Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALOSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 • FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öldrun flýtt viljandi Reykingar eru böl sem mörgum gengur illa aö losna við. Viðurkennt er að tóbaksreykingar eru heilsuspill- andi, dýrar og óþrifalegar. Þetta vita reykingamenn jafnt og aðrir. Þrátt fyrir þessa vitneskju ánetjast menn þess- ari nautn og draga þann djöful jafnvel ævilangt. Fyrir árum og áratugum þótti það heldur fint að reykja. Þá var skiljanlegt að ungmenni hæfu reykingar, jafnvel þótt vont þætti í upphafi og óbragð sæti eftir. Þetta er þó löngu liðin tíð og nú þykja reykingar ófínar. Reykingamenn eiga í vök að verjast. Vinnusvæði og vinnustaðir eru margir reyklausir. Þeir sem reykja verða því að vera á afmörkuðum stöðum eða að fara út úr húsi til þess að reykja. Það er nöturleg sjón að sjá reykingafólk híma úti, augljósa þræla nautnar sinnar. Reyklaus dagur, eins og var í fyrradag, gefur mönnum tækifæri til þess að hætta reykingum. Mikilvægt er að stefna að því að heimilin verði reyklaus. Böm eiga rétt á því að alast upp í reyklausu umhverfi. Það versta við reykingar er hversu hættulegar þær eru heilsu manna. Reykingar flýta öldrunarferli í mörgum vefjum og líffærum líkamans. Sannað er að reykingar valda margs konar veikindum og alvarlegum sjúkdóm- um eins og krabbameini, hjarta- og æðasjúkdómum og langvinnum lungnasjúkdómum. í raun hefur verið sýnt fram á það mikla hættu af reykingum að með ólíkindum er að skynsamt fólk sjái ekki að sér. Tóbaksreykur inniheldur meira en 40 þekkt krabbameinsvaldandi efni. Hann getur valdið krabba- meini í lungum, barka, munnholi, vélinda, þvagblöðru, brisi og nýrum. Aukin tíðni krabbameins fylgir einnig í leggöngum og maga. Hvítblæði er algengara meðal reyk- ingamanna. Áttatíu til níutíu prósent allra lungna- krabbameinstilfella eru vegna reykinga. Reykingar eru ein af mikilvægum orsökum kransæða- stíflu, heilablóðfalls og geta orsakað langvinnt lungna- kvef og lungnaþembu. Þær geta einnig valdið magasári og beinþynningu. Þá draga þær úr frjósemi ungra kvenna og flýta tíðahvörfum og auka getuleysi karla. Til er nokkurra ára gömul skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla íslands um þjóðfélagslegan kostnað vegna reyk- inga. Þar kemur fram að kostnaður samfélagsins vegna reykinga er mikill og fjarri lagi að skattlagning hins op- inbera á tóbak standi undir honum. Sú skýrsla er hrollvekjandi. Þar segir að í þróuðum ríkjum megi gera ‘ráð fyrir því að einstaklingur, sem deyr af völdum reykinga á aldursskeiðinu 35-69 ára, hafi að meðaltali tapað 22 árum ævi sinnar. Maður sem deyr af völdum reykinga eftir að hafa náð sjötugsaldri hefur stytt ævi sína að meðaltali um 8-9 ár. Reykingamenn tapa tekjum vegna þess að þeim er hættara við sjúkdómum sem leiða til tímabundinna veik- indaforfalla frá vinnu. Fyrirtækin tapa um leið með því að hafa reykingamenn í vinnu. Gert er ráð fyrir því að um 2,8 prósent af greiddum launum fyrirtækja og hins opinbera fari í veikindaforfoll. Það er því rökrétt hjá fýr- irtæki eins og Sæplasti á Dalvík að hækka laun fólks um leið og fyrirtækið varð reyklaus vinnustaður. Reykingamenn skaða ekki aðeins sjálfa sig heldur einnig þá aðra sem anda að sér tóbaksreyknum. Óbeinar reykingar valda óþægindum, skertri starfsgetu og jafnvel ótímabærum dauða. Vilji er allt sem þarf til þess að sigrast á reykingunum. Fólk þarf hvatningu og stuðning til þess að ná þeim ár- angri. Reyklaus dagur er liður í baráttunni. Jónas Haraldsson FÖSTUDAGUR 22. MARS 1996 „ESB-Norðurlandaþjóðunum er í raun nauðugur sá kostur að draga sig að verulegu leyti úr norræna samstarf- inu,“ segir m.a. í grein Helgu Guðrúnar. Fokið í flest norræn skjól Áhrif inngöngu Austurríkis, Finnlands og Svíþjóðar í Evrópu- sambandið á Norðurlandasam- starfið eru að koma æ betur í ljós. Þá hefur gert vart við sig órói inn- an EFTA sem rekja má til fisk- veiðideilna íslendinga og Norð- manna. Það vekur spurningEu- um hvort þessar frændþjóðir geti stað- ið nógu þétt saman þegar að hags- munamálum EES kemur. Það vantar meiri peninga ESB-Norðurlandaþjóðunum er í raun nauðugur sá kostur að draga sig að verulegu leyti úr norræna samstarfinu. Þær hafa ekki fjár- hagslegt bolmagn til að standa undir tvöföldu kerfi, þ.e. bæði inn- an ESB og á norrænum vettvangi. Það er ekki aðeins að aðildin sjálf kosti sitt í glerhörðum gjaldeyri, heldur þarf að manna alla þá stjórnsýslu sem snýr að ESB. Eina skynsamlega lausnin er því sú að Norðurlandasamstarfið víki fyrir skyldum við ESB, ekki síst með tilliti