Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 22. MARS 1996 3 I>V Fréttir Feröamálaráö leitar eftir samvinnu um aö auka sölu á hestaferðum til íslands: Bestu ferðamennirnir koma vegna hestanna - segir Birgir Þorgilsson en á síöasta ári komu 9000 útlendingar í hestaferðir „Þeim fjölgar stöðugt ferðamönn- unum sem koma til landsins bein- línis vegna hestanna. Dvalartími þessa fólks hér á landi er líka lengri en almennt gerist um ferðamenn og það eyðir meiru. Hestar, veiði og nýting jarðhita til heilsubótar eru helstu vaxtarbroddarnir í ferðaþjón- ustunni,“ segir Birgir Þorgilsson, formaður Ferðamálaráðs íslands, í samtali við DV. Birgir hefur i vetur viðrað hug- myndir um að auka enn á þjónustu við ferðamenn sem hingað koma vegna hestanna, í von um að þeim fjölgi enn meir. M.a. leggur hann til að komið verði á fót nefnd hags- munaaðila til að gera fimm ára áætlun um stóraukna sölu á hesta- ferðum til íslands. Þá er einnig uppi hugmynd um að efna hér á landi til alþjóðlegrar hestasýningar í líkingu við Equit- ana-sýninguna í Essen í Þýskalandi. Slíkar sýningar laða jafnan að fjölda ferðamanna. „Hestamennska á Islandi er lúxus og það á að selja ferðirnar hingað sem slíkar. Við getum aðeins tekið við takmörkuðum fjölda ferða- manna og því skiptir miklu að ná í þá bestu. Á síðasta ári.komu ekki færri en 9000 erlendir ferðamenn hingað í hestaferðir," segir Birgir. Landssamband hestamannafélaga hefur m.a. haft hugmyndir Birgis til umfjöliunar en hann kynnti þær fyrst á þingi sambandsins síðasta haust. Fátt hefur þó orðið úr aðgerð- um þrátt fyrir áhuga. „Ég er mjög ánægður með þessar hugmyndir hjá Birgi. Við höfum sótt um styrk hjá landbúnaðarráðu- neytinu til að koma vinnu af stað en ekki fengið enn. Það eru margir að fást viö þessa hluti en það vantar Næsta leikár LR: Undirbúningur liggur niðri Undirbúningur næsta leikárs Leik- félags Reykjavíkur í Borgarleikhús- inu liggur alveg niðri eftir að Viðar Eggertsson var rekinn á dögunum. Engar ákvarðanir eru teknar um verkefni eða annað á meðan stjóm fé- lagsins hefur ekki ákveðið hvernig hún stendur að ráðningu nýs leikhús- stjóra í stað Viðars. Fundahöld hafa verið stíf í Borgar- leikhúsinu seinustu daga. Stjórnin hefur komið saman nánast daglega og síðastliðinn mánudag var haldinn starfsmannafundur. Búist er við ein- hverjum tíðindum næstu daga en lík- legt þykir að stjórnin fari þá leið að auglýsa ekki eftir leikhússtjóra held- ur ræða einstaklega við þá aðila sem til greina koma, m.a. þá sem sóttu um stöðuna sl. haust ásamt Viðari. -bjb Noregur: íslendingur dæmdur Grímur Th. Valdemarsson hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fang- elsi í hæstarétti Noregs fyrir að mis- þyrma fjórum ungum börnum sínum. Þetta er mildari refsing en undir- réttur taldi réttmæta. Fyrir tæpu ári var Grímur dæmdur í héraðsréttinum í Flisa í sex mánaða fangelsi. Grímur var fundinn sekur um að hafa með. skipulögðum hætti mis- þyrmt börnum sínum á árunum 1992 tÚ 1994. Hann hefur um skeið búið í Noregi. -GK betri samræmingu," segir Sigurður Þórhallsson, framkvæmdastjóri sambandsins. Sigurður nefndi m.a. að enn vant- aði mikið á að hér á landi væru boð- legir reiðvegir sem væru nauðsyn- legir til að fjölga ferðum á hestum um landið. -GK SHARP m C-550H 160Wereinstaklega vönduð hljómrækjasamsfæða: • 3 diska geislaspilari \í • 32 laga minni 1 • Öflugir hótalarar 1 • XB5-tveggja þrepa bassastilling • 5 bando rónjafnari með: Flat, Heavy, Vocal og BGM • Alsjólfvirkr tvöfalt kasserturæki • Hraðupptaka . ■ E • Sjólfvirk spilun beggja hliða Hp 1 • Utvarp með FM og MW • 40 stöðva minni • Sjðlfvirk stöðvaleit • Klukka • Tímasfillir • Svefnrofi • Tengi fyrir heyrnartól, Aux og Video • Sérlega fullkomin fjarstýring Skipholti 19 Sími: 552 9Ö00 V?:WRAOGBEfÐSLUR k Pi J í Ji ] v |

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.