Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Blaðsíða 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 Allt í einu var hægt að lækka lyfjaverð í apótekum. Samstillt gól „Þegar ráðherrar voru áður fyrr að reyna að fá apótekara til að lækka álagningu á lyf þá ráku þeir upp öflugt og samstillt gól og sögðu auma pólitikusa ham- ast gegn saklausum neytendum." Árni Bergmann, í DV. Samkeppnin eins og wrestling „Samkeppnin er eins og viður- eign tveggja kappa í wrestling- glímu. Þeir sýnast vera að slást í alvöru en þetta er bara grín.“ Jón Magnússon, í DV, um samkeppni hjá olíufélögum. Ummæli Óspennandi list- „Hún er sjálfhverf og óspenn- andi og höfðar ekki til almenn- ings, sem er fyrir vikið að missa áhuga á myndlist almennt." Daði Guðbjörnsson, í Morgunblaðinu, um nýlist. Afnema nauðungar- áskriftina „Það eru auðvitað forréttindi RÚV, er felast í nauðungar- áskriftinni, sem á að afnema, en ekki frjálsar og eðjilegar við- skiptatekjur." Hörður Einarsson, í DV. Sjáanlegt vændi „Ef viðskiptavinurinn fær að- eins að sjá tilburðina og nekt hennar má hún þá kallast „aug- ljós“ vændiskona." Snorri Óskarsson, í DV, um nektar- dansmeyjar. w- Tré eru elstu lífverur jaröarinnar Stærstu og elstu tré Stærsta lífvera jarðar er stærsta kaliforníska risafuran (Sequoiadendron giganteum), sem nefnd hefur verið Sherman hershöfðingi. Þessi risafura er í Sequoia- þjóðgarðinum í Kali- forníu. Hún er 84 m að hæð og ummálið er 25 m í rúmum metra frá jörðu. Ef þetta tré yrði nýtt væri hægt að vinna úr því rúm 600 ferfet af tommu borðviði, sem nægja myndi í fimm millj- arða af eldspýtum. Barrið er blágrænt og rauð- brúnn börkurinn er allt að 61 cm að þykkt. Áætlað er að tréð ásamt rótarkerfi vegi allt að 2500 tonn. Tréð er 2500 til 3000 ára gamalt. Blessuð veröldin Umfangsmesta laufþak Umfangsmesta laufþak eins trés er laufþak austur-indverska flkjutrésins Ficus benghalenis, sem vex í indverska grasagarð- inum í Kalkútta. Það hefur 1775 hliðarstofna eða stoðrætur og laufþakið þekur alls 1, 2 hektara. Tré þetta var farið að vaxa fyrir 1787. Norðaustangola eða kaldi í dag verður norðaustangola eða kaldi. Skýjað að mestu og lítilshátt- ar súld á Suðaustur- og Austurlandi en víðast annars staðar bjartviðri. Hiti frá 5 til 7 stigum á annesjum norðaustanlands, upp í 12 til 15 Veðrið í dag stiga hita í innsveitum sunnanlands og vestan. Sólarlag í Reykjavík: 22.32 Sólarupprás á morgun: 4.15 Síðdegisflóð í Reykjavík: 15.40 Árdegisflóð á morgun: 4.03 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri heióskírt 0 Akurnes léttskýjaö 2 Bergsstaðir heiöskírt 1 Bolungarvik heiðskírt 3 Egilsstaðir skýjaó 1 Keflavíkurflugv. heiðskírt 5 Kirkjubkl. skýjaö 5 Raufarhöfn heióskírt -1 Reykjavík léttskýjaö 6 Stórhöföi þokumóða 6 Helsinki léttskýjaö 16 Kaupmannah. Ósló skýjaö 16 Stokkhólmur léttskýjaó 16 Þórshöfn skýjaó 5 Amsterdam súld á síö.klst. 9 Barcelona þokumóóa 10 Chicago heiöskírt 4 Frankfurt alskýjaó 10 Glasgow skýjaó 6 Hamborg þoka 6 London léttskýjaö 7 Los Angeles þokumóða 19 Lúxemborg rign. á síö.klst. 7 París rign. á síö.klst. 8 Róm þokumóöa 11 Mallorca skýjaö 10 New York heiöskírt 9 Nice léttskýjaö 15 Nuuk skýjaö 7 Vin rigning 12 Washington léttskýjaö 9 Winnipeg skýjaó 10 Ungu leikararnir í Þjóðleikhúsinu að spreyta sig á Shakespeare. m yður þóknast Þjóðleikhúsið frumsýndi á síðasta vetradag Sem yður þókn- ast eftir William Shakespeare í þýðingu Helga Hálfdanarsonar og er næsta sýning annað kvöld. Leikritið segir frá Rósalind, dóttur útlægs hertoga. Hún fellir hug til ungs manns, Orlando, og harðbrjósta frændi hennar hrek- ur hana að heiman. Rósalind Leikhús Ólafur Rafnsson, formaður Körfuknattleikssambands íslands. Stefnt á milliriðil í Evrópukeppni landsliða „Ég er búinn aö vera sex ár í stjórn Körfuknattleikssambands íslands, fyrst sem gjaldkeri og síð- astliðin tvö ár hef ég verið vara- formaður, þannig að formanns- starfið er í raun í framhaldi af þessu,“ segir Ólafur Rafnsson, sem kjörinn var formaður sambands- ins á sunnudaginn. Hann haföi betur í kosningu milli hans og Bjarna Hákonarsonar. Ólafúr segir að undirbúningur- inn fýrir formannskjörið hafi ver- ið meira spennandi en kosning- arnar sjálfar: „Þegar kom að kosn- ingunni hafði ég talsverða yfir- burði, en aðalatriöið fyrir mig var að það var einhugur á þinginu um Maður dagsins mál sem lágu fyrir.