til þess að sambandið skuld- bindur aðildarriki til fylgis við sameiginlega utanríkis- og utan- ríkisviðskiptastefnu. Missum álitlegan spón Þessi hálfkveðni dauðadómur yfír Norðurlandasamstarfinu kem- ur, býst ég við, fáum á óvart. Framtíð þess var í umræðunni fyrir þjóðaratkvæðagreiðslurnar um ESB-aðildina 1994 og heilmikið var rætt um nauðsyn þess að færa það „inn fyrir“ vébönd ESB. En hvaða áhrif skyldi þessi þróun hafa á okkur og alþjóðlega stöðu íslands. Harla litla ef marka má al- menna umræðu, hvort heldur á Alþingi eöa í fjölmiðlum. Ýmislegt hangir þó á spýtunni. Við íslend- ingar höfum verið heilmiklir þiggjendur á vettvangi Norður- landasamstarfsins og hljótum því að missa álitlegan spón úr aski okkar. Hætt er við að leggja verði öll niðurskurðar- og sparnaðará- form á hilluna í utanríkisráðu- Kjallarinn Helga Guðrún Jónasdóttir framkvæmdastjóri Alþjóða verslunarráðsins á íslandi neytinu í bráð og lengd. En það er ekki bara hjá stjórnvöldum sem skarð hefur orðið fyrir skildi. Nor- rænt samstarf teygir anga sína inn á flest svið þjóðlífsins, hvort held- ur um atvinnurekstur, menningu og listir eða félagslega starfsemi er að ræða. Endurskoðunar þörf Flest bendir því til að hugsa þurfi erlend samskipti íslands upp á nýtt frá grunni, a.m.k. á meðan aðild að ESB er ekki á dagskrá. Og jafnvel þótt það mál komist á dag- skrá yrði að endurskoða utanrík- ismálin með svipuðum hætti og Finnar og Svíar hafa þurft að gera. Miðað við stöðuna í dag verða ís- lendingar og Norðmenn að setjast niður og meta hvernig bregðast eigi við þeirri staðreynd að þessar tvær þjóðir eru í reynd tvær einar eftir (að viðbættu örríkinu Liechtenstein), ekki aðeins EFTA- megin á Evrópska efnahagssvæð- inu, heldur einnig á vettvangi Norðurlandasamstarfsins. Þá þarf einhver umræða og stefnumótun að eiga sér stað hér á landi, bæði innan stjórnkerfisins og á at- vinnumarkaðnum, um það hvern- ig við sjálf ætlum að bregðast við. Taka má GATT-samninginn sem lítið dæmi um þann vanda sem við stöndum frammi fyrir. Fyrir tilstilli Norðurlandasam- starfsins fengum við dýrmætar upplýsingar og gögn í hendurnar á meðan samningaviðræður stóðu yfir. Jafnframt tryggði það okkur einhver áhrif, eins og sjá má t.d. á því að sendifulltrúar hinna Norð- urlandanna skiptu tugum en þá ís- lensku mátti telja á fingrum ann- arrar handar, að ótaldri þeirri blokk sem Norðurlandaþjóðirnar geta myndað um sameiginleg hagsmunamál. Til stendur að endurskoða GATT- samninginn á næstunni og fella undir hann viðkvæma mála- flokka eins og félagsleg réttinda- mál. Það gæti haft víðtækar afleið- ingar á íslenskt atvinnulíf og um leið þjóðarhagsmuni. Hvernig hyggjumst við bregðast við, fyrst fokið er í okkar norræna skjól á vindasömum alþjóðavettvangi? Helga Guðrún Jónasdóttir „Miðað við stöðuna í dag verða íslending- ar og Norðmenn að setjast niður og meta hvernig bregðast eigi við þeirri staðreynd að þessar tvær þjóðir eru í reynd tvær einar eftir . . Skoðanir annarra Frumvarp um stéttarfélög „Nú kann svo að vera að á frumvarpinu séu gall- ar og jafnvel stórir gallar. Málflutningur verkalýðs- foringjanna er hins vegar ótrúverðugur, misvísandi og ekki boðlegur okkur sem viljum teljast til verka- lýðssinna. Hann er í rauninni lítið annað en slagorð og maður fær á tilfinninguna að með gífuryrða- flauminum eigi að vega upp á móti þeirri gagnrýni, sem komið hefur fram á getuleysi verkalýðsforyst- unnar í kjaramálabaráttunni." BG í Tímanum 21. mars. Jafnréttisbarátta - sam- vinnuverkefni „Raunverulegt jafnrétti kynjanna, ekki eingöngu í oröi heldur einnig á borði, stuðlar einfaldlega að því að skapa samhent og skilvirkt samfélag, þar sem bæði kyn hafa sömu tækifæri, bera sömu ábyrgð og hafa sömu skyldur. Slíkt er til þess fallið að draga úr togstreitu og vonbrigðum, jafnt innan fjölskyldna sem á vinnustöðum . . . Það er því löngu kominn tími til að karlar taki meiri þátt i jafnréttisbarát- tunni en verið hefur. Jafnréttismálin eru samvinnu- verkefni beggja kynja.“ Úr forystugrein Mbl. 20. mars. Stærsti stjórnmála- flokkurinn? „Ef kjósendur Alþýðuflokks, Alþýðubandalags, Kvennalista og Þjóðvaka kysu allir sama flokk yrði hann að líkindum stærsti stjórnmálaflokkur á ís- landi. Hann gæti sennilega ráðið lögum og lofum í is- lensku stjórnmálalífi. Ef sérlega vel tækist gæti hann hlotið meirihluta atkvæða í kosningum. Það er því enginn vafi á að ef eitthvað á að breytast í ís- lenskum stjórnmálum næstu 20 árin verða þessir flokkar að bjóða fram í einu lagi og helst þegar árið 1999.“ Ármann Jakobsson í Alþbl. 21. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.