Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Blaðsíða 32
Alla laugardagai
jt Vertu viðbúin(n)
mmm vinningi!
KIN
FRETTASKOTIO
SÍMINN SEMALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað 1 DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum alian
sólarhringinn.
550 5555
FOSTUDAGUR 22. MARS 1996
Helgarblað DV:
Aldrei á svið
aftur
í helgarblaði DV kennir margra
grasa að þessu sinni líkt og
endranær. Þar er að finna opnuvið-
tal við Bergþóru Árnadóttur söng-
konu sem segist ekki stíga á svið
framar eftir alvarlegt bílslys sem
hún lenti í fyrir hálfu þriðja ári.
Bergþóru, sem búið hefur í Dan-
mörku undanfarin átta ár, hefur
mætt mikið mótlæti en hún neitar
að gefast upp.
^ Þá er rætt við Helga Skúlason
~sem leikstýrir á ný eftir 14 ára hlé
og Hafstein Hafliðason garðyrkju-
mann um vorverkin og gildi garð-
verka fyrir sálina. Þá er í blaðinu
umfjöllun um hálsbindi og binda-
karla.
16 ára ökumaður:
Eltur af lög-
reglu austur
í Þrengsli
Sextán ára gamall ökumaður og
_ ung stúlka á stolnum bíl voru í nótt
^"elt af lögreglu úr Kópavogi og aust-
ur á Þrengslaveg. Þar missti hinn
ungi ökumaður bílinn út af og ævin-
týri næturinnar lauk.
Búið var að kalla út aðstoð lög-
reglu á Selfossi og láta Reykjavíkur-
lögregluna vita áður en ökuferðin
var á enda. Nokkrar skemmdir
urðu á bílnum en ungmennin
sluppu ómeidd.
Bílnum hafði verið stolið í fyrri-
nótt. Um klukkan tvö í nótt kom
Kópavogslögreglan auga á hann á
Dalvegi og hófst þar eftirförin.
Ekið var greitt út úr bænum
og upp á Suðurlandsveg. Skömmu
eftir að komið var á Þrengslaveg-
inn reyndi ökumaðurinn að komast
_úit á hliðarveg sem ekki reyndist
ökufær.
-GK
BOLLALEGGINGARNAR
ERU FLÓKNARí LANG-
HOLTINU!
Allsherjaratkvæðagreiðsla Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Sindra á Austfjörðum:
Meirihluti heimilar
stjórn úrsógn úr FFSÍ
- vilja stofna sjómannasamtök á Austfjörðum vegna óánægju með landssamtökin
„Það var samþykkt með miklum
meirihluta að heimila stjórn fé-
lagsins að segja skilið við Far-
manna- og fiskimannasamband fs-
lands. Það voru 74 prósent félags-
manna sem samþykktu að gefa sitt
umboð til úrsagnar en 24 prósent
voru. á móti,“ segir Sturlaugur
Stefánsson, formaður Skipstjóra-
og stýrimannafélagsins Sindra á
Austfjörðum, um úrslit allsherjar-
atkvæðagreiðslu sem fram fór
meðal félagsmanna.
Félagar í Sindra, félagi skip-
stjórnarmanna á Austfjörðum,
greiddu atkvæði samkvæmt sam-
þykkt félagsfundar um það hvort
stjóm félagsins væri heimilt að
segja sig úr Farmanna- og fiski-
mannasambandi íslands. Áður
hafði aðalfundur félagsins sam-
þykkt tillögu um að grípa til úr-
sagnar. Sturlaugur segir að óá-
nægja þeirra Sindramanna snúist
um slaka frammistöðu forystu-
manna landssamtaka sjómanna.
„Þessi óánægja er ekki bundin
við forystumenn Farmannasam-
bandsins eina og sér. Þetta á við
alla forystu landssamtakanna.
Menn telja samninga vera afskap-
lega lélega. Þar ber hæst löndunar-
frí á loðnu sem ekki eru til. Þá má
nefna ákvæði um rétt til launa i
veikindafríum og margt fleira,“
segir Sturlaugur.
Hann segir að næsta skref verði
að rita öðmm félögum sjómanna á
Austfjörðum bréf með ósk um við-
ræður sem miði að því að stofna
samtök sjómanna í fjórðungnum.
„Það er draumurinn að stofna
til samtaka sjómanna á Austfjörð-
um. Við munum taka okkur góðan
tíma til að skoða þessi mál. Það
skýrist innan nokkurra mánuða
hvort af endanlegri úrsögn verð-
ur,“ segir Sturlaugur.
Guðjón A. Kristjánsson, forseti
Farmanna- og fiskimannasam-
bands íslands, vildi í samtali við
DV ekkert segja um niðurstöðu
Sindramanna þar sem samband-
inu hefði enn ekki verið kynnt
niðurstaðan formlega.
„Við verðum með stjómarfund
þann 1. apríl og þar verður okkur
væntanlega gerð grein fyrir þessu
máli, sagði Guðjón.
-rt
„Þú mátt kyssa brúðina“ hljómaði í Bláa lóninu í gær. Marokkómaðurinn Jamal Etahiri kom sinni elskulegu skemmti-
lega á óvart með því að undirbúa hjónavígslu á litlum báti í lóninu í gær. Brúðurin, sem er bandaísk og heitir Sus-
anne Marten, var yfir sig hrifin af framtakinu. Bláa lónið varð fyrir valinu þar sem Jamal þykir það fegursti staður
jarðar. Sjá frétt bls. 2 -em/DV-mynd Ægir Már Kárason
Úthafskarfi:
íslendingar
fá 45 þús-
und lestir í
sinn hlut
„Þetta sýnir mönnum bara að
það er hægt að ná samkomulagi.
Vonandi er að samkomulagið verði
hvatning til þess að samið verði um
veiðar í Barentshafi og á norsk-ís-
lenska síldarstofninum," sagði Þor-
steinn Pálsson sjávarútvegsráð-
herra í morgun um samkomulagið
um úthafskarfaveiðarnar sem náð-
ist í gær.
Tillaga íslendinga og Grænlend-
inga um veiðar á úthafskarfa á
Reykjaneshrygg var samþykkt af
fimm þjóðum af sjö á fundi NEAFC
í London í gær og er það tilskilinn
meirihluti. Skipting afla samkvæmt
tillögunni er sú að íslendingar mega
veiða 45 þúsund lestir, Grænlend-
ingar og Færeyingar saman 40 þús-
und lestir, Rússar 36 þúsund lestir,
Norðmenn 6 þúsund lestir, Pólverj-
ar 1 þúsund lestir og aðrir 2 þúsund
lestir.
Rússar og Pólverjar greiddu at-
kvæði á móti tillögunni og svo get-
ur farið að Rússar virði ekki sam-
komulagið. Þá myndu þeir ekki fá
að landa hér á landi og yrðu þá veið-
ar á svæðinu þeim mun dýrari og
erfíðari en ella vegna vegalengdar
til heimahafna.
-S.dór
L O K I
Veðriö á morgun:
Kólnandi
veður
Samkvæmt spánni verður
suðvestan- og vestanátt og kóln-
andi veður. É1 verður um vest-
anvert landið og einnig með
norðurströndinni er líður á
daginn, annars verður bjart
veður. Hitinn verður frá -3-0
stig.
Veðrið í dag
er á bls. 36
Flexello
Vagn- og húsgagnahjól
Voulsen
Suðurlandsbraut 10. S. 568 6499
-Hut
Sími 533 2000
Ókeypis heimsending