Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 22. MARS 1996 7 DV Sandkorn Fréttir Ljósið á perunni Enda þótt formlegheit séu mikil á ftmdum Al- þingis, öll ávörp þurfi aö vera ann- að hvort hátt- virtur eöa hæstvírtur þessi eða hinn, þá kem- ur það nú fyrir að skondin atvik eigi sér stað. Eitt sllkt varð við at- kvæðagreiðslu í vikunni. Þannig háttar til að á horði þingmanna eru takkar sem þeir ýta á þegar þeir greiöa atkvæði, með, á móti eða greiði ekki atkvæði. Þegar ýtt er á takka kviknar ljós við hann. Það gerðist síðan í fyrrnefndri atkvæða- greiðslu að ljósið kviknaði ekki við takkana á borði Láru Margrétar Ragnarsdóttur og kallaði hún til Ólafs G. Einarssonar, forseta þings- ins, og sagði að ljósiö kviknaði ekki. „Nú, kviknar ekki á perunni hjá þingmanninum," spurði þá Óiaf- ur. Um leið kviknaði ljósið hjá Láru og hún kallaöi „Jú, núna!“ Miðinn í Viðskipta- blaöinu er sagt frá þvi að þegar rétt- að var i nauðgunar- máli í Bret- landi hafi ver- ið óvenjuheitt og mollulegt í réttarsalnum. Það varð til þess að einn kviödómenda dottaði. Sak- sóknari spurði konuna hvort hún gæti skýrt frá því hvað árásarmað- urinn hefði sagt áður en hann réðst á hana. Konan sagöi það svo dóna- legt að hún gæti ekki haft það eftir. Þá var hún beðin um að skrifa það á miða, sem hún gerði. Miðinn gekk síðan til dómara, lögfræðinga og kviðdóms. Þar gekk hann frá manni til manns uns kom að þeim sem dottaði. Það var ung og lagleg kona sem hnippti í hann og rétti honum miðann. Hann las miðann, horfði síðan furðu lostinn á konuna, brosti, blikkaði hana og stakk miö- anum í vasann. Þegar dómarinn bað um miðann aftur neitaði mað- urinn og sagði að það sem á mið- anum stæði væri einkamál. Gjaldmælar í sama blaði er skýrt frá því að gjald- mælar leigu- bíla hafi orðið mjög vinsælir í Alsír ekki alls fyrir löngu. Þeir urðu reyndar svo eftirsóttir að þeim var linnulaust stolið úr leigubílum. Ástæðan fyrir þessu var sú að hug- myndaríkir Alsírbúar uppgötvuðu að þeh gátu notað gjaldmælana sem afruglara fyrir hina vinsælu frönsku sjónvarpsstöð Canal Plus. Eini gallinn er sá að gjaldmælirinn telur á sjónvarpsskjánum en senni- lega er áhorfendum alvag sama því þetta minnir þá bara á hvað þeir spara mikið með því að nota gjald- mælinn. Gunna Pé Þeir sem eru að hugsa um að bjóða sig fram til forseta eru að kanna landið eins og sagt er og þeir sem þegar eru búnir að bjóða sig fram leita beint eftir stuðningi. Sag- an segir að stuðningsmað- ur Guörúnar Pétursdóttur hafi leitað til Þórarins Elcijáms um stuðning við framboð hennar. Hann svaraði með eftirfar- andi limru. Þú keyrir mig vinur í keng ei, að kostum sem þessum ég geng ei, mitt atkvæði eitt ég get ekki greitt henni Gunnu Pé Thors úr Engey. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson Baldvin Jónsson lögmaður nýbúinn að flytja síðasta mál sitt fyrir Hæstarétti: Maður á að vera ungur þangað til maður deyr - tók lögfræðiprófið fyrir 59 árum og fór í praxísinn í miðju stríði Ég ætla að dunda eitthvað áfram á skrifstofunni en vera frá tvö til fjög- ur á daginn í stað tíu til fimm. Ég er rétt að klára gömul mál. Ég held að sé vont að hætta alveg, sagði Bald- vin Jónsson hæstaréttarlögmaður. V-mynd ÞÖK Dagsbrún: Skrifstofu- stjóri ráðinn - viðræður við Framsókn Stjórn Verkamnannafélagsins Dagsbrúnar hefur ráðið Þráin Hall- grímsson, skólastjóra Tómstunda- skólans, í stöðu skrifstofustjóra