Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 Fréttir Barnung vændiskona og fíkniefnaneytandi í einkaviðtali við DV: Sel mig á klukkutíma í miðborg Reykjavíkur - segir stúlkan sem byrjaði á fikti með hass og segist nú „andlega dauð“ „Eftir að ég seldi mig í fyrsta sinn hefur ekkert skipt máli. Ég er til- fmningalega og andlega dauð. Sárs- aukinn var svo gríðarlegur eftir þetta fyrsta sihn að ég át allt dóp sem ég komst yfir og það dugði ekki heldur til að gleyma,“ segir reyk- vísk stúlka á táningsaldri í viðtali við DV. Hún lítur út eins og aðrir unglingar en þegar hún talar er röddin sljó og svipurinn er fjarrænn og áhugalaus. Stúlkan, sem er aðeins 17 ára, er einn þeirra unglinga í Reykjavík sem hafa orðið undir í baráttunni við dópið. Skólagöngunni lauk áður en skyldunámi var lokið og síðan hefur tekið við erfltt líf með dópi, vændi, innbrotum, meðferðum, meira dópi og meira vændi - og vonandi einni meðferð enn. Núna er hún bara barnung vænd- iskona og flkill sem bíður þess að fara sömu leið og margir vinirnir sem látiö hafa lífið fyrir fikninni. Beri næsta meðferð ekki árangur fullyrða læknar að hún eigi bara ár eftir ólifað. Skammtur fyrir drátt „Þessi heimur er orðinn harðari hér í Reykjavík en hann var þegar ég byrjaði fyrir tveimur eða þremur árum. Ég get selt mig í miðborginni á klukkutíma. Fyrir það fæ ég pen- ing sem dugar mér fyrir einum skammti af amfetamíni. Þaö tekur tíu mínútur að kaupa það,“ segir stúlkan. Harkan í reykviskum fíkniefna- Barnung og forfallin í vændi og fíkniefnum. Skólagöngu er löngu lokið og nú er eina vonin að komast enn einu sinni í meðferð. Upphafið að harmsögunni var saklaust fikt með hass.„Eftir að ég seldi mig í fyrsta sinn hefur ekkert skipt máli. Ég er tiifinningalega og andlega dauð,“ segir 17 ára reykvísk stúlka í samtali við DV DV-mynd ÞÖK heimi kemur fram í því að flestir dópsalarnir eru vopnaðir. Ekki með byssum enn sem komið er en hnífar og hnúajárn hafa þeir. Þeir sem kjafta frá dópsölu eru barðir. „Skvíl- er“, eða kjaftaskjóða, á ekki sjö dag- ana sæla. Stúlkan segir að tvær leiðir séu til að afla fjár fyrir dópi. Önnur er að brjótast inn í hús eða bíla og skipta svo á þýfinu og dópi. Geisla- spilari dugar fyrir einu grammi af amfetamíni. Bílaútvarp er hins veg- ar of lítið. Þaö þarf nokkur til að fá einn skammt. Tugir stúlkna í vændi Hin leiðin er að stunda vændi. Stúlkan segir að nokkrir tugir stúlkna í Reykjavík selji sig reglu- lega. Hún veit ekki hve margar. Þær eru ekki hundrað en „nokkrir tug- ir,“ segir hún. Fyrir að selja sig geta stúlkumar reiknað með að fá frá fimm þúsund krónum og upp í 15 til 20.000 ef heppnin er með. Karlar selja sig líka en það er fátíðara og strákarn- ir fá jafnvel 40.000 krónur fyrir dráttinn, hvort sem þeir selja sig konum eða körlum. Reglan er samt sú aö stelpurnar selja sig en strákarnir brjótast inn. Stúlkan segir að eftir að hafa selt sig einu sinni hverfi allar tilfinning- ar. Hún segist bara bíða eftir að karlinn ljúki sér af og svo fær hún borgað og getur keypt sér skammt. 1 fyrsta skiptið var hún spurð hvort hana „vantaði vinnu". I heimi dópsins á íslandi þýðir það vændi. Hún segist hafa neitað en féll svo fyrir freistingunni af því að 15.000 krónur voru í boði eða þrír skammt- ar af amfetamíni. Fikt sem kostar lífið Hún segir að amfetamínið sé vin- sælasta dópið og það er nóg til af því á götunum. E-pilIurnar eru að mestu hættar að sjást enda eru eft- irköstin af þeim svo erfið. Þung- lyndi og sjálfsmorð. Það eru E-pilI- urnar. Þess vegna vUl fólk fá am- fetamín eða jafnvel enn harðari efni. „Hjá mér byrjaði þetta svoleiðis að ég var að fikta með hass. Það var ósköp saklaust en svo fannst mér ég bara verða dofin af hassinu og vildi fá eitthvað meira krassandi. Það var amfetamín og ég hef eftir það notað aUt sem er á markaðnum," segir stúlkan. Sprautuför á hand- leggjunum taka af tvímæli um það. Afleiðingamar af daglegri neyslu eru svo stöðugur ótti og kvíði. Stúlkan segist hafa legið inni vikum saman eftir túrana og ekki þorað að láta nokkurn mann sjá