Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1996, Page 34
k ffm m m
42 fyfirheyrsla
LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 IXV
Guðrún Pátursdóttir forsetaframbjóðandi í DV-yfirheyrslu:
Kem til dyranna eins og ág er klædd
Guðrún Pétursdóttir segir m.a. í yfirheyrslu DV að hugsanlegt framboð Jóns Baldvins, mágs síns, myndi hafa meiri
áhrif á fyigi Ólafs Ragnars en sitt. DV-mynd Brynjar Gauti
- Af hverju fórstu i framboð?
„Vegna þess að þeir sem þekkja
mig best frá ýmsum skeiðum æv-
innar hvöttu mig til að gefa kost á
mér til embættis forseta íslands
með þeim rökum að menntun mín,
reynsla og manngerð gætu komið
þjððinni að gagni i þessu embætti."
- Hver telur þú helstu gildin
vera sem embætti forseta íslands
á að standa fyrir?______________
„Forsetinn á að vera sameining-
arafl. Það sem sameinar okkur er
arfleifð okkar og saga, þjóðernið,
tungan og sameiginlegir þjóðarhags-
munir. Forsetinn á að standa dygg-
an vörð um þann menningararf sem
við höfum fengið í hendur og stuðla
að því að við auðgum hann og fær-
um áfram í hendur þeirra sem á eft-
ir okkur koma. Forsetinn á að tala
fyrir friði og sáttum, umburðar-
lyndi og mannúð. Hann á að vera
víðsýnn, framsýnn og bjartsýnn og
fær um að efla trú manna á landið
og þjóðina."____________________
- Hverjar verða þínar áherslur
á Bessastöðum, náir þú kjöri?
„Eg mun leggja áherslu á alhliða
menntun vegna þess að hún er for-
senda þess að við getum nýtt þau
tækifæri sem framtíðin mun bjóða.
Möguleikar fyrir vel launuð störf í
framtíðinni byggjast á vel mennt-
uðu og þjálfuðu vinnuaíli. Eftir því
sækjast bæði innlend og erlend fyr-
irtæki. Ég mun hvetja íslendinga til
að sækja sér verkefni út fyrir land-
steinana, eins og við erum þegar
farin að gera á mörgum sviðum.
Þarna eiga okkur eftir að opnast
enn fleiri leiðir í krafti þeirrar
þekkingar og verkhæfni sem við
búum yfir. Ég legg áherslu á að við
göngum vel um auðlindir okkar og
að við skilum landinu og miðunum
með sóma í hendur næstu kynslóð-
ar. Ég mun leggja áherslu á að rödd
íslands hljómi í alþjóðlegu sátta-
starfi. Sérkenni okkar er að við
erum vopnlaus þjóð og því við hæfi
að við látum að okkur kveða í þágu
friðar. Ég mun ferðast um landið til
að vera í stöðugu sambandi við
landsmenn. Þessar heimsóknir
þurfa ekki alltaf að vera formlegar,
heldur geta einnig verið með lát-
lausara yflrbragði.“____________
- Finnst þér að forsetinn eigi
að beita ákvæði um neitunarvald
á lagasetningar frá Alþingi?
„Hornsteinn stjórnskipunar okk-
ar er þingræðið. Hér er um vand-
meðfarið ákvæði í stjórnarskránni
að ræða. Því hefur aldrei verið beitt
og gefur þvi visst fordæmi. Ég lít
svo á að þetta ákvæði sé varnagli
sem forseti getur beitt ef skerst í
odda með þingi og þjóð. Vonandi
kemur ekki til þess.“
Kostnaður innan við 10
milljónir
- Hver er áætlaður kostnaður
við þitt framboð?_______________
„Aður en ég tók ákvörðun um
framboð hafði ég samband við
nokkra gamla vini og skólafélaga
sem hafa mikla reynslu af kosning-
um og starfi í kringum þær. Þeir
tóku að sér að halda utan um pen-
ingamálin og gera kostnaðaráætlun.
Við gerum ráð fyrir að kostnaður-
inn verði innan við 10 miUjónir. Til
þessa hefur sú áætlun staðist en
kosningabaráttan getur æxlast eftir
því hvernig aðrir frambjóðendur
haga sér,“______________________
- Hver fjármagnar baráttuna?
