Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 22. MARS 1996 Menning íslensk kvikmyndagerö leitar viðurkenningar sem iðnaður frekar en listgrein: 30 kvikmyndagerðar- menn hafa flúið land - þrátt fyrir metár í fyrra þegar 7 myndir voru frumsýndar íslensk kvikmyndagerð stendur á tímamótum. Á síðasta ári voru teknar til sýninga sjö nýjar kvik- myndir sem teljast íslenskar þrátt fyrir að flestar þeirra hafi ekki ver- ið fjármagnaðar hér á landi nema að fjórðungi að meðaltali. Aldrei áð- ur hafa þó jafn margar íslenskar myndir verið frumsýndar á einu ári og í fyrra. í ár verða sýndar og/eða teknar fjórar íslenskar kvikmyndir í fullri lengd. Samkvæmt upplýsing- um frá Félagi kvikmyndagerðar- manna, sem í eru um 125 manns, hafa 30 félagsmenn flust af landi brott með fjölskyldur sínar síðustu 2-3 ár til starfa á erlendri grund, einkum á Norðurlöndunum. For- maður félagsins, Böðvar Bjarki Pét- ursson, sagði í samtali við DV að þetta væri uggvænleg þróun og sýndi að hér á landi væru ekki leng- ur viðunandi aðstæður fyrir kvik- myndagerðarmenn til að lifa af sinni vinnu. Blómatímabil íslenskra kvik- mynda hófst árið 1980 með sýningu á Landi og sonum. Fyrstu árin þótti algengt að hátt í 40 þúsund manns sæu þessar myndir hér á landi en í dag eru menn ánægðir með 20 þús- und manns, sem er algeng aðsókn á vinsæla bandaríska kvikmynd. Er þá átt við íslenska meðalmynd en kannski ekki þá dýrustu, eins og Djöflaeyjuna sem nú er í fram- leiðslu hjá Friöriki Þór og kostar um 150 milljónir. Haft hefur verið eftir Friðriki að hann þurfi 60 þús- und manns á Djöflaeyjuna hér á landi til að endar nái saman. Fréttaljós Björn Jóhann Björnsson Á ársgrundvelli hafa 150-200 ís- lendingar atvinnu af kvikmynda- gerð. Framlög og styrkir til kvik- myndagerðar, ef allt er talið, nema um 180 milljónum króna, eða ná- lægt því sem ein mynd, Djöflaeyjan, kostar. Böðvar Bjarki sagði að þess- ar tölur segðu allt sem segja þyrfti. Framlög til íslenskrar kvikmynda- gerðar væru langt frá því sem væri verið að framleiða. Til samanburðar þá má sjá framlög frá hinu opinbera á móti framleiðslu í hinum Norður- löndunum á meðfylgjandi grafi. Þar sést að framleiðslan á íslandi er ótrúlega mikil miðað við framlögin sem fást héðan. Þótt um árið 1992 sé að ræða þá hafa hlutföllin lítið breyst síðan, íslandi í óhag ef eitt- hvað er. Lítið má gerast til að greinin hrynji ekki „Veltan í kvikmyndagerð hér á landi er svo lítil að ekkert má gerast til að greinin hrynji ekki. Iðnaður- inn er aldrei að ná neinum dampi. Menn verða að gera sér grein fyrir því að hagfræði kvikmyndaiðnaðar- ins er öðruvísi en í öðrum iðnaði. Hún gengur út á það að ríkisvaldið dælir peningum í iðnaðinn sem koma síðan til baka eftir öðrum leiðum, s.s. með sköttum af kvik- myndahúsum og myndbandaleig- um. Hér fara svo litlir peningar í greinina að hún nær aldrei flugi. Þeir hundruðir manna sem hafa verið að læra kvikmyndagerð á undanförnum árum fara þangað sem hlutirnir hafa verið að gerast. Það