sig. „Ég hef skriðið undir rúm í hvert sinn sem bankað er og ekki borðað dögum saman. Þetta er skelfilegt líf og ég þrái ekkert heitara en að losna út úr þessu. Ég veit að ég á bara ár eftir ef ég losna ekki,“ segir hún. -GK Stuttar fréttir Nánustu stuðningsmenn Guðrúnar Pétursdóttur, þar ó meðal Ólafur Hanni- balsson, sambýlismaður hennar, fylktu liði í norska sendiráöið í Reykjavík síðdegis í gær til að horfa á beina útsendingu í norska ríkissjónvarpinu. Guðrún var þar gestur í spjallþættinu Toppen en time þar sem fjallað var töluvert um Island, m.a. kom Vigdís Finnbogadóttir forseti fram í þættinum. Ekki er annað að sjá en að Ólafur hafi fylgst grannt með frammistöðu konu sinnar. DV-mynd BG Ógildingar krafist á bátakaupum: Heimilsfangið flutt meðan afsali bátsins var þinglýst DV, Norðurl. vestra: Þingfest hefur verið fyrir Héraðs- dómi Norðurlands vestra mál þar sem Hvammstangahreppur krefst ógildingar á sölu vélbátsins Báru Bjargar HU-27 til Hólmavíkur á liðnu sumri. Forsvarsmenn Hvammstanga- hrepps telja að fyrrum eiganda báts- ins, Ástvaldi Péturssyni, hafi borið * að bjóða hreppnum bátinn til kaups. Með honum fylgdi til Hólmavíkur umtalsverður hluti þess innfjarðar- rækjukvóta sem Hvammstangi hef- ur fengið í sinn hlut. Nú eru aðeins gerðir út tveir bátar á innfjaröar- rækjuna frá Hvammstanga. Að sögn Guðmundar Guðmunds- sonar sveitarstjóra snýst málið um það að gerður var kaupsamningur þar sem kveðið var á um að bátur- inn væri seldur einkahlutafélagi um rekstur hans á Hvammstanga. Þeg- ar síðan var gefið út nýtt afsal á bátnum kom í ljós að kaupin voru gerð við hlutafélag á Hólmavík. Þaö flutti heimilsfang sitt til Hvamms- tanga um stundarsakir eða þar til að afsalið hafði verið þinglýst. Nokkrum dögum siðar var heimils- fang hlutafélagsins flutt til Hólma- víkur aftur. „Ég held að sé nokkuð ljóst að þetta var máiamyndasamningur til að komast hjá því aö bjóða hreppn- um bátinn til kaups,“ segir Guð- mundur sveitarstjóri. Hann sagði að sveitarfélagið mætti ekki við því að missa þennan kvóta. Hafa bæri í huga að ekkert byggðarlag hefði misst eins miklar aflaheimildir síð- an kvótakerfinu var komið á og Hvammstangi. Væri því nauðugur einn kostur að vera í varnarstöðu. Ekki er reiknað með að dómur falli í málinu fyrir héraðsdómi fyrr en með haustinu. Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Já Jj Nel _2j ,r ö d d FOLKSINS 904-1600 Viltu að fleiri gefi kost á sér í fosetaembættið? Skeljungur lækkar um 2 krónur - á einni bensínstöð Skeljungur hefur ákveðið að lækka bensínlítrann um tvær krón- ur á bensinstöðinni á mótum Kleppsvegar og Langholtsvegar á meðan endurbætur fara fram á stöð- inni. Á næstu vikum verður reist skyggni yfir stöðina og settar nýjar fjölvalsdælur. Bensínstöðin verður opin á með- an framkvæmdum stendur. Áætlað er að endurbótunum ljúki um næstu mánaðamót. -bjb Skipt á heimíldum Ráðherra getur krafið útgerðir sem fá kvóta á fjarlægum miðum til að skila hluta af kvóta sínum innan lögsögunnar, verði úthafs- veiðifrumvarp, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, að lögum. RÚV greindi frá þessu. Sameinast í kröfum Stéttarfélögin sem koma að gerð Hvalfjarðarganga eru að sameinast í kröfum um gerð kjarasamninga. Samkvæmt RÚV munu þau leggja kröfumar fram við vinnuveitendur um miðja vikuna. Eyjanemar undir smásjá Fræðsluyfirvöld hyggjast kanna sérstaklega skólastarf í Vestmannaeyjum í kjölfar fund- ar um slakan árangur nemenda á samræmdum prófum í fyrra og þátt áfengisneyslu í námsárangri þeirra. RÚV greindi frá þessu. Sjálfsbjörg mótmælir Aðalfundur Sjálfsbjargar sendi frá sér harðorðaða ályktim þar sem „linnulausum árásum" ríkisstjómarinnar á kjör og rétt- indi fatlaðra er mótmælt. Einar í FH Stjórn Fiskiðjusamlags Húsa- víkur hefur ráðið Einar Svans- son framkvæmdastjóra í stað Tryggva Finnssonar. Einar hef- ur verið framkvæmdastjóri Fisk- iðjunnar Skagfirðings. Hvalveiöar strax Rúmlega 87% þjóðarinnar em fylgjandi hvalveiðum á ný, ef marka má skoðanakönnun Gallups. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.