Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 18. MARS 1996
11
Fréttir
Bændur í Strandasýslu:
Fá hátt í 1500 krónur
fyrir ull af hverri kind
DV, Hólmavik:
í hinum mikla samdrætti síðustu
ára hefur það komið sauð- fjárbænd-
um hér í sýslu vel að í áratugi hafa
þeir lagt ríkari áherslu á að gera sér
verðmæti úr ullinni sem er eftirsótt
hráefni til iðnaðar og er utan við
framleiðslukvóta bænda.
Upphaf þess að rúningur hófst
hér að vetrarlagi má rekja til Karls
Aðalsteinssonar á Smáhömrum í
Kirkjubólshreppi. Hann var mikill
áhugamaður um sauðfjárrækt og
baráttumaður fyrir framforum í
landbúnaði og kom þvi til leiðar að
tveir ungir menn, Bragi Guðbrands-
son á Heydalsá og Brynjólfur Sæ-
mundsson ráðunautur, sóttu nám-
skeið i rúningi á Hvanneyri sumar-
ið 1962.
„Það var farið hægt af stað í
fyrstu. Margir voru mjög vantrúað-
ir á þetta og er þá vægt tU orða tek-
ið. Bændur byrjuðu á því að klippa
lömb og létu sumir þar við sitja
fyrstu árin. Þeir færðu sig síðan
hægt upp í eldri árganga eftir því
sem reynslan gaf þeim kjark. Þá var
ekki farið að klippa fyrr en komið
var fram á vetur,“ segir Guðbrand-
ur Sverrisson, bóndi og uUarmats-
maður á Bassastöðum.
Á þessum árum var enn mikið
stunduö útibeit á vetrum. Bændur
voru tregir til að leggja hana af
enda ræktun ekki orðin það mikil
að heyfengur væri nægjanlegur tU
innigjafar aEan veturinn sem vetr-
arrúningur krafðist. Þá var og ótti
við vorkulda fyrir rúið fé.
„Ég veit þess dæmi að þegar mik-
ið kólnaði í veðri eftir að nýbúið
var að klippa á þessum fyrstu árum,
þá áttu sumir það tU að fara niður í
garðana og koma hreyfíngu á féð og
láta það hlaupa fram og aftur um
garðana sér til hita. Mjög fljótt átt-
uðu menn sig á því að með góðri
fóðrun og í góðum húsakynnum
varð eitthvað þessu líkt óþarft. Nú í
áratug eða svo hafa flestir tekið upp
þann sið að klippa að hausti og síð-
an aftur síðari hluta vetrar. Það
heyrir nánast sögunni tU að ekki sé
rúið að haustinu hér um slóðir.
Margir hafa með þessu fengið bæði
mikla og verðmæta uU, sem hefur
verið búbót mörgum í samdrættin-
um undanfarið," segir Guðbrandur.
Hann segir að bændur leggi mik-
ið upp úr því að klippa féð um leið
og það kemur inn í vetrarbyrjun tU
þess að ekki berist heymor í uUina
eða hún spillist vegna húsvistar.
Það sé auðvitað ekki aUtaf hægt að
koma í veg fyrir þetta. Síðasta haust
var afar slæmt að þessu leyti vegna
mikiUar ótíðar sem kom snögglega í
lok október þegar bændur neyddust
tU að taka aUt fé inn í nokkra daga
en voru ekki tUbúnir tU að byrja á
rúningunni. Þetta oUi því að minna
var um úrvalsuU og öll var uUin
lakari að gæðum en stundum áður.
Guðbrandur segir að margir
bændur séu komnir með uUargott fé
sem þeir hafa verið að rækta upp á
síðustu árum og fái sumir nokkuð á
annað þúsund krónur fyrir ullina af
hverri kind. Það sé gott á móti öll-
um samdrættinum sem verið hafl.
Aðspurður hvort tU sé að bændur
haldi að uUarmatsmönnum pokun-
um fyrir úrvalið og verðmætari uU-
ina, svarar uUarmatsmaðurinn
Guðbrandur: „Þetta er góö spurn-
ing, þetta hefur komið fyrir en ég tel
að flestir geri það nú í gríni."
