Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1996 31 (gðfagB Pallbílar Til afgreiöslu strax. Skamper pallbílahús, stærðir 6, 7 og 8 feta. Allur fáanlegur útbúnaður, þ. á m. toppgrind. Hagstætt verð. Skemmtilegt hf., sími 567 4727, Krókhálsi 3. l4r Ýmislegt */öBBUf»*Jí Kvartmila 17. maí. Skráning í félags- heimilinu, Bíldshöfóa 14, 13. og 15. maí, kl. 20-22. Ekki skráð í síma. Kvartmfluklúbbimnn. $ Þjónusta Veggjakrotiö burt. Ný og varanleg lausn, þrif og glær fflma gegn veggja- krotinu. Ný efni og vel þjálfaðir menn gegn úðabrúsum, tússi og öðru veggja- kroti. Málningarþjónusta B.S. verk- taka, s. 897 3025, opið 9-22. Smá- auglýsing DV skila árangri 55§ 50®® auglýsingar % ÍS staðgreiðslu- og greiðslukorta- afsláttur og stighækkandi birtingarafsláttur 55§ 50®® Smá- auglýsingar Fréttir Útgerð við hafnlausa strönd: Nýr 15 tonna hjólabátur til Víkur DV, Hvolsvelli: Þorsteinn Gunnarsson, útgerðar- bóndi á Vatnsskarðshólum í Mýr- dal, hefur keypt 15 tonna hjólabát sem verður gefið nafnið Skaftfelling- ur. Báturinn er 14 metra langur og 412 metri á breidd og búinn tveimur 300 ha. vélum. Þorsteinn hyggst nota bátinn til að þjónusta tvo 6 tonna handfærabáta sem hann hef- ur gert út frá Sandgerði og Þorláks- höfn. Nú getur hann gert bátana út á heimamiðum en fram af Vatns- skarðshólum eru gjöful fiskimið. Þar kynntist Þorsteinn útgerð sexæringa frá sandinum á sínum yngri árum. Hann byrjaði róðra þeg- ar hann var 12 ára og alla tíð síðan hefur hafið lokkað og hann þráð að róa til fiskjar. Sá draumur er nú að rætast með tilkomu hjólabátsins Skaftfellings. Hjólabáturinn var fluttur austur að Vatnsskarðshóium aðfaranótt 10. maí og gekk heimferðin vel, nema að litlu mátti muna þegar farið var yfir Þjórsárbrúna. Þegar Þorsteinn hefur náð tökum á bátnum og vel viðrar ætlar hann að sjósetja bátinn og reyna hann við þær aðstæður sem eru við hafnlausa ströndina. Handfærabátarnir geta lagst við bólfæri við Dyrhólaey og Vík og verður þá aflinn sóttur um borð og farið út með ís og vistir. Það skiptir miklu að stutt er að fara með aflann í verkunarhús sem Þorsteinn byggði fyrir ári þar sem fiskurinn verður verkaður í salt, ferskur og nýdreginn úr sjó. Notagildi bátsins á eftir að koma betur í ljós. Hægt er að láta stefhið síga niður og er þá mögulegt að aka bíl um borð eða farþegar geta geng- ið inn um stefnið. Heimsathygli hafa vakið skoðunarferðir með Reynisfjalli og Dyrhólaey með hjóla- bátum sem hafa verið í Vík í Mýr- dal. -JBEN Þorsteinn akandi á hjólabátnum. DV-mynd Jon Kirkjugarðar Reykjavíkur: Á annað hundrað skóla- nemar fá sumarvinnu í sumar verða 155 ungmenni ráð- in til starfa hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma, flest skólanemar á aldrinum 17 til 25 ára, og eru þeir álíka margir og á síðasta sumri. Vinnan felst í almennum garðyrkjustörfum við að slá og hirða garðana, hreinsa beð og setja blóm á leiði. Margir garðyrkjumenn starfa hjá Kirkjugörðunum allt árið og stýra þeir sumarvinnu skólanema ásamt vönu sumarfólki sem ráðið er í flokksstjórastöður. Fjórir kirkju- garðar eru í umsjá Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma: Kirkju- garðurinn við Suðurgötu, Fossvogs- kirkj ugarður, Viðeyj arkirkj ugarður og Gufuneskirkjugarður. Garðarnir er samtals um 63 hektarar að stærð. Mikil áhersla er lögð á umhirðu kirkjugarðanna. Fjölmargir að- standendur koma þangað til þess að minnast látinna ástvina sinna og hlúa að leiðum þeirra. Kirkjugarð- arnir eru einnig vinsæl útivistar- svæði og eru þeir öllum opnir en fólk er minnt á að virða helgi þeirra. Fjöldi manns kemur í garð- ana á ári hverju til þess að njóta úti- veru í gróðursælu og kyrrlátu um- hverfi. Um 155 ungmenni verða við störf hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma í sumar. Nokkrir þeirra hafa þegar hafist handa við að fegra garðana en meginhluti unglinganna kemur til starfa í byrjun júní. Ungmenninn, sem ráðin eru, frá hverjum stað eftir stærð sveitar- 45 í Gufuneskirkjugarði og 15 í koma frá Reykjavík, Seltjamarnes- félagsins. Langflestir vinna í Foss- Kirkjugarðinum við Suðurgötu. bæ og Kópavogi og fer fjöldi þeirra vogskirkjugarði eða 95 ungmenni, Leiðrétting: Jóna Valgerður náði kjöri í upptalningu á bæjarfulltrúum í ans, Jónu Valgerðar Kristjánsdóttir. ingar á þessum mistökum. nýkjörinni bæjarstjórn á norðan- Hún kemur inn sem annar fulltrúi -GHS verðum Vestfjörðum i blaðinu I gær F-lista Alþýðubandalags, Kvenna- gleymdist nafn ellefta bæjarfulltrú- lista og Óháðra. Beðist er velvirð-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.