„Það er gert eins og í venjulegum
kosningum, með framlögum ein-
staklinga og fyrirtækja. Megnið af
vinnunni er sjálfboðavinna."____
- Er eitthvað í þinni fortíð sem
gæti skaðað þig sem forseta?
„Nei, ekkert. Eg hef farið í gegn-
um þetta í huganum og ekki fundið
neitt sem ekki þolir dagsljósið.“
- Þú viðurkenndir í viðtali fyrr
í vetur að hafa reykt hass á þín-
um yngri árum. Sæmir það þjóð-
höfðingja að hafa neytt fíkni-
efna?______________________
„Eg kem til dyranna eins og ég er
klædd, - ég reyki ekki og neyti
áfengis í stakasta hófi. En það er
rétt, að þegar ég var innan við tví-
tugt prófaði ég að reykja hass, enda
var tíðarandinn annar en hann er í
dag og unglingar gerðu sér enga
grein fyrir því hversu hættuleg
þessi efni eru. Nú veit ég, ekki síst í
krafti sérgreinar minnar um tauga-
kerfið, hvaða afleiðingar neysla
svona efna getur haft. En ég er ekki
frá því, að að ég nái betra sambandi
við ungt fólk í samræðum um fíkni-
efni, einmitt vegna þess að ég get
talað við þau af nokkurri reynslu
þess sem sjálfur var unglingur í
svipuðum hugleiðingum og þau eru
nú. Mér finnst það vera vænlegra til
árangurs en að tala ofan og utan frá
um þessa hluti."
Eitt framboð hefur fylgi
af öðru
- Nú hefur fylgi við þig í und-
anförnum skoðanakönnunum
mælst svipað og Péturs Kr. Haf-
stein. Eruð þið Pétur ekki að
berjast um hylli sömu kjósenda,
þ.e. í Sjálfstæðisflokknum, og
skemmir það ekki fyrir ykkur í
baráttunni við Ólaf Ragnar sem
mælst hefur langefstur í könnun-
um?______________________________
„Það liggur í hlutarins eðli að eitt
framboð hefur fylgi af öðru, og þýð-
Yfirheyrsla
Björn Jóhann Björnsson
ir ekki um það að fást. Ég er ekki að
berjast í Sjálfstæðisflokknum, - ég
er í framboði sem einstaklingur og
leita stuðnings kjósenda sem ein-
staklinga, án tillits til þess hvaða
skoðun þeir hafa á þjóðmálum. Ég
er hins vegar ekki í vafa um að lín-
urnar eiga eftir að skerpast á næstu
vikum. Ég finn þegar ég tala við
fólk að það er leitandi og vill meiri
upplýsingar áður en það gerir upp
hug sinn. Það er mikið svigrúm fyr-
ir breytingar."___________________
- Hefurðu fengið stuðning fleiri
ráðherra Sjálfstæðisflokksins en
Þorsteins Pálssonar, t.d. frá
frænda þínum, Birni Bjamasyni?
„Eg legg ekki svo mikið upp úr
því að leita eftir yfirlýstum stuðn-
ingi sterkra stjórnmálamanna. í
mínu framboði legg ég áherslu á að
fá breitt fylgi fólks úr öllum stjórn-
málaflokkum. Ég hef ekki spurt
Björn um hans afstöðu. Við megum
ekki gleyma því að Við megum ekki
gleyma því að Pétur og Björn eru
aldir upp í næstu húsum hvor við
annan og þar er æskuvinátta á
milli.“_________________________
- Náfrænka þín, Valgerður
Bjarnadóttir, systir Bjöms, hefur
lýst yfir stuðningi við Pétur Kr.
Hafstein vegna þess að hann væri
virðulegri og hæfari en þú.
Hvernig kom þetta á þig?________
„Mér kom stuðningur Völu við
Pétur alls ekki á óvart. Mér er sagt
að þegar Vala lærði að prjóna, þá
hafi hún prjónað fyrsta trefilinn á
Pétur Hafstein. Milli þeirra er
æskuvinátta. Ég virði það við Völu
að viija styðja Pétur, áður en hann
bauð sig fram átti ég hennar stuðn-
ing vísan. Það eru engin sárindi í
mínum huga, hvorki gagnvart Völu
né Birni.“______________________
- Nú ertu komin af mjög ætt-
stóru fólki. Hvort finnst þér það
jákvætt eða neikvætt fyrir þitt
framboð?________________________
„Eg er þakklát fyrir það góða fólk
sem að mér stendur og hefur alltaf
reynst mér vel. Það er styrkur minn
að eiga þetta góða fólk að. Hins veg-
ar hef ég aldrei ætlast til þess að
komast áfram vegna ættartengsla.
