Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Blaðsíða 26
38 MANUDAGUR 18. MARS 1996 Fréttir Langskipið sjósett i Reykjaviknrhöfn: Fékk ekki Gaiu leigöa og smíðaði víkingaskip - segir Gunnar Marel Eggertsson skipasmíðameistari „Kveikjan að því að ég fór að smíða víkingaskip var kannski neit- un Norðmanna þegar ég bað þá um að fá Gaiu leigða hingað til íslands. Þegar þeir neituðu flaug í gegnum huga minn að ég skyldi þá bara smíða skip sjáifur. Ég fékk nú svolitla gæsahúð um leið en hug- myndin fékk gott fylgi og þá hrinti ég þessu af stað,“ segir Gunnar Mar- el Eggertsson skipasmíðameistari. Langskip hans, sem er nákvæm eft- irlíking Gauksstaðaskipsins er fannst 1 fommannshaug við Óslóar- fjörð 1882, var sjósett á laugardag- inn við Miðbakka Reykjavíkurhafn- ar. Gunnar Marel hefur mikla reynslu af siglingum á víkingaskip- um og var stýrimaður og skipstjóri á langskipinu Gaiu í rúmt ár en Gaia er einnig eftirlíking af Gauks- staðaskipinu. Gunnar hóf undirbúning að smíði langskipsins 1994 og fékk hann 10 milljóna lán frá borginni en kostn- aðaráætlun hljóðaði upp á 18 millj- ónir króna. Kostnaður fór þó 2 millj- ónir fram úr áætlun vegna krafna frá Siglingamálastofnun um breyt- ingar. Lánið frá Reykjavikurborg verður endurgreitt með því að sigla meö reykvísk skólabörn og fræða þau um víkingatímann. „Þetta hafa verið langir vinnudag- ar. Maður hefur verið vakinn og sof- inn í þessu en ég var ekki einn. Við vorum gegnumsneitt tveir skipa- smiðir við þetta, Þórður Haralds- son, skipasmiður frá Stykkishólmi, og ég,“ segir Gunnar. Við smíðina var leitast við að Víkingaskipið íslendingur var sjósett í Reykjavíkurhöfn á laugardaginn. Það var forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir sem gaf skipinu nafn. DV-mynd TJ dísilvélar og helstu siglingatæki. Ráðgert er hefja siglingar upp úr 1. maí. Auk ferða með skólanema eru siglingar meö ferðamenn ráð- gerðar. -IBS halda sem mest í þær aðferðir sem tíðkuðust á víkingatímum. Efnivið- ur skipsins kemur víða að frá Norð- urlöndunum. Langskipið verður með þversegli en ólíkt Gauksstaða- skipinu verður það með tvær litlar Smáauqlýsinqar - Sími 550 5000 Þverholti 11 Húsgögn Selst á aðeins 25 þús. Uppl. í síma 562 0411 eftir kl. 18 í dag og næstu daga. Leður-legubekkur úr Casa, fylltur með gaesadún. Einstaklega þægileg mubla en kostar ný á milli 300 og 400 þús. Selst notuð en sem ný á kr. 90 þús. Uppl. í síma 562 0411 í dag og næstu daga. Þriggja sæta sófi úr Öndvegi með blómamynstri, sem nýr. Verð kr. 35 þús. en kostar nýr yfir 100 þús. Uppl. í síma 562 0411 í dag og næstu daga. 4 stk. „spagetti” borðstofustólar, svartir. Kosta 27 þús. stykkið í Casa en selst á kr. 8 þús. hver. Uppl. í síma 562 0411 í dag og næstu daga. Sjónvarps- og tækjahilla, sem ný. Selst á 35 þus. en kostaði rúmlega 110 þús. Uppl. í sima 562 0411 f dag og næstu daga. íslensk framleiösla. Hjá okkur fáið þið sófasett, homs. og stóla í miklu urv. áklæða eða leðurs. Smíðum eftir máli, klæðum eldri húsgögn. Sérhúsgögn, Höfðatúni 12, s. 552 6200 og 552 5757. Jlgl Kerrur 22.900 kr. Við jöfnum önnur tilboð ef þau eru lægri. Léttar og nettar bresk- ar fólksbílakerrur úr galvamsemðu stáli. Stærð 120x85x30 sm. Eigin þyngd aðeins 50 kg. Burðargeta 250 kg. Ljós og glitaugu fylgja. Verð: Ósamsett kerra, 22.900, afborgunar- verð 25.444, yfirbreiðslur með festing- um, 2.900 stgr. Samsetning 1.900. Visa/Euro raðgreiðslur. Póstsendum. Nýibær ehf., Álfaskeiði 40, Hafnarf. (heimahús, Halldór og Guðlaug). Vinsamlega hringið áður en þið komið. Sími 565 5484 og 565 1934. Kerruöxlar með eða án hemla Evrópustaðlaðir á mjög hagstæðu verði fyrir flestan burð. Mikið úrval hluta til