Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 22. MARS 1996 Spurningin Hvað finnst þér vera kurteisi? Gyða Johansen verslunarstjóri: Góð framkoma og skilningur. Sigmar Guðbjörnsson bóndi: Það er bara að koma vel fram við náung- ann. Pétur Thor Einarsson nemi: Ég hef ekki hugmynd um það. Theodór Guðnason kokkur: Bara að koma vel fram við náungann. Sigurveig Sæmundsdóttir aðstoð- arskólastjóri: Virðing við aðra og góð framkoma. Lesendur Ekki meir, ekki meir Páll Skúlason, prófessor við HÍ. - Hefur varið ferli sínum til að greiða úr flækjum og hjálpa mönnum til að finna hinn rétta tón í samhljóminum, seg- ir m.a. í bréfi Ólafs. Ólafur Jón Ólafsson skrifar: Finnst ekki fleira venjulegu fólki en mér mál til þess að stíga eitt skref af skynsamlegu viti? - Það stendur svo sérstaklega á að við eig- um þess völ. Hvert hneykslismálið af öðru villist í darraðardans fjölmiðlafársins. Spaugstofan þarf ekki lengur að skálda fíflaganginn, bara raða hon- um saman. Mórallinn er orðinn und- ir lágmarki og enginn sér bót í sjón- máli. Pólitíkusar eru farnir af stað með sinn hefðbundna dans um það hver eigi að hreppa hnoss embættis- ins til að ljúka ferli sínum. En við eigum kost. Þjóðin, almenn- ingur, getur þjappað sér saman um einn ungan, gáfaðan siðfræðing og heimspeking til að gefa kost á sér í forsetastólinn. Pál Skúlason prófess- or, sem löngum hefur reynt að leið- beina okkur í skínandi góðum erind- um og fyrirlestrum í útvarpi og sýn- ist mér birtast þar stefna sem gæti bjargað okkur upp úr forarpollinum. Til Páls hef ég lengi þekkt og verð að fullyrða það að hann er einstak- ur að öllu atgjörvi. Gáfaður, vel menntur, skipulagður í hugsun og verki, einarður en hæglátur, við- ræðugóður og vel máli farinn. Gjör- hugull og góðviljaður, með hreinan skjöld í lífi og starfi og engum háð- ur. Honum er einkar annt um vernd náttúrunnar og hefur um hana hug- myndir, góðar og fullmótaðar. Hann er laus við dramb og hroka og tjáir sig á máli sem almenningur skilur, þvi er hann mjög eftirsóttur til fyr- irlestrahalds hjá öðrum þjóðum. Séð hef égshann styðja þá sem hall- oka hafa farið í lífinu til sjálfshjálp- ar með alþýðuheimspeki. Það er tími til kominn að venjulegt fólk segi við pólitíkusa, framámenn og sjálfskipaða siðferðisþrasara að nóg sé komið. Að menn þagni og hefjist handa við að taka til hver i eigin ranni og sameiginlega. Við gerum þetta með því að kjósa mann til forsetaembættis sem varið hefur ferli sínum til að greiða úr flækjum og hjálpa mönnum til að finna hinn rétta tón í samhljómin- um. Tökum nú höndum saman af ábyrgð og yfirvegun og gerum okk- ur heppin! Skrýtinn sparnaðurf ráðherra Öryrki skrifar: Enn og aftur kemur heilbrigðis- ráðherrann okkur á óvart í sparnað- arhugmyndum sínum. Núna skal spara ríkinu einar 80 milljónir króna á ári með því að stórfækka bílakaupastyrkjum til öryrkja. En þessi styrkur er 235.000 krónur og hefur raunar staðið í stað í fjögur eða fimm ár. Nú vitum við að lágmarksverð á bifreið er um það bil 1 milljón króna (að undanskilinni Lödu). Af þessari einu milljón fara að minnsta kosti 500 þúsund í vöru- gjöld og tolla til ríkisins. Mér sýnist því að ríkið hagnist á þessum styrkjum þegar grannt er skoðað, því bílakaup minnka sem nemur styrkjafækkun, þar sem ör- yrkjar hafa fæstir efni á því að kaupa bO án þessarar aðstoðar. Þar á meðal er ég. Ég var þó svo heppinn að fá styrk áður en ráðherrann komst að með niðurrifsstarfsemi sina. Ég kemst þvi ferða minna núna á nýjum bíl, sem annars væri óseldur í umboð- inu eða jafnvel aldrei verið fluttur inn. Niðurstaðan er þvi sú að fjár- málaráðherra, húsbóndi heilbrigðis- ráðherrans, hefur fengið að minnsta kosti 300 þúsund krónum meira frá mér en ég fékk frá honum. - Þetta er vert að hafa í huga. En það eru fleiri öryrkjar en ég í landinu og á þeim eiga eftir að bitna þær gerræðisákvarðanir sem felast í fækkun bílakaupastyrkja fyrir þann hóp sem hefur þó mjög brýna þörf fyrir þá. Níðingshögg á Richard Nixon Richard Nixon og Georges Pompidou í Reykjavík. Ragnar skrifar: Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá kvikmyndina Nixon á frum- sýningu hennar. En mikið óskaplega er þetta yfirborðslegt. Flokka verður hverja senuna eftir aðra samvisku- samlega og raða niður upp á nýtt. Allt í samræmi