Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 18. MARS 1996 Fréttir Flugvélin er af gerðinni Britain Norman Islander BN-2, tveggja hreyfla, og var í eigu Bandaríkjamanna T Wisconsin þangað sem ferðinni var heitið. Flugið stóð þó stutt og þykir kraftaverki líkast að flugstjóri vélarinnar, 67 ára kona, skuli hafa sloppið lífs þar sem vinstri hreyfillinn gekk inn í flugstjórnarklefann og vélin var hlaðin eldsneyti. DV-mynd ÆMK 67 ára kona bjargast er ferjuvél sem hún flaug brotlenti við Njarðvík: Héldum að hún væri dáin - sögðu þeir sem fyrstir komu að konunni meðvitundarlausri „Fyrst þegar við komum að vél- inni héldum við að hún væri dáin því hún var blóðug í framan og hreyfði sig ekkert. Þegar við kölluð- um til hennar þá hreyfði hún höfuð- ið. Hún var í losti og við reyndum að róa hana. Viðbrögð okkar ein- kenndust af því sem við höfum lært í vinnu okkar. Maður á ekki til orð yfir að hún skuli sleppa ómeidd. Okkar hugsun var að bjarga manns- lífi þó að við höfum sett okkur sjálfa í hættu," sagði Ólafur Eggertsson, slökkviliðsmaður á Keflavíkurflug- velli, sem fyrstur kom á vettvang þar sem Britain Norman Islander flugvél með eina konu innanborðs brotlenti skammt austur af byggð- inni í Innri- Njarðvík laust eftir há- degi í gær. Með Ólafi í för var Ró- bert Tómasson. Flugvélin var í ferjuflugi á leið vestur um haf og var flugstjórinn, 67" ára kona, atvinnuflugmaður til margra ára, ein um borð í vélinni. Hún kom hingað frá London með vélina fyrir um 10 dögum og beið hagstæðra veðurskilyrða þar til í gær að hún lagði upp frá Reykjavík- urflugvelli um hádegi í gær. Að sögn Skúla Jóns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra flugslysarann- sóknardeildar flugmálastjórnar, mun flugstjórinn hafa verið með GPS-staðarákvörðunartæki ofan á mælaborðinu og það dottið í gólfið og aftur í vél þannig að hann náði ekki til þess úr sæti sínu. Hún mun því hafa æskt leyfis að lenda á Keflavíkurflugvelli og var á leið þangað til að lenda á norður-suður- braut úr norðri. Á leiðinni í aðflug drapst á hægri hreyfli vélarinnar og náði konan ekki að fjaðra skrúfu hreyfilsins og tapaði vélin því hæð með þeim afleiðingum að hún nauð- lenti í staksteinóttum móa skammt austur af hesthúsahverfinu í Innri- Njarðvik. Töldum engan lífs „Við vorum að drekka kaffi þegar við sáum úr eldhúsglugganum vél- ina koma. Hún flaug óvenju lágt. Það var auðséð að það voru ein- hverjir erfiðleikar á ferðinni. Ég veit ekki hvort hún ætlaði að ná inn á veginn eða sveigja frá byggðinni því hún beygði rétt áður en hún skall niður. Það fór um okkur því maður býst ekki við að nokkur komist lífs af úr svona löguðu. Við vorum alveg orðlaus fyrst,“ sögðu hjónin Ómar Pálsson og Súsanna Gunnarsdóttir, íbúar að Kópubraut 2 í Njarðvík, sem urðu vitni að því þegar vélin brotlenti nokkrum tug- um metra fyrir ofan hús þeirra. „Það sem vildi henni til lífs er að hún kastaðist fram við það að vélin stoppaði. Hreyflarnir eru á væng- brúnunum til hliðar við flugmann- inn og við lendinguna skekktist vinstri hreyfillinn þannig að hann gekk inn í stjórnklefann og blöðin skárust inn í sætið á milli hennar og sætisbaksins," segir Skúli Jón. Flugvélin var fulllestuð eldsneyti. Hafði flugþol til 12 tíma en 7 tíma flug er til Nassarsuaq þangað sem ferðinni var heitið. Mikið eldsneyti flaut því um slysstaðinn og vélina. Ólafur og Róbert rufu hins vegar strauminn af vélinni og huguðu að konunni í fyrstu þar til sjúkraflutn- ingamenn og slökkvliðsmenn á vakt komu á vettvang. Konan var flutt í sjúkrahús í Keflavík til skoðunar en hleypt til skýrslutöku á eftir en hún var þó greinilega eftir sig eftir atburðinn því hún var undir kvöld flutt á Landspítala þar sem hún var rann- sökuð frekar. Engar upplýsingar fengust um líðan hennar þar. Skúli Jón segir flugvélina hafa verið flutta á Keflavíkurflugvöll þar sem áfram verði unnið að rannsókn þess hvað út af bar og olli því að drapst á hreyflinum. Of snemmt sé að segja hvað því olli en rannsókn hófst nú í morgunsárið. -ÆMK/pp Stuttar fréttir Björgunaræfing Landsbjargar á miðhálendinu: 350 manns á 130 farartækjum „Það er lítill snjór á hálendinu miðað við árstíma og það urðu minni erfiðleikar við að halda æf- inguna en við áttum von á. Að vísu festust nokkrir bílar í krapi en þetta voru allt smávægileg vandamál og þegar á allt er litið gekk æfingin vel,“ segir Pétur Aðalsteinsson, starfsmaður Landsbjargar, ' um björgunaræfingu sem haldin var á miðhálendinu um helgina. Þangað var stefnt um 350 manns á 40 bílum, 12 snjóbílum og 80 vélsleð- um. Landsbjörg hélt æfinguna í samvinnu við fjórar björgunarsveit- ir á Suðurlandi og var sveitum af öllu landinu boðin þátttaka. Félagar úr 28 sveitum mættu til leiks. Æfðar voru allar tegundir fjalla- björgunar víðs vegar á hálendinu og að lokum komið saman í skálanum í Nýjadal. -GK Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Já _lj Nel 2j ,r ö d d FOLKSINS 904-1600 Finnst þér Spaugstofan klámfengin? Landsbjörg hélt æfinguna í samvinnu við fjórar björgunarsveitir á Suður- landi og var sveitum af öllu landinu boðin þátttaka. DV-mynd Pétur Ríkið selur Fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til að afla heimilda fyrir hann að fækka embættisbústöðum í eigu ríkisins og að miða húsaleigu þeirra við markaðsverð. Um er að ræða 120 til 130 íbúðir eða hús sem á að selja og er söluand- virðið um 900 milljónir króna. Góð kirkjusókn Mikil kirkjusókn var í Lang- holtskirkju við messu hjá séra Flóka Kristinssyni í gær. Þetta þótti koma á óvart í ljósi þess að um 40 prósent sóknarbarna höfðu skrifað undir áskorun um að séra Flóki verði settur af. Vilja flytja Þær miklu deilur sem uppi eru um Borgarfjarðarbraut hafa orðið til þess að nokkrir ibúar hafa hugleitt að flytja á brott úr sveitinni. ísaQörður: Brotist inn í Sundhöllina Brotist var inn í Sundhöllina á Isafirði í gærmorgun og stolið það- an skiptimynt. Litlar skemmdir voru unnar á húsnæðinu utan þess að rúða var brotin. Enginn hafði verið handtekinn i gærdag vegna málsins. -np

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.