Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 18. MARS 1996 Fréttir Hliöstæður milli ofbeldis í um- ferðinni og heimilisofbeldis - sagði Gabríela Sigurðardóttir atferlisfræðingur á málþingi um umferðarmál Gabríela Sigurðardóttir atferlis- fræðingur segir hægt að finna hlið- stæður milli sérstakrar umferðar- hegðunar og hegðunar á heimilinu sem kölluð er heimilisofbeldi. Þetta kom fram í erindi hennar á mál- þingi Ökukennarafélags íslands og Sjóvár-Almennra um umferðarmál. „Þegar við tölum um umferðarof- beldi erum við að tala um ákveðna hegðun sem hefur ákveðnar afleið- ingar, eins og slys og árekstra, og eru þess vegna ógnandi. Þess vegna er tilhneiging til að kalla þessa hegðun umferðarofbeldi. Hægt er að finna hliðstæður milli sérstakrár umferðarhegðunar og hegðunar á heimilinu sem við köllum heimilis- ofbeldi, til dæmis hliðstæðu eins og þegar einstaklingur sem beitir of- beldi nær fyrir fram settu mark- miði. Hann kemst upp með það. Hann vísar oft í ytri aðstæður til að réttlæta hegðun sína. Flest brot eru óskráð. Flest brot geta haft alvarleg- ar afleiðingar. Þetta er hegðun sem lærist. I umferðinni þjónar ofbeldi ákveðnu hlutverki: að komast áfram, komast fyrr og sýna sjálfum sér og stundum öðrum að maður ráði við aðstæður og stjórni þeim og láti ekki stjórnast." Gabríela tekur fram að misjafnt sé hvað fólk tali um þegar það seg- ist hafa verið beitt ofbeldi í umferð- inni en allir hafi einhverja sögu að Snæfellsbær: Miklar fram- kvæmdir DV, Akranesi: Fjárhagsáætiun Snæfellsbæj- ar var nýlega samþykkt og að sögn Guðjóns Petersens, nýráð- ins bæjarstjóra, eru tekjur áætl- aðar rúmar 225 milljónir króna. I fræðslumál fara 48 milijónir króna ásamt eignfærðri og gjaldfærðri fjárfestingu. í rekst- ur áhaldahúss og verklegar framkvæmdir fara 18 milljónir. í gatna- og holræsagerð eru áætlaðar 22 milljónir, 20 milljón- ir í æskulýðs- og iþróttamál. í aðra félagsþjónustu eru áætlað- ar 30 milljónir og rekstur sveit- arfélagsin kostar 34 mUljónir. Sveitarfélagið greiðir57 millj- ónir í afborganir og vexti á árinu og tekur lán upp á níu milljónir. Skuldir Snæfelisbæjar um síðustu áramót voru 330 milljónir króna. -DÓ MEGA DRIVE LEIKJATÖLVA M/STÝRIPINNA BRAUTARHOLTI 06 KRINGLUNNI Til að draga úr umferðarofbeldi vill Gabríela Sigurðardóttir atferlisfræðingur veita viðurkenningu þeim sem fylgja umferðarreglunum. DV-mynd GS Skagafjörður: Stefnt á sóknarfæri í atvinnumálum DV Fljótum: í Skagafirði hefur verið stofnuð samstarfsnefnd sem ætlað er að koma með tiliögur um það hvernig megi efla atvinnulíf í sýslunni. Nefndina skipa Þórólfur Gíslason frá Kaupfélagi Skagfirðinga, Snorri Björn Sigurðsson frá Sauðárkróks- bæ, Magnús Sigurðsson frá Héraðs- nefnd Skagfírðinga og Jón Karlsson frá Verkalýðsfélaginu Fram. Nefnd- in var stofnuð að frumkvæði Kaup- félags Skagfirðinga. Fimm vinnuhópar hafa verið skipaðir sem vinna eiga að tillögum um uppbyggingu og sókn í mála- flokkunum ferðamál, skólamál, iðn- aðarmál, fiskeldi og opinberri þjón- ustu. Áætlað er að tiliögunum verði skilað um mánaðamótin mars-apríl. Talið er að ýmir möguleikar til efl- ingar atvinnulífs og framþróunar séu fyrir hendi í sýslunni. Menn vilja stuðla að því að gera Skaga- Qörð að vænlegum stað fyrir fólk í framtíðinni. í þessu sambandi er þess vænst að stjórnvöld muni á einhvern hátt styðja atvinnuuppbyggingu á lands- byggðinni á næstu árum meðan 2-3 stórframkvæmdir eru í gangi á suð- vesturhorninu. En ijóst þykir að það verður ekki gert nema með