Ég hef valið mér vettvang, visindin,
þar sem ættartengsl skipta engu.
Það þætti í meira lagi broslegt að
ætla að flíka þeim þar.“________
- Nú muna eflaust margir eftir
þér úr fremstu sveit andstæðinga
Ráðhúss Reykjavíkur á sínum
tíma. Hvað finnst þér um bygg-
inguna í dag? Ferðu t.d. inn í
hana?___________________________
„Já, já, auðvitað fer ég inn í Ráð-
húsið. Ráðhúsmálið tilheyrir fortíð-
inni. Maður verður að kunna að
taka hvern slag fyrir sig. Ég er
áhugasöm og kraftmikil í þeim mál-
um sem ég tek mér fyrir hendur og
horfi fram á við en ekki aftur til for-
tíðar.“
Úlafur er ekki í felum
- Aðrir frambjóðendur hafa
haft maka sína mikið í frammi,
sérstaklega í auglýsingum að
undanförnu, en heldur lítið borið
á þfnum maka. Heldurðu Ólafi í
felum?_________________________
„Nei, nei, hann er ekki í felum.
Ólafur er ákaflega skemmtilegur,
fróður og réttsýnn og mjög góður
lífsforunautur fyrir manneskju eins
og mig. Hann styður mig eindregið,
sem sést best á því að hann tekur
ekki sæti á Alþingi á meðan ég er í
þessari baráttu og ætlar að segja af
sér þingmennsku ef ég næ kjöri. Ég
veit hann mun standa við hlið mér
eins og hæfir í embættinu. Auðvitað
kemur hann meira fram eftir þvi
sem á líður í kosningabaráttunni.
Fram til þessa hefur hann einfald-
lega verið mjög önnum kafinn í
sínu eigin starfi.
Ég vek athygli á einu sem mér
hefur fundist sláandi. Það er verið
að kjósa einstakling til embættisins.
Við Guðrún Agnarsdóttir komum
fram einar í auglýsingum til að
byrja með en karlarnir, sem í fram-
boði eru, hafa varla sést neins stað-
ar án eiginkvenna sinna, í auglýs-
ingum eða í sjónvarpi. Svo er verið
að segja að það sé kominn tími á
karlmann á Bessastöðum."_______
- Eruð þið Olafur enn ógift?
„Já, við erum það.“_________
- Þarf forsetinn ekki að vera í
vígðri sambúð?_________________
„Jú, ég virði fullkomlega þau
sjónarmið að svo eigi að vera. Við
Ólafur höfum síður en svo nokkuð á
móti hjónabandi. Okkur hefur bara
fundist að ef við létum gifta okkur
núna, þá væri eins og við gengjum
ekki til hjónabandsins af heilum
hug. En ég get lofað þér því að það
verða hjón sem setjast á Bessastaði
ef ég næ kjöri.“_______________
- Mágur þinn, Jón Baldvin
Hannibalsson, er sagður vera að
íhuga alvarlega að bjóða sig
fram. Hvemig litist þér á hans
framboð ef af yrði?____________
„Eg hef lítið velt því fyrir mér.
Það verður bara að koma í ljós.“
- Myndi það ekki koma niður á
þínu framboði?_________________
„Eg, held að það myndi hafa
meiri áhrif á fylgi Ólafs Ragnars
Grímssonar. Þarna væri annar
stjórnmálamaður að fara fram á
völlinn gegn Ólafi. Þar sem ég hef
farið hef ég fundið í sámræðum við
fólk að það vill heldur fúlltrúa sem
er ekki tengdur flokkapólitík og erj-
um stjórnmálanna. Ef annar mjög
þekktur stjómmálamaður færi fram
þá held ég að andstæðurnar milli
framboðs þeirra og mín, sem ekki
kem úr röðum stjórnmálanna, muni
skerpast. Þá mun koma betur í ljós
hvort fólk vill stjórnmálamann eða
fulltrúa úr eigin röðum eins og ís-
lendingar völdu sér með kjöri
Kristjáns Eldjárns og Vigdísar Finn-
bogadóttur.“
-bjb