Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1996, Blaðsíða 14
ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 tilveran._________________________________________ Námsráðgjöf sífellt meira metin: Kviði og streita eðlileg innan vissra marka - segir Magnea Ingólfsdóttir, námsráðgjafi í Menntaskólanum í Kópavogi Magnea Ingólfsdóttir segir nemendurna óraga við að leita sér ráðgjafar vegna einhvers sem plagar þá í sambandi við námið eða prófin. Hér er hún í góðum hópi sem var að dimmitera í síðustu viku. DV-myndir GS „Það eru vissir álagstímar hjá námsráðgjöfum; fyrst á haustin, í nóvember og síðan í lok mars á vor- in þegar líða fer að prófum. Þá er það oftast prófkvíðinn sem er að hrjá nemendurna og hann getur stafað af misjöfnum orsökum. Sum- ir kvíða prófunum vegna þess að þeir hafa ekki stundað námið nægi- lega vel en aðrir eru einfaldlega haldnir sífelldum prófkvíða. Við það er erfiðara að eiga en ég segi gjarna við krakkana að kvíði og streita séu eðlileg innan vissra marka,“ segir Magnea Ingólfsdóttir, námsráðgjafi í Menntaskólanum í Kópavogi, í samtali við Tilveruna í tilefni af því að um þessar mundir eru flestir nemendur landsins að lesa fyrir próf. Tími fyrir slökun Magnea segist reyna að fara yfir ýmsa hluti í einkasamtölum, gefist til þess tírni, um námstækni varð- andi prófundirbúning og próftöku. Hún segir slíkt fyrirkomulag yfir- leitt skila sér best til nemenda og í slíkum samtölum sé mest áhersla lögð á að krakkarnir temji sér skipulögð vinnubrögð og að þeir geri áætlanir. „Við leggjum mikla áherslu á að próftími er bara upprifjunartími þar sem nemendur eigi að fara yfir glósur, verkefni og gömul próf og læra í ákveðinn tíma og taka sér síðan hvíld. Það er sem sagt ekki síður mikilvægt að gera eitthvað annað en að lesa til þess að hvíla sig. Lestur með einbeitingu í fjöru- tíu mínútur og tíu mínútna hvíld skilar sér miklu betur en lestur í tvo tíma þar sem einbeitingin er á einhverju öðru en bókinni." Sjálfsaginn Magnea segir að sjálfsaginn skipti hér sköpum. „Þú ætlar að gefa þér tíma til þess að slaka á, fara út að ganga eða eitthvað slíkt, og þú skalt gefa þér hann. En þú skalt líka setjast niður aftur að hvíldinni lokinni en ekki eyða löng- um tíma í ekki neitt.“ Magnea Ingólfsdóttir segir að námsráðgjöf sé sífellt meira metin og að nemendurnir sé alveg óragir við að koma til þess að fá ráðgjöf. „Ef við náum tökum á tímastjórn- un snemma í lífinu þá er það eitt- hvað sem við getum nýtt í frekara námi og vitanlega í starfinu. Tíma- stjórnun er bara hluti af hinu dag- lega lífi,“ segir Magnea Ingólfsdótt- ir, námsráðgjafi í MK. -sv Kvennaskólapíur: Ætla að verða rík Áslaug Hulda Jónsdóttir og Inga Karlsdóttir, nemar í Fjölbraut í Garðabæ, ætla í útskriftarferð til Lundúna og verða síðan á Rohdos um tíma. Áslaug sagðist ákveðin að fara í PR- nám til Bandaríkj anna af því aði sér að verða „Ameríka, halló, hér kem ég. Am- eríski draumur- inn verð- ur örugglega uppfylltur," sagði As- laug. Inga Lind vonaðist til þess að fá starf við blaðamennsku í sumar. Á fóstudaginn létu þær sól- ina skína inn í sál- ina til þess að hita upp fyrir prófm. -sv staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur