Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 22. MARS 1996 15 Fólkið velur forsetann Einhver KT fer mikinn í les- endadálkum DV miðvikudaginn 13. mars. Telur KT þessi að ónafn- greindur forsetaframbjóðandi hafi „ítrekað sagt að þjóðin vilji ekki að stjórnmálamenn bjóði sig fram til embættis forseta íslands". Sé með þessu „illa vegið að látnum þjóðhöfðingjum." Nefnir hann þar Svein Björnsson og Ásgeir Ás- geirsson. Auðvitað hefur þessi ónafngreindi forsetaframbjóðandi ekkert það sagt, sem KT segir að hafi „á henni verið að skilja". Það er hans eiginn tilbúningur. Um- mæli KT bera það hins vegar með sér að hann er jafnilla að sér um fortíðina sem samtíð sína. @.mfyr:Sveinn og Ásgeir Sveinn Björnsson sat að vísu á þingi fyrir árið 1918 en tók engan þátt í stjórnmálum eftir að núver- Kjallarinn Jón Bragi Bjarnason prófessor við H.í. „Fólkið vill ekki að flokkarnir blandi inn- byrðis stjórnmálaátökum sínum inn í kjör til embættis forseta íslands. Forsetakjör- inu vill það ráða sjálft - án afskipta flokk- anna.“ andi flokkakerfi komst á legg. Mörgum flokksmönnum hans þótti hann lélegur flokksmaður, átti vini meðal andstæðinganna og studdi ýmis mál þeirra. Sat síðan á friðarstóli sem sendiherra ís- lands í Kaupmannahöfn - upphafs- maður íslenskrar utanríkisþjón- ustu. Ríkisstjóri frá 1941 fram að stofnun lýðveldisins. Sveinn Björnsson var kjörinn forseti af Alþingi - aldrei af þjóðinni, var sjálfkjörinn seinna kjörtímabil sitt. Og hann kom ekki beint úr orrahríð stjórnmálanna í forseta- stól. Á milli ber aldarfjóröung sem hann fékkst við önnur störf. Um Ásgeir Ásgeirsson gegnir öðru máli. Hann hafði setið á þingi fyr- ir tvo stjórnmálaflokka, Framsókn og Alþýðuflokk, og eitt kjörtímabil á milli utanflokka. Hann sat á þingi fyrir Alþýðuflokkinn þegar hann ákvað framboð sitt. Sam- flokksmenn hans báru honum jafnan á brýn að hann væri léleg- ur flokksmaður, sem þýðir vænt- anlega að hann vildi láta málefni ráða afstöðu sinni fremur en flokksbönd. Hann hafði þótt standa sig afburðavel sem alþing- isforseti þjóðhátíðarárið 1930 og vera glæsilegur fulltrúi íslensku þjóðarinnar gagnvart erlendu stór- menni. Gegn Ásgeiri tefldu þáver- andi stjórnarflokkar, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur, valinkunnum embættismanni, sr. Bjarna Jóns- syni, sem ekki hafði haft pólitísk afskipti, en hafði þó stutt Sjálf- stæðisflokkinn alla tíð. Sr. Bjarni fór fram með yfirlýstum stuðningi beggja stjórnarflokka en Ásgeir undir kjörorðinu „Fólkið velur Þjóðin treystir því ekki að vígsárir menn úr flokkspólitískum erjum hafi þá pólitísku hlutlægni til að bera sem forseti þarf á að halda, segir m.a. í grein Jóns Braga. forsetann". Tengdasonur Ásgeirs, Gunnar Thoroddsen, fór fyrir þeim sjálfstæðismönnum sem töldu að stjórnmálaflokkarnir ættu ekki að blanda sér í forseta- kjörið. Gunnar og Albert Næst bauð Gunnar Thoroddsen sig sjálfur fram tO forseta eftir nokkurra ára hlé á stjórnmálaferli sínum sem sendiherra í Kaup- mannahöfn. Hann leitaði þó eftir - og fékk - stuðning forystumanna Sjálfstæðisflokksins og Morgun- blaðsins. Pétur Benediktsson og Ragnar í Smára gengu þá fram fyr- ir skjöldu þeirra sjálfstæðis- manna, sem vildu forseta sem kæmi ekki af vígvelli flokkapóli- tíkurinnar. Með kjöri Kristjáns Eldjárns var það sjónarmið stað- fest af