Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 22. MARS 1996 33 dv Sýmngar Kirkjuhvoll á Akranesi: Grafíksýning Gunnhildar Ólafsdóttur DV; Akranesi: Gunnhildur Ólafsdóttir (Góla) heldur grafíksýningu á Listasetrinu Kirkjuhvoli og sýnir hún tréristur og steinþrykk. Gunnhildur Ólafsdóttir er fædd áriö 1954 og útskrifaðist frá Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, graf- íkdeild, árið 1989. Gunnhildur hefur tekið þátt i nokkrum samsýningum og er þetta þriðja einkasýning henn- ar. Sýningin stendur yfir frá 23. mars til 8. apríl. Listasetrið er opið virka daga frá klukkan 16-18 og um helg- ar frá klukkan 15-18. -DÓ Héraðsbókasafn Kjósarsýslu: Farandsýningin Á norrænni slóð Farandsýningin Á norrænni slóð verður opnuð samtímis alls staðar á Norðurlöndunum á morgun, laugar- daginn 23. mars, á norrænum degi. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra opnar sýninguna hér á landi kl. 14 í Héraðsbókasafni Kjósar- sýslu, Þverholti 2 í Mosfellsbæ. Sýningin er hluti af Nordliv-verk- efni norrænu félaganna sem er ætl- að að efla umræðu um það sem sameinar Norðurlöndin og skilur þau að og hvaða máli samvinna skiptir fyrir okkur. Á sýningunni eru ljósmyndir, teikningar og kort ásamt texta og má líkja henni við ferðalag um sögu Norðurlandanna. Viðkomustaðirnir sýna þróun landanna til dagsins í dag. Á leiðinni er dregin upp mynd af sameiginlegri fortíð, góðri sem slæmri. Farandsýningin verður á ferðinni um landið næstu tvö árin og verður sett upp á byggða- og bókasöfnum og í skólum víða um land. -ÞK Gallerí Sjónarrönd á Internetinu: Umbreytingar I Gallerí Sjónarrönd stendur yfir sýning í mars-apríl á verkum eftir Arngunni Ýr Gylfadóttur. Nefnist sýningin Umbreytingar. Gallerí Sjónarrönd var opnað á Internetinu í nóvember 1995. Það hefur farið fremur hægt af stað en þó hafa mörg hundruð gestir, bæði íslenskir og erlendir, litið þar inn. í framtíðinni munu fara fram reglulegar sýningar í galleríinu. Sýningarnar koma flestar til með að tengjast umhverfis- og náttúruskoð- un. -ÞK Símbréfa- og símsvaralist Sýning á list í formi símbréfa og símsvaraskilaboða verður opnuð á morgun, laugardaginn 23. mars, í sýningarsalnum Við Hamarinn að Strandgötu 50 í Hafnarfirði. Eins og nafnið á sýningunni, Sim- bréfa- og símsvaralist, gefur til kynna eru verkin á sýningunni símbréf og skilaboð á símsvara sem fjölbreyttur hópur listamanna hefur sent inn undanfarna daga. Segja má að stór hluti listar sé miðlun skilaboða á einn eða annan hátt, segir í kynningu frá aðstand- endum sýningarinnar. Tilgangur sýningarinnar er að láta reyna á list- ræna möguleika þessara hefðbundnu skilaboðatækja sem hingað til hafa verið notuð til að flytja skilaboð af öðrum toga en listrænum. Aðstandendur sýningarinnar telja þó að öll listform geti komið skila- boðum sínum á framfæri i gegnum þessi tæki, til dæmis myndlist, ritlist og tónlist. Sýningin stendur til miðvikudags- ins 3. apríl og er opin frá klukkan 14 til 18 alla daga nema mánudaga. -ÞK ____________________Bridge Siglufjarðarmót f sveitakeppni 10 sveitir tóku þátt í und- ankeppni Siglufjarðarmóts í sveitakeppni. 4 efstu sveitirnar spila síðan innbyrðis til úrslita í 32ja spila leikjum. Röð efstu sveita í undanúrslitunum varð þessi: 1. sveit Böðlanna 358 stig 2. sveit Fljótamanna 338 stig 3. sveit Bræðragengisins 322 stig 4. sveit Ingvars Jónssonar 305 stig 5. sveit Níelsar Friðbjarnar- sonar 291 stig í sveit Böðlanna spiluðu: Jón Tryggvi Jökulsson, Ólafur Jóns- son, Reynir Karlsson og Páll Ágúst Jónsson. Nú stendúr yfir 3ja kvölda tví- menningur, SHELL-mótið, og sér Haraldur Árnason, umboðsmað- ur SHELL á Siglufirði, alfarið um mótiö og gefur verðlaunin. 