Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 22. MARS 1996
5
x>v_____________________________________________Fréttir
Úrskuröur í Langholtskirkjudeilunni kl. 14 í dag:
Vil skýran úrskurð - fer
annars dómstólaleiðina
- segir sr. Flóki Kristinsson
Úrskurður sr. Bolla Gústavsson-
ar vígslubiskups í Langholts-
kirkjudeilunni fellur í dag. Vígslu-
biskup hefur boðað deiluaðila á
sinn fund i Biskupsstofu kl. 14 í
dag til aö birta þeim úrskurðinn
en hans hefur verið vænst síðan á
þriðjudag sl.
Eftir því sem DV komst næst í
gær er ekki talið líklegt að um efn-
islegan úrskurð verði að ræða þar
sem öðrum hvorum þeirra tveggja
sem leikið hafa aðalhlutverkin tvö
í kirkjudramanu í Langholti verði
gert að taka pokann sinn og yfir-
gefa Langholtskirkju heldur verði í
úrskurðinum hnykkt á og gerð
grein fyrir lögiun, reglum og venj-
um í sambandi við presta og annaö
starfsfólk kirkjunnar. Starfs- og
valdsvið verði skilgreint og deilu-
aðilum gert að vinna framvegis
samkvæmt því. Það verði síðan
þeim sr. Flóka Kristinssyni og Jóni
Stefánssyni, organista og söng-
stjóra, í sjálfsvald sett hvort þeir
treysti sér til eða kæri sig um að
starfa saman eftirleiðis og sá víki
af sjálfsdáðum sem ekki treysti sér
til þess.
Unnið í Ásmundarsal
Sr. Bolli Gústavsson hefur, síðan
hann var kallaður að málinu, kaf-
að djúpt í það og gaumgæft allar
hliðar þess, rætt við höfuðpersón-
urnar í deilunni og
tekið af þeim
skýrslur, þá sr.
Flóka og Jón Stef-
ánsson.
Séra Bolli hefur
haft bækistöð í Ás-
mundarsal við
Freyjugötu, húsi
Arkitektafélags fs-
lands, og hefur
ekki rætt við fjöl-
miðla um málið. Þá
hefur hann gætt
þess að láta sem
fæst hafa áhrif á
starf sitt við undir-
búning úrskurðar-
ins. Þannig hafnaði
hann því að taka
við undirskrifta-
lista sem gekk í
fyrri viku í Lang-
holtssókn þar sem
skorað var á hann
að láta sr. Flóka
Kristinsson víkja
úr starfi. Þeir listar
hafa verið afhentir
í dóms- og kirkju-
málaráðuneytinu.
Byggir á áliti sérfræð-
inga
Sr. Bolli hefur kallað eftir áliti
tveggja sérfræðinga til að byggja á
væntanlegan úrskurð sinn í deil-
unni, en þeir eru Eiríkur Tómas-
son lagaprófessor, sem tekið hefur
saman greinargerð um hinn laga-
lega og stjórnsýslulega þátt deil-
unnar, og Einar Sigurbjörnsson
guðfræðiprófessor sem hefur rann-
sakað hinn kirkjulega og guöfræði-
lega þátt. Álitsgerðir sérfræðing-
anna munu vera orðnar talsvert
viðamiklar en úrskuröarorð sr.
Bolla mun einkum hvíla á þeim og
í raun vera árétting á stöðu deilu-
aðilanna innan kirkjunnar.
Kirkja í vanda
Það hefur talsvert vafist fyrir
kirkjunni að höggva á hnútinn í
Langholtskirkju og hvorki prófasti
né biskupi hefur tekist að koma á
sáttum. Fljótlega eftir að séra Flóki
Kristinsson kom til starfa sem
sóknarprestur fór að bera á stirð-
leika í samskiptum hans og org-
anistans Jóns Stefánssonar en
kurrinn milli þeirra kom á áber-
andi og afdrifaríkan hátt fram í
sviðsljósið skömmu fyrir jólin þeg-
ar organistinn lagði niður störf og
gekk út og allur kirkjukórinn með
honum. Séra Flóki hefur síðan
þetta gerðist ýmist stuðst við
íhlaupaorganista eða flutt messur
án tónlistarflutnings og sóknar-
börn skipst í flokka ýmist með
presti eða á móti. Þeir sem gjarnan
kenna sr. Flóka um samskiptaörð-
ugleikana við Jón Stefánsson hafa
haldið því fram í ræðu og riti að
hollara sé fyrir kirkjuna og safnað-
arlífið að prestur víki fremur en
Jón Stefánsson sem er landskunn-
ur fyrir merkilegt og öflugt tónlist-
arstarf. Stuðningsmenn sr. Flóka
hafa hins vegar haldið því fram að
boðun orðsins sé meginhlutverk
kirkjunnar. Presturinn stjórni því
hvernig það sé framkvæmt og í
samræmi við lög, reglur og venjur
kirkjunnar.
