Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1996, Blaðsíða 36
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö i DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fuilrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRIL 1996 Friðun Mývatnsöræfa: Stærsta rofsvæði Evrópu afgirt —- „Það er mat okkar og sérfræðinga Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins að þetta sé stærsta rofsvæði á ís- landi og trúlega í Evrópu einnig. Markmiðið með friðuninni er að gera það mögulegt að sá melfræi í verst fórnu svæðin. Alger forsenda þess að melgresið nái sér á strik er algjör friðun um nokkurra ára bU,“ segir Sveinn Runólfsson., Svæðið, sem landgræðslustjóri talar hér um, er um fjögur þúsund ferkUómetra svæði allt frá Vatna- jökli og til norðurs og norðvesturs í Axarfjörð, svæði sem í daglegu tali er kallað Mývatnsöræfi, alls um 4% af flatarmáli aUs íslands. Um nokk- urra ára verkefni að ræða og sáð Iwerður í valin svæði og samkvæmt reynslunni mun melgresið sá sér út og breiðast yfir á önnur svæði á friðuðu landi. Landgræðsluáætlun Landgræðsl- unnar og RALA, Rannsóknastofnun- ar landbúnaðarins, hefur verið kynnt bændum á og í grennd við þetta stærsta landrofssvæði álfunn- ar en um er að ræða bændur í Mý- vatnssveit aðallega. Ætlunin er að reisa girðingu um svæðið og friða það algerlega fyrir búfjárbeit en talið er að milli 5 og 600 hektarar gróðurlendis blási upp á hverju ári. Viðbrögð bænda hafa verið mis- jöfn en landgræðslustjóri á ekki von á öðru en að samvinna við bændur takist um verkefnið þótt ekki hafl enn verið samið um lengd endan- legu girðingarinnar. „Þetta er ákaflega brýnt verkefni. Af þessu svæði er gríðarlegt sand- skrið inn í hið mikla náttúruvemd- arsvæði við Mývatn, þar á meðal Dimmuborgir," segir Sveinn Run- ólfsson. -SÁ Fékk tæpar 11 millj- ónir í Gullnámunni Gullpotturinn í Gullnámunni féll á Ránni í Keflavík í gærkvöldi. Upp- 'næðin var 10.938.779 krónur. Samkvæmt heimildum DV eyddi sá ljónheppni aðeins 500-600 krón- um í dæmið. -ÞK DV kemur næst út fimmtudaginn 2. maí. Smáauglýsingadeild DV er opin í kvöld til kl. 22 en lokað á morgun, 1. maí. Opið verður flmmtudaginn 2. maí frá kl. 9-22. Sínn er 550 5000. VÆRI EKKI ÓDYRARA , AD GIRDA MYVETNINGANA AF? L O K I Hrosshársþjófar valda hestafólki í Garöabæ vandræðum: Laumast í hesthúsið og klippa tagl og fax spillir fyrir við kynbótadóma, segir Sigrún Sigurðardóttir „Ég er búin að vera með hesta hér í meira en 20 ár og aldrei lent í þessu áður,“ segir Sigrún Sigurð- ardóttir, hestakona í Garðabæ, en hún hefur undanfarið orðið fyrir því að ókunnir hrosshársþjófar laumast í hesthús hennar að næt- urlagi og klippa tagl og fax á hest- um hennar. Nú síðast var farið í hesthúsin um helgina og lokkar sóttir. Sig- rún segir að fimm hrossa hennar hafl orðið fyrir þessu og er tvö þeirra hestar sem hún ætlaði að sýna í sumar. „Það spillir fyrir við kynbóta- dóma ef búið er að klippa stalla í fax og tagl. Dómararnir taka tillit til þokka við dómana," segir Sig- rún. Á einum hestanna varð hún í öðru sæti í firmakeppni í vor en í sumar getur hún vart sýnt þann hest vegna þess hvernig hann lítur út. Engin haldbær skýring hefúr fundist á hvers vegna hrossin eru klippt. Yfirleitt er vandalaust að verða sér úti um hrosshár í slátur- húsunum. Getum er þó að því leitt að fluguhnýtingamenn hafi vantað Fimmfaldur lottóvinningur: Fimm manna fjolskylda fékk rúmar 18 milljónir Fyrsti vinningur í Lottóinu á laugardaginn kom á einn miða, alls 18.141.830 krónur, en í þetta skiptið var vinningurinn fimmfaldur. Mið- inn var keypt'ur í Holtanesti í Hafn- arfirði. Vinningshafinn gaf sig fram rétt fyrir lokun í gærkvöldi. Hann vildi halda algerri nafnleynd en um er að ræða fimm manna fjölskyldu úr Hafnarflrði. Það eina sem fékkst uppgefið um samsetningu hennar var að að minnsta kost eitt lítið Veörið á morgun: Bjart veður Á morgun verður hæg suð- læg átt á landinu. Vestanlands þykknar upp en annars verður bjart veður. Hiti á bilinu 0 til 9 stig. Veðrið í dag er á bls. 37 hrosshár en þó mun sjaldgæft að nota svo gróft efni í flugur. Þá er einnig giskað á að veflistarmenn hafi vantað efnivið. „Ég hef ekki hugmynd um hver gerir þetta. Ég veit það eitt að þetta gerist á kvöldin eða nótt- unni. Þá er farið inn í lokað hest- húsið," segir Sigrún, sem fyrst veitti hrosshársþjófnaðinum at- hygli fyrir tíu dögum. -GK Sophia Hansen: Á von á spennu- þrungnum endurfundum með dætrunum Faxið á hestunum er stöllótt eftir að klipptir hafa verið úr þeim stórir lokkar. Hér eru þær Sigrún Sigurðardóttir, Sig- rún Erlingsdóttir og Erlingur Þór Hafdal með tvo hestanna sem klipptir hafa verið. DV-mynd GVA barn væri í fjölskyldunni. Vilhjálmur Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri íslenskrar Getspár, sagðist telja að vinningurinn hefði komið á mjög góðan stað. -ÞK „Ef Halim mætir með börnin þá fæ ég alla vega að sjá stúlkurnar en það hef ég ekki gert í 4 ár. Ég get þá gert mér grein fyrir i hvaða ástandi þær eru og eitthvað áttað mig á við hvað þær lifa í dag* Ég hef ekki heyrt um annað en að foreldrarnir eigi að vera viðstaddir en dómarinn gæti þó tekið upp á því að við yrð- um frammi á meðan. Ég held þó að það breyti engu um hverju þær svara, þær eiga eftir að fara eftir því sem faðir þeirra segir. Þær treysta engu,“ sagði Sophia Hansen, að- spurð um þá yfirlýsingu Halims A1 að hann muni mæta með dæturnar tvær við réttarhöld í Istanbúl þann 13. júní. „Þetta verður mikið álag og spenna fyrir stúlkurnar - bæði það að mæta og svara fyrir dómi og einnig að þær munu tala þvert gegn huga sínum. Það verður auk þess spenna fyrir þær að eiga von á að sjá móður sina eftir allan þennan tíma á sama hátt og þetta verður spenna fyrir mig. Mér finnst þó gott að ef þær sjá mig munu þær vita að ég er enn að berjast fyrir þeim - þetta mun gefa þeim von. Þetta verður ofsalega sárt fyrir okkur all- ar, sérstaklega þær því ég hef þó meira frelsi en börnin," sagði Sophia. -Ótt ■0- Opel Astrá VerO kr. 1.199.000.- Bílheimar ehf. Sœvarhöfba 2a Sími: S2S 9000 V 4 4 I -1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.