Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1996, Qupperneq 26
LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 T>V
26 *
nlist
Topplag
Killing Me Softly gæti oröið
eitt af vinsælli lögum ársins ef
heldur fram sem horfir. Lagið
er búið að vera sex vikur á lista,
þar af fimm vikur í toppsætinu.
Þetta er endurgerð gamals lags
Robertu Flack frá árinu 1973.
Hástökkið
Hástökk vikunnar kemur í
hlut sveitarinnar La Bouche
með lagið Sveet Dreams. Það
lag fór rólega af stað á íslenska
listanum, kom inn í 27. sæti fyr-
ir þremur vikum, fór í 26. sæti
fyrir hálfum mánuði, sat í sama
sæti í síðustu viku en stekkur
nú upp í 15. sæti.
Hæsta nýja lagið
Það er ekki nóg meö að
hljómsveitin Fugees eigi topp-
lag íslenska listans heldur á
hún einnig hæsta nýja lag list-
ans. Það er lagið Ready or Not
sem kemst alla leið í 9. sætið á
sinni fyrstu viku.
Shakur brýtur
skilorð
Rapparinn Tupac Shakur á í
stöðugu stappi við yfirvöld
vestanhafs vegna sakamála.
Hann hefur nú fengið fyrirskip-
un um að mæta til fangelsisaf-
plánunar eigi síðar en 7. júní óg
gæti þá þúrft að sitja inni í íjóra
mánuði. Ástæðan fyrir þvi að
hann er kallaður inn núna er
brot á skilorði en Shakur hlaut
á síðasta ári dóm fyrir líkams-
árás og hluti af dómnum var
fólginn í yinnu í þágu almenn-
ings. Hann lét hins vegar aldrei
sjá sig íl vinnunni og skal því
bak við lás og slá.
Vedder
hótað
öllu illu
Eddy Wedder, söngvari Pearl
Jam, er í felum þessa dagana
vegna þess að einhver ruglu-
dallur hefur hótað honum líf-
láti og ýmsu þaðan af verra.
Ástæðan fyrir þeirri fæð sem
maðurinn leggur á Vedder er
sú að kærastan hans lét hann
róa þar sem hún varð svo yfir
sig hrifin af söngvaranum. Og
meðan lögreglan leitar aö elsk-
huganum heldur Vedder sig til
hlés.
íboði
á Bylgjunni á laugardag kl. 16.00
ISL T.T JL^fi JLJL JUA e TT M 1 1 NN I
viknna 11 1 1 .b. - 12.5. 'I
SlÐASTA VIKA FYRIR 2 VIKUM VIKUR Á USTANUM TOPP m
1 1 1 6 ••• 5. VIKANR. 1... KILLING ME SOFTLY FUGEES
2 2 3 6 LEMON TREE FOOL'S GARDEN
3 3 2 4 I REALLY LOVED HAROLD EMILIANA TORRlNl
<3> 7 15 4 BECAUSE YOU LOVED ME CELINE DION
Q) 9 29 3 BREAKFAST AT TIFFANY'S DEEP BLUE SOMETHING
6 6 5 5 1,2,3,4 (SUMPIN’ NEW) COOLIO
7 4 4 5 STUPID GIRL GARBAGE
8 8 8 6 FIRESTARTER PRODIGY
GD 1 ... NÝTT A USTA ... READY OR NOT FUGEES
NYTT
(íq) 11 33 3 CAN'T GET YOU OFF MY MIND LENNY KRAVITZ
Œ) 15 - 2 L'OMBELICO DEL MONDO JOVANOTTI
QD 14 20 6 GAS FANTASÍA OG STEFÁN HILMARSSON
13 13 17 7 YOU DON'T FOOL ME QUEEN
14 5 7 3 X-FILES DJ. DADO
26 26 4 ... HÁSTÖKK VIKUNNAR... SWEET DREAMS LA BOUCHE
N VTT 1 IT'S RAINING MAN WEST END GIRLS
25 24 4 PIU BELLA COSA EROS RAMAZZOTTI
(3) 23 23 5 FASTLOVE GEORGE MICHAEL
GD 28 34 3 RETURN OF THE MACK MARK MORRISON
20 20 25 3 I WILL SURVIVE CHANTAY SAVAGE
(21) 22 28 4 GIVE ME A LITTLE MORE TIME GABRIELLE
22 12 12 5 DEAD MAN WALKING BRUCE SPRINGSTEEN
23 10 6 8 WEAK SKUNK ANASIE
24 24 - 2 THREE IS A MAGIC NUMBER BLIND MELON
m U VTT 1 OLD MAN 8. ME (WHEN I GET TO HEAVEN) HOOTIE & THE BLOWFISH
26 17 16 10 CALIFORNIA LOVE 2 PAC 8. DR. DRE
27 21 19 10 LET YOUR SOUL BE YOUR PILOT STING
EU N»TT 1 DIZZY SPOON
GD 39 40 3 JOURNEY PAPA DEE
30. 32 38 3 MISSION OF LOVE SIX WAS NINE
m N Y T T 1 SATURNUS VINIR VORS OG BLÓMA
