Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 22. MARS 1996
13
DV
Stórveldið Kaupfélag Árnesinga:
Fréttir
Reka verslanir
um allt Suðurland
Panasonic
Ferðatæki RX DS15
Ferðatæki með
geislaspilara, 40W
magnara, kassettutæki,
og útvarpi.
- velta mun aukast um hálfan milljarð við sameiningu KÁ og KR
„Stjórnir beggja félaganna sam-
þykktu að sameina félögin á föstu-
dag í síðustu viku og jafnframt að
Kaupfélag Árnesinga tæki rekstur
Kaupfélags Rangæinga á Hvolsvelli
á leigu,“ segir Þorsteinn Pálsson,
framkvæmdastjóri KÁ, í samtali við
DV-
KÁ og KR voru sameinuð fyrir
helgi en að sögn Þorsteins hefur KR
átt í erfiðleikum undanfarin ár og
menn töldu sameiningu betri en
sundrung. Bankar og lánasjóðir
kaupa fasteignir og önnur verð-
mæti, samtals rúmlega hundrað
milljónir, til að létta á skuldum KR.
Kaupfélag Rangæinga tapaði tals-
vert á síðasta ári.
Veltan hefur aukist merkjanlega
hjá KÁ sem teygir anga sína um allt
Suðurland. KÁ rekur verslun í Þor-
lákshöfn, Vík í Mýrdal, Hveragerði,
Eyrarbakka, Stokkseyri, Selfossi,
Klaustri og tvær í Vestmannaeyjum
auk verslunaninnar á Hvolsvelli og
útibús á Rauðalæk. Veltan hefur
aukist verulega á sumum þessara
staða á milli ára. Fyrirtækið sjálft
hefur tekið miklum breytingum á
síðustu árum.
„Velta fyrirtækisins var 2,5 millj-
arðar á síðasta ári á móti 2,2 millj-
örðum árið áður. í upphafi árs 1995
seldum við nokkrar einingar þannig
að raunveruleg aukning á þremur
meginsviðum félagsins er úr tæp-
lega tveimur milljörðum í tæplega
2,5. Veltuaukning er áætluð hálfur
milljarður við sameiningu félag-
anna. Við höfum verið að stefna í
- rétta átt og höfum unnið að endur-
skipulagninu á fyrirtækinu. Það er
sambland af mörgu sem orsakar að
okkur hefur tekist að auka veltuna.
Við einbeitum okkur að þremur
sviðum sem eru búrekstrardeild,
verslanir og ferðaþjónustusvið. Við
höfum einnig selt einingar eins og
Hveragerði
liyjtöiur jÍÁ
Selfoss
Eyrarbakki
Stokkseyri
Hvolsvöllur
$
Vestmannaeyjar
tvær verslanir
DV
k'ónur ITILBOÐ
JAPISS
BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI
þvottahús, byggingavöruverslanir,
bifreiðaverkstæði, smurstöð og
varahlutaverslanir,“ segir Þor-
steinn.
Ferðaþjónustusvið KÁ rekur
söluskála og bensínstöðvar sem
velta um 350-400 milljónum á ári.
Búrekstrardeildin veltir í kringum
300 milljónum á ári. Einnig rekur
fyrirtækið trésmiðju og vélsmiðju á
Selfossi.
„Við rekum fyrirtækið meira sem
keðju umfram það sem áður var.
Veltuaukningin stafar af aðlögun og
að við höfum markvisst reynt að
auka veltu með samhæfingu versl-
ana, markaðssetningu og öðru slíku.
Meiri einbeiting að rekstrarþættin-
um orsakar að við náum aukinni
veltu,“ segir Þorsteinn Pálsson. -em
11501)1 COCA-COLA
TflPp 4() ViKijLe«a
ISLENSKI LISTINN ER BIRTUR I DV A HVERJUM LAUGARDEGI
OG SAMA DAG ER HANN FRUMFLUTTUR Á BYGLJUNNI FRÁ
KL. 16-18. BYLGJAN ENDURFLYTUR LISTANN Á MÁNUDAGS-
KVOLDUM MILLI KL. 20 OG 22.
Kynnir: Jón AxeI Ólafsson
o
BQTT ÚTVARPI
Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Kaupfélags Árnesinga. DV-mynd KE
KASK á Höfn:
Hagnaður í fyrsta
sinn í 5 ár
DV Höfn:
Uppgjöri hjá Kaupfélagi Austur-
Skaftfellinga, KASK, fyrir árið 1995
er nú lokið. Starfsemi félagsins
gekk vel og skilaði reksturinn hagn-
aði af reglulegri starfsemi í fyrsta
sinn á fimm ára tímabili.
Rekstrarbati i afkomu af reglu-
legri starfsemi var tæpar 12 milljón-
ir króna frá árinu á undan. Hagnað-
ur ársins eftir óreglulega liði var
12,9 milljónir. Velta ársins var 1153
milljónir og jókst frá fyrra ári um
0,4%.
Veltufé í rekstri var 39 milljónir
og hafði aukist um 17 milljónir frá
1994. Á síðustu tveimur árum hefur
efnahagur félagsins styrkst og veltu-
fjárstaða batnað verulega. Hreint
veltufé í árslok 1955 var jákvætt um
114 milljónir og hafði aukist um 43
milljónir á árinu. Veltufjárhlutfall
er komið i 1,36. Eigið fé félagsins í
árslok var 496 milljónir og eignar-
íjárhlutfall var rúmlega 44%.
Deildarfundir hófust 18. mars og
aðalfundur KASK verður síðan
haldinn laugardaginn 30. mars nk.
-JI
ÍSLENSKILISTINN ER SAMVINNUVERKEFNIBYLGJUNNAR, DV OG COCA-COLA Á (SLANDI. LISTINN ER NIÐURSTAÐA SKOÐANAKÖNNUNAR SEM ER FRAM-
KVÆMDAF MARKAÐSDEILD DV í HVERRIVIKU. FJÖLDI SVARENDA ER Á BIUNU 3<XM00, Á ALDRINUM14-35 ÁRAAF ÖLLU LANDINU. JAFNFRAMT ER TEK-
IÐ MIÐ AF SPILUN Á ISLENSKUM ÚTVARPSSTÖÐVUM. ÍSLENSKI LISTINN BIRTIST Á HVERJUM LAUGARDEGI ( DV OG ER FRUMFLUTTUR Á BYGJUNNI Á
LAUGARDÖGUM KL 1&-18. LISTINN ER BIRTUR AÐ HLUTA ( TEXTAVARPIMTV SJÓNVARPSSTÖÐVARINNAR. (SLENSKILISTINN TEKUR ÞÁTT f VALI „WORLD
CART“ SEM FRAMLEIDDUR ER AF RADIO EXPRESS ILOS ANGELES. EINNIG HEFUR HANN ÁHRIF Á EVRÓPULISTANN SEM BIRTUR ER f TÓNLISTARBLAÐ-
INU MUSIC & MEDIA SEM ER REKIÐ AF BANDARÍSKA TÓNLISTARBLAÐINU BILLBOARD.