segir okkur að hér eru tækifær- in ekki til staðar, sem er mjög grát- legt,“ sagði Böðvar Bjarki. Hvaðan koma peningarnir í kvik- myndagerð? Á ársgrundvelli koma þeir fyrst og fremst úr Kvikmynda- sjóði íslands. Þar hafa 80-90 milljón- ir veriö til ráðstöfunar. Úr menn- ingarsjóði útvarpsstöðva hafa kom- ið 30 milljónir. Sjónvarpsstöðvarn- ar, einkum RÚV, hefur verið að kaupa íslenskt efni fyrir 25-30 millj- ónir, Námsgagnastofnun um 10 milljónir og fyrirtæki 10-20 milljón- ir. Samtals gera þetta hátt í 180 milljónir króna. „Við byggjum engan iðnað á þessu. Það sem hefur bjargað okkur hingaö til er að íslenskir kvik- myndagerðarmenn hafa verið ótrú- lega lúnknir við að redda fjármagni erlendis. Núna er að lokast fyrir það sem þýðir einfaldlega hrun fyrir okkur,“ sagði Böðvar Bjarki. Milljarð þarf til Böðvar Bjarki sagði raunsætt að stjórnvöld og hinar ýmsu stofnanir myndu verja um 1 milljarði króna á ári í kvikmyndagerð. Þá myndu ís- lenskir kvikmyndagerðarmenn sjá til þess að skapa á þriðja hundrað ný störf og fá erlendar fjárfestingar í atvinnulífið i meira mæli en þeir hafa gert. Auka þyrfti mikilvægi Ríkissjónvarpsins í kvikmyndagerð, stofna nýjan dagskrársjóð sem fjár- magnaður yrði af sjónvarpsstöðvun- um og setja á laggirnar sjóð hjá Reykjavíkurborg sem styrkt hefur allar aðrar listgreinar en kvik- myndagerð. Að sögn Böðvars Bjarka er mikill uppgangur í kvikmyndaiðnaði í Evrópu. Reiknað er með að útsend- ingar af sjónvarpsefni aukist úr 1 milljón klukkustunda í 3,5 milljónir klukkustunda fram að aldamótum. Ef Evrópubúar myndu sjá um að framleiða efni sem samsvaraði þess- ari aukningu þá þýddi það 1,8 millj- ónir nýrra starfa. Barist fyrir nýjum sjóði „Það er engin ástæða til að ætla annað en að við getum átt okkar skerf í þessari framleiðsluaukn- ingu. Við höfum unnið með Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra og finnum fyrir fullum skilningi hjá honum að kvikmyndagerð sé vaxt- arbroddurinn í atvinnulífinu. Okk- ar hugmynd er sú að nýr sjóður, ný- sköpunarsjóður, yrði stofnaður í iðnaðarráðuneytinu. Það yröi farið að líta á þetta sem atvinnuveg eins og Evrópusambandið er farið að gera. Sjóðurinn myndi styrkja verk- efni sem væru hentug til útflutnings og stuðluðu að fjárfestingu útlend- inga í íslenskum iðnaði. Öll erum við síðan meðvituð um að þetta er grundvallaratriði hvað varðar menningu okkar og tungu,“ sagði Böðvar Bjarki Pétursson. -bjb Sverrir Guðjónsson kontratenór. Söngur dauðans - grafskrift: Gjörningurinn endurtekinn eftir páska Tónlistargjörningurinn sem Sverrir Guðjónsson kontratenór og fleiri stóðu fyrir á litla sviði Borgarleikhússins í síðustu viku löðuðu það marga áhorf- endur til sín að ákveðið hefur verið að endurtaka sýninguna. Margir þurftu frá að hverfa þar sem troðfullt var út úr dyrum. Að sögn Sverris stendur til að halda næstu sýningu eftir páska, að öllum líkindum á sama stað. Á þessum tónlistargjörningi mynda tónlist, hreyfmg, hljóðmynd, lýsing og áheyrendur eina órjúfanlega