20 pör taka þátt og er röð efstu para eft- ir fyrsta kvöldið þessi: A-riðill 1. Jóhann Stefánsson - Stefan- ía Sigurbjörnsdóttir 127 stig 2. Sigfús Steingrímsson - Sig- urður Hafliðason 127 stig 3. Anton Sigurbjörnsson - Bogi Sigurbjörnsson 120 stig 4. Björk Jónsdóttir - Björn Ólafsson 111 stig B-riðill 1. Páll Ágúst Jónsson - Reynir Karlsson 136 stig 2. Kristrún Halldórsdóttir - Jakobína Þorgeirsdóttir 131 stig 3. Ólafur Jónsson - Sólrún JÚI- íusdóttir 124 stig 4. Stefán Guðmundsson - Vil- helm Friðriksson 117 stig. Tapað fundið Klói týndur Kötturinn Klói hvarf af heimili sínu við Langholtsveg í byrjun febr- úar. Hann er svartur og hvítur með stýri í skottinu, ekki hálsól, merkt- ur í eyra R4H075. Upplýsingar í síma 553-8184. Fundir Aðalfundur MIR Aðalfundur Félagsins MÍR verður haldinn í félagsheimilinu Vatnsstíg 10 nk. laugardag, 23. mars, kl. 15, en daginn eftir verður hin fræga kvik- mynd Sergeis Eisensteins, Alexand- er Névskí, sýnd í bíósalnum. Að- gangur ókeypis á kvikmyndasýn- inguna. Aðalfundur Vináttufélags íslands og Kúbu Vináttufélag íslands og Kúbu boð- ar aðalfund laugard. 30. mars kl. 14.00 á veitingahúsinu Lækj- arbrekku, efri hæð. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundastörf, auk skýrslu og umræðna um Kúbu í dag og verkefni félagsins. Byrjun uppboðs Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Austurvegi 6, Hvolsvelli, þriðjudaginn 26. mars 1996, kl. 15.00 á eftirfar- ________andi eignum:______ Lækjarhvammur, A-Landeyja- hreppiÞingl. eig. Gísli H. Stefánsson. Gerðarbeiðendur eru sýslumaður Rangárvallasýslu og Stofrdánadeild landbúnaðarins. Miðgarður, lóð nr. 5, Hvol- hreppiÞingl. eig. Erlendur F. Magn- ússon.Gerðarbeiðendi er sýslumað- urinn á Selfossi. SVSLUMAÐURiNN í RANGÁRVALLASÝSLU Fréttir Leikhús Dagsbrún: Þeir hafi sína, við okkar - segir Kristján Árnason Haft var eftir Kristjáni Árna- syni í DV í gær að Verkalýðsfé- lag Reykjavikur og nágrennis - ný Dagsbrún sé félag vinnandi verkamanna og forysta Dags- brúnar geti áfram haft ellilífeyr- isþega og öryrkja innan sinnan vébanda. Þessi orð Kristjáns hafa vakið talsverð viðbrögð innan Dags- brúnar og víðar og vill Kristján Ámason, formaður félagsins, taka fram að hann hafi hér átt við þá öryrkja og ellilífeyrisþega sem kusu A-lista, Iista stjómar og trúnaðarráðs Dagsbrúnar í kosningunum á dögunum. „Við fengum talsvert af atkvæðum öryrkja og þess vegna hefði átt að standa - það er að segja, þá sem kusu A-Iistann - í fram- haldi af því sem haft var eftir mér,“ segir Kristján. Kristján segir að þrátt fyrir mikið fylgi B-lista meðal vinn- andi verkamanna hafx listinn orðiö undir vegna þess að rúm- lega 260 manns á aldrinum 70-94 ára greiddu atkvæði og meiri- hluti þess kaus stjórnarlistann. „Hefði þetta fólk haft tillögurétt en ekki kosningarétt hefðum við unnið þetta,“ segir Kristján. -SÁ Nemendur úr Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar verða með sölubás í Kolaportinu laugard. 23. mars frá kl. 11-17 til styrktar keppnisferð til Blackpool. Seldar verða kökur, plöt- ur og ýmislegt kompudót. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Bjarnarbraut 2, Borgarnesi, fimmtudaginn 28. mars I996 kl. 10.00, á eftirfar- ________andi eignum:_____ Amarklettur 1, Borgamesi, þingl. eig Ólafrxr Þór Jónsson, gerðarbeiðendu Lífeyrissjóður verslunarmanna, Raí veita Borgamess, Sameinaði lífeyris sjóðurinn og sýslumaðurinn í Borgar nesi. Réttarholt 6, Borgarnesi, þingl. eig José A. Rodriques Lora og Huld, Karitas Harðardóttir, gerðarbeiðand Kaupfélag Borgfirðinga. Stóri-Lambhagi, Skilmannahreppi þingl. eig. Guðbjörg Greipsdóttii gerðarbeiðendur Byggingarsjóðu ríkisins og Skilmannahreppur. Vatnsendahlíð 5, Skorradalshreppi þingl. eig. Öm Stefánsson, gerðar beiðandi tollstjórinn í Reykjavík. SÝSLUMAÐURINN f BORGARNES STEFÁN SKARPHÉÐINSSOF LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR SÍMI 568-8000 STÓRA SVIÖ KL. 20.00: HIÐ UÓSA MAN eftir íslandsklukku Halldórs Laxness i leikgerð