Haraldur Böðvarsson hf.:
Afkoman 20%
betri en 1994
- hagnaður 123,4 milljónir
DV, Akranesi:
Hagnaður Útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtækisins Haraldur
Böðvarsson hf. á Akranesi var 123,4
miUjónir króna á síðasta ári sem er
20% betri afkoma en á síðasta ári.
Hagnaður af reglulegri starfsemi
ársins var 140 miUj. króna saman-
borið við 87 mUlj. króna árið 1994.
HeUdarvelta fyrirtækisins var
2.748 millj. króna 1995 og hafði auk-
ist úr 2.667 mUljónum frá árinu
áður eða um 3%. i árslok var eigið
fé Haraldar Böðvarssonar hf. 993
milljónir samanborið við 700 mUlj-
ónir í árslok 1994. Þar af voru seld
hlutabréf í útboði í desember fyrir
120 miUjónir. Eiginfjárhlutfall var
32% í árslok og hafði aukist úr 26%
frá árinu áður.
Rekstrartekjur fyrirtækisins á
síðasta ári voru rúmlega 2.186 miUj-
ónir en rekstrargjöld tæplega 1.776
miUjónir. Eignir námu aUs 2.923
miUjónum en skammtíma- og lang-
tímaskuldir voru 2.550 milljónir
króna.
1995 unnu að meðaltali 300 manns
hjá fyrirtækinu og námu launa-
greiðslur tU þeirra 772 miUjónum.
Aðalfundur HB hf. verður hald-
inn 28. mars og á fundinum verður
borin upp tillaga frá stjórn fyrirtæk-
isins um greiðslu 8% arðs og útgáfu
10% jöfnunarhlutabréfa. Haraldur
Böðvarsson hf. rekur frystitogara,
tvo ísfiskstogara, tvö loðnuskip,
frystihús, fiskimjölsverksmiðju og
fiskverkun auk stoðdeilda. -DÓ
Ullarmatsmennirnir Sigurður Jónsson, Stóra-Fjarðarhorni, og Guðbrandur
Sverrisson, til hægri. DV-mynd GF
Farmanna- og fiskimannasambandið:
50 þús. tonna aukakvóta
.„Farmanna- og fiskimannasam-
bandið telur ástand þorskstofnsins
betra en hefur verið hingað til og
kemur fram hjá opinberum aðil-
um,“ segir Benedikt Valsson hjá
Farmanna- og fiskimannasam-
bandinu. Sl. haust var samþykkt
ályktun á þingi FFSÍ þar sem
stjórnvöld eru hvött til þess að
auka þorskkvótann um 50 þúsund
tonn hið minnsta á fiskveiðiárinu.
„Við teljum að ástand stofnsins
leyfi það fyllilega auk þess sem
þetta er heimilt samkvæmt heim-
ildarákvæði í lögum um stjóm
fiskveiða sé ákvæðinu beitt fyrir
miðjan april nk.,“ segir Benedikt.
Hann segir að ekki verði gengið
fram hjá fjölmörgum vísbending-
um um aukna fiskgengd. -SÁ
.. .pessicm Jylgir
ríflegur afsláttur...
..og pú fceref hann
í JBónus Rad,
ío
ATOT 3245 or
sami síminn og
Siemens S3 pius.
18 tfma uiðstaAa Á
1 Llst. Kleðslutfmi
100 mfnútna stöðugt tal
EnJurval á 5 síðustu númer
SímasLrá með 60 númera minni
(naín og sfmanúmer)
2 w. ioftnet sem |>arf ekki að Jraga út
Skýr og góður kristalskjár
Tfma og gjaldskrá
Lasing á lyklakorði
Stillanlegar Kríngingar
Sfminn vegur 280 gr. mcð
standard rafKlöðu
- borgar slg
Grensésvegur 11» Sími 5 880 888
Fermui
a
Narvik 3
kommóða
(antikbæsuð)