Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 18. MARS 1996 39 Fréttir Borgarfjarðarbraut: Undirskrifta- söfnun kærö til sýslumanns „Ég undirritaður hef staðfestan grun um að ákveðnir einstaklingar í Reykholtsdalshreppi beiti aðferð- um við söfnum undirskrifta vegna lagningar Borgarfjaröarbrautar Varmilækur-KIeppjárnsreykir sem gætu varðað við lög .. Þannig hefst kæra Þorvaldar Pálmasonar á Árbergi til sýslu- mannsins í Borgarnesi. Mikil harka er aftur hlaupin i deiluna um vega- lagningu á fyrrnefndu svæði. Þeir sem vilja að vegurinn verði færður og lagður yfir túnið á Stóra-Kroppi stóðu fyrir þessari undirskriftasöfn- un sem Þorvaldur kærir. Hann segir í kærunni að hann hafi vitni að því að í það minnsta tveir þeirra sem söfnuðu undir- skriftum hafi blekkt fólk og sagt að verið væri að knýja á um lagfær- ingu á efri leið, sem er núverandi vegur. í lok kærunnar segir Þorvaldur Pálmason. „Það er staðfestur grunur minn að safnað hafi verið undirskriftum á þennan lista með villandi og sið- lausum hætti. Ég fer þess hér með á leit við þig herra sýslumaður að þegar fari fram rannsókn á því hvort hér er um saknæmt atferli að ræða.“ -S.dór Það var glatt á hjalla hjá krötum um helgina þegar þeir héldu upp á 80 ára afmæli Alþýðuflokksins, jafnaðarmanna- flokks íslands. Að minnsta kosti skemmtu Ingvar Viktorsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, Grétar Mar Jónsson, skipstjóri í Sandgerði, og Jón Baldvin Hannibalsson, alþingismaður og formaður Alþýðuflokksins, sér vel þegar þeir tóku lag- ið í Rúgbrauðsgerðinni á föstudag. DV-mynd TJ Vallarstræti: Fólskuleg árás Opinberir starfsmenn: Fundur í Bíó- borginni í dag Kennarafélögin, BSRB og BHMR boða til fundar í Bíóborg- inni í dag klukkan 16.00. Undan- farnar vikur hafa forráðamenn þessara samtaka farið um allt land og haldið bæði vinnustaða- og félagsfundi til að mótmæla þremur frumvörpum ríkis- stjórnarinnar. Fundirnir eru komnir vel á þriðja hundraðið. -S.dór Graddaatí Gunnarsholti I tengslum við opinn dag á Stóðhestastöðinni i Gunnars- holti næstkomandi sunnudag, 24. mars, klukkan 14.00, verður boðið upp á nýbreytni: tölt- keppni graðhesta og keppni í 150 metra skeiði í samvinnu við Skeiðmannafélagið. Verðlaun verða vegleg. Auk venjulegra verðlaunapeninga verða folatollar á Reyk frá Hof- túnum og Andvara frá Ey. Mót- ið er opið öllum stóðhestum og um skráningu sér Páll B. Páls- son, umsjónarmaður Stóðhesta- stöðvarinnar í Gunnarsholti, í síma 487 5320 og 487 5319 og lýk- ur skráningu næstkomandi fimmtudagskvöld. Ráðist var á karlmann í Vallar- stræti eftir lokun skemmtistaða að- faranótt laugardags. Að sögn lög- reglu var í fyrstu talið að um stór- fellda líkamsárás væri. að ræða þar sem maðurinn var meðvitundarlaus þegar að var komið og með skurði í andliti. Hann var fluttur í sjúkra- hús þar sem hann kom fljótlega til sjálfs sín og reyndist ekki vera með Sjóflokkur björgunarsveitarinnar í Grindavík leitaði án árangurs að- faranótt sunnudags að einhverju sem tengdist þvi sem talið var vera neyðarblys og menn sögðust hafa séð á lofti suður af Grindavík á laugardagskvöld. Lögreglunni barst tilkynning frá tveimur ungum mönnum sem sögð- ust hafa séð það sem þeir töldu vera alvarlega áverka. Vitni voru að árásinni og voru þrír Hafnfirðingar handteknir fljót- lega á eftir. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglu og við yfirheyrslu viðurkenndi einn þeirra að hafa gengið harðast fram í árásinni. Árásin var með öllu tilefnislaus að því er virðist vera. hvítan flugeld á lofti úti fyrir Grindavík. Svipaðar tilkynningar bárust frá fleirum. Eftir um tveggja klukkustunda leit og tilkynningar til flugturnsins á Keflavíkurflug- velli og Tilkynningaskyldunnar var leit hætt. Töldu menn þá fullvíst að um stjörnuhrap hefði verið að ræða en ekki neyðarflugeld enda eru þeir rauðleitir. -pp Grindavík: Neyðarflug- eldur reyndist stjörnuhrap Aðalfundur íslandsbanka hf. Aðalfundur íslandsbanka hf. 1996 verður haldinn í Borgarleikhúsinu mánudaginn 25. mars 1996 og hefst kl. 15. Dagskrá 1. Aðalfundarstörf í samræmi við 10. grein samþykkta bankans. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Framboðsfrestur til bankaráðs rennur út miðvikudaginn 20. mars n.k. kl. 10 fyrir hádegi. Framboðum skal skila til bankastjórnar. Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í íslandsbanka hf., Kirkjusandi, Reykjavík, 2. hæð, 20. mars frá kl. 12 -16 og 21. og 22. mars n.k. frá kl. 915 -16 og á fundardegi frá kl. 915 -12. Dagskrá fundarins, tillögur og ársreikningur félagsins fyrir árið 1995 verður hluthöfum til sýnis á sama stað frá og með mánudeginum 18. mars 1996. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir um að vitja aðgöngumiða og atkvæðaseðla sinna fyrir kl. 12 á hádegi á fundardegi. 6. mars 1996 Bankaráð íslandsbanka hf. ÍSLANDSBANKI Aðalfundur Olíufélagsins hf. verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 1996 á Hótel Loftleiðum, þingsal 1-3, og hefst fundurinn kl. 14.00 Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 12. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins Suðurlandsbraut 18, 3. hæð, frá og með 19. mars, fram að hádegi fundardags. Stjóm Olíufélagsins hf. Olíufélagiðhf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.