíkurflugv. léttskýjað 3
Kirkjubkl. alskýjaö 6
Raufarhöfn léttskýjað 3
Reykjavik léttskýjað 5
Stórhöfði skýjað 6
Helsinki kornsnjór 0
Kaupmannah. þokumóða 0
Ósló alskýjað 1
Stokkhólmur kornsnjór 0
Þórshöfn alskýjað 5
Amsterdam þokumóða 5
Barcelona skýjaó 14
Chicago léttskýjað -2
Frankfurt skýjað 8
Glasgow skýjað 4
Hamborg mistur 2
London mistur 8
Los Angeles alskýjað 14
Lúxemborg mistur 4
París skýjað 10
Róm rigning 12
Mallorca hálfskýjað 14
New York skýjaó 1
Nice skýjað 14
Nuiik snjókoma -5
Orlando þoka 13
Vín skýjaö 9
Washington rign. á síð. klst. 4
Winnipeg skýjaó -8
Olafur Eyjólfsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur:
Keppnin orðin allt of löng
DV; Suðurnesjum:
„Það gerist ekkert hjá deildun-
um fyrr en liðin komast í úrslita-
keppnina og þá fer þetta að skila
sér peningalega. Það er verið að
safna skuldum yfir veturinn og
síðan réttir maður úr kútnum í úr-
slitakeppninni. Þetta er allt tengt
saman eftir árangri og þá kemur
fleira fólk á leikina og auðveldara
er að ná í auglýsingar, þetta skipt-
ir verulega miklu máli, að komast
alla leið í úrslitaleikinn,“ sagði
Ólafur Eyjólfsson, formaður
körfuknattleiksdeildar Njarðvík-
ur, sem hefur verið mikið í sviðs-
Maður dagsins
ljósinu að undanförnu vegna góðs
árangurs í gegnum árin og einnig
hafa mun fleiri áhorfendur mætt á
leiki Njarðvíkur í vetur miðað við
í fyrra. Ólafur segir að keppnin sé
allt of löng. Ég var talsmaður fyrir
því á sínum tíma að gera þetta að
einni deild. í staðinn má lengja
bikarkeppnina og stytta íslands-
mótið. Það er óþarfi að draga það
fram yflr páskana. Hver mánuður
Ólafur Eyjólfsson.
er rándýr að halda úti þessari út-
gerð. Mér heyrist það á kollegum
mínum að þeir séu sömu skoðunar
og ég. Ef mótið er sett í eina deild
skiptir hver leikur miklu máli en
í dag er verið að spila leiki sem
skipta engu máli.
Lið Njarðvíkur er hvað þekktast
hér á landi fyrir mjög góða
frammistöðu sína á körfuboltavell-
inum. „Unglingaráð var stofnað
1989 og er það mikla starf að skila
sér. Það er verið að skUa inn góð-
um leikmönnum. Starfið er mjög
gott og byggist á góðri og gamalli
hefð. Starfið á bak við deUdina er
mjög öflugt og það er mörgum að
þakka sem hafa lagt hönd á plóg-
inn. Við höfum verið tiltölulega
heppnir með leikmenn. Ég tel okk-
ur vera með besta þjálfarann á
landinu í dag.“
Ólafur er að klára sitt fjórða
tímabU sem formaður deildarinn-
ar og stefnir á að vera það áfram á
næsta keppnistímabili. Hann
starfar sem trésmiður hjá Kefla-
víkurverktökum á Keflavíkurflug-
velli. Hans áhugamál er körfubolti
og einnig á hann sumarbústað í
Grímsnesi. „Þetta er ómissandi
þáttur að standa í körfunni og hef-
ur verið mikU vinna í gegnum
árin. Fjölskyldan fer síðan á sumr-
in í sumarbústaðinn og þar er
mjög skemmtilegt að vera. Þá er
ég nýbyrjaður í gönguferðum og
hef gaman af.“ Eiginkona Ólafs er
Bergþóra Jóhannsdóttir, þjónustu-
fulltrúi íslandsbanka, og eiga þau
tvær dætur, Elínu Rögnu, 15 ára,
og írisi Ósk, 10 ára. -ÆMK
Skúlptúr eftir Einar Marinó
Magnússon á sýningu hans í
Stöðlakoti.
Hugleið-
ingar um
orkuna
Um þessar mundir stendur
yfir sýning í Stöðlakoti við Bók-
hlöðustíg á málmskúlptúrum eft-
ir Einar Marinó Magnússon sem
er 72 ára gamall myndlistarmað-
Sýningar
ur. Nefnir hann sýningu sína
Hugleiðingar um orkuna og sýn-
ir á henni sautján litla skúlpt-
úra. Þetta er fyrsta einkasýning
Einars en hann tók þátt í sam-
sýningu í Listasafni ASÍ árið
1980. Einar er menntaður málm-
smiður og hefur lengst af starfað
við þá atvinnugrein.
Einar hefur sagt að hann hafi
nú ekki gengið með það í magan-
um að halda sýningu, hann hafi
verið að undirbúa þessa sýningu
í tvö ár, en verkin sem hann sýn-
ir eru gerð á síðustu fjórum
árum. Um nafn sýningarinnar
segir Einar það koma til af að
hann hafi unnið lengi hjá Hita-
veitu Reykjavíkur og á Nesja-
völlum og séð hina óbeisluðu
orku í ýmsum myndum, og járn-
ið er hann búinn að hafa fyrir
fram sig í fimmtíu ár.
Bridge
Hermann Friðriksson í Reykjavík
sendi dálkahöfundi þetta kostulega
spil. Það er ekki oft sem sést 17
impa sveifla í sveitakeppni þegar
spilaður er sami samningur á báð-
um borðum. Það gerðist þó í aðal-
sveitakeppni Bridgefélags Reykja-
víkur á dögunum í leik sveita BSH
og Metró. Á báðum borðum í leikn-
um var samningurinn 2 hjörtu
dobluð í suður:
Myndgátan
Lausn á gátu nr. 1470:
v"'
© t+70
Ríða húsum
-EyþOR^—
Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnorði.
4 DG9
M Á4
♦ ÁK103
* KG85
4 32
V 953
4. G98642
* 76
N
V A
S
* ÁK108
«4 G10876
4- --
♦ ÁD43
4 7654
V KD2
♦ D75
* 1092
Á öðru borðinu var útspilið
spaðadrottningin. Sagnhafi drap á
ásinn, tók spaðakóng -og trompaði
spaðatíuna í blindum. Nú var tígull
trompaður, spaðaáttunni spilað og
vestur gerði þau mistök að trompa
ekki með ásnum, heldur henti spili
í láglit. Þá gat sagnhafi losnað við
annað spilanna í laufi í blindum og
gat síðan víxltrompað sig alla leið í
10 slagi. Fyrir tvö hjörtu dobluð
með tveimur yfirslögum, fengust
1070 stig. Á hinu borðinu sýndi
vörnin enga miskunn. Útspilið var
hjartaás og síðan var hjarta spilað
áfram. Austur tók á hámennina
sína báða í hjartalitnum og eftir það
gat sagnhafi ekki fengið meira en 6
slagi. Það voru 500 niður og 1070 til
viðbótar við það gerði 17 impa
sveiflu. ísak Örn Sigurðsson