Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1996, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1996, Síða 23
Markviss undirbúningur fyrir Reykjavíkurmaraþon Hlaupaáætlanir og leiðbeiningar um útbúnað Fagmenntaðir þjálfarar hlaupa með Upphitun, líkamsmælingar, teygjur og styrktaræfingar Góður félagsskapur Þátttakendum stendurtil boða öll aðstaða í Mætti Hopur A: Byrjendur og þeir sem ætla styttri vegalengdir í Reykjavíkurmaraþoni þ.e. skemmtiskokk og 10 km. Þjálfari: Ragnheiður Sæmundsdóttir, íþróttakennari. Hópur B: Vanir skokkarar og þeir sem stefna á hálft eða heilt maraþon. Þjálfari: Heimir Bergsson, íþróttafræðingur. Kynningarfundur og fyrsta æfing 13.maí kl. 18.00. Upplýsingar í síma 568 9915 i>v LAUGARDAGUR 11. MAI1996 unglingaspjall Hörður MarTómasson, 15 ára tölvusání í Hvaleyrarskóla: Það brjálaðist allt - skrifaði svörin í samræmda stærðfræðiprófinu inn á Internetið „Þetta var nú meiri sagan. Það brjálaðist allt. Ég skrifaði svörin niður i prófinu og fór svo beint heim, fékk mér að borða og skrifaði svörin svo inn á heimasíðuna mína á Internetinu að gamni mínu, til að fá fólk til að skoða síðuna," segir Hörður Mar Tómasson, 15 ára tölvu- og stærðfræðiséní í Hvaleyrarskóla í Hafnarflrði. Hörður Mar olli talsverðum titr- ingi í fyrri viku eftir að hann setti öll svörin við stærðfræðispum- ingunum á samræmdu prófun- um inn á Intemetið. Miklar sögusagnir fóru af stað um að hann hefði sett svörin inn á netið áður en prófið byrjaði en það reyndist ekki rétt. Þau voru ekki komin inn á netið fyrr en um þrjúleytið en prófinu lauk á hádegi. „Mér datt þetta bara allt í einu í hug þegar ég fór í prófið, þá hugsaði ég með mér að það væri ferlega fyndið að gera eitthvað klikk- að,“ segir hann og kveðst hafa talið ágætt að eiga svörin til sýnis. Hann segist hafa fengið mikil viðbrögð og það er greini- legt á honum að honum er skemmt yfir uppþotinu sem uppá- tækið hefur valdið. „Það eru allir að segja mér að ég sé klikkaður,“ segir hann. Eftir að fjallað var um málið á Internetinu í útvarpsfréttum skrif- aði Hörður alla sólarsöguna inn á netið, undir yfirskriftinni „Líf og Qör í Mennt@málaráðuneytinu“. Hann rakti söguna frá því hringt var í hann áður en hann var „svo mikið sem sómasamlega klæddur" morguninn eftir prófið þar til ljóst var hvenær svörin voru sett inn á netið. Auk þessa setti hann útvarpsfréttina inn. „Það hringdi einhver maður í mig og var voðalega alvarlegur yfir þessu. Ég held að honum hafi þótt þetta vitleysa í mér. Hann sagði að Hörður Mar Tómasson, 15 ára nemandi í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði, setti svör- in við samræmda stærðfræðiprófinu inn á Internetið skömmu eftir prófið og olli það mikiu uppþoti því að menn ótt- uðust að hann hefði verið búinn að því fyrir prófið. DV-mynd GS hann þyrfti að sanna að þetta hefði ekki verið komið inn fyrir prófið," segir Hörður. Á heimasíðunni segir hann að föður sínum hafi þótt þetta drepfyndið en mamma sín hafi ekki vitað hvað hún átti að halda. Hörður segist vera talsvert í tölv- unni heima hjá sér en þó fari hann ekki á hverjum degi inn á Internetið því að það sé svo dýrt. Hann er ekki alveg viss hvað hann ætlar sér í framtíðinni en stefnir að því að komast inn í Menntaskólann við Hamrahlíð í haust. -GHS ■ SUMARTILBOÐ Heilsársúlpur og sumarjakkar í miklu úrvali. Mörg snið. Verð kr. 4.900 og kr. 7.900. Mörkinni 6 - sími 588-5518 (við hliðina á Teppalandi) Opið laugardaga kí. 10-16 og sunnudaga kl. 13-17 - Bílastæði við búðarvegginn - ^Sturtuklefar? sturtuhorn og hreinlætistæki \ Bogahorn, 80x80 cm eða 90x90 cm. Sveigt og hert öryggisgler, þverröndótt, segullxsingar á hurðum. Verð frá kr. 23.800 stgr. Heill sturtuklefi, 80x80 á kant, með botni, vatnslás, segul- læsingu á hurð, blöndunar- tæki og sturtubúnaði. Verð kr. 29.800 stgr. Sturtuhorn, hert 4 mm öryggisgler, matt eða röndótt. Stærðir 69 til 90 cm á kant. Verð frá kr. 14.7S0 stgr. Sturtuhurðir, heil opnun, segullæsing, hert 4 mm öryggisgler, þverröndótt. Stærðir 76 til 90 cm. Verðfrákr. 12.900 stgr. Sturtuhorn, heil hlið og heil opnun, hert 4 mm öryggisgler, segullæsing á hurð, þverröndótt. Stærðir 80x80 eða 90x90 á kant. Verðfrákr. 18.700 stgr. WC með stút í gólf eða vegg, hörð seta fylgir. Verð frá kr. I 1.450 Stgr. Sturtubotnar í stærðum frá 70 til 90 cm á kant. Emilerað stál. Verð frá 2.990,- stgr. Sturtubotnar, rúnnaðir. 80 til 90 cm á kant. Akrílplast eða emilerað stál. Verð frá kr. 7.660 stgr. \0-\4 Ve/slun fyrir a//a Hanndlaugar á vegg, nokkrar stærðir og gerðir. Verð frá kr. 2.630 stgr. Síðumúla 34 (Fellsmúlamegin) • Slmi 588 7332

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.