Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 22. MARS 1996
Fréttir
Togararall Hafrannsóknastofnunar sýnir mikla aflaaukningu:
Þorskafli allt að tvöfalt
meiri en á síðasta ári
- öll rök mæla með kvótaaukningu, segir Guðjón A. Kristjánsson.
„Ef það er ekki tilefni til að auka
þorskkvótann núna þá er það
aldrei. Það mæla öll rök með kvóta-
aukningu," segir Guðjón A. Krist-
jánsson, forseti Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands og einn
þeirra sem útfærðu togararallið á
sínum tíma.
Hinu árlega togararalli er nú aö
ljúka en þar kemur fram, sam-
kvæmt heimildum DV, að aflinn er
frá 30 og upp í 100 prósentum meiri
en hann var á síðasta ári. Togarinn
Múlaberg ÓF landaði 70 tonnum úr
sinni veiðiferð sem spannaði Vest-
fjarðamið. Það er helmingi meiri
afli en skipið fékk í rallinu á síð-
asta ári. Togarinn Rauðinúpur ÞH,
sem dró fyrir Norðurlandi, var
með um 12 tonn úr sinni veiöiferð
í stað 7 tonna aíla á síðasta ári. Þar
var orðin gjörbreyting á sjávarhita
og heitt í stað ískulda sem ríkti á
síðasta ári. Togarinn Brettingur
kannaði veiðislóðina frá Snæfells-
nesi og suður um að Lónsdýpi.
Skipið kemur í land á Vopnafirði í
kvöld með rúmlega 50 tonna afla.
Loks skoðaði Ljósafell SU miðin út
af Vesturlandi og fékk um 40 til 45
tonna afla. t öllum tilvikum er um
að ræða mikla aflaaukningu á tog-
tíma.
Ólafur Karvel Pálsson fiskifræð-
ingur og leiðangursstjóri um borð í
Múlabergi vildi í samtali við DV
ekki tjá sig um niðurstöður úr tog-
ararallinu þar sem enn væri eftir
að vinna úr þeim.
„Það er ekkert hægt að segja á
þessu stigi. Það var þó fyrirfram
vitað um mikla þorskgengd á Vest-
fjarðamiðum. Það er verið að vinna
úr þessum niðurstöðum og við
munum kynna þær eftir helgina.
Guðjón A. Kristjánsson segist
ekki í nokkrum vafa um að eina
raunhæfa leiðin sé að auka þorsk-
kvótann. Hann bendir á það
ófremdarástand sem ríki vegna
þess að verið sé að henda fiski í
stórum stíl.
„Það er mikil vöntun á þorsk-
kvóta og aukning myndi strax laga
ástandið á miðunum og möguleika
til veiða á öðrum tegundum án
þess að þurfa að flýja þorskinn eða
henda honum. Staðan er sú að
menn eru að lenda í þeirri ömur-
legu aðstöðu að þurfa að fleygja
flski. Það vita aflir um þetta ástand
sem vilja af því vita og það bendir
margt til að það sé meira um brott-
kast en í fyrra. Það er þekkt að
kvótavöntun er meiri en á síðasta
ári og það er undir þeim kringum-
stæðum að menn fleygja fiski. Það
eru margir sjómenn í hræðilegum
málum og líöur illa yfir þessu
ástandi," segir Guðjón.
Hann segir að vilji menn fara eft-
ir markaðssjónarmiðum sé skyn-
samlegt að auka við kvótann í
áfongum sem fyrst.
„Markaðsaðstæður eru þannig
að það er engin trygging fyrir því
að verð haldist ef menn ætla að
henda inn allt að 100 þúsund tonn-
um eftir eitt eða tvö ár. Það eru eft-
ir 5 mánuðir eftir af þessu fisk-
veiðiári og það veitir ekkert af 50
þúsund tonna aukningu. Ég sé eng-
in hættumerki því samfara," segir
Guðjón A. Kristjánsson.
-rt
Starfsmenn Rafmagnsveitu Reykjavíkur grófu í gær upp sprautusafn þar sem þeir voru við vinnu sína nærri Hlemmi.
Sprauturnar voru einnota og fylgdu lyfjaglös og pakkningar. Hér eru með nokkur sýnishorn þeir Gunnar Guðmunds-
son, Hafliði B. ísólfsson og Þórður Magnússon. DV-mynd GS
Kom brúði sinni á óvart með hjónavígslu í Bláa lóninu:
Þetta er dásamlegt
- segir brúðurin sem er bandarísk
Dodge Stealth, 222 hestafla fjór-
hjóladrifinn sportbíli, verður til
sýnis á Chrysler-sýningu um
helgina hjá Jöfri í Kópavoginum.
Jöfur hf.:
Chrysler-
sýning um
helgina
Jöfur hf., umboðsaðili
Chrysler á íslandi, heldur um
helgina sýningu á Chrysler-bíl-
um að Nýbýiavegi 2 í Kópavogi.