Hver á að ráða?
í raun snýst því deilan um það
hver það er sem ræður í kirkjunni
og hefur síðasta orðið, hvort það sé
presturinn eða aðrir starfsmenn
kirkjunnar. Þá
snýst hún líka um
stöðu og valdsvið
sóknarnefnda og
hvort þær geti
blandað sér í það
hvernig presturinn
sinnir starfi sínu
við boðunina og
önnur skyldustörf
sín og rekið hann ef
þeim líkar ekki við
hann eða verk hans.
Það er því ekki
vafamál að úrskurð-
ar sr. Bolla, sem fell-
ur nú kl. 14 i dag, er
beðið með óþreyju,
enda vonast bæði
prestar, sóknar-
nefndarmenn og
safnaðarmeðlimir
eftir því að úrskurð-
urinn feli það í sér
að línur í þessum
málum skýrist,
hvaða skoðanir sem
þeir kunna að hafa
á málum að öðru
leyti.
Skýrari línur
Prestar sem rætt var við í gær
sögðu að vandræðagangur í þess-
um málum hefði verið mjög til
trafala í kirkjulegu starfi og að
þeir vonuðust tO að úrskurður sr.
Bolla í dag yrði til þess að línur
yrðu skýrari. Séra Flóki Kristins-
son sagðist ekki myndu taka til
greina annan úrskurð en þann sem
leiddi til hreinnar niðurstöðu í
málinu, væri alvöruúrskurður,
eins og hann orðaði það. Sr. Flóki
vill fá úr því skorið hver það sé
sem hafi leiðtogahlutverkið innan
kirkjunnar og framkvæmdavald.
Hann vill fá úr því skorið hvort
hann og aðrir prestar hafi vald til
þess að ráða starfsmenn að kirkj-
unni og reka þá ef samstarfið við
þá reynist ómögulegt. Hann vill fá
á hreint hvort ýmis kirkjuréttarleg
ákvæði um valdsvið presta, sem og
ályktun kirkjuþings 1993 vegna
svipaðs máls og Langholtsdeilunn-
ar, haldi yfirleitt. „Ég mun ekki
hætta fyrr en hreinn úrskurður
liggur fyrir. Verði úrskurðurinn í
dag á annan veg mun ég leita til
dómstólanna," sagði sr. Flóki.
Lög um valdsvið sóknarnefnda
voru sett árið 1985 og var ætlunin
að dóms- og kirkjumálaráðuneytiö
setti reglugerð sem túlkaði lögin
og kvæði nánar á um þau. Ráðu-
neytið visaði hins vegar málinu til
kirkjunnar og endirinn varð sá að
biskup sendi út erindisbréf sem
hefur sama gildi og reglugerð
væri. Mörgum prestum hefur þótt
erindisbréfið loðið og ekki kveða
skýrt og greinilega á um verka-
skiptingu milli sóknarnefnda og
sóknarprests og valdsvið hvorra
um sig.
Þeir prestar sem svo álíta bíða
úrskurðarins með óþreyju og vona
að hann taki skýlaust á þessum
málum. „Ef svo fer að séra Bolli
úrskurðar ekki hreint i þessum
málum hef ég sagt honum að þá
verði ég að fara þá leið sem ein
verður eftir - að fá úrskurðað í
málinu fyrir dómstólum," segir sr.
Flóki Kristinsson.
-SÁ
Séra Bolli Gústavsson, vígslubiskup á Hólum,
fellir úrskurð í Langholtskirkjudeilunni kl. 14 í
dag.
Séra Flóki Kristinsson - leita tii dómstóla verði
úrskurður vígslubiskups ekki skýr og efnislegur.
Jón Stefánsson, organisti í Langholtskirkju.
Skynsamlegar fermingargjafír
Starlite CD-105
Ferðageislaspilari með Feröageislaspilari m/útvarpi
heyrnartólum, straumbreyti o.fl. og kassettutæki.
Verðkr. 13.900 stgr. Verð kr. 14.989 stgr.
BRÆPURNIR
=)] ORMSSON HF
Lágmúla 8, s. 553 8820
Midi Denver MC88
1 disks geislaspilari, útvarp og
segulband.
Verð Kr. 14.996 stgr.
Lenco PPS 2024
1 disks geislaspilari, útvarp með 20
stöðva minni, segulband, fjarstýring
með öllum aðgerðum, 200 W pmpo,
Verð aðeins kr. 29.900
ONWA Mini 3248
Hljómtækjasamstæða með útvarpi,
magnara. tvöföldu kassettutæki,
geislaspilara, stöðvaminni í útvarpi,
fullkominni fjarstýringu og plötuspilara.
Kr. 31.887 stgr.