Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1996, Blaðsíða 15
T>V ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 15 Wlveran Tvær úr Kvennó: Áttum skilið svona góðan dag „Þetta er stór dagur hjá okkur. Við skemmtum okkur létt í dag og síðan í kvöld með kennurunum og svo tekur alvaran við að nýju,“ sögðu dúkkurnar Arna María Smáradóttir og Alda Hallgrímsdótt- ir, nemar í Kvennó, sem Tilveran hitti í sólskininu í miðbæ Reykja- víkur á fóstudaginn. Hópur ung- menna dimmiteraði á fostudaginn og það var mikið af furðulega klæddu fólki spígsporandi um stræti og torg. StöIIurnar sögðu fólk afskaplega jákvætt og glatt í sinni og tæki því með brosi á vör að sjá svona margt glatt ungt fólk saman komið. „Við eigum svona góðan dag skil- inn því á peysufatadaginn í fyrrra snjóaði svo mikið að við flýja inn í hús,“ sagði Arna María. Hún sagði Spánarferðina vera efsta í huganum þegar prófin væru fráta- lin en síðan væri bara stefnt á frek- ara nám í haust. Alda ætlar til Ameríku og hefur fengið inni í skóla þar. Hvað að læra? „Alveg óá- kveðið." „Ég ætla í Fósturskólann og síðan langar mig bara að fara að stofna heimili. Mér flnnst börn yndisleg og ég held að fósturnámið sé góð- ur undirbúningur fyrir lífið,“ sagði Arna María, dreymandi á svip. -sv Utskriftar- og „menningar" ferð til Spánar íris Jóhannsdóttir, Sigríður Valdimarsdóttir og Steinunn Sigm- arsdóttir í 4. FI í Kvennaskólanum í Reykjavík sögöu sumarið klárlega komið. Þær notuðu föstudaginn til þess að rasa pínulítið út en síðan taka bækurn- ar við. Að prófum loknum ætlar hópurinn að skunda í út- otriftar- og „menn- ingar“ferð til Spánar. Kari J. Sævarsson a leið i tima i MR. DV-myndir GS Kári J. Sævarsson: Les eins og vitleysingur „Þetta leggst bara vel í mig. Þetta er törn en svo er þetta bara búið. Ég hef að vísu meiri áhyggjur af sum- um fögum en öðrum en þetta verður örugglega allt í lagi,“ segir Kári J. Sævarsson, nemandi í 3. bekk í MR, en hann byrjaði í prófum síðastlið- inn föstudag. Kári sagðist ekki hafa verið neitt sérstaklega duglegur í vetur en sagðist sitja fast við núna. „Ég les bara eins og vitleysingur þessa dagana og gef mér ekki tíma til þess að gera neitt annað. Maður reynir að lesa sem mest og síðan er bara að sjá hverju það skilar manni. Annars er það þannig með flesta hér að þeim finnst þeir aldrei hafa nógu mikinn tíma til lesturs. Því er um að gera að vera ekki að slæp- ast,“ segir Kári. -sv - segir Anna Magdalena Helgadóttir „Ég byrja í samræmdu prófunum á morgun og líst bara vel á það. Ég hef verið dugleg að læra og kvíði því að minnsta kosti ekki að ég falli. Ég er alltaf róleg fyrir próf en síðan kemur stressið eftir á, yfir því hvernig mér hafl gengið og hvað ég fái í einkunn,“ segir Anna Magda- lena Helgadóttir, nemandi í Tjam- arskóla í Reykjavík. Tilveran hitti hana í Þjóðarbókhlöðunni síðastlið- inn þriðjudag. Anna Magdalena segist ekki sitja við allan daginn á meðan próftím- inn stendur yfir en reyna frekar að gera eitthvað allt annað til að hvíla sig frá lestrinum. Hún segist ætla á nýmálabraut í MH. „Þetta er vissulega erflð ákvörð- un en flestir vinir mínir eru búnir að ákveða í hvaða skóla þeir ætla þótt enginn viti nákvæmlega hvað verður," segir Anna. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.