og stighækkandi birtingarafsláttur Smá- auglýsingar 5505000 1 ~! '1_ „Eyði ekki tímanum í annað en lestur," segir Sara Harðardóttir, nemi í Kvennó. Les nánast allan sólarhringinn - segir Sara Harðardóttir „Prófm leggjast alltaf vel í mig og ég held ég sé að verða nokkuð vel undir átökin búin. Ég hugsa nú eins og alltaf þegar kemur að prófum að ég hefði átt að vera búin að lesa meira en ég hef tekið þetta með trompi síðustu daga og þetta lítur vel út,“ segir Sara Harðardóttir, nemandi í 2 bekk, félagsfræði, þýsku, í Kvennaskólanum í Reykja- vík. Sara segist nota tvo daga fyrir hvert próf og sitja þá nánast allan sólarhringinn. Hvort það sé skyn- samlegt? „Já, já, það hentar mér vel. Kannski hentar eitthvað annað öðr- um en hver og einn verður að gera eins og honum líkar best.“ Sara segist hugsa um það að sitja ekki lengur við í einu en hálftíma eða svo, standa þá upp og hreyfa sig pínulítið. Hún segist þó ekki gefa sér tíma til þess að fara í sund, út að ganga eða slíkt. „Ég er alltaf komin svo langt á eftir í öllu að ég tími ekki að eyða tímanum í annað en lestur." -sv IAð taka próf: Nokkur I grundvallar- atriði Sumum reynist alltaf jafn |) erfitt að taka próf. í bókinni Ár- angur og námstækni eftir Michele Brown, og gefin er út af íslensku hugmyndasam- steypunni hf., er bent á nokkur holl ráð. Hér verður drepið á nokkur þeirra. Róaðu þig * Snúðu blaðinu við, dragðu andann djúpt og róaðu þig nið- ur áður en þú byrjar. * Taktu þér nægan tima til að ákveða hvaða spurningum þú ætlar að svara. - að lesa og velja spurningar getur tekið allt að 10 mínútur. - strikaðu undir þær spurn- ingar sem þú ætlar að svara. - ef það eru engar sem þér líst á farðu þá hina leiðina. - strikaðu yfir þær sem þú !! getur örugglega ekki svarað. - líttu á afganginn og strik- aðu yfir þær sem þú vildir helst ekki svara. - veldu úr því sem eftir er. Svaraðu réttum spurningum * Fullvissaðu þig um að þú hafir raunverulega skilið spurningarnar. - það sem einna helst skap- : raunar prófdómurum og veldur lágum einkunnum hjá nemend- um er að svara ekki hinum eig- inlegu spurningum. - ekki flýta þér og gera mis- tök með því að misskilja spurn- inguna eða gera ráð fyrir því að þú vitir hvað prófdómarinn er að fara. * Skammtaðu þér nægan tíma fyrir hverja spumingu eða röð spurninga. * Taktu ákvörðun um það í hvaða röð þú svarar spurning- unum. - í stærðíræðiprófum er venjulega best að fara eftir röð- inni á prófblaðinu. - í flestum öðrum námsgrein- um er besta reglan: Að svara j næstauðveldustu spurningunni fyrst til að koma þér að verki. : Svaraðu auðveldustu spuming- unni næst á meðan þú ert enn, ferskur og þá ertu kominn vel af stað. Svaraðu þeim spurning- um sem eftir eru í þeirri röð í; sem þú kýst og endaðu á spurn- ingunni sem þér finnst erfiðust. i 1 Ekki hætta of snemma ‘Skipuleggðu prófið og svrr- in á þann hátt að þú notir allan próftímann á uppbyggilegan hátt. Það er ekkert snjallt að vera búinn löngu fyrir tímann. Ef þú ert búinn mjög snemma farðu þá yfir svörin á gagnrýn- inn hátt. Eru þau nógu ná- kvæm? Er nóg af dæmum? Yfir- Isáust þér mikilvæg atriði? Ertu búinn að svara öllum spurning- unum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.