kerrusmíða. Sendum um land allt. Góð og ömgg þjónusta. Fjallabílar/Stál og stansar ehf., Vagnhöfða 7,112 Rvk, sími 567 1412. Sumarbústaðir RC-heilsársbústaðirnir eru íslensk smíði og þekktir fyrir mikil gæði og óvenjugóða einangmn. Húsin em ekki einingahús og þau em samþykkt af Rannsóknastofnun byggingariðn- aðarins. Stuttur afgreiðslufrestur. Utborgun eftir samkomulagi. Hringdu og við sendum þér upplýsingar. íslensk-skandinavlska hf., Ármúla 15, sími 568 5550, farsími 892 5045. S Fasteignir RC-íbúöarhúsin eru íslensk smíði og þekkt fyrir mikil gæði og óvenju góða einangrun. Húsin em ekki einingahús og þau em samþykkt af Rannsókna- stofhun byggingariðnaðarins. Stuttur afgreiðslufrestur. Útborgun eftir sam- komulagi. Hringdu og við sendum þér upplýsingar. Íslensk-skandinavíska hf., Armúla 15, s. 568 5550, fs. 892 5045. / Varahlutir Jafnvægisstillt drifsköft Smíðum ný og gerum við allar gerðir Mikiö úrval af hjöruliðum, dragliöum, tvöföldum liðum og varahlutum í drifsköft af öllurn gerðum. í fyrsta skipti á íslandi leysum við titr- ingsvandamál í drifsköftum og véla- hlutum með jafnvægisstillingu. Þjónum öllu landinu, góð og ömgg þjónusta. Fjallabílar/Stál og stansar ehf., Vagnhöfða 7,112 Rvk, s. 567 1412. Bilaleiga Bílaleiga Gullvíöis. jeppar og fólksbílar á góðu verði. A daggjaldi án km- gjalds eða m/innif. 100 km á dag. Þitt er valið! 896 3862,896 6047 og 554 3811. Bílartilsölu • Suzuki Fox 413 ‘86 meö B20 vél, CB-talstöð, 33” dekk, vel breyttur og mikið af aukahl. V. 570 þ., tilboðsv. 430 þ. stgr. • Camaro Z 28, 305 vél, 5 gíra, nýjar álfel., BF Goodrich dekk. Vetrardekk á felgum. Tbppbíll. Sk. ‘97. V. 790 þ., tilboðsv. 550 þ. stgr. S. 587 0344, 896 0144 eða 846 0144. Úrval á næsta blaðsölu- stað Bíll og vagn til sölu. Ford F350 dráttarbifreið ‘82, 6 cyl., sjálfskipt, Dana 70 hásing. Express Trailers bílflutningavagn ‘92. Vagn: lengd 6 m, hæð 2 m, breidd 2,45 m (inn- anmál), allur mögulegur öryggisbún- aður, t.d. rafmagnsbremsur, spil að aftan sem hægt er að nýta til að draga bíl inn í vagninn. Vagninn hefur marga möguleika. Vinna gæti fylgt. Bein sala. Möguleiki að selja bíl og vagn sinn í hvom lagi. Símar 588 6005 og 896 4014. Góður Colt GLX ‘89 til sölu. Bíllinn er vel með farinn, ekinn 118.000 km, rafdr. rúður, speglar o.fl., útvarp, segulband, sumar- og vetrardekk. Mjög góður að innan sem utan. Uppl. gefur Marteinn í síma 5514505. MML-200 dísil, extra cab, árg. ‘84, ek. 92 þús., vsk-bíll, sk. “97, vökva- stýri, í toppstandi, verð 550 þ. Til sölu á Bílasölunni Braut v/Borgartún, s. 561 7510,561 7511 og hs. 553 0262. Til sölu Audi ‘84, grár, ekinn 120 þús. á vél. Gott eintak. Verð 250 þús. staðgreitt. Uppl. í síma 437 1577 milli kl. 9 og 18. Til sölu Dodge Ram pickup, árg. ‘86, fallegur og góður bíll. Upplýsingar í síma 588 6005 og 552 4409. Jeppar Toyota 4Runner 1991, beinskiptur, með topplúgu, fallegur bíll, fæst á góðu staðgreiðsluverði. Uppl. gefur Bflasal- an Borg, sími 553 5555. Toyota LandCruiser, árg. ‘94, ekinn 33- þús. km, álfelgur. Til sýnis og sölu á Bílasölu Guðfinns í síma 562 1055 eða uppl. í s. 561 4700. Pallbílar MML-200,4x4, double cab, árg. ‘92, dísil, ek. 80 þús. km, sk. i97, lengdur pallur o.fl. Til sölu á Bflasölunni Braut, v/Borgartún, s. 561 7510, 561 7511 oghs. 553 0262. Scania 141, árg. 1981, til sölu, ekinn 320 þúsund, með palli og stól. Tbpp- bfll. Úppl. í síma 456 4086. 0 Þjónusta Veggjakrotiö burt. Ný og varanleg lausn, þrif og glær filma gegn veggja- krotinu. Ný efm og vel þjálfaðir menn fegn úðabrúsum, tússi og öðm veggja- roti. Málningarþjónusta B.S. verk- taka, s. 897 3025, opið 9-22,- HÆTTA -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.