Meðal nýjunga sem sýndar
verða er ný útfærsla af Grand
Cherokee-jeppanum með öflugri
en spameytinni dísilvél með for-
þjöppu og millikæli, einnig nýi
fjölnotabíllinn Chrysler Voyager
og eins flaggskip Chrysler, New
Yorker.
Sérstakt tromp á sýningunni
er Dodge Stealth R/T sem er 222
hestafla fjórhjóladrifinn sport-
bíll, með V6, 3ja lítra 24 ventla
vél og tvöfaldri forþjöppu.
Einnig veröa sýndir Dodge Ram
pallbílar og fólksbíflinn
Chrysler Stratus. Sýningin er
opin laugardag og sunnudag frá
klukkan 12 til 17.
40 ökumenn
sektaðir
Fjörutíu ökumenn voru í gær
stöðvaðir vegna hraðaksturs í
Kópavogi og hljóta sektir fyrir.
Einn reyndist á 123 kílómetra
hraða og missti ökuréttindin á
staðnum. Þá var einn tekinn
mjög ölvaður á bíl sínum á Suð-
urlandsvegi. -GK
„Þetta er alveg dásamlegt og kom
mér algerlega á óvart. Við ætluðum
að gifta okkur hjá bæjarfógeta í
Keflavík,“ sagði Arizonabúinn
Suzanne Marten við DV eftir sögu-
lega giftingu í Bláa lóninu í gær.
Eiginmaður Suzanne, Marokkómað-
urinn Jamal Etahiri, kom sinni
heittelskuðu skemmtilega á óvart
með því að skipuleggja brúðkaup
þeirra í Bláa lóninu. Þau voru áður
búin að ákveða að láta gefa sig sam-
an í Keflavík en hann ákvað að gera
brúðkaupið eftirminnilegt á þennan
hátt. Brúðhjónin voru gefin saman
á litlum báti og skáluðu þar í
kampavíni.
Jamal, sem búið hefur á íslandi í
eitt og háift ár, sagði að Bláa lónið
væri fegursti staður sem hann hefði
komið á og þess vegna hefði það
orðið fyrir valinu. Hjónin flytja eft-
ir tvær vikur til Bandaríkjanna þar
sem þau hyggjast búa. -em
Stuttar fréttir
Sameining
Bankastjórn Landsbankans
hefur ákveðið að sameina tvö
verðbréfafyrirtæki bankans í
eitt, þ.e. Samvinnubréf Lands-
bankans og Landsbréf. Samein-
ingin tekur gildi frá og með
deginum í dag.
Húsanes lægst
Átta tflboð bárust Lands-
virkjun í fyrsta áfanga bygging-
arvinnu við endurnýjun Sogs-
stöðva. Lægsta tilboð kom frá
Húsanesi í Keflavík, 185 millj-
ónir, sem er 78% af kostnaðará-
ætlun.
Afmæli á Þórshöfn
í sumar eru 150 ár liðin frá
því aö farið var að versla á
Þórshöfn við Þistilfjörð. Af því
tilefni verður efnt til hátíðar
dagana 19.-21. júlí.
VÍS eykur hagnað
V átryggingafélag íslands,
VÍS, hagnaðist um 207 mUljónir
á síðasta ári samanborið við 154
mUljóna hagnað árið áður.
52 móðurmál
Yfir 300 nemendur í grunn-
skólum landsins eiga sér annað
móðurmál én íslensku eða alls
52 tungumál. Mbl. greindi frá
þessu.
Efasemdir á Orku-
stofnun
Á ársfúndi Orkustofnunar í
gær komu fram efasemdir
starfsmanna um breytingar á
rekstrarfyrirkomulagi og eign-
arhaldi stofhunarinnar.
Lán til forstjóra
Forstjóri Húsnæðisstofnunar
fékk á sínum tíma lán hjá Bygg-
ingarsjóði sem ekki stóðu al-
menningi þá til boða. Sam-
kvæmt frétt Stöðvar 2 voru lán-
in veitt á 15. og 18. veðrétti.
Oddi kaupir af SH
Prentsmiðjan Oddi hefur
keypt 78% hlut Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna, SH, í Um-
búðamiðstöðinni. Reksturinn
verður óbreyttur hjá Odda fyrst
um sinn.
Áhugi á stálvinnslu
Bandarískur athafnamaður
af íslenskum ættum hefúr sýnt
áhuga á að hefja stálvinnslu í
stálverksmiðjunni í Kapellu-
hrauni. Samkvæmt Mbl. er mál-
ið á frumstigi en íslandsvinur-
inn kom hingað nýlega til að
skoða aðstæður.
-bjb
Jamal og Suzanne gefin saman af Dagmar Sigurðardóttur, fulltrúa sýslu-
manns í Keflavík. Hjónavígslan verður væntanlega mjög eftirminnileg.
DV-mynd Ægir Már