32 19 10 10 YOU LEARN ALANIS MORISSETTE
33 40 - 2 SALVATION CRANBERRIES
NYTT 1 ALWAYS BE MY BABY MARIAH CAREY
35 16 9 9 CHILDREN ROBERT MILES
(3D 37 - 2 SOMETHING DIFFERENT SHAGGY
38 39 NYTT 1 SINGING IN THE SUN VIRIDIAN GREEN
18 14 9 BIG ME FOO FIGHTERS
N VTT 1 BEFORE PET SHOP BOYS
£1 n v t r 1 DOIN'IT LL COOL J
Dýrkeyptur
dans
Liam Tyson, gítarleikari
bresku hljómsveitarinnar
Cast, varð fyrir því óhappi á
ferð í Japan á dögunum að axl-
arbrotna og kom með því í veg
fyrir að hljómsveitin gæti hit-
að upp fyrir Oasis á tónleikum
í Bretlandi nokkrum dögum
síðar. Tyson var að skemmtá
sér á veitingahúsi í Tokyo
ásamt félögum sínum og barst
leikurinn upp á borð en þar sem
kappinn var eitthvað rykaður í
kollinum endaði gamanið með
því að hann steyptist á hausinn
á gólfið. Hann harkaði þó af sér
og hélt djamminu áfram en
uppgötvaði það svo morguninn
eftir að líklega hefði eitthvað
farið úrskeiðis við fallið. Við
rannsókn kom í ljós að Tyson
var axlarbrotinn og verður
hann frá spilamennsku næstu
vikurnar.
Michael
erkibóndi
Michael Jackson stendur sí-
fellt í stórræðum og fréttir hafa
nú borist af því að hann hafi
fest kaup á húsakynnum undir
sig og sína í Frakklandi. Og
menn eins og Micahel þurfa
gott rými þannig að ekki dugði
minna en búgarður upp á
700-800 milijónir króna. Ekki
fylgir sögunni hvar búgarður-
inn er en talið er að hann sé í
Suður-Frakklandi.
Rappari
í va inn
Victor Ray Wilson, sem var
einn af stofnendum rappsveit-
arinnar Body Count, lést fyrir
nokkru í Los Angeles, 37 ára að
aldri. Wilson, sem var trommu-
leikari sveitarinnar til dauða-
dags, lést ekki vegna ofneyslu
fíkniefna eða annars ólifnaðar
heldur var það krabbamein
sem lagði hann að velli. Body
Count var stofnuð árið 1989 og
var rapparinn Ice-T forystu-
sauður þar á bæ. Sveitin er
þekktust fyrir það fjaðrafok
sem hún vakti með laginu Cop
Killer en lagið var bannað út og
suður um alian heim fyrir að
hvetja til ofbeldis gegn lög-
reglumönnum. Hljómsveitin
hafði lokið við upptökur á nýrri
plötu skömmu áður en Wilson
lést.
-SþS-
Kynnir: Jón Axel Ólafsson
Islenski listinn er samvinnuverkefni Bylgjunnar, DVog Coca-Cola á Islandi. Listinn erniöurstaða skoðanakönnunar sem er framkvæmd af markaðsdeild DV i hverri viku.
Fiöldi svarenda er á bilinu 300 til 400, á aldrinum 14 til 35 ára af öllu landinu. Jafnframt er tekið mið afspilun þeirra á islenskum útvarpsstöðvum. Islenski listinn birtist
a hverjum laugardegi i DV og er frumfluttur á Bylgjunni kl. 14.00 a sunnudögum j.sumar. Listinn er birtur, að hluta, i textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski
listinn tekurþátt í vali "VJorfd Chart" sem framleiddur er af Radio Express i Los Angeles. Einnig hefurhann áhrifá Evrópulistann sem birturerí tónlistarblaðinu Music
& Media sem er rekið af bandariska tónlistarblaðinu Billboard.
“í'-ik’M
GOTT ÚTVARPI
Yfirumsjón með skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla:#Dódó - Handrit: Sigurður Helgi
Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og ívar Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backman
og Jóhann Garðar Ólafsson - Yfirumsjón með framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel Ólafsson