Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1996, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 33 Menning Leikhús Lífið er saltfiskur - Landsbankaveggmyndir Kjarvals í Listasafni íslands Óvæntur fundur tíu stórra kolateikninga Kjar- vals á lofti gamla Stýri- mannaskólans sumarið 1994 hefur nú orðið tilefni að sýningu í Listasafni ís- lands, en þangað rötuðu teikningarnar fyrir tilstilli afkomenda Kjarvals. Kola- teikningar þessar voru gerðar á árunum 1924-25 og eru flestar frumdrög listamannsins að vegg- myndum tengdum sjávar- útvegi í nýja og glæsilega byggingu Landsbankans. Þrjár eru frá Þingvöllum og eru þær ekki á sýning- unni. Hinar sjö, auk tveggja í eigu Kjarvals- safns og einnar í eigu Landsbankans, teljast allar formyndir að saltfisk- myndunum í Landsbank- anum og eru rauði þráður sýningarinnar í Listasafn- inu. Freskur eða sekkur? Uppsetning sýningarinnar er allsérstök, en brugðið hefur verið á það ráð að láta stækka upp veggmynd- irnar í Landsbankanum í raunstærð og koma þeim fyrir i háltluktu rými í miðjum — salnum er minnir á vistarver- ur Landsbankans. Hér kveður við nýjan tón í sýningarhaldi — hérlendis og er vonandi að framhald verði á uppsetning- um af þessu tagi þar sem vegg- myndir og jafnvel leikmyndir listamanna á borð við Sigurð málara, Ásgrím Jónsson og Jón Stefánsson hafa legið í gleymskunnar dái um áratugaraðir. Júlí- ana Gottskálksdóttir rekur i sýningarskrá aðdragand- ann að gerð veggmyndanna og getur þess að þarna hafi í fyrsta sinn verið fengnir listmálarar (Jón Stef- ánsson auk Kjarvals) til að skreyta veggi stofnunar, í stað listfengra húsamálara. Viktor Smári Sæmundsson ritar og í sýningarskrá og fjallar um tæknina við gerð veggmyndanna. Hann hefur komist að þeirri niðurstöðu að sennilega hafi Kjarval lagt upp með að nota freskutæknina (sem miðaðist við að mála með kalkuppleystum litum á Tvennir kóratónleikar Kvennakór Suðurnesja, undir stjórn Sigvalda Kaldalóns, og Söng- félagar SVR, undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar, halda tónleika í Njarðvíkurkirkju í kvöld kl. 20.30. Kórarnir halda aðra tónleika í Fella- og Hólakirkju á fimmtudag kl. 20.30. Myndlist Olafur J. Engilbertsson hvítkalkaðan vegg) en hann hafi fljótlega hætt við að beita þeirri aðferð og notað eftir það ýmist sekkuaðferðina (málað á þurran kalkgrunn með grófara undirlagi) eða málað með sínu eigin lagi. Fróðlegt er að sjá hvernig stungið hefur verið fyrir útlínum teikn- ingarinnar Ýtt úr vör með nál, samkvæmt fre- skutækninni. Athyglis- vert er einnig að Kjarval hefur rissað þá teikningu upp beint eftir ljósmynd. Saltfiskmyndir frá fjórða áratugnum Stór þáttur sýningarinn- ar er saltfiskmyndir er Kjarval gerði áratug síð- ar. Þar er greinilega önnur nálgun að myndefninu og til muna léttara yfir þeim myndum. Þó verður ekki hjá því litið að í Landsbankamyndunum er að fmna meiri gáska en þá hafði sést hérlendis í myndum af vinnandi fólki. Kristín jónsdóttir hafði t.a.m. málað alvörugefna mynd af álútum konum og uppréttum ----------------- verkstjóra yfir saltfiski um miðjan annan áratuginn. Aðalsteinn Ingólfsson ritar í sýningarskrá um saltfiskmynd- ir Kjarvals frá fjórða áratugn- um og getur sér þess til að hann hafi einfaldlega hrifist með tíðarandanum, en á þessum tíma voru myndir af verkafólki og hafnarsvæðum í brennidepli. Jafnframt bendir Aðalsteinn á að saltfiskurinn er orðinn að meira tákni á þessu síðara saltfisktímabiii Kjarvals, tákni um sjálfstæði þjóðarinnar, velmegun hennar og andlega reisn. Konurnar dansa með hann eins og hvítbrjósta kavalér og handleika hann eins og hljóð- færi og Kjarval sjálfur málar af honum portrett útí hrauni (30). Sýning þessi og úttekt á saltfiskmyndum Kjarvals er sérstaklega vel heppnuð og einhver besta sýning á verkum Kjarvals um langa tíð og mættu Kjarvalsstað- ir líta til hennar sem góðs fordæmis. LEIKFELAG REYKJAVÍKUR SÍMI 568-8000 STÓRA SVIÐ KL. 20.00: KVÁSARVALSINN eftir Jónas Árnason 7. sýn. laud. 4/5, hvít kort gilda, 8. sýn. laud. 9/5, brún kort gilda. HIÐ UÓSA MAN eftir íslandsklukku Halldórs Laxness í leikgerð Bríetar Héðinsdóttur Föd. 3/5, fáein sæti laus, laud. 11/5, föd. 17/5. ÍSLENSKA MAFÍAN eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson. Fid. 2/5, allra síðasta sýningl! Síðustu sýningar! Samstarfsverkefni við Leikfélag Reykjavikur: Alheimsleikhúsið sýnir á Litla sviði kl. 20.00: KONUR SKELFA toilet-drama eftir Hlín Agnarsdóttur. Fid. 2/5, föd. 3/5, laus sæti, laud. 4/5, föd. 10/5, Id. 11/5. Barflugurnar sýna á Leynibarnum kl. 20.30. BAR PAR eftir Jim Cartwright Ld. 4/5, fáein sæti laus, næstsíðasta sýning, föd. 10/5, kl. 23.00, síðasta sýning. Höfundasmiðja L.R. Laugardaginn 4. maí kl. 16.00. Nulla mors sine causa - kómisk krufning eftir Lindu Vilhjálmsdóttur. Miðaverð kr. 500. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20, nema mánudaga frá kl. 13-17, auk þess er tekið á móti miðapöntunum i sima 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. Til hamingju með afmælið 1. maí 90 ára 60 ára Laufey Sigurðardóttir, Austurbyggð 17, Akureyri. Eva Svanlaugsdóttir, Stórholti 14, Reykjavík. 85 ára Jóhannes Skúlason, Lönguhlíð 3, Reykjavík. Bjarni Árnason, Efri-Ey I, Skaftárhreppi. Jónina Sigurbjörg Jónsdóttir, Klapparstíg 13, Reykjavík. hans Hall- 75 ára Jens Jóhannes Jónsson, Dalseli 33, Reykjavík. Gunnar Davíðsson, Heiðarbrún 31, Hveragerði. Gunnar er að heiman. 70 ára Benedikt Stefánsson, Norðurbraut 17, Hvammstanga. Sigrún Sigurbergsdóttir, Sundlaugavegi 20, Reykjavík. Hildur Andrésdóttir, Sunnubraut 7, Vík í Mýrdal. Sigriður Skúladóttir, Frostaskjóli 11, Reykjavík. Guðmundur Heiðmar Karls- son, pípulagninga- meistari, Fjarðarási Reykjavík. Eiginkona er Guðrún dórsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum í Félagsheimili Fóstbræðra, Lang- holtsvegi 109, í kvöld, 30.4., kl. 20.00. Magnús Sigurðsson, Ránargötu 2, Reykjavík. Ásta Jónsdóttir, Skálaheiði 5, Kópavogi. Sigurður H. Brynjólfsson, Sælundi 3, Vesturbyggð. Þór Guðmundsson, Hvanneyri, Andakilshreppi. Sævar Snæbjömsson, Ásbraut 21, Kópavogi. 50 ára Skúli Þormar Sigurðsson, Austurgötu 26, Hafnaifirði. Kristín H. Kristinsdóttir, Selbraut 1, Seltjarnarnesi. Jón Gestur Viggósson, Vesturvangi 1, Hafnarfirði. Anna Karin Juliussen, Stórholti 17, Reykjavík. 40 ára Guðjón Steinar Garðarsson, Hverfisgötu 6b, Hafnarfirði. Erla Hrund Fið- finnsdóttir, Grenívöllum 32, Akureyri. Eiginmaður hennar er Páll Baldursson, sölu- stjóri Olís á Ak- ureyri. Hjörtur Har- aldsson, Víðigerði, Eyjafjarðarsveit. Haraldur Þorsteinn Gunnars- son, Hrauntúni 33, Vestmannaeyjum. Ástþór Harðarson, Öldugötu 21, Hafnarfirði. Ævar Gunnlaugsson, Reynigrund 17, Akranesi. Hrefna Magnúsdóttir, Bölta, Svínafelli III, Hofshreppi. Guðlaug Snæfells Kjartansdótt- ir, Hverfisgötu 6b, Hafnarfirði. EG ER AÐ KOMA... SÍilSý ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00: SEM YÐUR ÞÓKNAST eftir William Shakespeare 3. sýn. fid. 2/5,4. sýn. sud. 5/5,5. sýn. Id. 11/5. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Mid. 1/5, föd. 3/5, uppselt, fid. 9/5, föd. 10/5, nokkur sæti laus. TRÖLLAKIRKJA eftir Ólaf Gunnarsson í leikgerð Þórunnar Sigurðardóttur. Ld. 4/5, næstsíðasta sýning, sud. 12/5, síðasta sýning. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner Sud. 5/5 kl. 14.00, nokkur sæti laus, Id. 11/5 kl. 14.00, sd. 12/5 kl. 14.00, Id. 18/5 kl. 14.00. Ath. fáar sýningar eftir. LITLA SVIÐIÐ KL. 20.30. KIRKJUGARÐSKLÚBBURINN eftir ívan Menchell Fid. 2/5, Id. 4/5, sud. 5/5, Id. 11/5, sd. 12/5. Ath. fáar sýningar eftir. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ KL. 20.30. HAMINGJURÁNIÐ eftir Bengt Ahlfors Frumsýning Id. 4/5, uppselt, 2. sýn. sud. 5/5, 3. sýn. Id. 11/5, 4. sýn. sd. 12/5, 5. sýn. mvd. 15/5. Cjafakort í leikhús - sígila og skemmtileg gjöf! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 SÍMI MIÐASÖLU: 551 1200 SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! IIlHiLIHKI'I! sýnir i Tjarnarbíói s akamálaleikinn PÁSKAHRET eftir Árna Hjartarson, leikstjóri Hávar Sigurjónsson. 10. sýn. þrid. 30. apríl. 11. sýn. mid. 1. maí. 12. sýn. fid. 2. maí. 13. sýn. Id. 4. maí. Síðasta sýning. Sýningar hefjast kl. 20.30. Miðasala opnuð kl. 19.00 sýningardaga. Miðasölusími 5512525, símsvari allan sólarhringinn. Smáauglýsingadeild Opið í kvöld til kl. 22. Lokað á morgun, 1. maí. Opið fimmtudaginn 2. maí frá kl. 9-22. DV kemur ekki út miðvikudaginn 1. maf. DV kemur næst út fimmtudaginn 2. maí. smáaugiýsingadeild Þverholti 11 - sími 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.