“ Helstu málin á þinginu sagði Ólafur hafa verið mótafyrirkomu- lagið og fyrirtækjakeppnina: „Það verður breyting á íslandsmótinu. Við förum úr riðlakeppninni yfir i eina tólf liða deild með tvöfaldri umferð. Hitt stóra málið er svo- kallaður Fyrirtækjabikar. Það er nýstárleg keppni með útsláttarfyr- irkomulagi. Ólafur Rafnsson. Ólafur sagði að sú ákvörðum að breyta fyrirkomulagi á úrvals- deildinni hefði verið að stórum hluta vegna þess hversu ferða- kosnaður hefði verið oröinn mik- ilL „Ljóst var að með þátttöku ís- firðinga í úrvalsdeildinni á kom- andi keppnistímabili yrði ferða- kostnaðurinn meiri en síðastliðiö keppnistímabil og því fannst mörgum kominn tími til að reyna að lækka hann eitthvað." Körfúboltinn hefur verið í mik- illi uppsveiflu hér á landi undan- farin ár og sagði Ólafur að velta sambandsins hefði fjórfaldast síð- an 1990. „Við urðum í fyrra næst- stærsta sérsambandið innan ÍSÍ og erum með á okkar vegum 60 lið sem leika í deildunum. Það er mikil rækt lögð við unglingastarf- ið og reynt að virkja þann áhuga sem skapast hefur hjá krökkum i kringum NBA-deildina og að þeir skUi sér inn í félögin." Fram undan er keppni hér á landi í Evrópukeppni landsliða með þátttöku sex liða: „Þetta er langstærsta mál okkar á næst- unni. Það er afar mikUvægt fyrir okkur að lenda í tveimur af efstu sætum riðilsins því þá komumst við áfram í milliriðil. Við höfum unnið öU þessi lið að jafnaði, nema kannski helst Dani sem standa okkur jafnfætis, en það má reikna með aö það verði írar og Danir sem verða okkur erfiðastir, en við stefnum ákveðnir á áframhaldandi þátttöku." Ólafur Rafnsson er starfandi lögfræðingur og sagði hann að nánast allur frítími hans færi í körfúboltann, en að auki væru fé- lagsmál almennt áhugamál hjá honum. Eiginkona Ólafs er Gerður Guðjónsdóttir og eiga þau eina dóttur. Myndgátan Lausn á gátu nr. 1511: Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki heldur nú dulbúin tU skógar i leit að hertoganum, föður sínum. í fylgd með henni eru Celía, frænka hennar, og hirðfíflið Prófsteinn. Til skógar flýr einnig Orlando eftir iUa meðferð bróöur síns. Endurfundir Rósalindar og Orlandos verða þó ekki með þeim hætti sem ætla mætti og leikfléttan gerist æ margslungn- ari. Leikstjóri nú er Guðjón Peder- sen, dramatúrg Hafliði Arn- grímsson, höfundur leikmyndar Gretar Reynisson, höfundar bún- inga Elín Edda Árnadóttir og ljósahönnuður PáU Ragnarsson. EgiU Ólafsson semur tónlistina. Bridge Oftast nær þegar opnað er á tveggja laufa alkröfu og svar félaga er jákvætt, þróast sagnir upp í slemmu. I mörgum tilfellum er þó úttektin látin nægja (game) og sjaldnast vandræði að fá nægilega marga slagi í úttektinni. En í þessu dæmi var það alls ekki sjálfsagt mál að standa fjögurra spaða samning- inn, því vestur fann baneitrað út- spil, lítið tromp. Sagnir gengu þannig, suður gjafari og enginn á hættu: * 52 W AD765 * 8764 4 G2 4 74 V K1084 ♦ D52 * K1096 4 ÁKDG106 «4 -- 4 Á93 * ÁD74 Suður Vestur Norður Austur 2* pass 2*4 pass 24 pass 34 pass 34 pass 44 p/h Eins og glögglega sést, var þriggja granda samningurinn sá sem örugg- lega var hægt að vinna, en fjórir spaðar voru í stórhættu eftir spaða- útspil frá vestri, því þar með getur sagnhafi ekki trompað lauf í blind- um. En glöggur lesandi sér strax vinningsleiðina í spilinu. í öðrum slag verður sagnhafi að spila laufa- drottningunni. Austur er í vanda staddur. Ef austur dræpi á kóng,’ var laufagosinn orðinn að innkomu á hjartaásinn, en ef austur gæfi slaginn, gæti sagnhafi tekið á lauf- ás, trompað lauf og fengið yfirslag með því að henda tapslag í hjartaás- inn. Að spila laufadrottningu í öðr- um slag er eina leiðin sem tryggir vinning í spilinu. ísak Örn Sigurðsson 4 983 * G932 4 KG10 4 853 Fær hellu fyrir eyrun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.