Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1996, Page 4
LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 UV
- fréttir
*★*
Enn hækkuðu olíufélögin bensínið upp á sömu auratölu:
Ólöglegt og óþolandi
virkt verðsamráð
„Þegar við erum með samkeppn-
isaðila sem hækka allir á sama degi
um sömu tölu upp á eyri þá eru
hlutimir ekki í lagi. Þetta sýnir
hvernig fákeppnismarkaðurinn
virkar, menn eru búnir að koma sér
saman um verð. Þannig að sam-
keppnin er engin um verð til neyt-
andans hjá þessu þremur olíurisum.
Þetta er ekki hægt að sætta sig við,“
sagði Jón Magnússon, varaformað-
ur Neytendasamtakanna, í samtali
við DV í gær í tilefni af bensíns-
verðshækkun Skeljungs, Olíufélags-
- segir varaformaður Neytendasamtakanna
ins og Olís í gær um 1,90 krónur
lítrann. Um leið lækkaði ríkið bens-
íngjald um 82 aura lítrann.
Þetta er þriðja hækkun olíufélag-
anna frá því í byrjun apríl. Ástæðan
hefur verið sögð hækkun á heims-
markaði. Nú síðustu daga hefur
verðið hins vegar verið á niðurleið,
eins og sjá má nánar á bls. 6 í blað-
inu í dag.
Jón sagði að veturinn í Evrópu og
Ameríku hafi verið óvenju kaldur.
Því hafi eftirspurn eftir bensíni ver-
ið mikil. Sú eftirspum væri hins
vegar að dvína núna í kjölfar hlý-
inda.
„Þeir sem þekkja olíumarkaðinn
eiga að vita þetta. Að hækka með
þessum hætti sýnir hversu óeðliieg
verðmyndun er í gangi á íslenskum
olíumarkaði. Samkeppnin er eins og
viðureign tveggja kappa í wrestling-
glímu sem lemja hvem annan. Þeir
sýnast vera að slást í alvöru en
þetta er bara grín. Það gengur ekki
upp að samkeppnisaðilar séu að
hækka upp á nákvæmlega sömu
krónutölu. Þarna er virkt verðsam-
ráð, sem er óþolandi og að auki
bannað í samkeppnislögum,“ sagði
Jón.
í tilkynningu frá Skeljungi segir
að verðhækkim félagsins hefði orð-
ið meiri ef ekki komið til afskipta
fjármáiaráðuneytisins, með lækkun
bensíngjaldsins, og Féiags islenskra
bifreiðaeigenda, FÍB.
Runólfur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri FÍB, sagði við DV að ríkið
hefði fengið dágóðan arð af þeim
hækkunum sem orðið hafa á heims-
markaði á árinu. Hann sagði fyrir-
sjáanlegt að verðið myndi lækki á
næstunni.
Eftir hækkunina kostar lítrinn af
95 oktana bensíni 75,30 krónur hjá
oliufélögunum þremur og 98 oktana
bensín 80 krónur. Orkan hefur hins
vegar ekki hækkað bensínið en
Gunnar Skaftason sagði við DV í
gær að hækkun lægi í loftinu. Lítr-
inn yrði þó aldrei meira en 4-5 krón-
um lægri en hjá hinum félögunum.
Lítrinn hjá Orkunni er 69,40 krónur
af 95 oktana og 73,80 krónur af 98
oktana. -bjb
Óvenjuleg afmæliskveðja
Mismunandi aðferðir til koma af-
mælisóskum og ástarjátningum á
framfæri.
Hann Ragnar Magnússon bóndi
tók tæknina í sínar hendur þegar
konan hans, Marta Jónsdóttir, varð
þrítug í gær. Hann fór þá leið að
setja afmælisósk og ástarjátningu á
flettiskilti við Lækjargötu.
Mörtu rak í rogastans og hélt að
verið væri að grínast þegar DV
færði henni fréttirnar af þessu um
miðjan dag í gær. Hún hafði ekki
hugmynd um þetta uppátæki bónda
síns en þau voru að koma til
Reykjavíkur austan frá Flúðum í
Hrunamannahreppi, þar sem búa,
til þess að halda upp á afmæli
Mörtu.
„Hún á aftnæli í dag,“ sagði Ragn-
ar af mestu hógværð eins og ekkert
væri eðlilegra þegar hann var
spurður um ástæðuna fyrir því að
hann óskaði henni til hamingju með
þessum óvenjulega hætti en mót-
mælti því ekki að þetta væri hans
leið til þess að tjá henni ást sína.
Hins vegar vildi hann ekki viður-
kenna að ástæðan væri sú að hann
þyrfti að bæta fyrir eitthvað.
-ÞK
Myndirnar á fiettiskiltinu við Lækjargötu tala sínu máli. DV-myndir S
Stimpilklukka
Internet tílboð
Tulip vision Líne Pentium 100
Vonduð Stromberg
stimpilklukka
Einföld í notkun
2ja mánaða Internetáskrift
28.800 Baud mótald
Námskeið í notkun Internetsins
8 MB minm - 850 MB diskur
4 hraða geislaspilari
SoundBlaster 16 hljóðkort
15W hátalarar - Windows 95
MS Home heimapakkinn
Megapak 3 I12 geisladiskar)
kr. 29.900
kr. 18.900
Réttverd: 34.900
Renverð
: 36.900
Við tokum gamla
Nmi
Canon BJC-4100
Litableksprautuprentari
2ja hylkja kerfi - 4.5 bls/mín
720 dpi upplausn
100 blaða arkamatari
prentarann pmn
upp í nýjan!
WfiM
■TiTTFF® Pressworks umbrotslorríi fylgir á CD
kr. 29.950
Nu getur hu notað gamla prentarann piun sem grelðslu
upp í nýlan prentara í Nýherlabúðinnl. Þetta frðbæra
tilboð gildlr aðeins I eina vlku og bvi er eins gon að
hafa hraðar hendur.
kr. 159.900 Ikr. 169.900
Rénverð: 42.900
Iflð tðkum gamla prentarann uppi ð kr.
m/14" SVGA litaskiá
m/la
KGA litaskjá
Opid laugardaga 10-14
NYHERjA
SKAFTAHLÍÐ 24 ... . .. . , .
sími 569 7800 http://www.nyherp.is/vorur/
OLL VERO ERU STGR. VERÐ M/VSK