þjóðinni með ótvíræðum hætti. Kristján fékk nærri 2/3 at- kvæða. í forsetakosningunum 1980 var einn stjórnmálamaður, Albert Guðmundsson, í kjöri. Undirtekt- irnar þá bentu ekki til þess að þjóðin mæti stjórnmálareynslu umfram aðra hæfíleika til embætt- is forsetans. Niðurstaðan úr forsetakosning- um hingað til er því sú að þjóðin treystir því ekki að menn sem koma vígsárir beint úr flokkspóli- tiskum erjum, eða að undan- gengnu stuttu hléi, hafi til að bera þá pólitísku hlutlægni, sem forseti þarf á að halda við pólitískt sátta- starf i þjóðfélaginu. Fólkið vill ekki að flokkarnir blandi innbyrð- is stjórnmálaátökum sínum inn í kjör til embættis forseta íslands. Forsetakjörinu vill það ráða sjálft - án afskipta flokkanna. Sérstak- lega hefur fólkið frábeðið sér bein afskipti stjórnmálaflokkanna af forsetakjörinu en tekið undir kjör- orð fyrsta þjóðkjörna forsetans, Ásgeirs Ásgeirssonar: „Fólkið vel- ur forsetann". Jón Bragi Bjarnason Samstaða og virkni skiptir mestu máli Þessa dagana fer fram stjórnar- og formannskjör í SFR, stærsta stéttarfélagi opinberra starfs- manna. Tveir menn eru í for- mannskjöri, undirritaður og Bragi Michaelsson sem kvaddi sér hljóðs á síðum DV fyrr í vikunni. Það heyrir ekki til undantekninga að fram fari kosning í stéttarfélagi þessa dagana. Það er frekar reglan og er vísbending um hve mikilvæg menn telja stéttarfélögin og að bar- átta þeirra nái fram að margir skuli sækjast eftir því að láta þar til sín taka. Þrátt fyrir andróðurinn Stéttarfélögin gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu og miklu skiptir hvernig til tekst í starfi þeirra. Þess vegna þarf að vanda valið á forustumönnum. Við sem bjóðum okkur fram til að gegna formennsku í stéttarfélögum verð- um að sama skapi að vanda mál- flutning okkar og koma hreint til dyranna. Ofar öðru þurfum við að forðast að lofa upp í ermina og ekki laust við að málflutningur Braga Michaelssonar einkennist af kraftaverkaloforðum stjórn- málamannsins. Hann segir að sú forusta, sem hafi verið í félaginu, hafi litlu skilað en nú skuli verða breytt til. Og hann segist aðeins Kjallarinn Jens Andrésson frambjóðandi í formannskjöri SFR ná bættum kjörum með nýrri launastefnu en segir ekkert til um hvernig hann ætlar að vinna að því markmiði. Ef litið er raunsætt á málin er staðreyndin sú að öll samtök launafólks hafa átt mjög á bratt- ann að sækja á síðustu árum, SFR ekki síður en önnur félög. Þrátt fyrir allan andróðurinn hefur SFR tekist að halda í ístaðið og ekki náð síðri árangri en önnur stéttar- félög. Starfsmat til launajöfnunar SFR hefur lagt til ýmsar leiðir til að ná fram kjarabótum. Má þar nefna bókun um starfsmat frá síð- ustu kjarasamningum og í fram- haldi af skýrslu félagsmálaráðu- neytisins þar um hefst vinnan við matið. Út frá þessu starfsmati á að vinna að jöfnun launa á mifli kvenna og karla. Þannig að nú hlýtur að vera komið að því að fjármálaráðuneytið taki sig á og fari að vinna að starfsmati en hingað til hefur ráðuneytið ekki viðurkennt tilgang starfsmats. Umfangsmikið námskeiðahald fyrir forgöngu SFR er þegar farið að skila verulegum árangri, en einnig mætti nefna samráðsnefnd- ir SFR og fjármálaráðuneytisins við einstakar stofnanir. Öllu þessu starfi verður haldið áfram nái ég kjöri. Það sem þó mestu máli skiptir er sú samstaða og sú