Bríetar Héðinsdóttur 5. sýn. sud. 24/3, gul kort gilda, örfá sætl laus, 6. sýn. fim. 28/3, græn kort gilda, fáein sæti laus 7. sýn. Id. 30/3, hvít kort gilda, uppselt. ÍSLENSKA MAFÍAN eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson. Lau. 23/3, fös. 29/3. Sýningum fer fækkandi. Stóra sviðið ki. 14.00 LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Sud. 24/3, sud. 31/3, sud.14/4. Sýningum fer fækkandi. STÓRA SVIÖ KL. 20: VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftir Dario Fo Fös. 22/3, fáein sæti laus, sun 31/3. ld.13/4, Þú kaupir einn miða, færð tvo! Samstarfsverkefni við Leikfélag Reykjavíkur: Leikhópurinn Bandamenn sýna á Litla sviði AMLÓÐA SAGA eftir Svein Einarsson og leikhópinn. Lau 23/3 kl. 17.00, sud,.24/3 kl. 17 þri. 26/3 kl. 20.30, fid. 28/3 kl. 20.30. Alheimsleikhúsið sýnir á Litla sviði kl. 20.00: KONUR SKELFA toilet-drama eftir Hlín Agnarsdóttur. Föd. 22/3, uppselt, laud. 23/3, uppselt. sud. 24/3 uppselt, mið. 27/3, uppselt, fös. 29/3, uppselt, lau. 30/3, uppselt, fös. 12/4, Id. 13/4, fáein sæti laus. Barflugurnar sýna á Leynibarnum. BAR PAR eftir Jim Cartwright Föd. 22/3, kl. 20.30, uppselt, laud. 23/3 kl. 23.00, örfá sæti laus, föst. 29/3, kl. 23.00, örfá sæti laus, sud. 31/3, kl. 20.30, fáein sæti laus, fös. 12/4, uppselt, Id. 13/4. Tónleikaröð LR á stóra sviðinu kl. 20.30 Þriöjud. 26/3, Graudualekór Langholtskirkju, Kór Öldutúnsskóla og Skólakór Kársness, Miðaverð 1.000. Fyrir börnin: Línu-bolir og Linupúsluspil. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20, nema mánudaga frá kl. 13-17, auk þess er tekið á móti miðapöntunum í sima 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús ÞJÓDLEIKHÚSIÐ STÓRA SVIðlö KL. 20.00: TRÖLLAKIRKJA eftir Ólaf Gunnarsson í leikgerð Þórunnar Sigurðardóttur. 6. sýn. á morgun, uppselt, 7. sýn. fid. 28/3, uppselt, 8. sýn. sud. 31/3 kl. 20.00. 9. sýn. föd. 12/4,10. sýn. sud. 14/4. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson í kvöld, uppself, föd. 29/3, uppselt, 50. sýn. lau 30/3 uppselt, fid. 11/4, Id. 13/4, fid. 18/4, föd. 19/4, uppselt. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner Á morgun kl. 14.00, örfá sæti laus, sud. 24/3 kl. 14.00, uppselt, sud. 24/3 kl. 17.00, örfásæti laus, Id. 30/3 kl. 14.00, uppselt, sud. 31/3 kl. 14.00, uppselt, 50. sýn. Id. 13/4 kl. 14.00, sud. 14/4kl. 14.00. LITLA SVIÐIÐ KL. 20.30. KIRKJUGARDSKLÚBBURINN eftir ívan Menchell Á morgun, uppselt, sud 24/3, laus sæti, fid. 28/3, uppselt, sud. 31/3, uppselt. SMÍÖAVERKSTÆÖIA KL. 20.00: LEIGJANDINN eftir Simon Burke Á morgun, fid. 28/3, næst síðasta sýn., sud. 31/3, síðasta sýning. Sýningin er ekki við hæfi barna. . Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Gjafakort í leikhús - sígila og skemmtileg gjöf! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. J0.00 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Faxííei 1200 SÍMI MlðASÖLU: 551 1200 SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! Tónleikar Hollenska pönkhljómsveitin Bobwire Hoflenska pönkhljómsveitin Bo- bowire heldur síðdegistónleika kl. 17 í dag, 22. mars, í Hinu húsinu. Síðar um kvöldið stígur sveitin á stokk í Norðurkjallara MH og Maus, Saktmóðigur og Örkuml verða henni til halds og trausts. Laugar- dagskvöldið 23. mars eru lokatón- leikar á Tveimur vinum, þá munu einnig leika Saktmóðigur, Örkuml og Botnleðja. Faxnúmer 568-0383. FRAMBOÐSFRESTUR Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu í Verzlunarmanna- félagi Reykjavíkur um fulltrúa á 38. þing Alþýðusambands íslands. Kjörnir verða 65 fulltrúar og jafnmargir til vara. Listar ásamt meðmælum 100 fullgildra félagsmanna VR þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, Húsi verzlunarinnar, fyrir kl. 12 á hádegi mánudaginn 25. mars nk. KJÖRSTJÓRN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.