við staðreyndir sem öllum eru kunnar og hafa verið tíun- daðar í gegnum tíðina. Höfundurinn og leikstjórinn, er augsýnilega ekki sáttur við Nixon í forsetastarfi. Fyrir það fyrsta var hinn hæfileik- aríki leikari Anthony Hopkins ekki rétti leikarinn, því hann komst ekki nærri því að stæla Nixon. Auk þess gerði leikarinn (að fyrirskipan leik- stjórans eðlOega) Nixon að hreinu skrýmsli í augum þeirra sem ekki þekkja betur tO. Nixon var t.d. ávallt glaður í bragi gagnvart almenningi þrátt fyrir ýmislegt mótlæti og hann var ávallt í uppáhaldi hjá fólkinu. Meira að segja hér í Reykjavík vildi hann fara einn og sjálfur í gönguferð um götur borgarinnar að kvöldlagi eftir að hann hafði setið fundi daglangt. Man einhver eftir öðrum ráðamanni erlendum sem vildi kynnast íslendingum á þennan hátt? Nixon var ef tO vill ekki elskurík- asti forseti sem Bandaríkin hafa átt en hann gerði meira fyrir þau en margir fyrirrennarar hans og eftir- komendur. Hann var einskær áhuga- maður og ákafamaður um stjórnmál og lét flest annað lönd og leið. Hann var þjóðhetja sem þorði að fram- kvæma. Einungis fyrir hans, til- verknað myndaðist þýðan milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í byrjun. - Myndin Nixon er venOegt níðingshögg á frábæran forseta og stjórnmálamann síðari tíma. En myndin er líka fróðleg og óþarfi að hallmæla alfarið. Oliver Stone á eft- ir að þroskast sem aðrir og sjá Nixon í öðru ljósi en í þessari kvikmynd. Ófeimnir sjó- menn? K.T. skrifar: Manneskja nokkur, sem sækir allfast aö hljóta æðsta virðing- arembætti þjóðarinnar meðal al- þýðunnar, hitti m.a. nokkra sjó- menn að máli. Sagðist hún vera steinhissa á því hversu sjómenn- imir hefðu verið „ófeimnir" við hana! Þessi yfirlýsing segir lik- lega meira um frambjóðandann en hann hefði sjálfur kosið. Af hverju í ósköpunum ættu is- lenskir sjómenn að vera feimnir frammi fyrir þessum frambjóð- anda? Vegna ættgöfgi, menntun- ar, menningarframtaks? Eða ætti venjulegt vinnandi fólk helst að finna til feimni og óframfæmi frammi fyrir slíkri persónu? Frambjóðandinn lítur svo á að sumir séu best geymdir úti á sjó þar sem vinir lista og menningar eiga ekki á hættu að rekast á þá. „Almennt, bara almennt" - segir prestur Jóhann Sigurðsson hringdi: Alþingismaðurinn og prestur- inn Hjálmar Jónsson var tekinn tali í sjónvarpsfréttum sl. þriðju- dagskvöld. Hann var spurður og spurður án afláts um biskupsmál og kynferðislega áreitni en vOdi engu svara nema „bara almennt" eins og hann orðaði það. Hann sagði að í raun ætti að leysa öO slík mál áður en þau kæmu tO kasta dómstóla! Þá vitum við það. Líklega þýða þessi orð hans einfaldlega að hann vOji ekki láta dæma kynferðisglæpamenn. Þetta er þó eftir kerfiskörlunum, vOja bara helst ekkert af svona málum vita. Það er líka ábyrgð- arminnst. Mjólkurdeilur magnast Birgir Guðjónsson skrifar: Enn eru þær komnar á stað deOurnar sem upphaflega risu út af úreldingu Mjólkursamlagsins í Borgarnesi. Það er kannski ekki skrýtið. Marga hefur nefnOega grunað að helsta ástæðan fyrir því aö leggja samlagið í Borgar- nesi niður væri sú að farið var að selja mjólk frá samlaginu í Hagkaupi í þeim umbúðum sem afls staðar tíðkast nema hér í Reykjavík. Mjólkursamsalan hafi því séð að þessar pakkningar yrðu svo vinsælar að mjólk frá MS seldist ekki lengur. Það var því ekki um annað að ræða en að loka fyrir Borgarnesframleiðsl- una! - Ótrúlegt en líklega dagsatt! Óþægilegt morgunflug Hildur skrifar: Afskaplega finnst mér óþægi- legt að þurfa að vakna á morgn- ana tO að ná flugvél tO Evrópu. Það er ókristilegur tími að vakna um kl. 5 eða eiga á hættu að missa af fluginu. Eina flugið sem er þægilegt af hendi Flugleiða er það sem fer tO Ameríku siðdegis. Hví þarf aOt flug tO Evrópu að vera á sama tíma svona eldsnemma morguns? Þaö ætti að vera auðvelt að dreifa brott- för véla eitthvað meira en nú er. Biskup á ferö ogflugi Anna Kristjánsd. hringdi: Einhver heföi nú sagt að æðsti maður kirkjunnar þyrfti að vera á landinu þegar öO þessi ósköp dynja á stofnun hans. En ónei, biskup er á ferð og flugi erlendis, sækir ráðstefnu á vegum ríkisins og tekur sér svo ótOgreint leyfi. Maður skOdi það ef hann heföi vikiö sæti sem biskup en það hef- ur hann ekki gert.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.