heild frá upphafi til enda. Verkin er flest ný og samin sérstaklega fyrir rödd Sverris. Höfundar verkanna eru Oliver Kentish, Leifur Þórarinsson, Áskell Másson og Gunnar Reynir Sveinsson. Auk þess aö syngja leikur Sverrir einnig á slagverk ásamt Ludwig Kára Forberg. Steinunn Birna Ragnarsdóttir leikur á píanó og dansari er Ólög Ing- ólfsdóttir. Elín Edda Árnadóttir sér um útlit en meðal þess sem prýðir gjörn- inginn eru höggmyndir Páls Guð- mundssonar á Húsafelli. Baldur Már Arngrimsson sér um hljóðmynd, lýs- ingu hannar Lárus Björnsson og sýn- ingarstjóri er Guðmundur Guömunds- son. -bjb Ragnheiður í Leigjandann Ragnheið- ----——---- ur Steindórs- dóttir hefur tekið við hlutverki Chris í Leigj- andanum sem Þjóðleik- húsið sýnir á Smíðaverk- stæðinu. Ragnheiður tekur við að Önnu Kristínu Arngrímsdótt- ur. Segja má að Ragnheiður sé heimavön á Smíðaverkstæðinu því hún lék stórt hlutverk í Taktu lagið, Lóa! á verkstæðinu í fyrra. Leigjandinn er breskt verð- launaverk eftir Simon Burke, spennuleikrit sem segir frá ungri konu með vafasama fortíð sem reynir að hefja nýtt líf. 196 listamenn fá starfslaun og styrki Stjórn listamannalauna hefur úthlutað listamannalaunum fyrir árið 1996 til 196 listamanna. Þar af eru 51 sem fá nokkurs konar eftirlaun, styrk sem jafngildir starfslaunum í einn mánuð. Alls bárust 575 umsóknir en til sam- anburðar voru þær 563 í fyrra. Umsóknirnar skiptust þannig að 146 bárust i listasjóð, 219 í launa- sjóð myndlistarmanna, 190 í launasjóð rithöfunda og 20 I tón- skáldasjóð. Úr listasjóði fengu 66 lista- menn starfslaun eða ferðastyrki. Laun í 3 ár fengu Auður Haf- steinsdóttir og Helga Ingólfsdótt- ir. Úr launasjóði myndlistar- manna fengu 26 aðilar starfslaun, þar af fengu Finnbogi Pétursson, Ingólfur Arnarsson, Ragnheiður Jónsdóttir og Þorvaldur Þor- steinsson laun til 3ja ára. Lista- mannalaun úr launasjóði rithöf- unda fengu 59 „pennar". Þriggja ára laun fengu Ólafur Haukur Símonarson og Sigurður Pálsson. Fimm tónskáld fengu starfslaun úr tónskáldasjóði, Hjálmar H. Ragnarsson í 3 ár, Haukur Tóm- asson og Karólína Eiríksdóttir í 1 ár og Ríkarður Örn Pálsson og Stefán S. Stefánsson í 6 mánuði. Haavikko fékk leikskáldaverð- launin Stjórn Leiklistarsambands Norðurlanda hefur ákveðið að finnski rithöfundurinn Paavo Haavikko muni hljóta Leik- skáldaverðlaun Norðurlanda árið 1996 fyrir leikrit sitt Anast- asia og ég. Haavikko hóf feril sinn 1951 og er meðal fremstu rit- höfunda Finnlands. Leikskáldaverðlaunin verða af- hent 12. júní nk. í Kaupmannahöfh í upphafí Norrænna leiklistardaga þar í borg. Fyrir hönd Leiklistar- sambands íslands sátu í dómnefnd- inni þau Sigrún Valbergsdóttir og Þórhallur Sigurðsson. Ljóðatónleikar í Norræna húsinu Ljóðatónleikar verða í Norræna húsinu nk. sunnudagskvöld með Guðrúnu Eddu Gunnarsdóttur mezzósópransöngkonu og Iwona Jagla píanóleikara. Þær munu flytja verk eftir íslenska, franska, þýska og bandaríska höfunda. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.