frumkvæði heimamanna. ÖÞ Litháar hrifnir af lýsi: Fá umbúðir þýddar á móöurmáliö TAUkM Litháar eru hrifnir af lýsi og hafa nú fengið það í neytendaumbúðum á móð- urmálinu. Lýsi hf. hefur á undanförnum mánuðum haslað sér völl í Eystra- saltsríkjunum og selt þar lýsi í neyt- endaumbúðum á finnsku en finnsk- ur umboðsaðili fyrirtækisins dreifði vörunni. Sérlega vel hefur gengið að ná fótfestu í Litháen og var markaðs- hlutdeild Lýsis hf. á síðasta ári um 50 prósent. Var því ákveðið að þýða umbúðatexta yfir á móðurmál Lit- háa og er fyrsti gámurinn með nýj- um umbúöum farinn til Litháens. Litháen verður fyrsti erlendi markaðurinn þar sem selt verður lýsi með sítrónubragði en slík vara hefur verið fáanleg hérlendis um nokkurt skeið. Litháen er einnig fyrsti erlendi markaðurinn þar sem Lýsi hf. selur Hákarlalýsisperlur undir eigin vörumerkjum. Nú selur Lýsjjif. neytendaumbúð- ir í Póllandi, Finnlandi, Danmörku, Eistlandi, Lettlandi og Litháen auk þess sem tilraunasendingar hafa far- ið til Hvíta Rússlands og Úkraínu. segja. í flestum tilfellum sé það eitt- hvað sem hafl ógnað fólki og hrætt það. „Þetta fer saman við það sem hefur verið fundið út í rannsóknum að er hættuleg hegðun, eins og að keyra of hratt, hafa ekki nægilegt bil milli bOa og sikksakka milli akreina." Til að breyta þessari hegðun sem kölluð er umferðarofbeldi telur Gabríela ráðlegt að veita þeim sem fylgja reglunum viðurkenningu. „Það er hægt að fylgjast með fólki sem fylgir reglunum eins og við fylgjumst með fólki sem brýtur reglurnar. Það væri hægt að leyfa viðkomandi að vera þátttakendur í happdrætti sem dregið væri í einu sinni í mánuði, finna ökumann mánaðarins og láta verðlaunin tengjast umferðinni, eins og til dæmis að fá að leggja frítt í ákveð- inn fjölda skipta.“ Gabríela bendir á að eins og ástandið sé núna læri fólk fljótt að ekki þurfi að fylgja þeim reglum sem lesnar voru fyrir bílpróf. „Við lærum að þegar við brjótum regl- urnar fáum við sjaldan sekt og við erum sjaldan tekin. Hegðunin fer að borga sig af því að við komumst fljótar á ákvörðunarstaðinn af því að við sýnum okkur.“ Að sögn Gabríelu er einnig nauð- synlegt að beina athyglinni að gatnakerfinu, það er áreitum sem hugsanlega gætu aukið líkur á um- ferðarofbeldi, eins og of mikið af hindrunum. „Þetta þarf að kanna og grípa til aðgerða og gera það þannig að við höfum möguleika á að meta útkomu úr aðgerðum." -IBS Námsbraut \ leikskóla- kennslu stofnuð við háskólann á Akureyri Menntamálaráðuneytið hefur heimilað Háskólanum á Akur- eyri að stofnsetja námsbraut í leikskólakennslu við kennara- deild háskólans. Námið í leik- skólakennslu er þriggja ára nám eða 90 einingar og iýkur með B.Ed. prófgráðu. Er þetta í fyrsta skipti sem nám fyrir leik- skólakennara er formlega skipulagt á háskólastigi og sam- þætt, eftir því sem kostur er, námi grunnskólakennara. Kennslan mun hefjast strax í haust. Þörfm er brýn enda mik- 01 hörgull á menntuðum leik- skólakennurum, ekki hvað síst víða á landsbyggðinni, að því er segir 1 fréttatilkynningu frá Há- skólanum á Akureyri. Rektor Háskólans á Akureyri hefur þegar skipað starfshóp til að vinna að námslýsingum og gera tOiögur að inntöku nem- enda á leikskólabraut. í starfshópnum sitja dr. Ingólfur Á. Jóhannesson, lektor í kennaradeild, Guðrún Alda Harðardóttir, formaður Félags íslenskra leikskólakennara, og Trausti Þorsteinsson fræðslu- stjóri. Starfsmaður hópsins verður Anna Þóra Baldursdóttir lektor.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.