Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1996, Blaðsíða 17
T^V ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 Vinnan við útsæðið hefst: n tilveran Kartöflur spíra í 15-20 gráða hita Hægt er aö kaupa útsæöi í vel- flestum gróðrarstöðvum og er rétti tíminn núna til þess að láta kartöfl- urnar spíra. Mjög gott er að breiða úr kartöflunum á gólfið í biískúrn- um hjá þeim sem eiga bílskúr. Einnig er líka hægt að láta þær spíra í pokunum. Æskilegt hitastig á kartöflurnar á meðan þær spíra er 15-20 gráður í birtu en ekki í sól. „Á meðan kartöflurnar eru að spíra er garðurinn unninn undir gróðursetningu. Moldin er mulin og ágætt er að blanda áburði saman við hana. Lífrænn áburður' er alltaf til bóta þegar matjurtir eru ræktað- ar. Best er ef lífræni áburðurinn er settur á haustin og imninn saman við moldina. Hægt er að vinna líf- rænan áburð saman við núna ef hann er mjög gamall. Lífrænn áburður skilar alltaf góðum efnum í jarðveginn og bætir uppbygginguna á jarðveginum," segir Þorsteinn Guðjónsson, garðyrkjufræðingur í Blómavali. Þegar kartöflurnar eru farnar að spíra er komiö að því að setja þær niður með þvi skilyrði þó að frost sé horfið úr jörðinni. Á sama tíma og kartöflurnar eru settar niður er hægt að blanda blákomi eða öðrum tilbúnum áburði saman við mold- ina. Einnig eru sumir sem dreifa áburðinum yfir beðið eftir að búið er að setja niður. Kartöflurnar eru settar niður í ráðir með 30 cm milli- bili og í kringum 20 cm hafðir á milli hverrar kartöflu. „Engum þykir skemmtilegt að reyta arfa og þeir hinir sömu geta úðað sérstökum arfaeyði yfir beðið eftir að kartöflumar eru komnar niður og áður en grösin koma upp. Eitrið er skaðlegt en fer ekki i kartöflurnar sjálfar og hefur engin áhrif á þær,“ segir Þorsteinn. -em Gulrótum mjólkurfernur Ýmsar gróðrarstöðvar hafa gert tilraunir með að forrækta gulrætur til þess að ná meiri uppskeru. Gul- rótunum er þá sáð í mjólkurfemur og forræktaðar á svipaðan hátt og kál og aðrar matjurtir sem eru for- ræktaðar. Gulrætumar eru síðan grisjaðar áður en þeim er plantað út þegar jörð er orðin frostlaus. Þá er skorið neðan af mjólkurfernunum og þær settar beint niður í jörðina. Þetta hefur gefist mjög vel. -em —T*t - Lára Jónsdóttir og Þorsteinn Guöjónsson eru starfandi garðyrkjufræðingar í Blómavali. Tímitilað forrækta matjurtir Það er einnig mikið að gera hjá Guðríði Helgadóttur, garðyrkjufræð- ingi í Gróðrar- stöðinni Grænuhlíð. DV-myndir GS í hönd fer annasamur tími fyrir áhugafólk um garðrækt. Þeir sem rækta ætla græn- meti í sumar geta byrjað að forrækta það sem þarf að for- rækta og undirbúa beðið fyr- ir sáningu og gróðursetningu. „Þeir sem em ,með garða við húsin sín geta byrjað að stinga upp beð og setja í þau lífrænan áburð, til dæmis þörungamjöl eða þurrkaðan hrossaskít. Núna er til dæmis hægt að sá gulrótunum beint niður þar sem jörð er þiðin. Gulrætur eru lengi að spíra og það hentar þeim ágætlega að fara niður í raka jörð- ina. Þær verða þá komnar af stað í lok maí,“ segir Lára Jónsdóttir, garðyrkjufræðingur hjá Blómavali. Að sögn Láru þarf kálið forrækt- un og rétti tíminn til að huga að því er núna til þess að hægt sé að setja niður í kringum mánaðamótin mai/júní. Svipaðar aöferðir eru not- aðar með blómkál, hvítkál, spergilkál, rósakál, grænkál og sal- at. „Krossblómaættin, sem er kálið, þarf forræktun þannig að það er viðkvæmt fyrir frosti næstu vikurn- ar. Kálinu er ekki sáð beint út heldur eru plönturnar forræktaðar, til dæmis inni í bílskúr. Ákjósanlegar aðstæður til ræktunar eru bjartur en ekki of heitiu1 staður. Skrúfað þarf að vera fyrir ofnana og gott er að lofta vel út. Plönturnar eru við- kvæmar í fjórar til fimm vikur. Sérstak- lega þarf að gæta þess að ekki sé of heitt á þeim því þá spíra þær. Einnig er mikilvægt að plönturnar þorni ekki held- ur fái nógan raka og birtu. „Þegar kom- ið er fram að mánaðamótum maí/júní vonum við að það verði komið sæmilegt sumar. Þá er óhætt að fara að planta plöntun- um sem forræktaðar voru út í undirbúið beð sem búið er að bera í einhvern áburð. Þá um leið er hægt að sá út rófum og radís- um. Mjög gott er að setja yfir þetta einhverja hlíf, til dæmis akrýl- dúk eða plast og boga. Einnig er hægt að kaupa sér forrækt- aðar plöntur þegar komið er fram í lok mai hjá ýmsum gróðrarstöðvum ef fólk hef- ur ekki nógu góða aðstöðu sjálft," segir Lára. -em

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.