virkni sem tekst að skapa á meðal félags- manna. Það er grunnurinn sem við endanlega stöndum öfl á. Án þess að sá grunnur sé traustur og sterkur verða engin kraftaverk unnin. Verkalýðsbaráttan byggir nefni- lega ekki á kraftaverkamönnum. Hún byggir á fólki, en ekki foringj- um. - Kjósum lista trúnaðarmanna- ráðs í kosningunum. Jens Andrésson „Það er grunnurinn sem við endanlega stöndum á. Án þess að sá grunnur sé traustur og sterkur verða engin krafta- verk unnin. Verkalýðsbaráttan byggir nefnilega ekki á kraftaverkamönnum. Hún byggir á fólki, en ekki foringjum.“ Ólafur Rafns- son, varafor- maður körfu- knattleikssam- bandsins. Með og á móti Keppnisfyrirkomulagið í úrvalsdeildinni i körfubolta Meiri breidd og betri leikmenn „Það er ekk- ert til sem heitir fullkom- ið keppnisfyr- irkomulag og ég spyr hvaða fyrirkomulag hefði skapað spennu í fyrra þegar Njarö- vík vann 31 leik af 32. Ég bendi líka á að í fyrra var gerð skoðanakönnun meðal allra þjáifara og leikmanna í úrvals- deildinni þar sem yfirgnæfandi fylgi var með núverandi fyrir- komulagi. Fjölgun liða og leikmanna hef- ur skflað okkur fleiri góðum leikmönnum. Hið merkilega er síðan að eftir að leikjum var fjölgað í 32 í deildinni fyrir tæp- um tveimur árum jókst áhorf- endafjöldinn á leik að meðaltali. Þá vek ég athygli á því að alveg síðan sex lið voru í deildinni hafa yflrleitt eitt til tvö þeirra verið langlélegust. Veturinn í vetur virðist vera undantekning frá því, þrátt fyrir fjölgunina. Breiddin hefur aukist á allan hátt. Það er óheppilegt að vera sí- fellt að breyta vegna sérstakra aðstæðna eða hagsmuna ein- stakra félaga en hins vegar hef ég lagt fram tillögur um að tíma- bilið byrji fyrr, landshlutamót falli út og félögin fái 9-11 daga frí í hverjum mánuði." Margir til- gangslitlir leikir „Ég vil að keppni í úr- valsdeildinni verði breytt á þann hátt að riðlamir verði aflagðir og leikið í einni deild, tvöfold umferð. Úr- slitakeppnin má vera með svipuðu sniði og verið hefur, það mætti þó fjölga leikjunum í átta liða úr- slitunum þannig að þrjá sigra þurfi og fækka úrslitaleikjunum sjálfum úr fjórum sigrum í þrjá. Á móti væri hægt að lengja bikarkeppnina með því að leika heima og heiman og jafnvel taka upp deildabikarkeppni með ein- fóldu útsláttarfyrirkomulagi. Með þessu móti yrðu leikimir kannski ekki mikið færri en miklu fleiri leikir myndu skipta máli. Eins og átta liða úrslitin eru leikin í dag gefa þau óreynd- um liðum aflt of litla möguleika, þau eru dottin úr keppni eftir að- eins tvo ieiki. Gallinn við úrvalsdeildina eins og hún er nú er sá að það er allt of mikið um tilgangslitla leiki sem leiða ekkert af sér nema kostnað. Aðsókn á deilda- leiki hefur alltaf verið að dala því fólk biður eftir úrslitakeppn- inni en það er dýrt fyrir liöin að ferðast og síðan bætist dómara- kostnaðurinn við. Það má segja að við Njarðvik- ingar höfum verið heppnir í vetur þvi við vorum í sterkum riðli þar sem var meira um hörkuleiki. í fyrra voru við hins vegar í léttum riðli og urðum fyrir miklu tekju- tapi fyrir vikiö. Reyndin hefur yf- irleitt verið sú að riðlarnir eru ójafnir og þar með hafa til- gangslitlu leikimir verið allt of margir. Þvi þarf að breyta." -VS Ólafur Eyjólfs- son, formaður körfuknattleiks- deildar Njarð- víkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.