fé- lagsins og tekur hann til starfa 1. júní nk. Þá standa nú, að sögn Halldórs Björnssonar, formanns Dagsbrúnar, yfir viðræður við Verkakvennafé- lagið Framsókn um sameiningu Framsóknar og Dagsbrúnar. „Félög- in verða ekki sameinuð gegn vilja félagsmanna beggja félaga. Við munum því kanna vilja þeirra til málsins og er verið að senda þeim öllum bréf þar sem málið er kynnt ítarlega og þeir beönir að láta álit sitt í ljós. "• Dagsbrún og Sjómannafélag Reykjavíkur hafa selt húseign sina að Lindargötu 9 og keypt húsnæði í Skipholti 50d. Bæði félögin stefna að því að flytja í nýja húsnæðið fyrir ágústlok nk. -SÁ V estmannaeyj ar: Fatasöfnun til Gana gekk vel DV, Vestmaimaeyjum: Ingólfur Grétarsson, skipstjóri í Vestmannaeyjum, er á leið siglandi til Afríku á vélbátnum Sæfelli sem seldur hefur verið þangað. Fátækt er mikil í Gana og fékk Ingólfur þá hugmynd að safna fótum i Eyjum til aö gefa Ganabúum. Bjóst hann við að safna um 20 pokum en viðbrögð Eyjamanna urðu öliu meiri. Þegar rætt var við Ingólf fyrir brottfór hafði hann fengið um 150 poka fulla af fötum. „Þetta fór fram úr mínum björt- ustu vonum og mikið af þessu eru mjög góð fot. Eiga þau örugglega eft- ir að koma sér vel því þar er mikil fátækt. Ingólfur gerir ráð fyrir að sigling- in taki í allt 20 sólarhringa en hann kemur við á Kanaríeyjum. Bjóst hann við að verða tólf daga þangað. Baldvin Jónsson hæstaréttarlög- maður flutti siðasta mál sitt fyrir Hæstarétti í gær - 85 ára að aldri. Hann kvaðst þó í samtali við DV í gær ekki alveg hættur að stunda lögfræðistörf þó hann hefði „að lík- indum“ kvatt Hæstarétt í fyrradag. „Ég ætla að dunda eitthvað áfram á skrifstofunni en vera frá tvö til fjögur á daginn i stað tíu tfl fimm. Ég er rétt að klára gömul mál. Ég held að sé vont að hætta al- veg,“ sagði Baldvin. - En er einhver sérstök ástæða fyrir þvi að Baldvin hefur ekki hætt fyrr? „Nei. En þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Ég áttaði mig þó ekki á þessum hlutum fyrr en Hermann Jónasson sagði að maður ætti ekki að deyja ungur heldur verða ungiu- þangað til maður deyr. Eftir þessu hef ég lifað,“ sagði Baldvin. „Ég tók lögfræðiprófið árið 1937 og var hjá Lögmönnum í Reykjavík tU ársins 1940 og hjá Búnaðarbank- anum tU 1942. Þá fór ég í praxísinn - í miðju stríði. Siðan hefur gengið á ýmsu eins og gerist hjá lögfræð- ingum yfirleitt," sagði Baldvin. - Eru einhver mál minnisstæðari en önnur? „Það eru mörg mál minnisstæð en þau eru svo viðkvæm að ef ég segi frá þeim þá fara þau að rifjast upp fyrir öðrum sem vUja það ekki. Þetta eru bæði einkamál og saka- mál.“ Baldvin var 28 ár í bankaráði Landsbankans, þar af 14 ár sem for- maður. Auk þess var hann lengi í stjórn Landsvirkjunar. En hvað hefur verið skemmtilegast? „Mér hefur þótt skemmtilegast að vinna í Hæstarétti. Þar eru stór og vandasöm mál og mikið fyrir þeim haft. í síðasta máli þurfti ég að lesa fjórar fræðibækur um ýmis atriði sem snertu málið. Þetta tek- ur mikinn tíma enda hefur maður haft hann fyrir sér því oft tekur hátt í tvö ár að afgreiða mál í Hæstarétti þó að nú sé farið að hraða þessu. Ég held að þróunin í réttarfarinu hafi tekið miklum framförum upp á síðkastið. í kringum 1990 fóru lög- fræðingar að taka vel við sér, þeir heifa nú betri tæki en áður eins og tölvur og þvíumlíkt og í Reykjavík eru ótal stofur," sagöi Baldvin Jónsson. -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.